Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 50
-50 •'"MÖRGUNBEAÐID.^RIDJUDAGUR'lö. JÚNÍ1986 Minning: Kristinn Einars- son kaupmaður Fæddur 6, desember 1896 Dáinn31.maíl986 Ég á margar ánægjulegar minn- ingar um sambúð við afa minn, Kristin Einarsson kaupmann, bæði frá sumarbústað þeirra afa og ömmu við Elliðavatn og heiman úr Barmahlíð 8, þar sem þau bjuggu, afi og amma, á hæðinni fyrir neðan okkur mömmu mestöll mín bernskuár; og var afi þó kominn hátt á sextugsaldur þegar ég fyrst man til hans. Honum var fáeinum mánuðum vant í níunda tuginn þegar hann lést nú fyrir skömmu. Og í dag fer útför hans fram. Sólríkir dagar við bústaðinn — það er því líkast sem alltaf hafi verið sólskin þá — lágvaxinn maður, glaðlejrur á stanslausum erli við að hagræða nytjajurtum og trjáplönt- um í landinu. Afi var alltaf að klippa trén. Undarlegt þótti mér þá að þó afi væri alltaf að klippa gerðist skógurinn æ erfiðari yfirferðar. Afi felldi aldrei lifandi tré. Ég var mörg sumur í sveitinni hjá afa og ömrnu. Vappaði um landið með afa. Hver blettur átti sitt nafn. Þar var steinninn Golíat, Töfragarðurinn, Panamaskurður- inn og Meyjarsæti. Og eyjan Hónól- úlú sem afí hlóð útí vatni. Við fylgd- umst með varpi fuglanna og ungun- um þar til þeir urðu fleygir. Hann kenndi mér nöfn blóma og fugla og þegar sumri tók að halla stjarn- anna á himinhvolfinu. Amma sá um skrautjurtirnar og hafði ærinn starfa því garðarnir voru margir. Oft var gestkvæmt og glatt á hjalla þá. í minningunni er amma alltaf að baka pönnukökur eða annað góðgæti. Eg minnist stundanna sem ég eyddi á kontórnum hans afa, sem svo var kallaður, í Barmahlíðinni. Þar sat hann löngum við vinnu á kvöldin og ég dundaði innan um hina skringilegustu hluti eins og í ævintýraveröld, lundaháfur stóð út í horni án þess ég vissi nokkurn tíma hvers kyns var — og biluðu vekjaraklukkurnar — mamma keypti jafnan nýja þegar sú gamla bilaði og bið varð á að hinar kæmu úr viðgerð; hinar ýmsu viðskilamun- ir úr vörusendingum til leikfanga- verslunarinnar sem hann rak og hafði gert allt frá þvi 1918. Og ég fékk að skoða stóru biblíuna með myndunum. Afí kunni ógrynni af þulum, gát- um, kvæðum og ævintýrum og fengum við krakkarnir óspart að njóta. Hann var ekki gefinn fyrir nútímabókmenntir, fornsögur og rímur voru meira að hans skapi. Best gæti ég trúað að sögurnar hans og kvæðin hafi átt þátt í því að ég fékk áhuga á bókmenntum og sagnaarfi okkar. Afi átti athafnasama ævi, bæði í starfi og skemmtun. Fór sínar eigin leiðir við hvort tveggja, sást stundum ekki fyrir þegar fram- kvæmdahugurinn var sem mestur, fylgdi fram af djörfung ákvörðun- um sínum oft á tíðum, án þess að hafa lagt þær fyrir fleiri en sína nánustu. Farsæll þrátt fyrir eða vegna þess arna; hugdettusamur °S þ° gæddur nægilega miklu raun- sæi og hyggindum til að sækja sér þangað lífsbjörg sem mestar líkur voru á henni og haga seglum eftir þeim vindum sem þar blésu. Og naut samfylgdar eiginkonu sinnar, Ellu Marie, fædd 8. ágúst 1908, allt frá því hann