Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Kurt Waldheim verður forseti Olíklegt er að sigur Kurts Waldheim í síðari umferð forsetakosninganna í Austurríki á sunnudaginn muni binda enda á þær hörðu deilur um fortíð hans, sem hófust í marsmánuði síðastliðnum. Enginn vafí leikur á því, að hann nýtur trausts þjóðar sinnar, enda hlaut hann stuðning um 2,5 milljóna kjós- enda, sem er 53,9% gildra at- kvæða. A hinn bóginn lítur umheimurinn Waldheim - og ef til vill einnig Austurríki - ekki sömu augum og fyrr. Sönnur hafa að vísu ekki verið færðar á ásakanir á hendur honum um beina aðild að stríðsglæpum nasista, en ljóst er, að Waldheim gerði tilraun til að leyna ákveðn- um kafla í lífí sínu á stríðsárun- um; taldi sig með öðrum orðum hafa eitthvað að fela. Viðbrögð Austurríkismanna við árásun- um á Waldheim eru að sumu leyti skiljanleg, þar sem þjóðar- metnaður þeirra kann að hafa verið særður. En margir hafa bent á, að Waldheim-málið sýni að Austurríkismenn hafí ekki gert upp við nasismann á sama hátt og t.d. Þjóðverjar. Þeir hafí kosið þögnina í stað hrein- skilinnar umræðu og súpi nú seyðið af því. Hvað sem deilunum um fortíð Waldheims líður, er sennilegt, að kosning hans tákni að breyt- ingar kunni að vera í vændum í austurrískum sljómmálum. Embætti forseta Austurríkis færir Waldheim ekki mikil póli- tísk völd. Hins vegar hefur kjör hans þegar haft pólitískar af- leiðingar heima fyrir. Hann var boðinn fram af íhaldsflokki, sem verið hefur í stjómarandstöðu í rúman hálfan annan áratug. Sósíalistar hafa farið með stjóm landsins á þessu tímabili og frambjóðendur þeirra hafa jafn- an náð kjöri í forsetakosningum frá stríðslokum. Frambjóðandi þeirra nú, Kurt Steyrer, tapaði fyrir Waldheim og hlaut aðeins 46,1% atkvæða. Sósíalistar ótt- ast, að úrslitin boði ósigur þeirra í næstu þingkosningum og bmgðust þannig við þeim í gær, að Fred Sinowatz, kanslari eða forsætisráðherra sagði af sér. Framhjá deilunum um fortíð- ina verður hins vegar ekki litið. Þær hafa þegar skaðað Wald- heim og Austurríki eg málinu er engan veginn lokið, hvorki innanlands né utan. Ýmsir ótt- ast, að hin afdráttarlausa gagn- rýni Alþjóðasamtaka gyðinga og stjómvalda í ísrael á Wald- heim kunni að blása í glæður gyðingaandúðar í Austurríki. Leiðtogar Austurríkismanna hafa að vísu fullyrt, að engin hætta sé á slíku, en gyðingar sjálfír telja sig hafa orðið vara við aukinn fjandskap í sinn garð í Austurríki og em sumir hverjir uggandi um framtíðina. Sú ákvörðun stjómvalda í Israel í gær, að kalla sendiherra sinn í Vínarborg heim um óákveðinn tíma, er til marks um gremju þeirra vegna úrslita kosning- anna. Því miður er hætt við, að hún verði ekki til þess fallin að draga úr gyðingaandúð í Aust- urríki. Raunar má efast um, að þessi ákvörðun verði ísraeíum til framdráttar. Kurt Waldheim naut hefð- bundinnar virðingar, er hann gegndi embætti aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna á ámnum 1972-1982, enda þótt ýmsar athafnir hans hafí verið umdeildar. Sú stað- reynd, að Waldheim hefur orðið tvísaga um fortíð sína og reynt að leyna þjónustu sinni í þýska hemum á Balkanskaga, er mikill álitshnekkir fyrir hann. Virðing hans verður aldrei söm á ný. Hvarvetna, sem hinn nýi forseti Austurríkis