Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Verðlaunaafhending í samkeppni um tónlistarhús á íslandi Ætlunin að ljúka við tón- listarhúsið árið 1990 Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, afhendir Guð- mundi Jónssyni 1. verðlaun f samkeppninni fyrir hönd Sam- taka um byggingu tónlistar- húss. Fyrir aftan Guðmund standa þeir Kristian Gullichsen, dómnefndarmaður, Cristian Karlsson, arkitekt sem hlaut önnur verðlaun, og Dan Crist- ensen, arkitekt sem hlaut þriðju verðlaun. Kostnaður áætlaður um 400 milljónir kr. ÍSLENSKUR ARKITEKT, Guðmundur Jónsson, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni sem haldin var um byggingu tónlistarhúss á íslandi. í umsögn dómnefndar um tillöguna segir að hún veki athygli fyrir skýra heildarmynd og traustvekjandi útfærslu. Önnur verðlaun hlutu arkitektarnir Christian Karlsson og Lars Clausen, frá Danmörku, og þriðju verðlaun féllu í hlut arkitekt- anna Dan Cristiansen og Kjær og Richter, einnig frá Danmörku. Verðlaunafé var samtals þrjár ætlað fyrir óperur af þeim sökum. Sagði hann það hins vegar byggt á misskilningi þar sem tónlistar- húsið yrði fyrir alla tónlist sem íslendingar kærðu sig um að hlýða á; hins vegar væri húsið ekki gert með það í huga að hægt væri að setja upp margar óperur í einu, en til þess að slíkt væri gjörlegt yrði tuminn að vera til staðar. Geirharður Þorsteinsson, dóm- nefndarmaður og arkitekt, sagði að sú leið hefði verið valin að reyna að hanna tónlistarhús þar sem hljómburður væri með besta móti og því hefði verið ákveðið að gera bygginguna ekki of flókna, til dæmis með því að gera ráð fyrir sviðstumi, en þá mætti búast við að gera þyrfti aukaráð- stafanir vegna hljómburðar seinna meir. Þá sagði hann það einnig vera mun raunhæfari kost að byggja tónlistarhús sem ekki yrði of dýrt til þess að það kæmi sem fyrst til sögunnar. Á fundinum kom fram að sjö miljónir hafa þegar safnast til byggingar hússins, en betur má ef duga skal, og framundan er mikil vinna. Treysta samtökin á áframhaldandi stuðning allra tón- listarunnenda. miljónir króna og var þess aflað með frjáisum framlögum, happ- drætti og styrk frá Norræna menningarmálasjóðnum. Alls bár- ust samkeppninni 75 tillögur frá Norðurlöndunum og voru 19 þeirra íslenskar. Verðlaunaafhendingin fór fram á laugardaginn við hátíðlega at- höfn í Listasafni Háskólans, í Odda að viðstöddum forseta ís- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, Davíð Oddssyni, borgarstjóra, og Sverri Hermannssyni, mennta- málaráðherra, sem fyrir hönd Samtaka um byggingu tónlistar- húss á íslandi afhenti verðlaunin. Armann Öm Armannsson, for- maður nefndarinnar, ávarpaði viðstadda og þakkaði öllum þeim sem stutt höfðu framkvaémd þess- arar samkeppni og trúað á að bygging tónlistarhúss á íslandi mætti verða að veruleika. Á fundi sem dómnefndarmenn héldu með fréttamönnum kom fram í máli Armanns Amars að ætlunin er að ljúka byggingu tón- listarhússins árið 1990 og er áætl- aður kostnaður um 400 miljónir króna. í skýrslu dómnefndarinnar kom fram að markmið keppninnar hefði verið að velja tillögu sem uppfyllti þær kröfur sem gerðar hefðu verið, jafnframt því sem húsið yrði að standa undir nafoi sem alþjóðlegt tónlistarhús á ís- landi. Leitað hefði verið að húsi með tónlistarsöium með sem full- komnustum hljómburði. Tillögumar, sem bámst, vom Qölbreyttar hvað varðaði aðferðir og úrlausnir og settar fram á mjög misjafoan hátt, allt frá ein- földum teikningum til mjög vel undirbúinna og nákvæmra lýs- inga. Armann Öm sagði að í húsinu væri gert ráð fyrir