Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ 1986 17 Spor í spori MyndlBst Valtýr Pétursson Það er ekki á hveijum degi, sem þess verður vart, að skáld og myndlistarmenn séu í samvinnu um að koma verkum sínum í eina sæng, ef svo mætti að orði komast. En þeir, sem fylgjast með dagskrá sjón- varps, munu minnast þáttar, sem þeir gerðu í sameiningu Thor Vil- hjálmsson og Öm Þorsteinsson. Mætti kalla slíkt fyrirbæri sjónljóð (visual poem), en ef ég veit rétt, var sá þáttur sá fyrsti af sínu tagi hér á landi. Nú hafa þeir félagar efnt til út- gáfu á möppu með prentuðum myndum og tilheyrandi ljóðum, og það á meira en einu tungumáli, og ennfremur hafa þeir gefið út fyrir nokkru bókina Ljóð mynd. Samstarf skálds og myndlistarmanns hefur því ótvírætt borið nokkum árangur, en ekki er mér kunnugt um viðtökur hjá almenningi við þessu listformi. Síðasti leikur þeirra félaga til -að ná til fólks er sýningin á þessari möppu, sem stendur í anddyri Norræna hússins þessa dagana. Ekki legg ég neinn dóm á kveð- skap Thors í þessum línum, enda aðrir mér færari þar um, en nokkur orð læt ég frá mér fara um mynd- gerð Arnar Þorsteinssonar í tengsl- um við þessi ljóð. Öm virðist hafa haft í huga tvö sjónarmið við myndgerð sína, eða réttara sagt tvennar stíltegundir, sem eru nokk- uð ólíkar í eðli sínu og tilgangi. Önnur þessara myndgerða er í mjúkum formum og með samræmd- um litum, afar þægileg fyrir augað, en hefur engan átakamátt í för með sér. Ljóðræn myndgerð og fellur því vel að verkefninu, en því verður ekki neitað, að flestar myndir í þessum stfl eru að mínum dómi of líkar í lit og byggingu. Hinn stfllinn er formfastari og með svolítinn kúbístískan blæ. Litimir eru hreinir, og þessar myndir segja allt, sem afþeimerkrafizt. I heild er þetta mjög snotur myndgerð, og falli kvæðin og myndgerðin vel saman, er tilgang- inum náð, og báðir listamennimir geta vel við unað. Þessi sýning þeirra félaga stendur aðeins í eina viku, og ætti fólk ekki að láta ár- angur samstarfs þeirra fram hjá sér fara. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! BILSOM COM BILSOM COM FM HEYRNARHLÍFAR Þráðlaust fyrir útvarp/segulband • Hljómlist • Tilkynningar • Menntun • Útvarp Þetta kerfi er svokallað þriggjarása kerfi sem sendir á þrem rásum í einu, starfsmaður getur valið um rás sjálfur óháð öðrum, þ.e.a.s. Rás 1, Rás 2 frá Ríkisútvarpinu og/eða segulbandi, einnig er hægt að kalla inn á kerfið með hljóðnema ýmsar tilkynningar eins og ef þarf að ná til starfs- manns í síma eða til viðtals. Hentar t. d. fyrir verksmiöjur, fiskiskip, frystihús, trésmiðjur, vélsmiójur, saumastofur o. fl. Kerfið er ekki stefnuvirkt Upplýsingar og tæknilega ráðgjöf færðu hjá "’c^i ^rrnn I fni □sOastkoDD DdO Ármúla 34.108 Reykjavík.Simar: 91-34060-34066. aóeins einn banki býóur BB'-vakia REIKNING SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.