Morgunblaðið - 10.06.1986, Síða 28

Morgunblaðið - 10.06.1986, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNI1986 „Úrslitin sýna að austur- ríska þjóðin vísaði á bug ásökunum á hendur mér“ - sagði Kurt Waldheim eftir kosningasigurinn á sunnudag Vínarborg, Tel Aviv, Washington, Moskvu og víðar. AP. KURT Waldheim vann ótvíræð- an sigur yfir mótframbjóðanda sínum, Kurt Steyrer, í forseta- kosningunum í Austurríki á sunnudag. í gær sagði Fred Sinowatz kanslari af sér í kjöl- far ósigurs Steyrers, frambjóð- anda Sósíalistaflokksins, og tók Franz Vranitzky fjármálaráð- herra við kanslaraembættinu. Yfirleitt hefur úrslitum kosn- inganna verið vel tekið heima fyrir, en viðbrögð verið misjöfn erlendis. ísraelar hafa lýst yfir vonbrigðum sínum og kailað heim sendiherra sinn í Austur- ríki til skrafs og ráðagerða. Sovétmenn hafa hins vegar lýst velþóknun sinni á niðurstöð- una. Kurt Waldheim, sem er 67 ára gamall og naut stuðnings íhalds- flokksins, hlaut 53,9% atkvæð- anna, en Kurt Steyrer 46,1%. Þetta er í fyrsta skipti, sem fram- bjóðandi Ihaldsflokksins vinnur sigur í forsetakosningum í Aust- urríki, frá því að síðari heimsstyij- öldinni lauk. Meiri sigur Waldheims en menn áttu von á „Urslit kosninganna sýna, að austurríska þjóðin hefur vísað á bug ásökununum á hendur mér,“ sagði Waldheim í sjónvarpsviðtali. Talið er að kosningasigur Waldheims hafi m.a. byggst á við- tækum stuðningi umhverfisvemd- arsinna, svo og sósíalista, sem óánægðir eru með störf ríkis- stjómarinnar og aðild flokks síns að ijölmörgum hneykslismálum undanfarin misseri. Afsögn Sinowatz á greinilega að þjóna þeim tilgangi að sann- færa kjósendur um, að Sósíalista- flokkurinn sé ákveðinn í að taka 555.556 UJ'íu §; VOÖ/r 15 53.1 ’3.5 í (r 1150:; .. 530.363 M Kurt Waldheim ræðir við fréttamenn, eftir að úrslitin í forseta- kosningunum lágu fyrir. Fyrir miðju stendur Kurt Steyrer, fram- bjóðandi Sósíalistaflokksins. tillit til óánægju þeirra með 16 ára valdatíð flokksins. Vranitzky boðaði frekari breytingar á ríkis- stjóminni. Stjómmálamenn í röðum beggja stóru flokkanna kváðu sigur Waldheims hafa verið meiri en þeir hefðu átt von á, og sýndu úrslitin, að mikill flótti væri brost- inn á í liði sósíalista. Góðar viðtökur heima - misjafnar erlendis Austurísk dagblöð fögnuðu kosningaúrslitunum. „Stórsigur Waldheims" sagði í leiðarafyrir- sögn Neue Kronen Zeitung, út- breiddasta blaðs landsins. „Mátu- legt á rógberana" var aðalfyrir- sögnin yfir þvera forsíðu blaðins. I gær kvaddi ísraelsstjóm heim sendiherra sinn í Vínarborg „til skrafs og ráðagerða" í mótmæla- skyni við niðurstöðu kosninganna. Velta stjómvöld þar fyrir sér að láta sendifulltrúa taka við störfum sendiherrans. Larry Speaks, talsmaður Bandaríkjastjómar, kvað austur- rísku þjóðina hafa tekið ákvörðun í frjálsum og lýðræðislegum kosn- ingum. „Bandaríkin munu áfram leggja áherslu á náið og vinsam- legt samband við Austurríki," sagði hann. Sovéska fréttastofan Tass sagði frá kjöri Waldheims á sunnudag og kvað það votta, að „ósæmilegar tilraunir" síonista og Bandaríkjamanna til að bendla Waldheim við stríðsglæpi nasista hefðu mistekist. Ummæli þessi voru birt þegar er úrslit forseta- kosninganna