Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ 1986 31 Afrískir stúdentar íKína mótmæla kynþáttahatri Um þrjú hundruð afrískir stúdentar fóru í mótmælagöngn í Peking á föstudag. Voru þeir að vekja athygli á og mótmæla „fjandsamlegum árásum“ kínverskra námsmanna á afríska samstúdenta sína og kváðu orsakirnar að baki bersýnilega af toga kynþáttahaturs. Afríkumennirnir gengu fylktu liði að kín- verska menntamálaráðuneytinu, þar sem fulltrúi ráðherra veitti nefnd á þeirra vegum áheym. Akvörðunin um mótmælaaðgerð- imar var tekin eftir að til harðra átaka kom milli kínverskra og afrískra studenta við Tianjin-háskólann í Norðaustur-Kína fyrir tveimur vikum. Leiðtogi Mujahedeen-skæruliða neyddur til að yfirgefa Frakkland: Skæruhernaði gegn Kho- meini stjórnað frá Irak Bagdað. AP. MASSOUD Rajavi, leiðtogi Muja- hedeen-andspyrauhreyfingar- innar í íran, hlaut hlýjar móttök- ur er hann kom tíl íraks á laugar- dagskvöld. Um helgina heimsótti hann helgistaði shíta í Najaf og Karbala í írak, m.a. staði, sem Khomeini erkiklerkur í íran dvaldi á i 14 ára útlegð sinni í frak. Rajavi flýði frá íran árið 1981 og hefur dvalist í Frakkíandi í milli- tíðinni. Hann var neyddur til að yfírgefa Frakkland í síðastliðinni viku og hélt þá til íraks. Lögregla umkringdi dvalarstað hans í borginni Auvers-sur-Oise og herma fregnir að á annað þúsund fylgismanna hans hafi komið sér síðustu daga til íraks. Búist er við að Mujahedeen-samtökin hefji senn skæruhemað frá írak, en landslag á landamærum ríkjanna er með þeim hætti að auðvelt er að fara þar um með leynd. Fjöldi Mujahede- en-skæruliða hefst við innan írönsku landamæranna og spá vest- rænir sendifulltrúar því að með komu Rajavis til íraks muni upp- reisnaröflin í írak færast í aukana. Arabískir sendifulltrúar telja hins vegar að vera hans í írak kunni að skaða álit hans meðal stórs hóps fylgismanna í íran. Mujahedeen-samtökin reka nú útvarpsstöð í írak og útvarpa þaðan áróðri, sem beinist gegn stjóm Khomeinis. NÝR 5000 KRÓNA PENINGASEÐILL A grundvelli laga um gjaldmiðil íslands nr. 22 frá 23. apríl 1968 mun Seðlabanki íslands gefa út og setja í umferð hinn lO.Júní '86 fimm þúsund króna peningaseðil af svofelldri gerð: Stærð: 155 x 70 mm Stjórnarskrárbreyting til að leyfa skílnað á írlandi; Þjóðaratkvæði um hvortleyfa skuli hjónaskilnað HARÐAR deilur standa nú yfir á írlandi um fyrirhugaðar stjórn- arskrárbreytingar, sem heimila munu hjónaskilnaði þar í landi. Stjórn Garrets FitzGeralds hefur eiginlega lagt framtíð sína að veði og falli breytingamar í þjóð- aratkvæði, sem líklega fer fram 26. júní, yrði það verulegt áfall fyrir samsteypustjórnina, sem nú þegar er fremur völt i sessi. Stjómarskrárbreytingin er nú á lokastigi í þinginu og er talið full- víst að þar verði hún samþykkt. Skoðanakannanir bentu til þess að 57% kjósenda væm hlynntir breyt- ingunni og að hún yrði samþykkt í þjóðaratkvæðinu. í millitíðinni hefur það hins vegar gerst að kirkj- an hefur skorizt í leikinn og sent kröftugt bréf inn á eina milljón heimila þar sem tillagan er harðlega fordæmd. Áhrif kirkjunnar eru meiri í írlandi en almennt gerist og telja fylgjendur breytinganna afskipti kirkjunnar geta ráðið úrslit- um. Þeir segja raunar að þjóðarat- kvæðið verði mælikvarði á ítök kirkjunnar. Tilgangurinn með breytingunum er m.a. sá að friðþægja meirihluta íbúa á Norður-írlandi, sem lagst hafa harkalega gegn samningi stjórnar Bretlands og írska lýðveld- isins um Norður-írland. Hafa and- stæðingamir, sem em mótmælatrú- ar, jafnvel gripið til samskonar baráttuaðferða og hinn ólöglegi her kaþólskra ofbeldismanna (IRA) hefur beitt. Meirihluti Norður-íra