kvongaðist henni 14. maí 1927 og sem nú lifir hann. „Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur," má segja um það hjóna- band. Afi var ósvikinn aldamótamaður; ódrepandi bjartsýnismaður, nokkuð sjálfsviss og kíminn, trúði á mark- mið sín eins og væru þau óhaggan- leg lögmál. Slíkir menn eru fáir eftir. Hann fæddist á Grímslæk í Ölfusi 6. desember 1896, sonur hjónanna Einars Eyjólfssonar bónda þar og Guðrúnar Jónsdóttur. Þau hjón eignuðust 12 börn en 9 þeirra komust til fullorðinsára. Hann kom sér upp skrautritaðri ættartölu sem staðfesti að hann var kominn af Noregskonungum — einkum í karllegg, eins og hann sagði í viðtali við Morgunblaðið 3. ágúst 1980; starfaði að slætti frá áttunda aldursári og var kominn í vegalagningar strax og hann gat talist til þess fær. Könnunarleið- angrar, berjaferðir, síðar skytterí á Hengilssvæðinu voru hans eftir- minnilegustu skemmtanir frá bernskuárunum; varð hin ágætasta rjúpnaskytta snemma og seldi rjúp- ur í bænum til að drýgja tekjurnar á meðan á námi hans stóð. Afi fæddist á því ári sem jarðskjálftarn- ir miklu gengu yfir Suðurland og hann lauk Verzlunarskólaprófi árið sem Alþýðusamband íslands var stofnað, áfengisbann varð algert og fyrri heimsstyrjöldin var í al- gleymingi 1916; tveimur árum síð- ar, þegar leið að lyktum ófriðarins, kom hann á fót versluninni K. Einarsson og Björnsson ásamt Hjalta Björnssyni og hafði þá verið innanbúðarmaður hjá bróður sínum Marteini, árið á undan. 1923 tók hann alveg við rekstri verslunarinn- ar og varð innan tíðar kunnur innan stéttar sinnar eins og bróðir hans Marteinn var þegar orðinn. í Vísi 27. apríl og 2. maí 1932 eru greinar eftir afa þar sem hann hvetur landsmenn til að taka hönd- um saman og gera jarðgöng í gegnum Bláfjöll, svo sem tveim kílómetrum vestan við Vífilsfell og leggur fram mælingar- og kostnað- aráætlun, göngin yrðu 250 m og mikil samgöngubót, ritar afi, af þessu varð ekki og veit ég ekki hvort betra er eða ver; ævintýraþörf sinni svalaði hann einnig með hella- könnunum og mælingum og hann leitaði skipulega að gulli Egils og fór fyrir honum eins og fleirum að hann fann það ekki. Hversdagurinn skilaði honum hins vegar arði þótt ekki væri að sama skapi varanlegur, drjúg við- skiptahyggindi og nákvæmni um allt sem tölur varðaði — barnsvani hans — urðu til þess að verslunin stækkaði — og seinni heimsstyrjöld- in stuðlaði að sama, 1940 opnaði hann aðra, Dyngju við Laugaveg, sem margir munu minnast þótt alllangt sé nú um liðið síðan hún var lögð niður. Afi varð heiðurs- félagi í Félagi leikfangasala 1976 svo og heiðursfélagi í Kaupmanna- samtökum íslands. Jarðsambandið hans afa var hún Ella amma. Þau eignuðust fjögur börn sem öll lifa föður sinn og heita má að öll hafi fylgt í slóð hans hvort sem heldur er fyrir tilstilli erfða eða umhverfis. Þau eru Sóley Svava f. 1928, Sonja ída f. 1934, Rudolf Kristinn f. 1940 og Guðberg Henry f. 1946. Barnabörnin orðin ellefu og barnabarnabörnin sjö. Við Laugaveg 25 reisti afi sér stórhýsi í tveimur áföngum og