Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 14

Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 LISTAHATIÐI REYKJAVIK Sár Júlíu Peter Stormare og Marie Göranzon í Fröken Júliu. ________Leiklist Jóhann Hjálmarsson Kunjg'lig'a Dramatiska Teatern: FRÖKENJÚLÍA eftir August Strindberg. Leikmynd og búningar: Gunilla Palmstierna-Weiss. Tónlist: Daniel Bell. Leikstjórn: Ingmar Bergman. Fröken Júlía á íslensku leiksviði undir stjóm sænsks leikstjóra og með sænskum leikurum verður að teljast nokkur viðburður í heimi leiklistar hérá landi. Eftir að hafa séð sýningu Dram- aten í Þjóðleikhúsinu hlýtur áhorf- andi að sannfærast um eða fá stað- festingu á að Fröken Júlía er merki- legt leikbókmenntaverk og túlkun Ingmars Bergman á því er um margt athyglisverð. Ingmar Bergman hefur grafið upp smákafla úr upprunalegri gerð Fröken Júlíu sem á að skýra hvers vegna Júlía hefur ekki farið með föður sínum að heimsækja skyldfólk heldur orðið eftir á greifasetrinu. Milli Júlíu og unnusta hennar hafa orðið átök sem enda með því að hún er með sár á kinn eftir svipu. í orðaskiptum Jeans og Kristínar kemur þetta fram og jafnframt skýring þess hvers vegna Júlía er með hvítan farða í andliti. Hún er að leyna sárinu. Strindberg strikaði þetta atriði út. Ingmar Bergman telur að það hafi hann gert fyrir konu sína, Siri von Essen, sem átti að leika Júlíu, en vildi ekki vera hvítsminkuð í leikritinu. í afar snjallri greinargerð Bergmans sem hann nefnir Þrjú sár Júlíu víkur hann að þessu. Meðal annars stendur: „Júlía er greinilega særður fugl, sem flögrar klunna- lega inn á svæði, sem er henni sjálfri lífshættulegt, það er að segja eldhús Kristínar. Hún hlýtur enn eitt sárið í miskunnarlausum leikn- um með Jean. Þriðja sárið, sundur- skorinn háls hennar, er einfaldlega afleiðing af hinum sárunum tveim- ur.“ Júlía leggur sjálf áherslu á að lífíð sé undarlegt og það er undar- legt líf sem við kynnumst í leikrit- inu. Greifadóttirin sem tekur niður fyrir sig með þjóninum á sér ekki uppreisnar von. Hann skortir hug- rekki til að flýja með henni í vinsam- legra umhverfi og svo margt skilur þau að, ekki síst stéttaskipting, að óhugsandi er að hugsa sér þau hamingjusöm saman. Eins og bent hefur verið á átti skáldið sjálft við álíka vandamál að glíma, einkalíf hans var löngum stormasamt og sífelldlega takast karl og kona á í verkum hans. Grimmd og miskunn- arleysi setja svip á þau átök. Jean getur í fyrstu virst fremur ógeðfelld persóna, en í túlkun Pet- ers Stormars er hann það ekki, breytni hans er mannleg og rökrétt innan ramma leikritsins. Hann getur ekki vænst þess að eiga samleið með greifadótturinni nema á skammri brímastund og hann skilur ósigur hennar og að hún á sér ekki aðra undankomu en dauð- ann. Marie Göranzon sýnir okkur algeran ósigur Júlíu, niðurlægingu hennar vegna þess að unnustinn hefur snúið við henni baki og vam- arleysið gagnvart Jean sem er endanlegt fa.Il hennar. Hún er í raun fuglinn sem Jean snýr úr háls- liðnum. Dauður fugl flýgur ekki burt. Kristín í túlkun Gerthi Kulle er hin staðfasta kona sem þekkir takmörk sín og umber veikleika Jeans að vissu marki. Strindberg gæðir þetta hlutverk hlýju og reisn eins og honum sé í mun að vegsama hina óbreyttu manneskju. Ekki er úr vegi að álykta svo. Glötunin er aftur á móti búin þeim sem freistar þess að tjúfa þann hring sem dreginn hefur verið í kringum hann; uppruni, siðvenjur láta ekki að sér hæða. Fröken Júlíu er að vísu stefnt gegn þeim fordómum sem ríkjandi voru á tímum Strindbergs, en freist- andi er að líta á verkið sem framlag til klassískrar umræðu um kynja- skiptingu, það sem skilur að karl og konu þrátt fyrir allt jafnréttistal. Tímar Júlíu og Jeans eru nú orðnir nokkuð framandi, en grundvallarat- riði söm við sig. Gerð Ingmars Bergman er sann- færandi, ekki síst vegna þess á hve hógværan hátt boðskapur Strind- bergs kemst til skila. Leikstjórinn segir það sem máli skiptir án alls æsings. Áhorfandinn meðtekur geigvænlegt andrúmsloft verksins í senn með því að skynja og skilja. Sýning Dramaten var að öllu leyti heilsteypt. Raunsæ leikmynd