Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Aðalfundur Stéttarsambands bænda Fulltrúar búgr einaf élaganna: Full réttiiidi í fyrsta sinn Hvanneyri. Frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. AÐALMÁL aðalfundar Stéttar- sambands bænda eru tvö: Ákvörðun stefnunnar varðandi stjómun mjólkur- og kindakjöts- framleiðslunnar sem fram kem- ur í drögum að nýrri reglugerð sem lögð var fyrir fundinn og umfjöllun um atvinnumál í dreif- býli. Setning fundarins var í gær- morgun. Þá flutti Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambandsins yfír- litsræðu sína og Jón Helgason land- búnaðarráðherra ávarpaði þingfull- trúa. Lagðir voru fram reikningar Stéttarsambandsins og síðan voru almennar umræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður. Þar bar margt og misjafnt á góma. Nefndastörf voru í gærkvöldi og halda áfram í dag. Á morgun verða málin loks afgreidd. 64 fulltrúar eiga rétt til setu á þessum aðalfundi Stéttarsam- bandsins, 18 fleiri en á undanföm- um fundum, því nú kom til fram- kvæmda fjölgun fulltrúa í samræmi við samþykkt síðasta stéttarsam- bandsfundar. Fjölgunin kemur frá stærstu landbúnaðarhéruðunum, 7 fulltrúar, og frá búgreinafélögun- um, 11 fulltrúar. Fulltrúar bú- greinafélaganna eiga því að þessu sinni sæti á Stéttarsambandsfundi með fullum réttindum í fyrsta skipti. ÞfTTAER PEX fargjald, kr. 13.940 Flogið alladaga vikunnar FLUGLEIÐIR □ Skemmtanalífið erkyndill menningar London: leikhús, tónleikar, kvik- myndahús, pöbbar, diskótek og. . . þú. London frelsar þig frá áhyggjum og stressi. Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsambands bænda: „Nauðsynlegt að stjórna allri kj ötframleiðslu“ Ingi hættir í lok kjörtímabilsins Hvanneyri, frá Helga Bjamasyni blaða- manni Morgunblaðsins. INGI Tryggvason formaður Stéttarsambandsins lýsti því yfir í setningarræðu sinni á aðalfund- inum hér á Hvanneyri að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til starfa í stjórn Stéttar- sambandsins að loknu þessu kjör- timabili. Kjörtimabilinu lýkur haustið 1987 og með því að lýsa þessu yfir nú vildi hann gefa mönnum tóm tíl að fá nýjan mann til formannsstarfa. Ingi er búin að vera i stjórn Stéttarsam- bandsins í nærri tvo áratugi, þar af formaður undanfarin fimm ár. Aðalfundur Stéttarsambandsins er nú haldinn á óvenjulegum tíma. Ingi gerði grein fyrir ástæðum þess að ákveðið var að flýta fundinum. Sagði hann að brýna nauðsyn bæri til að aðalfundur Stéttarsambands- ins mótaði stefnuna um skiptingu framleiðslunnar. „Skoðun mín er sú að samþykktir þessa fundar verði afdrifaríkar fyrir þróun nautgripa- og sauðflárframleiðslunnar í landinu á næstu árum,“ sagði Ingi. Ingi ræddi um stöðu landbúnað- arins og þjóðfélagsins í heild. Hann sagði að framieiðsla landbúnaðarins hefði verið mikil á síðasta ári. Kjötframleiðslan hefði til dæmis aldrei verið meiri, eða 20 þúsund tonn, þar af 12.200 tonn af kinda- kjöti. Hins vegar hefði heildarmark- aður fyrir kjöt ekki aukist. Þetta hefði haft það í för með sér að landbúnaðurínn sæti uppi með svip- aðan heildarvanda í kjötframleiðsl- unni og áður þrátt fyrir árangurs- ríkar aðgerðir til samdráttar í kindakjötsframleiðslunni. „Vandinn er ekki aðeins sá að erfíðlega gengur að selja það kjöt sem framleitt er, heldur ekki síður er mikill vandi þeirra bænda sem framleiða kindakjöt en búa við skerta framleiðslu og erfíða fjár- hagsstöðu," sagði Ingi. Ingi sagði einnig: „Sú reynsla sem fengist hefur af því að stjóma aðeins einni grein kjötframleiðsl- unnar hlýtur að styrkja rökin fyrir þeirri stefnu Stéttarsambandsins að koma þurfí heildarstjómun á alla kjötframleiðsluna í landinu. Aðalfundurinn nú hlýtur að ítreka fyrri kröfur í þessu efni. Ég tel að fundurinn verði einnig að ítreka fyrri kröfur um stjórnun á allri búvöruframleiðslu fyrir innanlands- markað og þeirri framleiðslu til út- flutnings sem tekin er verðábyrgð Ingi Tryggvason á. Markmið framleiðslustjómunar á að vera það að koma í veg fyrir framleiðslu óseljanlegra eða illselj- anlegra vara, tryggja framleiðend- um eðlileg laun gegn fullri en þó hóflegri vinnu og neytendum holla og næringarríka fæðu fyrir fram- leiðslukostnaðarverð. Bændur þurfa að gera kröfur um atvinnuör- yggi en engan stórgróða og vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um sínum en keppa ekki innbyrðis hveijir öðmm í óhag. Þjóðfélagið á aftur kröfu á bændur um hag- kvæmni í rekstri." Ingi gerði einnig grein fyrir vanda annarra greina landbúnaðar- ins og sagði að þar sem vandinn væri ekki þegar fyrir hendi biði hann í gættinni. Gat hann um vandamál mjólkurframleiðenda, þar sem margir væm að ljúka fram- leiðsiurétti sínum fyrir yfírstand- andi verðlagsár. Þá hefði verðfall á loðskinnum og eldisfíski valdið ákveðnum erfíðleikum. Formaður Stéttarsambandsins ræddi einnigum sölu búvara. Mjólk- ursalan hefur verið svipuð og í fyrra, en vemlegur samdráttur hefur verið í sölu á dilkakjöti. Sagði hann frá átaki markaðsnefndar í dilkakjötssölu. Skýrði hann frá því að stjóm Stéttarsambandsins hefði óskað eftir auknum niðurgreiðslum til að lækka kindakjötsverðið því árangur söluátaksins væri mjög háður því, að verðið yrði lækkað. „Lækkun lqötverðsins er raun- hæfasta leiðin til að koma í veg fyrir vemlega aukningu kindakjöts- birgða á þessu ári,“ sagði Ingi. ÞAKMALNING SEM ENDIST málning'f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.