Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10.JÚNÍ 1986 Breytingarnar í alþjóðlegn efna- hags- og viðskiptalífi hafa verið örar hin síðari ár, svo örar, að sumir telja, að um byltingu hafi verið að ræða. Ríki verði að taka mið af alþjóðlegri þróun og laga sig að því, að hún ráði ferðinni en ekki ákvarðanir einstakra ríkisstjórna. Aðeins þau ríki muni blómstra, sem stuðli að þvi að þeirra eigin efnahagslíf geti lagað sig að alþjóðamörkuðum, það skipti sköp- um, að vera samkeppnisfær á þeim. Þetta setti svip sinn á fund ráðherra frá EFTA-ríkjunum hér á landi í síðustu viku. Þar var einkum rætt um leiðir til að greiða fyrir hindrunarlausum við- skiptum milli aðildar-ríkjanna sex og þeirra tólf ríkja, sem mynda Evrópu- bandalagið (EB). Vegna fundarins kom Willy de Clercq, sem fer með utan- ríkismál í stjórnarnefnd Evrópubanda- lagsins, hingað til lands. Eftir að hafa tekið þátt í EFTA-fundinum var hann opinber gestur Matthíasar Á. Mathie- sen, utanrikisráðherra, og ræddi við íslensk stjórnvöld um sameiginleg mál- efni íslands og Evrópubandalagsins. Hann tilkynnti rikisstjórninni, að bandalagið vildi, að fram færu alhliða viðræður um samskipti Islands og EB, þar sem tekið yrði á óleystum vanda- málum og rætt um ný sameiginleg viðfangsefni einkum á sviði rannsókna og þróunar hátækni. Willy de Clercq EB vill alhliða viðræð- ur við íslendinga Willy de Clercq er einn sautján manna, sem á sæti í stjómamefnd Evrópubandalagsins (European Commission). Hann er fulltrúi Belga í nefiidinni, sem valin er til fjögurra ára í senn. De Clercq var fjármálaráðherra lands síns og þingmaður flæmska Fijáls- l}mda flokksins, áður en hann settist í stjómamefnd EB. Hlut- verk nefndarmanna er að stýra hinum sameiginlegu skrifstofum bandalagsins, en þar starfa um 12.000 manns og framkvæma sameiginlegar ákvarðanir aðildar- landanna 12. Willy de Clercq fer með utanríkismál í stjómamefnd- inni, þó ekki samskipti við þróun- arríkin. Fulltrúi í stjórnamefhd- inni hefur aldrei áður komið í opinbera heimsókn til Islands. 1976 og 1977 kom Finn Olav Gundelach, sem þá fór með fisk- veiðimál í nefndinni, hingað til lands til að ræða fiskveiðar. Samskipti íslands og EB Samskipti íslands og Evrópu- bandalagsins byggjast á fríversl- unarsamningi frá 1972. Hann tók að fullu gildi 1976, eftir að samið hafði verið við Breta vegna út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 200 sjómflur. Eftir að Spánn og Port- úgal gerðust aðilar að bandalag- inu um síðustu áramót, kaupa aðildarríki þess um 50% af ís- lenskri útflutningsframleiðslu og þaðan koma um 50% af þeim vamingi, sem við flytjum inn. Mikilvægi Evrópubandalagsins fyrir íslenskt efnahagslíf verður þvf ekki dregið í efa. Aðild Spánar og Portúgals hafði það hins vegar í för með sér, að bandalagið ákvað að leggja tolla á saltfísk, sem kemur sér illa fyrir okkur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að fá bandalagið til að breyta þessari ákvörðun. Komið hefúr fram, að EB æski þess að fá fiskveiðiréttindi í íslenskri lög- sögu gegn því að breyta ákvörð- uninni um saltfisktollinn. íslensk stjómvöld standa fast gegn því að tengja þannig saman