kemur, verð- ur fortíðin í fylgd hans. Þetta er erfíð byrði, ekki síst fyrir þjóðhöfðingja. En þetta er sjálf- skaparvíti, sem hann hefur sjálfur kallað yfír sig, og Aust- urríkismenn sætt sig við, ella hefðu þeir ekki kosið hann for- seta sinn. Framtíðin ein sker úr um, hvaða viðtökur Kurt Waldheim fær, sem forseti Austurríkis, á alþjóðavettvangi. Eftir það, sem á undan er gengið og upplýst hefur verið, geta Austurríkis- menn ekki vænst þess, að for- seti þeirra hljóti jafn góðar og hlýjar móttökur erlendis og þjóðhöfðingjar eiga að venjast. A hinn bóginn skulu menn hafa það hugfast, að ekki hefur verið sannað að Waldheim hafí unnið fólskuverk eða gerst sekur um stríðsglæpi. Hann er lýðræðis- lega kjörinn í embætti og hvað sem líður efasemdum um per- sónu hans, á hann ákveðinn rétt, sem ekki verður gengið framhjá. Kosningabaráttan og forsetakjörið á sunnudaginn hafa vissulega vakið upp draug í Austurríki, en það er vafalaust öllum fyrir bestu að Austurríkis- menn fái sjálfír tækifæri til að glíma við hann. Bein afskipti annarra þjóða af austurrískum stjómmálum og uppgjöri þjóð- arinnar við fortíðina eru hvorki réttmæt né líkleg til árangurs. Morgunblaðið/Einar Falur Sýningarsalur Sjóminjasafns íslands i Bryde-pakkhúsi í Hafnarfirði. Nú eru þar sýndir munir er tengjast gufuskipatímanum. Sjóminjasafn íslands opnað: Kynnir líf og kjör forfeðra og formæðra SJÓMINJASAFN íslands var opnað við hátíðlega athöfn á laugardaginn af Sverri Her- mannssyni, menntamálaráð- herra. Safnið er til húsa í Bryde- pakkhúsi við Vesturgötu í Hafn- arfirði. í ræðu Gils Guðmunds- sonar, formanns Sjóminjasafns- nefndar, kom fram, að opnun safnsins í þeim húsakynnum væri aðeins áfangi á langri leið. Fram- tíðarstarfsemi safnins er ætlaður staður á svonefndri Skerseyri fyrir vestan Hafnarfjörð, niður undir Hrafnistu. Við opnun safnsins voru því afhentar fjórar milljónir króna af fé, sem fulltrú- ar sjómanna, útvegsmanna, Al- þingi og ríkisstjórn ákváðu að varið skyldi úr úreldingarsjóði fiskiskipa til varðveislu sjóminja. Verður gjöfinni varið til að reisa skipaskemmu. Hér fer í heild ræða Gils Guð- mundssonar við opnun Sjóminja- safnsins: í Vatnsdæla sögu segir um skip landnámsmannsins Ingi- mundar gamla: „Var það frítt skip en eigi mikið og kallað bíta í sigl- ingu allra skipa best. Þótti Ingi- mundi skip það réttilega mega Stíg- andi heita, er svo ias hafíð.“ Þau hafa orðið örlög íslendinga að „lesa hafíð" um flestar þjóðir fram, enda er það auðlegð sjávarins umhverfís landið, sem gerir eyjuna okkar byggilega. Það hlýtur því að gegna nokkurri furðu, að hér skuli ekki hafa fyrir löngu risið safn, tengt sögu mikil- vægasta atvinnuvegar þjóðarinnar. Hvarvetna í nálægum löndum skipa sjávarútvegs- og siglingasöfn veg- legan sess og eru flestum söfnum vinsælli og fjölsóttari. Hugmyndin um íslenskt sjóminjasafn er líka orðin nær níutíu ára gömul, þótt framkvæmdir hafí dregist úr hömlu. Ýmsu verðmæti hefur verið bjargað frá glötun, bæði á vegum Þjóð- minjasafns og einstakra byggða- safna, en alltof margt hefur farið í súginn. Þörfín á allsherjar sjó- minjasafn hefur lengi verið ákaf- lega brýn. Málið kom fyrst til kasta Alþingis 1947, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Það var loks