Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 4

Morgunblaðið - 10.06.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR10. JPNl 1986 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá kvöldverðarboði forseta íslands að Hótel Sögti í gærkvöldi. Þjóðhöfðingi Lúxem- borgar heimsækir Is- land í fyrsta sinn STÓRHERTOGAHJÓNIN af Lúxemborg, Jean og Jose- phine-Charlotte, komu í opinbera heimsókn til íslands í gær. Það rigndi hressilega þegar þota þjóðhöfðingjans lenti á Reykjavíkurflugvelli, þar sem forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, dóttir hennar Ástríður, ríkisstjórnin og embættismenn tóku á móti gestunum. Heiðursvörður lög- reglunnar stóð við landganginn og Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsöngva ríkjanna. Þegar stórhertogahjónin og fylgdarlið þeirra höfðu heilsað gestgjöfunum, héldu þau til Bessa- staða í stutta móttöku hjá forseta. Þá var ekið í ráðherrabústaðinn þar sem stórhertogahjónin búa meðan á heimsókninni stendur. Forseti hélt gestunum veislu í gærkvöldi á Hótel Sögu. I morgun áttu gestimir að fljúga til Mývatns þar sem þau skoða Dimmuborgir, Námaskarð, og Laxárvirkjun. í kvöld sitja þau boð borgarstjórahjónanna að Kjarvals- stöðum. Á dagskrá morgundagsins er meðal annars heimsókn í Áma- stofnun, á Þjóðminjasafnið og skoðunarferð um Þingvelli. Stór- hertogahjónin halda af landi brott á fímmtudagsmorgun. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóð- höfðingi Lúxemborgar heimsækir ísland. Stórhertoginn Jean, prins af Parma og hertogi af Nassau, fæddist þann 5. janúar 1921. Hann gekk að eiga Josephine-Charlotte, prinsessu af Belgíu árið 1953. Hún er dóttir Leopolds konungs af Belg- íu og konu hans, sænsku prinsess- unnar Astrid. Stórhertogahjónin eigafímm böm. Lúxemborg hefur verið miðstöð fyrir flugsamgöngur milli íslands og meginlands Evrópu í þijá ára- tugi. Fjöldi íslendinga hefíir þar fasta búsetu og margir byija ferða- lög sín í landinu. Flugleiðir fluttu á síðasta ári rúmlega 256.000 far- þega til Lúxemborgar og í sumar lenda vélar félagsins átján sinnum í viku á Findel-flugvelli. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands: Skugga hefur aldrei borið á tengsl þjóðanna FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, hélt stórhertogahjónun- um af Lúxemborg hóf í gærkvöldi á Hótel Sögu. Meðal gesta voru ríkisstjórn íslands, fylgdarlið stórhertogahjónanna, íslenskir embætt- ismenn og fréttamenn frá Lúxemborg sem fylgjast með heimsókn- inni. Frú Vigdís bauð erlendu gestina velkomna og sagði að heimsókn- m væri söguleg þar sem þetta Lúxemborgar kemur til íslands. í ræðu sinni sagði forsetinn að fá lönd væru Islendingum tungu- tamari en einmitt Lúxemborg. Haldi þeir til meginlandsins væri einatt spurt „Um London eða Lúx- emborg?" Hún líkti löndunum við brúarsporða á brú sem tengdi Evr- ópu við Nýja heiminn. í suðri væri Lúxemborg, en ísland stikla í haf- inu á vesturleið. Um samskipti þjóð- anna sagði forseti íslands: „Heita má að tengslin milli landa vorra hafí ekki orðið að marki mikil fyrr en á árunum eftir heimsstyijöldina síðari, friðarárin sem keypt voru svo dýru verði. Og á þeim tímum sem vér lifum eru það sjaldgæf forréttindi að geta með sanni sagt að aldrei hafí nokkum skugga á þau borið." Vigdís sagði að löndin tvö hefðu komið fram á sjónarsviðið um svip- að leyti. Um miðja 10. öld tók tók Siegfried hertogi virkið Lucilinburg í arf, og þá höfðu íslenskir land- námsmenn sest hér að og stofnað Alþingi. Hún gat einnig klaustra * í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Lúxemborgar sem hefðu verið mörgum ferðalangnum hæli og án efa hefðu íslendingar á leið til Róm- ar átt þar viðdvöl. í því sambandi minntist forSetinn á Halldór Lax- ness sem bjó í Clervaux klaustri um margra mánaða skeið. Vigdís vék að „nýlendu" íslend- inga í Lúxemborg sem flestir tengj- ast flugsamgöngum. Hún sagði síð- an: „Samgöngur færa með sér samskipti manna og skoðanaskipti, kynni af nýjum hugmyndum sem hvetja og efla til dáða. Þar á land yðar mikinn hlut, sem oss er í mun að tjá þakklæti vort fyrir.