Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR10. JPNl 1986 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá kvöldverðarboði forseta íslands að Hótel Sögti í gærkvöldi. Þjóðhöfðingi Lúxem- borgar heimsækir Is- land í fyrsta sinn STÓRHERTOGAHJÓNIN af Lúxemborg, Jean og Jose- phine-Charlotte, komu í opinbera heimsókn til íslands í gær. Það rigndi hressilega þegar þota þjóðhöfðingjans lenti á Reykjavíkurflugvelli, þar sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, dóttir hennar Ástríður, ríkisstjórnin og embættismenn tóku á móti gestunum. Heiðursvörður lög- reglunnar stóð við landganginn og Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsöngva ríkjanna. Þegar stórhertogahjónin og fylgdarlið þeirra höfðu heilsað gestgjöfunum, héldu þau til Bessa- staða í stutta móttöku hjá forseta. Þá var ekið í ráðherrabústaðinn þar sem stórhertogahjónin búa meðan á heimsókninni stendur. Forseti hélt gestunum veislu í gærkvöldi á Hótel Sögu. I morgun áttu gestimir að fljúga til Mývatns þar sem þau skoða Dimmuborgir, Námaskarð, og Laxárvirkjun. í kvöld sitja þau boð borgarstjórahjónanna að Kjarvals- stöðum. Á dagskrá morgundagsins er meðal annars heimsókn í Áma- stofnun, á Þjóðminjasafnið og skoðunarferð um Þingvelli. Stór- hertogahjónin halda af landi brott á fímmtudagsmorgun. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóð- höfðingi Lúxemborgar heimsækir ísland. Stórhertoginn Jean, prins af Parma og hertogi af Nassau, fæddist þann 5. janúar 1921. Hann gekk að eiga Josephine-Charlotte, prinsessu af Belgíu árið 1953. Hún er dóttir Leopolds konungs af Belg- íu og konu hans, sænsku prinsess- unnar Astrid. Stórhertogahjónin eigafímm böm. Lúxemborg hefur verið miðstöð fyrir flugsamgöngur milli íslands og meginlands Evrópu í þijá ára- tugi. Fjöldi íslendinga hefíir þar fasta búsetu og margir byija ferða- lög sín í landinu. Flugleiðir fluttu á síðasta ári rúmlega 256.000 far- þega til Lúxemborgar og í sumar lenda vélar félagsins átján sinnum í viku á Findel-flugvelli. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands: Skugga hefur aldrei borið á tengsl þjóðanna FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hélt stórhertogahjónun- um af Lúxemborg hóf í gærkvöldi á Hótel Sögu. Meðal gesta voru ríkisstjórn íslands, fylgdarlið stórhertogahjónanna, íslenskir embætt- ismenn og fréttamenn frá Lúxemborg sem fylgjast með heimsókn- inni. Frú Vigdís bauð erlendu gestina velkomna og sagði að heimsókn- m væri söguleg þar sem þetta Lúxemborgar kemur til íslands. í ræðu sinni sagði forsetinn að fá lönd væru Islendingum tungu- tamari en einmitt Lúxemborg. Haldi þeir til meginlandsins væri einatt spurt „Um London eða Lúx- emborg?" Hún líkti löndunum við brúarsporða á brú sem tengdi Evr- ópu við Nýja heiminn. í suðri væri Lúxemborg, en ísland stikla í haf- inu á vesturleið. Um samskipti þjóð- anna sagði forseti íslands: „Heita má að tengslin milli landa vorra hafí ekki orðið að marki mikil fyrr en á árunum eftir heimsstyijöldina síðari, friðarárin sem keypt voru svo dýru verði. Og á þeim tímum sem vér lifum eru það sjaldgæf forréttindi að geta með sanni sagt að aldrei hafí nokkum skugga á þau borið." Vigdís sagði að löndin tvö hefðu komið fram á sjónarsviðið um svip- að leyti. Um miðja 10. öld tók tók Siegfried hertogi virkið Lucilinburg í arf, og þá höfðu íslenskir land- námsmenn sest hér að og stofnað Alþingi. Hún gat einnig klaustra * í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Lúxemborgar sem hefðu verið mörgum ferðalangnum hæli og án efa hefðu íslendingar á leið til Róm- ar átt þar viðdvöl. í því sambandi minntist forSetinn á Halldór Lax- ness sem bjó í Clervaux klaustri um margra mánaða skeið. Vigdís vék að „nýlendu" íslend- inga í Lúxemborg sem flestir tengj- ast flugsamgöngum. Hún sagði síð- an: „Samgöngur færa með sér samskipti manna og skoðanaskipti, kynni af nýjum hugmyndum sem hvetja og efla til dáða. Þar á land yðar mikinn hlut, sem oss er í mun að tjá þakklæti vort fyrir.