árið 1974 að Alþingi samþykkti ályktun um stofnun Sjó- minjasafns Islands og skyldi því komið upp, ef um semdist, í sam- vinnu við Hafnarfjarðarbæ. Hafnarfjörður valinn Margt olli því, að Hafnarfjörður varð fyrir valinu til að hýsa Sjó- minjasafn. Hafnarfjörður er einn elsti útgerðarstaður landsins og meðal hinna merkustu. Miklu réði áhugi forráðamanna í Firðinum, sem buðu fram álitlegt landsvæði undir framtíðarbyggingar og voru reiðubúnir til að stuðla að hús- næðislausn til bráðabirgða. Þá voru þar einnig til reiðu merkar sjóminj- ar, sem Gísli Sigurðsson, byggða- safnsvörður, hafði dregið að af mikilli elju, með góðu atfylgi Gunn- ars H. Agútssonar, verkfræðings, þáverandi hafnarstjóra. Það var þó ekki fyrr en árið 1979, sem verulegur skriður komst á sjóminjasafnsmálið. Það ár skip- aði menntamálaráðherra Ragnar Amalds fimm manna Sjóminja- safnsnefnd til að semja frumvarp að lögum um safnið, gera tillögur um staðarval og standa fyrir söfnun og kaupum á bátum, skipum og öðrum sjóminjum, eftir því sem fjár- muna yrði til þess aflað. Þá skyldi nefndin og vinna að því, ef þess yrði auðið, að koma safninu upp í viðhlítandi húsnæði til bráðabirgða. Skyldi þjóðminjavörður starfa með nefndinni, enda safnið fyrst um sinn a.m.k. sérstök deild í Þjóðminja- safni. Þessi nefnd hefur starfað síðan og staðið fyrir framkvæmdum. í janúarmánuði 1981 var undir- ritaður samningur milli Sjóminja- safnsnefndar og Hafnarfjarðar- bæjar. Hann fól í sér tvö mikilvæg atriði. Þar var staðfest að Hafnarfjarð- arbær legði til nauðsynlegt land- svæði til framtíðarstarfsemi Sjó- minjasafns á svonefndri Skerseyri vestan bæjarins, við sjóinn, niður undan Dvalarheimili aldraðra sjó- manna. Þá var og samið um leiguafnot af svonefndu Brydepakkhúsi ásamt viðbygginu, hér við Vesturgötu í því skyni að koma hluta safnsins þar fyrir, uns framtíðarbyggingar hafa risið á Skerseyri. Því er ekki að leyna, að einstaka gagnfynisrödd hefúr heyrst, eink- um úr Reykjavík, í tilefni af þessu staðarvali. Enn virðist eima eftir af viðhorfí, sem einhveiju sinni var lýst með þessum hætti: Frá Hafnar- fírði til Reykjavíkur er aðeins stutt- ur spölur, en frá Reykjavík til Hafnarfjarðar er óravegur. En þess hygg ég nú skammt að bíða, að flestir telji sjálfsagt, að menningar- stofnanir, eins og söfn, dreifist nokkuð um höfuðborgarsvæðið. Brydepakkhús Þetta hús hér, Brydepakkhús, sem hýsir Sjóminjasafnið fyrst um sinn, er hið merkasta, norskt að gerð, um 120 ára gamalt. En til þess að pakkhúsið og viðbyggingin, slökkvistöðin gamla, yrðu nothæf safnhús, þurfti að endurbyggja þau að verulegu leyti. Hófust fram- kvæmdir við það verk í október árið 1980, og hafa staðið yfír síðan, með löngum hléum þó vegna fjár- skorts. Er ég þeirrar skoðunar, að mjög vel hafí til tekist um endur- smíð húsanna. En sjón er sögu rík- ari, og getur nú hver og einn um dæmt. Viðgerð húsanna og endurbygg- ingu var að fullu lokið í byijun þessa árs. Snemma í marsmánuði var sfð- an hafíst handa um að koma safn- inu hér fyrir, og er því mikla verki nú farsællega lokið. Fjárstuðningiir Fé til þessara framkvæmda hefur komið úr ýmsum áttum, mest þó úr Byggðasjóði, nú Byggðastofnun, og úr ríkissjóði. í raun og veru skipti það sköpum verk þetta, þegar