höfðu verið kunn- gjörð. Richard von Weizsácker, forseti Vestur-Þýskalands, sendi Wald- heim heillaóskaskeyti í gær í til- efni af kosningasigri hans. í gær sagði háttsettur embætt- ismaður bresku stjómarinnar, að ólíklegt væri, að hinum nýkjöma forseta Austurríkis yrði boðið til Bretlands. Embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvað deilumar um aðild Waldheims að stríðsglæpum nas- ista, útiloka, að honum yrði boðið í opinbera heimsókn þangað um fyrirsjánlega framtíð. Ekki var vitað í gær, hvenær Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, mundi láta frá sér fara „kurteisiskveðju" vegna kosning- arinnar. Waldheim-fjölskyldan, Elizabeth og Kurt Waldheim ásamt dætrunum tveimur, Liselotte og Christu, skálar í kampavíni fyrir kosningasigrinum. ,m Patrocinia Goins, ekkja James E. Goins, liðþjálfa í her Bandaríkja- manna, sést hér er lík eiginmanns hennar var sett um borð í flug- vél og flutt til Bandarikjanna. Sprengingin í „La Belle“: Fórnarlömb- in orðin briú Vestur-Berlín. AP. SIÐASTLIÐINN laugardag skýrði talsmaður Bandaríkjahers frá láti James E Goins, liðþjálfa, en hann var einn þeirra 230 sem slösuðust í sprengjuárásinni á „La Belle“ diskótekið í Vestur-Berlín 5. apríl síðastliðinn. Tveir aðrir, bandarískur hermaður og tyrknesk kona, týndu lífi í árásinni. Enn hefur ekki tekist að hafa upp á tilræðis- mönnunum. Einnig var skýrt frá að þeir 62 Bandaríkjamenn sem slösuðust í sprengjutilræðinu væru nú komnir heim af sjúkrahúsi. Svo sem kunnugt er af fréttum taldi Bandaríkjastjóm Líbýumenn bera ábyrgð á tilræðinu og var árás- in á Lfbýu 15. apríl síðastliðinn fyrirskipuð í kjölfar þess. Tilræðismennimir em enn ófundnir en vestur-þýskir leyniþjón- ustumenn gmna Sýrlendinga um aðild að tilræðinu. Sendiráð Sýr- lands í Austur-Berlín hefur vísað þeim ásökunum á bug. írakar ráðast á þrjú olíuskip? Bagdad. AF. ÍRAKAR kveðast hafa laskað þijú olíuskip á Persaflóa um helgina, en aðeins hefur tekist að fá árás á eitt þeirra staðfesta. íranir kveðast hafa gert írökum skráveifu meðfram landamærum ríkjanna um helgina. Lloyd’s tryggingarfélagið hefur staðfest að líberíska tankskipið Energy Mobility, hafi orðið fyrir árás á laugardagskvöld um 60 km suður af Khargeyju. Flugskeyti hafi hæft það og laskað og hafi sjór streymt inn I vélarrúm skipsins. Skipið laskaðist einnig í árás 6. maí sl. Energy Mobility er eitt þeirra tankskipa sem íranir hafa leigt til að flytja olíu frá Kharg til ömggari svæða í Persaflóa þar sem dælt hefur verið um borð í önnur Danska öryggis- og afvopnunarnefndin: Norðurlönd ekki „lágspennusvæði“ Kaupmannahöfn. AP. DANSKA öryggis- og afvopnunarnefndin hefur gefið út skýrslu þar sem dregið er i efa, að hin hefðbundna skoðun um að Norðurlönd séu „lágspennusvæði" f hemaðarlegu tilliti eigi við rök að styðjast. í skýrslunni, sem fjallar um stefnu Norðurlanda í flota- og ör- yggismálum, er bent á að skarpari skil hafi orðið milli hemaðarlegra hagsmuna stórveldanna í nágrenni Norðurlanda, hemaðammsvif séu meiri en áður og hemaðargildi svæðisins hafi aukist. Hin hefð- bundna skoðun um Norðurlöndin sem „lágspennusvæði", er byggðist á því að hagsmunir stórveldanna á þessu svæði