“ Forset- inn þakkaði stórhertogahjónunum fyrir þann áhuga sem þau sýndu á að skoða landið og náttúru þess og lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Miðja heimsins er hverri þjóð sá staður þar sem hiarta hennar slær. Hér slær hjarta Islands og hingað höfum vér boðið yður að hlusta með oss á hjartslátt þess. Ég lyfti glasi til heilla yðar konunglegu tignum, landi yðar og þjóð.“ Harður árekstur — minniháttar meiðsli HARÐUR árekstur varð á laug- ardagskvöldið á mótum Berg- staðastrætis og Njarðargötu. Farþegi í öðrum bQnum marðist nokkuð, en aðrir meiddust ekki. Bifreið af gerðinni Mazda var ekið niður eftir Bergstaðastræti og beint í veg fyrir Austin Mini, sem kom upp Njarðargötuna. Stöðvun- arskylda er á Bergstaðastrætinu, en ökumaður Mözdunnar sagðist ekki hafa veitt henni athygli. 30 kílómetra hámarkshraði er á þess- um götum. Taugaspenna setti mark sitt á taflmennskuna — sagði Jón L. Arnason skákmaður ÞETTA BYRJAÐI illa og ætlaði að enda illa þegar ég ákvað að grípa í taumana," sagði Jón L. Arnason skák- maður sem náði öðrum áfanga að stórmeistaratitli á skákmóti, sem lauk um helgina í Helsinki. Jón sagði að mótið hefði verið vel skipulagt en nokkuð strembið, ekki nema einn dagur til hvfldar. Hvað hann snerti var útlitið þess vegna ekki glæsilegt í byijun vegna þess hvað margar skákir fóru í bið. Eftir Qórar umferðir hafði hann einungis hálfan vinn- ing og tvær biðskákir sem honum tókst að vinna en Jón vann sex skákir í röð á mótinu og gerði fæst jafntefli keppenda, aðeins tvö. „Annars setti taugaspennan mark sitt á taflmennskuna í lok- in,“ sagði Jón. „Eg þurfti ekki nema þijú jafn- tefli úr þremur síðustu skákunum og það er erfítt að tefla undir slík- um kringumstæðum. Þess vegna er eins gott að ná titlinum sem fyrst svo að maður geti einbeitt sér að skákinni." Mótið sem haldið var í tilefni 100 ára afmælis elsta skákfélagsins í Helsinki var mikið baráttumót og sagði Jón að lítið hefði verið um jafntefli og stuttar skákir. Jón tekur þátt í skákmóti í Búlgaríu, sem hefst 24. júní og sagði hann að það mót yrði sterk- ara en mótið í Finnlandi. Meðal þeirra fjórtán skákmanna sem þar tefla eru Gligoric og Ivanovic stór- meistarar frá Júgóslavíu, Uhlman stórmeistari frá Austur-Þýska- landi og þrír stórmeistarar frá Rússlandi, þeir Tal, Gavrikov og Salov. Gangi Jóni vel á þessu móti nær hann stórmeistaratitlinum. / Frá slysstaðnum við Eldvatn. Bílinn náðist upp með hjálp kranans á myndinni. Morgunbiaðið/Rcynir Ragnareson Slysið við Eldvatn: Bílinn náðist upp úr ánni BÍLLINN, sem lenti í Eldvatni á miðvikudagskvöld, náðist upp aðfaranótt sunnudagsins. Lík stúlkunnar, sem ók bílnum var í honum. Bíllinn náðist að bakka árinnar með ankeri og var hífður upp með kranabQ. Enn er ekki fyllöega Ijóst með hvaða hætti slysið varð. Að sögn Reynis Ragnarssonar, lögreglumanns í Vík í Mýrdal, náð- ist bfllinn upp um klukkan 1 eftir miðnættið aðfaranótt sunnudagsins eftir nánast linnulausa leit og til- raunir frá því á miðvikudags kvöld. Bfllinn hefði þá verið kominn um 90 metra niður eftir ánni og verið á 7 til 8 metra dýpi. Reynir sagði tildrög slyssins óljós, en líklegt mætti telja að bíllinn hefði lent í lausamöl um það bil, sem honum var ekið inn á brúna. Við það hefði hann snúizt og aftur- endi hans skollið utan í brúar- handriðið og sprungið á öðru aftur- dekkinu. Vegna þess hefði bfllinn svo lent í gegn um handriðið og út í ána. í aðgerðum þessum tóku þátt um 80 manns úr öllum björgunarsveit- um í Vestur-Skaftafellssýslu og við leitina var meðal annars notuð flug- vél og fjöldi annarra tækja auk kranabíls frá Klaustri, sem náði bílnum upp úr ánni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.