viðskipti og fískveiðiréttindi. Þegar blaða- maður Morgunblaðsins hitti Willy de Clercq, eftir viðræður hans við íslenska ráðamenn, og spurði, hvort þetta væri stefna Evrópu- bandalagsins gagnvart íslandi, svaraði hann: „Ég hef tilkynnt ríkisstjóm Is- Rætt við Willy de Cercq, sem fer með utanríkismál í stjórnarnefnd Evrópubandalagsins lands, að Evrópubandalagið sé reiðubúið til að taka upp alhliða viðræður við hana um alla þætti samstarfs okkar. Mér er það kappsmál, að þessar viðræður fari fram án þess að sett séu nokkur skilyrði fyrirfram. Með vísan til þess vil ég ekki segja neitt um þessi mál nú. Við skiljum grund- vallarsjónarmið íslendinga mjög vel, en við stöndum líka frammi fyrir vandamálum, sem við verð- um að leysa. Segja má, að við séum í blindgötu eins og stendur. En ég vona, að okkur takist að komast út henni. Við viljum, að þessar viðræður hefyst sem fyrst." Á EFTA-fundinum ræddu ráð- herrar landanna meðal annars samvinnu við EB á sviði rann- sókna og þróunar. Æðstu menn Evrópubandalagsríkjanna tóku ákvörðun um það 1984 að veija fé til rannsókna og þróunar af sameiginlegum fjárlögum banda- lagsins. Síðan hafa verið teknar ákvarðanir um sérgreind sameig- inleg verkefni, sem öll eru á sviði hátækni. Þau eru þekkt undir skammstöfunum eins og ESPRIT (uppiýsingatækni) BRITE (grunn-tæknirannsóknir) og RACE (fjarskiptatækni). Til- kynnti de Clercq ráðherrum EFTA-ríkjanna hér í Reykjavík, að unnið væri að því að gera fyrirtækjum í löndum þeirra kleift að gerast þátttakendur í þessum verkefnum. Þá nefndi hann einnig EUREKA-verkefnið, sem upphaf- lega var kallað mótvægi Evrópu við SDI-áætlun Bandaríkjanna (geimvamaáætlunina), þótt þróun þess hafi verið á annan veg, en fyrirtæki í EFTA-ríkjum geta tengst því. Þá hafa verið gerðir tvíhliða samningar milli EB og EFTA-ríkjanna nema íslands um samvinnu á sviði ranhsókna og þróunar. Um þátt íslands sagði Willy de Clercq: „Við viljum ræða um samvinnu við íslendinga varðandi þróun og rannsóknir á hátæknisviðum. Við viljum gera rammasamning við íslendinga um þessi efni eins og önnur EFTA-ríki.“ Staðan í bandalaginu Oft má lesa um það í íjölmiðlum eða heyra frá því skýrt á öldum ljósvakans, að nú sé ástandið orðið svo slæmt innan Evrópubanda- lagsins, að annað hvort springi það í loft upp vegna innbyrðis ágreinings um landbúnaðarmálin, eða verði að minnsta kosti gjaid- þrota vegna þess að ekki takist samkomulag um hin margflóknu sameiginlegu ijárlög. Þegar de Clercq var spurður um, hvort frá- sagnir af þessu tagi ættu við rök að styðjast, brosti hann og svar- aði: „Nei, síður en svo. Segja má, að bandalagið stefni nú hraðar en oftast áður í átt til aukinnar samvinnu aðildarþjóðanna. Hin síðari ár hefur aðildarlöndum bandalagsins flölgað. Grikkir gengu í bandalagið 1980 og Spán- veijar og Portúgalir nú um ára- mótin. I febrúar staðfestu Danir aðild sína að bandalaginu í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er pólitískur vilji innan bandalagsins til að styrkja samstarfið og treysta innviði þess. Þá vilja menn einnig, að samvinnan nái til fleiri sviða en áður, hún verði nánari og grunnur hennar verði treystur enn frekar. í