liðu tuttugu ár í milli; flutti á efstu hæðina að því búnu, 1980, og þar átti hann sín síðustu ár og þau hjón. Á efri árum hans var grunnt á ævintýrahneigðinni enn sem fyrr. Hún Iýsti sér einkum í hægum, róm- þungum frásögnum af mönnum og minnum frá löngu liðinni tíð sem fyrir tilstilli hreimmikils málfars hans og virðingar fyrir staðreynd- Minning: Sigríður Olafsdótt- irfrá Gesthúsum Fædd 26. febrúar 1895 Dáin 14. maí 1986 Sigríður Ólafsdóttir, tengdamóð- ir okkar, lést að kvöldi hins 14. maí sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Hún fæddist á Álftanesi, 26. febrúar 1895, dóttir hjónanna Guðfinnu Jónsdóttur frá Deild og Ólafs Bjarnasonar, Gesthúsum, Álftanesi. í Gesthúsum ólst hún upp og átti heima uns hún giftist Jens P. Hallgrímssyni árið 1924. Börn þeirra urðu fjögur, Ólafur, Ketill, Guðbjörn og Guðfinna. Þrjú þeirra lifa móður sína, en Guðbjörn lést 1983. Það eru forréttindi að alast upp á jafn yndislegum stað og Álftanesi og hlýtur að hafa áhrif til góðs á þá, sem þeirra njóta. Og eitt er víst: Sigríður kunni að vera tengda- mamma. Aldrei hnýstist hún í né hafði afskipti af málum strákanna sinna og tengdradætra, heldur hljóp hún undir bagga með þeim þegar með þurfti og veitti þeim öllum aðstoð og umhyggju ef á lá. Við vitum að Guðfínna dóttir hennar hefir sömu sögu að segja, en hún og fjölskylda hennar bjuggu í sama túni og Sigríður og Jens í fjölda ára. Þegar heilsu foreldranna hrak- aði veitti hún þeim ómælda og ómetanlega aðstoð, sem hún reynd- ar hélt áfram að veita móður sinni eftir að hún var orðin veik og þurfti að dvelja íi sjúkrahúsum og á Dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu. Sigríður var útivinnandi húsmóð- ir mestallt sitt hjónaband eða þar til hún var rúmlega sjötug, þá farin að missa heilsu og slitin af áratuga erfiði við fiskvinnslu af ýmsu tagi. Árið 1930 reistu Sigríður og Jens sér og sínum hús í Skerjafirði, sem þau nefndu Vog. Þar bjó fjölskyldan upp frá því. Þegar Sigríður hætti að vinna í fiski, komin á áttræðis- aldur, gafst henni loks næði til að sinna hugðarefnum sínum. Hann- yrðir urðu fyrir valinu, en þær hafði hún numið ásamt fleiru í Kvenna- skólanum í Reykjavík sem ung stúlka innan við tvítugt. Fannst okkur ótrúlegt hverju hún afkastaði og eiga niðjar hennar fallegan út- saum eftir hana. Hendur hennar voru nettar og fallegar og ekki hægt að sjá á þeim merki áratuga strits, miklu frekar að þær hefðu lítið annað gert en að „bródera". Tengdamóðir okkar fór ekki varhluta af sorgum þessa heims. Aðeins 15 ára gömul missti hún móður sína og eftir að hún varð rúmliggjandi á hjúkrunardeild Hrafnistu dóu þrír nánir astvinir hennar með fárra ára millibili: sonarsonur hennar, Rag^iar Samú- el, 1977, Jens, eiginmaður hennar, 1979 og sonur hennar, Guðbjörn, 1983. Þennan harm bar hún eins og hetja og reyndar finnst okkur að hún hafí verið hetja allt sitt líf. Við eigum henni svo margt að þakka, ekki síst fyrir allar ánægju- og hamingjustundir sem við öll í fjölskyldunni höfum átt á æsku- stöðvum