stjóm Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkti árið 1979 að veija mætti 1% af vaxtatekjum Byggðasjóðs til varðveislu sjóminja. Frá Byggða- sjóði hefur síðan komið verulegur fjárstuðningur á hveiju ári, alls hátt á fímmtu milljón króna. Á fjárlögum árið 1981 var í fyrsta sinn veitt fé til þessara fram- kvæmda. Alls hefúr rflcissjóður lagt fram, að meðtalinni tveggja milljón króna fjárveitingu á þessu ári, 7,2 milljónir króna. Bæjarsjóður Hafn- arfjarðar hefur greitt allan kostnað við frágang lóðar og auk þess hefur hann ásamt hafnarsjóði hér, lagt nokkra flármuni af mörkum til endursmíði Brydehúss. Þá hefur Þjóðhátíðarsjóður veitt kærkominn fjárstuðningtil söfnunar sjóminja. Loks er þess að geta, að síðustu vikumar hafa safninu borist góðar gjafír, svo sem sjá má stað jafnt innan dyra sem utan. Er slík velvild og stuðningur hveiju safni mikils virði. Þakkir Öllum þeim, nefndum og ónefnd- um, sem lagt hafa fram fé, gefíð verðmæta muni eða látið í té mikil- væga aðstoð, flyt ég hinar bestu þakkir. Þá vil ég af hálfu Sjóminja- safnsnefndar þakka Þór Magnús- syni, þjóðminjaverði, ágæta sam- vinnu, en hann hefur verið með í ráðum um allar framkvæmdir. Samstarfíð við bæjaiyfírvöld í Hafnarfirði, bæjarstjóm, bæjarráð og Einar I. Halldórsson, bæjarstjóra hefur verið mikið og gott í alla staði. En mér er bæði skylt og einkar ljúft að þakka fleirum en þegar hafa verið nefndir. Þeir sem staðið hafa að endursmíð sýningarhús- anna eiga ómælt lof skilið fyrir pfyðisvönduð vinnubrögð. Er þar stærstur hlutur arkitektsins okkar og framkvæmdastjórans, Páls V. Bjamasonar, sem lagði á ráðin og stjómaði endurbyggingunni. Stór er einnig þáttur Bjarna Böðvarsson- ar, húsasmíðameistara, og manna hans, trésmiðanna. Halldór Hann- esson, verkfræðingur, sá um hönn- un burðarvirkis og lagna. Um pípu- lögn alla sá Samúel V. Jónsson, pípulagningarmeistari, raflögn Gunnar Auðunn Oddsson, rafvirkja- meistari, og rafmagnshönnun Guð- mundur Gunnarsson, raftæknir. Bragi Finnbogason, málarameist- ari, annaðist málun húsanna að utan og innan. Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, hannaði garð og annað umhverfi bygginganna. Ég þakka þeim öllum. Skipulag safnsins Skipulag safnsins og uppsetning öll í ekki stærri húsakynnum en hér em, hefur verið mikið vandaverk. Hefur þetta starf að mínu viti tekist mjög vel undir forustu þeirra Páls V. Bjamasonar, arkitekts, og Gyðu Gunnarsdóttur, þjóðháttafræðings og safnstjóra. Hafa þau og aðstoð- arfólk þeirra lagt nótt við dag að undanfornu, og haft erindi sem erfíði. Þá vil ég þakka félögum mínum í Sjóminjasafnsnefnd fyrir ágætt og einkar ánægjulegt samstarf. Tveir þeirra auk min hafa starfað í nefndinni frá upphafi, Bragi Sigur- jónsson, skáld og fyrrverandi al- þingismaður á Akureyri, og Runólf- ur Þórarinsson, stjómarráðsfulltrúi í Reykjavík. Skemur hafa átt þar sæti Ólafur G. Einarsson, alþingis- maður, Garðabæ, og Margeir Jóns- son, útgerðarmaður, Keflavík. Þess er að sjálfsögðu ekki að vænta, að í þessum húsakynnum sé hægt að sýna nema hluta þeirra sjóminja, sem þrátt fyrir allt em varðveittar. Flestir hinir stærri gripir, sem safnið á, mörg skip og bátar, svo og stórar vélar, hlutu að bíða fymra húsnæðis. Opnun safns- ins hér í dag er einungis