því sambandi nefndi ég sérstaklega rannsóknir og þróun hátækni og umhverfismál. Eftir kjamorkuslysið í Chemobyl hefur áherslan á sameiginlegar ráðstaf- anir til að vemda umhverfið enn aukist. Á fundi mínum með EFTA-ráðherrunum ræddum við um þörfina fyrir strangari al- þjóðareglur um öryggisráðstafan- ir vegna kjamorkuvera. Evrópu- bandalagið stefnir að því, að á árinu 1992 myndi 320 milljónir íbúar aðildarlandanna einn „heimamarkað". Um heim alian glíma menn við vandamál vegna landbúnaðar, það eru mál líðandi stundar, sem era leyst hveiju sinni eftir efnum og ástæðum. Þau ógna ekki framtíð bandalagsins. Um afgreiðslu fjárlaga EB gildir hið sama og Qárlög einstakra ríkja, það er aldrei auðvelt glíma við skiptingu Qármuna. Sú glíma ógnar ekki tilvist bandalagsins." Hefur þungamiðja bandalags- ins ekki færst sunnar með aðild hinna nýju ríkja? Snýst starf þess ekki meira en áður um Miðjarðar- hafssvæðið? „Aðild ríkja f Suður-Evrópu hefur vissulega haft áhrif á störf og stefnu bandalagsins. Grikkir, ítalir og Spánveijar beina athygli sinni að ríkjunum í Norður- Afríku. Bandalagið veitir Miðjarð- arhafsríkjum frá Marokkó til Isra- el forréttindi. Marokkó sótti raun- ar um aðild að bandalaginu, en var hafnað, þar sem Rómarsátt- málinn, stjómarskrá bandalags- ins, byggir á því, að aðeins Evr- ópuríki geti gerst aðilar að honum. Þá er Tyrkland aukaaðili að bandalaginu og vill tengjast því nánar. Mikilvægt er að halda jafnvægi innan einstakra svæða í bandalag- inu. Pólitískar ákvarðanir hafa verið teknar um stækkun þess og þeim verður að fylgja eftir með markvissu starfi. Það er markmið bandalagsins að efla efnahags- starfsemi á þeim svæðum, _sem eiga undir högg að sækja. í því efni beinist athyglin sérstaklega að hinum suðlægari löndum. Efnahagsstyrkur bandalagsins hefur jafnan verið í norðurhluta þess. Það hefur ekki breyst. Ef við gætum stækkað bandalagið enn frekar í norður, væri ég ekki á móti því, alls ekki.“ Þegar ég spurði de Clercq, hvort hann teldi líklegt, að hlut- lausu ríkin í EFTA, Svíþjóð, Sviss, Austurríki og Finnland gerðust aðilar að EB. Sagði hann, að um Finnland og Austurríki gegndi sérstöku máli vegna samninga, sem löndin hefðu gert eftir síðari heimsstyijöldina. Hins vegar sagðist hann ekki sjá neitt því til fyrirstöðu, að Svíar og Svisslend- ingar gengju í bandalagið, raun- sætt mat hlyti að leiða til þess, að þjóðunum væri hagur af því. Hið sama ætti við um Noreg, aðild Norðmanna kæmi vafalaust til álita á næstu áram. Þegar ég benti honum á, að nánari sam- vinna við Evrópubandalagið eða Vestur-Evrópu almennt væri ekki á dagskrá hjá íslenskum stjórn- málamönnum, varð hann undr- andi. Hann hafnaði ekki þeirri skoðun minni, að viðræður íslend- inga við bandalagið, sem einungis byggðust á núgildandi viðskipta- samningi, færu fram á of þröng- um forsendum. Hann fagnaði því, að íslendingar ætluðu að opna sérstaka skrifstofu, sem hluta af sendiráði sínu í Brassel, til að annast tengslin við EB, og sagðist hafa boðið íslenskum stjómmála- mönnum að heimsækja höfuð- stöðvar bandalagsins þar. Deílur við Bandaríkin Nokkur spenna hefur verið