hennar á Álftanesi, ýmist sem börn í sveit, búendur í Bessa- staðahreppi eða gestir. Álftanes mun alltaf laða til sín á einn eða annan hátt fólkið hennar Siggu frá Gesthúsum. Hún var orðin mjðg þreytt og að lotum komin þegar kallið kom og hvfldin hefur verið kærkomin. Þess vegna getum við verið glaðar yfir því að hún er laus úr lífsins viðjum og þrautum, um leið og við tregum hana. Við þökkum innilega starfsfólki Hrafnistu, sem sýndi henni umönn- un og góðvild í hennar löngu sjúkra- legu. Veri tengdamóðir okkar kvödd með virðingu og þökk. Erla ísleifsdóttir Selma Samúelsdóttir Viktoría Skúladóttir Er ég nú sest niður að skrifa eftirmæli um föðursystur mína kemur margt upp í hugann. Eitt það fyrsta er eftirfarandi kvæði, sem mér fínnst lýsa í fáum orðum hvernig kona Sigríður var: ^Án efa fáir, það er min trú, sér áttu göfugra hjarta en þú, það vakti mér löngum lotning. I örbirgð mestu þú auðugust varst og allskyns skapraun og þrautir barst sem værir dýrasta drottning." (Höf.ókunnur.) Sigríður fæddist 11. febrúar að Gestshúsum á Álftánesi. Foreldrar hennar voru hjónin Guðfinna Jóns- dóttir frá Deild á Álftanesi og Ólaf- ur Bjarnason,_ útvegsbóndi, frá Gestshúsum á Álftanesi. Þeim hjón- um varð sex barna auðið og komust fjögur þeirra á Iegg. Sigríður var elst þeirra og sú síðasta, sem kveður þessa tilveru. Hin voru: Guðfinna d. 1924, Oddný d. 1963, Snæbjörn d. 1984, Guðrún Petrína d. 1908 og stúlka fædd andvana. Móðir þeirra, Guðfinna, lést á jóladag árið 1910 og var þá Sigríður á 16. ári. Hefur þá komið til kasta Siggu að annast yngri systkini sín og sinna búi í Gestshúsum, ásamt Arnleifu, föðursystur þeirra, sem alla tíð bjó í Gestshúsum. Ólafur, faðir þeirra, var mikið að heirrian við sjóróðra á Suðurnesjum, en þangað sigldu sjó- menn bátum sínum áður fyrr og réru fast á vertíðum. Ólafur kvænt- ist aftur Sjgríði. Sigurðardóttur og eignuðust þau þrjú börn, sem eru: Guðfinna, Óli Björn (látinn) og yngstur er Einar, sem nú býr í Gestshúsum. Einnig ólust upp börn Sigríðar Sigurðardóttur frá fyrra hjónabandi hennar _ og Ketils Bjarnasonar, bróður Ólafs, en þau voru þrjú. Þá ólst þar upp Bjarni Magnússon, sonur Arnleifar, sem síðar varð skipstjóri, hann er látinn. Einnig var þar heimilisföst Kristín Vigfúsdóttir, sem kom þangað ung að aldri og naut uppeldis, sem væri hún eitt af börnum Ólafs og Guð- finnu. Ólafur afi lést árið 1955. Sigríður kvæntist 1924 Jens Hallgrímssyni, sjómanni frá Kefla- vík, en hann lést árið 1979. Þau eignuðust fjögur börn, sem eru: Ólafur, yfirlæknir Blóðbankans í Reykjavík, kv. Erlu ísleifsdóttur, Ketill fískmatsmaður og söngvari, kv. Selmu Samúelsdóttur, Guð- björn, skipstjóri, sem lést árið 1981, kv. Viktoríu Skúladóttur og Guð- finna, húsmóðir, gift Hjalta Agústs- syni, bifreiðastjóra. Sigríður og Jens byggðu sér hús í Skerjafirði árið 1930 og nefndu það „Vog", voru þau ætíð kennd við það. Þaðan var stuttur spölur í fjöruna þar sem Jens staðsetti bát sinn og sótti þaðan á hrognkelsa- miðin úti fyrir Skerjafirði. Á