áfangi á langri leið. Á framtíðarstaðnum þarf sem allra fyrst að rísa myndar- leg bátaskemma, ef ekki í ár, þá þegar á næsta ári. Að því er stefnt að gera árlega nokkuð rækileg skil einhveijum til- teknum þætti íslensks sjávarútvegs, og hefúr gufuskipatímabilið orðið fyrir valinu að þessu sinni. Við vilj- um kosta kapps um að þetta verði aðlaðandi safn, þar sem meðal annars æskufólk getur átt þess kost að kynnast lífsbaráttu kynslóð- anna. í rishæð Brydehúss hefur því verið útbúinn dálítill salur, þar sem hægt verður að flytja fræðandi erindi, sýna myndbönd, litskyggnur og væntanlega kvikmyndir. Sjóminjasafn íslands má ekki verða lífvana stofnun, sem telji það eitt verkefni sitt, að safna munum frá liðnum tímum. Mikilvægt er, að það geti orðið brunnur fróðleiks og þekkingar, sem stuðli að kynnum _ hverrar nýrrar kynslóðar af lífí og kjörum forfeðra og formæðra. Takist að gera safnið aðlaðandi, fræðandi og skemmtilegt, þá er til nokkurs barist. Þá er tilganginum náð. Góðar gjafir Að lokinni ræðu Gils Guðmunds- sonar kvaddi Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra, sér hljóðs. Hann flutti kveðj- ur ráðherrans, sem nú situr fund Alþjóðahvalveiðiráðsins, og afhenti Sjóminjasafninu fjórar milljónir króna. Er það helmingur fjár, sem ákveðið var til að vemda sjóminjar, þegar sjóðakerfi sjávarútvegsins var breytt á liðnum vetri, er hér um fé úr úreldingarsjóði fiskiskipa að ræða. Þá færði Siguijón Pétursson, framkvæmdastjóri Sjóvá, safninu ketil úr togaranum Coot, sem Sjóvá, ísal og Jóhann Ólafsson & Co létu endurgera, en honum hefur verið valinn staður utan við safnið. Hjónin Guðrún Ragnheiður Er- lendsdóttir og Hermann Guðmunds- son gáfu safninu líkan af togaran- um Coot, sem Hermann hefur gert. I gjafabréfí þeirra hjóna segir: „í tilefni af opnun Sjóminjasafns ís- lands gefum við hjónin Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir og Her- mann Guðmundsson Sjóminjasafn- inu líkan af togaranum Coot, sem talinn er fyrsti togari í eigu íslend- inga. Gjöf þessi er gefín til minning- ar um son okkar, Guðmund Erlend Hermannsson, er drukknaði árið 1968, og feður okkar, Erlend Jóns- son, er fórst með togaranum Ro- bertson árið 1925, og Guðmund Guðlaugsson, er fórst með ms. Goðafossi árið 1944.“ Þegar Gils Guðmundsson þakkaði gjafimar, sagði hann, að sér væri ljúft að minnast þess, að það hafi verið Hermann Guðmundsson, sem fyrst- ur flutti sjóminjasafnsmálið inn á Alþingi, 1947. Sagði Gils, að gjafa- bréf þeirra hjóna minnti með áhri- faríkum og átakanlegum hætti á lífsháskann, sem löngum hefur sjósókn Islendinga. lok þessarar athafnar flutti Sverrir Hermannsson, menntamál- ráðherra, ávarp ogopnaði Sjóminja- safn Islands formlega. Hann minnt- ist sérstaklega þess þrekvirkis, sem dr. Lúðvík Kristjánsson, rithöfund- ur, hefur unnið til varðveislu á þessu sviði með ritverkinu íslenskir sjáv- arhættir. Menntamálaráðherra gat þess, að tilkoma Sjóminjasafnsins raskaöi í engu því mikla starfí, sem unnið hefði verið til að varðveita sjóminjar víðs vegar um land. Ein- stök byggðalög myndu að sjálf- sögðu gæta eigin minja áfram. Hjónin Guðrún Ragnheiður Erlendsdóttir og Hermann Guðmundsson, fyrrum formaður Hlífar, við líkanið af togaranum Coot, sem þau gáfu safninu