óttast að samningurinn leiði til innlimunar lands þeirra í írska lýð- veldið. Lét hann ekki sefast af ákvæði í samningnum, sem segir sammna aldrei geta orðið nema með samþykki allra íbúa Norður- írlands. Samningurinn veitti stjóm- inni í Dyflinni hlutdeild í stjóm mála á N-írlandi gegn viðurkenningu á yfirráðum Breta þar. Hafni írar breytingunni í þjóðar- atkvæðinu verður það vatn á myllu norður-írskra andstæðinga brezk- írska samkomulagsins og þeirra, sem halda því fram að írska lýðveld- ið sé fomeskjulegt klerkaveldi. Fitz- Gerald hefur reynt að beita sér fyrir ýmsum lagabreytingum og umbót- um frá gerð samkomulagsins til þess að sýna fram á að írland sé ekki klerkaveldi. í þeim efnum hefur honum orðið misjafnlega ágengt. Hann vann sigur er hann fékk það samþykkt að allir, sem orðnir em 18 ára að aldri, _geti keypt smokka gegn lyfseðli. Áður gátu aðeins giftir menn gert inn- kaup af þessu tagi. Hann beið hins vegar ósigur er bann við fóstureyð- ingum var sett í stjómarskrána. Hann barðizt gegn þeirri stjómar- skrárbreytingu, sagði hana óþarfa þar eð fóstureyðingar væru hvort eð er bannaðar með lögum. Breytingin, sem varðar hjóna- skilnaði, er mesta prófraun, sem forsætisráðherrann mun ganga í gegnum. Talsmenn breytinganna segja að stjómarskráin og írsk hjú- skaparlög séu afbrigðileg frá því sem eðlilegt getur talizt. Málum er þannig háttað nú að írska kirkjan getur ógilt hjónaband og þeir, sem hljóta skilnað af þessu tagi, geta hlotið kirkjulega vígslu öðm sinni. Ríkið viðurkennir hins vegar ekki hjónaband þeirra, sem ganga öðm sinni upp að altarinu og böm hjóna af þessu tagi flokkast óskilgetin af hinu opinbera og era réttlaus. Árið 1983 fjallaði kirkjuráð ír- lands um 631 beiðni um ógildingu skilnaðar en tók 94 til greina. Það færist í vöxt að fólk, sem skilíð er að borði og sæng hefji búskap með fólki sem jafnt er á komið með eða ógiftum. Algengt er að konur í sambúð af þessu tagi taki upp eftir- nafn sambýlismanns síns að fengn- um sérstökum dómsúrskurði til að láta líta út fyrir að hún sé í löglegu hjónabandi. Þá fer þeim fjölgandi sem fara til útlanda til að fá skiln- að, en undir ýmsu er komið hvort skilnaður af því tagi er viðurkennd- ur. Hjónabandið og fjölskyldan er þó enn gmndvallarstofnun í írsku þjóðfelagi. (Úr The Wall Street Journal.) F 00000000 SAMKVÆMT LÖGUM NR.10 29.MARS 1961 SEÐLABAN^I ÍSLANDS FRAMHLIÐ Litir: dökkblár og fjöllita Á spássíu (upptalning efnis ofan frá og niður): Upphæð í tölustöfum Númer seðilsins með bókstafnum F fyrir framan, svart Vatnsmerki ber mynd Jóns Sigurðssonar forseta Tilvísun í lög Seðlabanka Islands Undirskrift tveggja bankastjóra í senn Útgefandi Seðlabanki Islands Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Borðar og mynstur unnin út frá altarisklæði úr Laufáskirkju Blindramerki, 3 lóðrétt upphleypt strik Mynd af Ragnheiði Jónsdóttur biskupsfrú (1646-1715) Oryggisþráður þvert í gegnum seðilinn Mynd af Gísla Þorlákssyni Hólabiskupi ásamt fyrri konum hans, Gróu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Benediktsdóttur Upphæð í bókstöfum, leturgerð af altarisklæði úr Laufáskirkju Númer, prentað í svörtu, neðst til hægri Upphæð í tölustöfum, lóðrétt, efst til hægri BAKHLIÐ Aðallitir: dökkblár og grænn Á myndfleti (upptalning frá vinstri): Á spássiu (upptalning ofan frá): Borðar og mynstur sama og á framhlið Upphæð í tölustöfum neðst til vinstri Mynd af tveimur stúlkum við skoðun hannyrða Mynd af Ragnheiði Jónsdóttur, sitjandi í stól Upphæð í tölustöfum Vatnsmerki Fangamark Ragnheiðar (Ións Dóttur) < SEÐLABANKI ÍSLANDS AUK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.