Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1986 55 Aldarfj órðungs þögn rofin Walter og Dollie Mae Mayers yrtu ekki hvort á annað í ein 25 ár, það er að segja frá því þau fengu skilnað 1961, eftir 40 ára hjónaband sem skilaði af sér 9 bömum. Síðustu hjónabandsárin rifust þau sem hundur og köttur og er yngsta bamið var komið á legg sáu þau sér þann kost vænstan að hverfa hvort í sína átt. Svo mikil var harkan orðin að böm þeirra áttu í mestu vandræðum með að halda fjolskylduboð, því foreldramir harð- neituðu að hittast. En eftir 25 ár varð Walter það á að spyijast fyrir um líðan Dollie hjá dóttur sinni, sem aftur sagði mömmu sinni frá því. Þessi sakleysislega spuming átti eftir að draga dilk á eftir sér — því Dollie, sem orðin var einmana braut odd af oflæti sínu, sló á þráð- inn til bóndans fyrrverandi og stakk upp á því að þau myndu hittast. Skipti það engum togum að örvar Amors fóra á fleygiferð og áður en kvöldið var úti hafði Walter borið upp bónorð sitt. Tvær vikur liðu uns þau gengu í hið heilaga hjóna- band öðra sinni og hið aldarfjórð- ungs kalda stríð var á enda. Um þetta segja þau skötuhjú: „Við virð- umst bara vera enn eitt dæmið um fólk, sem ekki getur lifað saman, hvað þá heldur sitt í hvora lagi.“ Skín og skúrir egar sumarið gengur í garð reyna bæði atvinnumenn og áhugafólk að spá í það hvemig viðra muni fram til hausts. Sumir reynast sannspáir og virðast menn misjafn- lega veðurglöggir í eðli sínu. Við ætlum þó ekki að spá neinu, viljum bara hafa vaðið fyrir neðan okkur og birtum því myndir af því nýjasta í sumartískunni. Svo segja okkur fróðir menn að toppurinn á bað- fatatískunni séu sundbolir með alls kyns fígúrumyndum, eins og þeirri, sem á myndinni sést. En fræðimenn hafa einnig séð við vandræðunum sem stafa af votviðrinu. Það kann- ast flestir við hversu erfitt er að ganga hlið við hlið með tvær regn- hlífar. Þær vilja flækjast hvor fyrir annarri og era á allan hátt til traf- ala. En þessir erfíðleikar ættu nú að heyra sögunni til, því fundin hefur verið upp regnhlíf sem skýlt getur tveimur fyrir veðri og vindum í senn. COSPER ©pib // I \ ' ' (IMHUdll COSPER .(I/. 101«, — Þetta er að vísu ekki okkar barn, en barnavagninn er miklu flottari en okkar. SIEMENS Þurrkari WT 2610 Áreiðanlegur og einfaldur í notkun Traustur þurrkari með tímaklukku. Loftið er leitt út að framan eða í gegnum barka að aftan. Stórt lúguop og stór lósía. Öryggislæsing og kæling í lok þurrkunar til að forðast krumpur. Tekur 4,5 kg af þvotti. Sérlega hagkvæmur og sparneytinn þurrkari. Smith og IMorland Nóatúni 4, s. 28300. YAMAHA YAMAHA XT 350 Endurohjól. Ennfremur getum vió útvegað allar stærðir af YAMAHA Enduro og götuhjólum með 3—5 vikna fyrirvara. Athugió að verð YAMAHA mótorhjóla er nú sérlega hagstætt BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. S-81299 Bingó — Bingó Nú mæta allir í bingó í Glæsibæ í kvöld kl. 19.30. Hæsti vinningur að verðmæti kr. 80.000.- Vinningar og verð á spjöldum í öðrum umferðum óbreytt. Mætum stundvíslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.