væm litlir og að þau hefðu sérstakan áhuga á því að ekki myndaðist þar spenna, ætti því ekki lengur við rök að styðjast. Aðstæður á Eystrasalti, Norður- Atlantshafí og í Norðurhöfum, sem þeir skilgreina sem íshafið, Bar- entshaf, Grænlandshaf og Noregs- haf, hefðu breyst vegna mikillar uppbyggingar sovéska flotans und- anfarin 20-25 ár, viðbrögðum Vest- urveldanna við þessari uppbygg- ingu og vegna mikilla tæknilegra framfara f vopnabúnaði. Norðurfloti Sovétríkjanna hefði eflst mjög mikið m.a. með tilkomu kjamorkuknúinna kafbáta er búnir væm langdrægum kjamorkueld- flaugum og skipa og flugvéla er ætlað væri að beita gegn kafbátum. Eftirlitsferðum og heræfingum hefði flölgað, sérstaklega á tveimur svæðum, Norður-íshafinu og sunn- an GIUK-hliðsins svokallaða, þ.e. á svæðinu milii Grænlands, Islands og Bretlands. Varsjárbandalagsrík- in hefðu einnig styrkt flugher sinn og flota við Eystrasalt og haldið þar heræfingar, sem benda til þess að þau geti hafið hemaðaraðgerðir með mjög stuttum fyrirvara, þannig að viðvömnartíminn yrði aðeins 48 stundir. Viðbrögð NATO-rflqanna á undanfömum ámm hefðu verið þau, að auka hemaðarmátt sinn á þessum svæðum. í skýrslunni segir ennfremur að hingað til hafi verið álitið að Sovét- menn myndu senda flota sinn út úr Eystrasalti fyrir eða í byijun hem- aðarátaka til þess að hann ásamt Norðurflotanum gæti skorið á samgönguæðar NATO-ríkjanna jrfir Atlantshaf. Nefndin telur þetta ekki líklegt, heidur muni eingöngu kafbátar reyna að komast út í Atl- antshaf eftir dönsku sundunum, Eystrasaltsflotanum eigi að beita í hemaði við Eystrasalt. Danska öiyggis- og afvopnunar- nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að jafnvægi ríki í Mið-Evrópu sé miðað við fyrri tíma, en þróun hemaðar á, í og yfir sjó hafi leitt til þess að blikur séu á lofti á norð- urslóðum. Danska öryggis- og afvopnunar- nefndin er skipuð af ríkisstjóminni og er Kjeld Mortensen, sendiherra, formaður hennar. Fræðimenn og fulltrúar stjómmálaflokka, bæði stjómar og stjómarandstöðu, sitja í nefndinni. skip, sem siglt hafa olíunni á áfangastað. írakar kváðust einnig hafa gert árás á tankskip á sunnudag og í gær. Sagði í fréttatilkynningu her- stjómarinnar í Bagdað að bæði skipin hefðu verið í_ grennd við Khargeyju, olíuhöfn írana. Hefur ekki tekizt að fá staðfest hvort þessar yfirlýsingar séu á rökum reistar. íranar segja flugvélar sínar hafa Krt árásir á stórskotaliðssveitir ika við landamæraborgina Mehr- an, sem er á miðri víglínunni á landamærum ríkjanna. Þotumar hefðu snúið heilu og höldnu úr velheppnaðri árásarferð. írakar náðu Mehran og hæðunum um- hverfís í hörðum bardögum í maí sl. íranar halda því ennfremur fram að slegið hafi í brýnu við borgina Haj Omran í norðausturhluta íraks sl. föstudagskvöld. Hafi írönsku hersveitimar dregið sig til baka eftir snarpa sneiru og hefðu 130 hermenn andstæðingsins legið í valnum. 16 Tékkar flýðu MUnchen. AP. TALSMAÐUR lögreglunnar í Bæj- aralandi hefur upplýst, að samtals 16 tékkneskir ferðamenn hafi und- anfama viku yfirgefíð ferðahópa sína þar í landi og í Sviss. Fólkið hefur óskað eftir landvistarleyfi á Vesturlöndum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.