í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópubandalagsins vegna við- skipta með landbúnaðarvörar og stál. Offramleiðsla á landbúnaðar- vöram í Bandaríkjunum varð til þess á síðasta ári, að útflutnings- bætur til bandarískra bænda vora auknar um tvo milljarði dollara. Þar með gátu Bandaríkjamenn ógnað EB-löndum á hefðbundnum mörkuðum þeirra til dæmis í Egyptalandi og Alsír. EB svaraði með því að veita þeim sérstakan stuðning, sem selja landbúnaðar- vörar til Miðjarðarhafslanda. í nóvember hækkuðu Bandaríkja- menn tolla á hveitideigi eða pasta frá EB-löndum, þau svöraðu með því að hækka tolla á bandarískum valhnetum og sítrónum. Banda- ríkjamenn hafa gripið til vemdar- aðgerða til að takmarka innflutn- ing á stáli. Bandaríkjastjóm hefur sakað EB um að hindra innflutn- ing á þungum raftækjum frá Bandaríkjunum. Um viðskipta- deilur EB og Bandaríkjanna sagði Willy de Clercq: „Á milli Bandaríkjanna og EB hefur alltaf ríkt spenna, þegar kemur að viðskiptum. Þetta era öflugustu viðskipta- og eftiahags- heildir heimsins. Ekki er við öðra að búast en samkeppni ríki milli þeirra. Þess verður vart í Banda- ríkjunum, að þar njóta vemdarað- gerðir meira fylgis en áður. Hafa verður í huga, að hallinn á ríkis- sjóði Bandaríkjanna nemur nú 148 milljörðum dollara. Til hvaða ráða gripum við, ef við stæðum frammi fyrir slíkum vanda? Nú era að hefjast viðræður um framkvæmd GATT-samkomu- lagsins um tolla og viðskipti, þar sem tekið verður á þessum mál- um. EB vill, að frelsi verði aukið í þjónustuviðskiptum og almennt stuðlað að hindranarlausum heimsviðskiptum án vemdarað- gerða. Þegar litið er á heildarvið- skipti Bandaríkjanna og EB kemur í ljós, að þau nema 110 milljörðum dollara á ári. Hlutfalls- lega nær sá vandi, sem við er að glíma, til 5% af þessum viðskipt- um. Sé þetta hlutfall lagt til grandvallar, er unnt að segja, að vandinn sé ekki stórkostlegur. En hann leggst þungt á þá, sem í hlut eiga og þeir beita stjómvöld öflugum þiýstingi. Það er of mikið að kalla þetta viðskiptastríð. Bandaríkjamenn era andvígir stefnu okkar gagnvart Miðjarðar- hafslöndunum. Þeir telja, að þeir tapi vegna viðskipta EB-landa þar. Þá era þeir einnig þeirrar skoðunar, að aðild Spánar að EB valdi þeim Qárhagslegu tjóni. Þetta era hvort tveggja pólitísk mál. Með því að veita Miðjarðar- hafslöndunum forréttindi er stuðl- að að því, að þau þróist til réttrar áttar efnahagslega og félagslega, sem er forsenda'póiitísks stöðug- leika. Aðild Spánar að EB hefur mikið gildi fyrir þróun lýðræðis- legra stjómarhátta þar í landi. í þessu efni verður að nota annað en fjárhagslega mælistiku. Mestu skiptir að við getum haft stjóm á hinni hefbundnu spennu í viðskiptum Bandarílq- anna og Evrópubandalagsins. í starfi mínu hef ég lagt áherslu, að bandalagið sé í stakk búið til að halda uppi slíkrí stjóm. Það, sem nú er alvarlegast, er, að spennan eykst á mörgum sviðum samtímis. Mörg atvik, sem væra léttvæg, hvert um sig, geta skap- að stóran vanda, þegar öll kuri koma til grafar. Mestu skipti, að ríki fari eftir umsömdum alþjóða- reglum. Það skilar bestum árangri að lokum, að allir haldi þær í heiðri."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.