æskuárunum fannst mér ég vera komin í sveit, er fjölskyldan tók sig upp í heimsókn að „Vogi". Lóðin var stór og þar ræktuðu þau ýmsar nytjajurtir til heimilisins og fékk maður gjarnan gulrófur til að naga, en þótti þá fengur að þeim, líkt og nútímaæsku finnst nú að fá sleikipinna eða eitthvað þess háttar. Framan við húsið var svo blóma- garður Siggu og njólinn óx óhindr- aður líkt og hinn álitlegasti hjágróð- ur nú til dags. Mér fannst alltaf gaman og gott að sækja þau hjón heim. Húsbóndinn glaður og skraf- hreifinn og ekki lá húsmóðirin á sínu, ávallt skapgóð og hjartahlý. Sýndi hún okkur oft eitthvað nýtt, hvort sem það var útsaumur, sem hún var að vinna að, eða fram- kvæmdir við heimilið. Og enginn var glaðari og ánægðari en hún, er hún fékk olíuhitun í húsið sitt, eða nýja eldhúsinnréttingu. Til þess að framkvæma þetta ásamt fleiru réð hún sig í fiskvinnu til að standa straum af kostnaðinum.. Þau fóru ekki til einskis launin hennar Siggu, sem hún aflaði í fiskinum. Hún óskaði þess heitast, að synir hennar fengju þá menntun, sem hugur þeirra stóð til, í lækna-, söng- og skipstjórafræðum. Hún var þeim örugglega betri en enginn og þegar árangri var náð, hló hún og grét af gleði og dillandi hlátur hennar hreif okkur hin. Hún hafði svo sannarlega oft ástæðu til að vera stolt og ánægð. Alla sína ævi, á meðan heilsan leyfði, var hún störf- um hlaðin, heima og að heiman. Vann í fiskvinnu þar til fætur hennar gátu ekki meir. Lífsins gæði, á þeirra tíma mælikvarða, lágu ekki á lausu fyrir henni, hún þurfti sjálf að afla þeirra og ég man, að oft var það ströng og löng leið, sem hún lét sig hafa, fót- gangandi, suður fyrir flugvöll, upp á Grímsstaðaholt í vagninn, sem flutti hana til og frá vinnustað. Hannyrðir voru hennar yndi í tómstundum og mér eru í fersku minni allar brúðurnar hennar, sem hún skartaði íslenskum búningum, saumuðum af henni sjálfri. Einkadóttir Siggu og Jens, Guð- finna, og eiginmaður hennar reistu sér hús á lóð „Vogs". Eftir að heilsu fór að hraka hjá Siggu, þá stundaði Guðfinna foreldra sína af einstakri alúð og umhyggju. Ég tel það mikið lán hafa verið fyrir þau, að vera í nábýli við dóttur sína og hennar fjölskyldu. En að því kom, að Sigga gat ekki komist ferða sinna innan- húss, að hún fékk inni á Hrafnistu í Reykjavík. Jens var nýfluttur þangað til hennar, er hann lést. Á Hrafnistu dvaldi hún í u.þ.b. níu ár og naut þar frábærrar umönnunar, sem vert er að þakka. Mjög kært var með henni og systkinum hennar og faðir minn bar mjög hag hennar fyrir brjósti, að því varð ég oft vitni. Hjá þeim ríkti gagnkvæm virðing. Er Sigga varð 90 ára fyrir liðlega ári, þá komu saman nánustu ætt- ingjar og vinir yfir kaffíborði á Hrafnistu. Engu var líkara en henni væri gefið eitthvað, andlega, því hún virtist njóta dagsins í ríkum mæli, miðað við hvernig heilsu- ástand hennar hafði á undan verið, og hún hafnaði hvíld fyrr en gestir voru á brott. Þá var stutt I hlýja brosið, sem ávallt einkenndi hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.