“ Forset- inn þakkaði stórhertogahjónunum fyrir þann áhuga sem þau sýndu á að skoða landið og náttúru þess og lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Miðja heimsins er hverri þjóð sá staður þar sem hiarta hennar slær. Hér slær hjarta Islands og hingað höfum vér boðið yður að hlusta með oss á hjartslátt þess. Ég lyfti glasi til heilla yðar konunglegu tignum, landi yðar og þjóð.“ Harður árekstur — minniháttar meiðsli HARÐUR árekstur varð á laug- ardagskvöldið á mótum Berg- staðastrætis og Njarðargötu. Farþegi í öðrum bQnum marðist nokkuð, en aðrir meiddust ekki. Bifreið af gerðinni Mazda var ekið niður eftir Bergstaðastræti og beint í veg fyrir Austin Mini, sem kom upp Njarðargötuna. Stöðvun- arskylda er á Bergstaðastrætinu, en ökumaður Mözdunnar sagðist ekki hafa veitt henni athygli. 30 kílómetra hámarkshraði er á þess- um götum. Taugaspenna setti mark sitt á taflmennskuna — sagði Jón L. Arnason skákmaður ÞETTA BYRJAÐI illa og ætlaði að enda illa þegar ég ákvað að grípa í taumana," sagði Jón L. Arnason skák- maður sem náði öðrum áfanga að stórmeistaratitli á skákmóti, sem lauk um helgina í Helsinki. Jón sagði að mótið hefði verið vel skipulagt en nokkuð strembið, ekki nema einn dagur til hvfldar. Hvað hann snerti var útlitið þess vegna ekki glæsilegt í byijun vegna þess hvað margar skákir fóru í bið. Eftir Qórar umferðir hafði hann einungis hálfan vinn- ing og tvær biðskákir sem honum tókst að vinna en Jón vann sex skákir í röð á mótinu og gerði fæst jafntefli keppenda, aðeins tvö. „Annars setti taugaspennan mark sitt á taflmennskuna í lok- in,“ sagði Jón. „Eg þurfti ekki nema þijú jafn- tefli úr þremur síðustu skákunum og það er erfítt að tefla undir slík- um kringumstæðum. Þess vegna er eins gott að ná titlinum sem fyrst svo að maður geti einbeitt sér að skákinni." Mótið sem haldið var í tilefni 100 ára afmælis elsta skákfélagsins í Helsinki var mikið baráttumót og sagði Jón að lítið hefði verið um jafntefli og stuttar skákir. Jón tekur þátt í skákmóti í Búlgaríu, sem hefst 24. júní og sagði hann að það mót yrði sterk- ara en mótið í Finnlandi. Meðal þeirra fjórtán skákmanna sem þar tefla eru Gligoric og Ivanovic stór- meistarar frá Júgóslavíu, Uhlman stórmeistari frá Austur-Þýska- landi og þrír stórmeistarar frá Rússlandi, þeir Tal, Gavrikov og Salov. Gangi Jóni vel á þessu móti nær hann stórmeistaratitlinum. / Frá slysstaðnum við Eldvatn. Bílinn náðist upp með hjálp kranans á myndinni. Morgunbiaðið/Rcynir Ragnareson Slysið við Eldvatn: Bílinn náðist upp úr ánni BÍLLINN, sem lenti í Eldvatni á miðvikudagskvöld, náðist upp aðfaranótt sunnudagsins. Lík stúlkunnar, sem ók bílnum var í honum. Bíllinn náðist að bakka árinnar með ankeri og var hífður upp með kranabQ. Enn er ekki fyllöega Ijóst með hvaða hætti slysið varð. Að sögn Reynis Ragnarssonar, lögreglumanns í Vík í Mýrdal, náð- ist bfllinn upp um klukkan 1 eftir miðnættið aðfaranótt sunnudagsins eftir nánast linnulausa leit og til- raunir frá því á miðvikudags kvöld. Bfllinn hefði þá verið kominn um 90 metra niður eftir ánni og verið á 7 til 8 metra dýpi. Reynir sagði tildrög slyssins óljós, en líklegt mætti telja að bíllinn hefði lent í lausamöl um það bil, sem honum var ekið inn á brúna. Við það hefði hann snúizt og aftur- endi hans skollið utan í brúar- handriðið og sprungið á öðru aftur- dekkinu. Vegna þess hefði bfllinn svo lent í gegn um handriðið og út í ána. í aðgerðum þessum tóku þátt um 80 manns úr öllum björgunarsveit- um í Vestur-Skaftafellssýslu og við leitina var meðal annars notuð flug- vél og fjöldi annarra tækja auk kranabíls frá Klaustri, sem náði bílnum upp úr ánni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.