til minningar um son sinn og feður. Meðal gesta við opnun Sjóminjasafns voru Lúðvik Kristjánsson, höfundur hins mikla verks um islenska sjávarhætti, og kona hans, Helga Proppé. Gils Guðmundsson, formaður Sjóminjasafnsnefndar, flytur ræðu sína, þegar safnið var opnað. Strokufanginn handtekinn á Austfjörðum Var búinn að fá vinnu í Neskaupstað LÖGREGLUMENN á Austfjörð- ” um handtóku um helgina fang- ann, sem strauk úr Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg 29. mái síðastliðinn. Hann var þá á leið til Neskaupstaðar, þar sem hann hafði fengið vinnu. Bjarni Stefánsson, fulltrúi sýslu- manns Suður-Múlasýslu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fang- inn hefði verið handtekinn í Reyðar- fírði skömmu eftir miðnætti að- faranætur sunnudagsins. Hann hefði þá verið á Bronco-jeppa ásamt stúlku á leið til Neskaupstaðar. Fólk á Djúpavogi hefði orðið hans vart, er hann fór þar um fyrr um kvöldið og gert lögreglunni aðvart. Lög- reglan hefði síðan króað hann af á veginum um Reyðarfjörð og hann gefízt upp móþróalaust. Fanginn hefði verið vistaður á Eskifirði um nóttina og sendur suður á sunnu- dag. Bjami sagði að fanginn hefði verið búinn að raka af sér skeggið og lita hár sitt. Með því móti hefði hann farið ferða sinna víða um land, meðal annars hefði hann farið um Vestfirði og Norðurland í atvinnu- leit. Dómsátt á ísafirði: Bretarn- ir greiddu 6.200 króna seld; DÓMSÁTT varð í sakadómi ísa- fjarðar á sunnudag í máli þriggja Breta, sem höfðu gerzt of nær- göngulir við fálkahreiður í Mjóa- firði við ísafjarðardjúp um helg- ina. Þeir féllust á greiðslu sektar að upphæð 6.200 krónur fyrir hvorn þeirra og að Iáta yfirvöld- um í té upplýsingar um ferðir sínar um Iandið hér eftir. Pétur Kr. Hafstein, bæjarfógeti á Isafirði, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að Bretamir, þrír talsins, hefðu viðurkennt að hafa verið við myndatökur og komið of nálægt fálkahreiðri. Þeim hefði verið gert ljóst, að með því hefði þeir gerzt brotlegir við fugiavemdunarlög. Þeir hefðu þá fallizt á greiðslu sektar, 6.200 krónur á mann. Kort með merktum fálkahreiðmm og varpstöðvum fálka í fórum þeirra hefði verið gert upptækt, en öðrum búnaði hefðu þeir haldið, myndavél- um og búnaði til bjargsigs. Mönnun- um hefði jafnframt gerið gert að tilkynna sigtil útlendingaeftirlitsins og lögreglustjóra í þeim byggðar- lögum, sem þeir kæmu til, en þeir hefðu sagzt vera á leið til Akureyrar og Mývatnssveitar. Gott karfaverð í Þýzkalandi ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis á mánudag. Fengu þau þokkalegt verð fyrir hann. Einkum var gott verð fyrir karfa í Þýzkalandi. Freyja GK seldi rúmlega 65 lestir í Grimsby. Heildaverð var 3.532.000 krónur, meðalverð 54,00. Fyrir þorskinn í aflanum fengust 67 krónur að meðaltali á hvert kíló, en auk þess seldi Freyja steinbít og fleiri tegundir. Skarfur GK seldi 88 lestir, mest þorsk og ýsu í Hull. Heildarverð var 4.847.000 krónur, meðalverð 54,94. Ýmir HF seldi 163 lestir í Bremerhaven. Heildarverð var 8.183.000 krónur, meðalverð 50,14. Aflinn var mjög blandaður. Fyrir karfa og ýsu fékkst að meðal- tal 61 króna á hvert kíló en 39 krónur fyrir grálúðuna, sem var alis 60 lestir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.