Gun- illu Palmstiema-Weiss og lágvær tónlist Daniels Bell undirstrikuðu að hér voru orðin í fyrirrúmi, mikill skáldskapur sem er fær um að sýna okkur örlögin, manneskjur í nekt sinni. Engin þreytumerki __________Jazz____________ Sveinbjöm I. Baldvinsson Dave Brubeck Quartet Broadway sunnudagskvöld Dave Brubeck er ekki orðinn neitt sérlega gamall. Allra síst ef miðað er við djassheiminn, því í sveifluríkinu halda menn einatt kröftum og sönsum fram yfír ní- rætt. Brubeck er víst bara um það bil sextugur. Það var líka enginn gamalmennabragur á tónleikum kvartetts hans sl. sunnudags- kvöld. í gegnum árin höfum við orðið vitni að ýmsum tilburðum meðal frægra djassista í þá átt að yngja sig upp með því að spila með komungum mönnum. Þetta hefur oft tekist vel og einnig orðið til að vekja athygli á ýmsum upp- rennandi stjömum. Hins vegar getur brugðið til beggja vona, samanber gagnfræðaskólasveit Stan Getz hér um árið. Hinn nýi kvartett Brubecks er ekkert gaggóband, þótt yngri menn en forsprakkinn eigi þar í hlut. Yngstur er sonur hans, Chris Brubeck, sem leikur á rafbassa og er reyndar afspymu snjall á því sviði. Það er bara óskaplega erfítt fyrir mann með þetta eftir- nafn að fá viðurkenningu upp á eigin spýtur. En Chris Brubeck á það þó sannarlega skilið. Hann er geysiöruggur og snarpur í undirspilinu og gerir oft fallega hluti í sólóum. Það er ekkert skrýtið að pabbinn vilji hafa hann með, það vildu víst fleiri. Hinir tveir meðlimir sveitarinn- ar ku hafa leikið með víðfrægri stórsveit trompetistans Maynards Ferguson (ekkert skyldur Mass- ey). Það var líka greinilegt á leik þeirra á sunnudagskvöldið að þar fóru vanir menn, bæði í öllum hljóðfæraleik og í því að spila í sparifötunum. Bob Milatello blés í alt- og tenórsaxófóna og þverflautu og átti öfluga spretti, til dæmis í blúsunum. Hann er þar fyrir utan greinilega mikill tæknimeistari með öll leikbrögð á valdi sínu. En það er að mínum dómi ekki hægt að afgreiða hann bara sem frámunalega flinkan blásara. Þegar hann náði sér verulega á strik, einkum á tenórinn, náði hann að efla verulega magnaðan seið. Mér fannst honum takast betur upp fyrir hlé. Gleyma sér svolítið í brögðum og skondnum tilvitnunum í seinni hálfleik. Trommarinn Randy Jones var nú ekki beint fermdur í vor. Hann lék Iíka af miklu öryggi og fylgdi sólistum kröftuglega eftir og óf mikið og þykkt riþmateppi þegar honum gafst kostur á einleik. Var það mikil voð og glæst. Eins og Dave Brubeck hafði lýst yfír sveikst kvartettinn ekki um að spila gömlu smellina, svo sem Blue Rondo og In Your Own Sweet Way og þegar tónleikunum lauk og þeir voru ekki búnir að spila Take Five var auðvitað aðeins eitt sem kom til greina sem aukalag. Take Five er auk Summertime útjaskaðast allra laga í djassi. Það er búið að spila það svo oft og svo illa að það er merkilegt að það skuli enn vera jafn mikið óskálag og raun ber vitni. Æ síðan upprunalegi Brubeck kvartettinn hljóðritaði þetta lag Desmonds heitins hefur engum tekist að leika það betur eða fá meira út úr því. Iðulega er brugðið á það ráð að skipta úr 6/< takti yfír í hina dægilegu V* í sólóum til að auka svigrúmið, en ekkert gerist samt. A Broadway um daginn héldu menn sig við 5A. Milatello blés í altsaxinn eins og Desmond forð- um, allir gerðu vel. Samt gerðist ekkert. Sólóamir voru bara píp. En lagið lifír eftir sem áður. Það hefur svo sannarlega gengið í gegnum annað eins og margfalt verra. Þetta voru fjörugir og góðir tónleikar. Dave Brubeck er með einvalalið í kvartett sínum og engin þreytumerki að sjá á honum sjálfum. En að loknum þessum djass- geira Listahátíðar ættu menn að taka húsaval sitt til endurskoðun- ar. Það er greinilegt að forráða- menn Listahátíðar hafa metið eitthvað annað meira en djasstón- list og flytjendur og unnendur hennar þegar þeir ákváðu að skella þeim Herbie Hancock og Dave Brubeck á dansgólfíð í Broadway. Háskólabíó, Gamla bíó eða Þjóðleikhúsið hefðu verið betur við hæfí. Að njóta matar og drykkjar er ágætt út af fyrir sig. En það kemur djassi ekkert við.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.