tónlistargryfju sem nauðsynleg er vegna ópem- flutnings en hins vegar er ekki gert ráð fyrir svokölluðum tumi. Kvað Ármann Öm það hafa vilt örlítið um fyrir mönnum og sumir talið að tónlistarhúsið yrði ekki Morgunblaðið/Ól&fur K. Magnússon Verðlaunahafinn, Guðmundur Jónsson: Hefur unnið til 12 verð- launa í 16 samkeppnum Skýr heildarmynd og- traustvekjandi útfærsla segir í dómnef ndarálitinu „ÉG ÁKVAÐ STRAX og ég sá samkeppnina auglýsta að taka þátt { henni og fór að velta fyrir mér ákveðinni hugmynd sem síðan tók á sig fastari mynd eftir að ég var búinn að líta á allar aðstæð- ur í Laugardalnum þar sem húsið á að rísa,“ sagði Guðmundur Jónsson, starfandi arkitekt í Osló, en hann hefur á undanfömum árum tekið þátt í 16 samkeppnum og unnið tíl verðlauna í 12 þeirra. Davið Oddsson, borgarstjóri, opnaði sýninguna sem haldin er á öllum 75 tillögunum sem bárust. Við hlið hans stendur forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og fyrir aftan hana má sjá þau Ármann Öm Ármannsson, formann dómnefndar, og Ástriði Thorarensen. Dan Cristensen, arkitekt: Haldið ykkur við upp- haflegu hugmyndimar í dómnefodarálitinu um tillögu Guðmundar segir að hún veki strax athygli og virðingu fyrir skýra heildarmynd og traustvekj- andi útfærslu. Þá segir að salimir og öll aðstaða fyrir almenning einkennist af víðsýni og rausn heildarhugmyndar sem sómi al- þjóðlegu tónlistarhúsi og að tillag- an nýti til fulls, umfram aðrar tillögur, þá möguleika sem um- hverfíð bjóði upp á. Þá er meðferð rýma og ásýndir sögð laus við óþarfa prjál, en veki samt virðingu sem slíkri byggingu beri. Guðmundur sagðist ekki áður hafa teiknað tónlistarhús en kvaðst þó á námsárum sínum hafa teiknað tónlistarháskóla og þá fengið innsýn í margt af því sem á þyrfti að halda við hönnun tónlistarsala, svo sem hljómburð- arfræði og lögun salarkynna þar sem tónlist væri leikin. Aðspurður um út frá hvaða forsendum hann hefði byggt hugmynd sína að tónlistarhúsinu sagðist hann hafa reynt að láta legu hússins í landslaginu njóta sín sem best með Esjuna í baksýn. Þá hefði hann reynt að nýta hall- ann á lóðinni til að veita skjól Morgunblaðið/Einar Falur Verðlaunahafinn, Guðmundur Jónsson, fyrir framan teikning- ar sinar af tónlistarhúsinu. frá umferðinni í kring og mynda aðkomu að húsinu. Guðmundur sagði að lokum að hann hefði orðið var við þá gagn- lýni á tillögu sína að svo virtist sem ekki væri gert ráð fyrir óperuflutningi í húsinu til dæmis vegna þess að hljómsveitargryfju vantaði á teikninguna. Sagði hann það einungis vera vegna þess að við gerð tillögunar hefði hann haft það að markmiði að láta teikninguna draga fram aðalatrið- in og vera sem skýfasta, það væri einfalt að koma fyrir hljóm- sveitargryfju og raunar væri gert ráð fyrir að hún yrði í húsinu. „Ráð mitt til þeirra sem að þessu verkefni standa, og vilja reisa listrænt tónlistarhús, er að halda sig við þær hugmyndir og áætlanir sem i upphafi voru gerðar,“ sagði Dan Cristensen , danskur arkitekt, sem hlaut þriðju verðlaun í samkeppninni. Hann hefur fengist talsvert við að teikna tónlistarhús, og meðal annars unnið keppni af þessu tagi i Finnlandi og á Hjaltlandseyj- um. Þá er hann einnig höfundur að hönnun tónlistarhúss í Árósum í Danmörku. Cristensen sagðist hafa slæma reynslu af því að þegar farið væri af stað með framkvæmdir kæmu oft fram óskir um breytingar af einhveiju tagi; til dæmis aukaher- bergi hér og veitingastað þar og slíkar breytingar gæti oft reynst erfítt að framkvæma auk þess sem það hleypti kostnaði upp úr öllu valdi. „Það getur tekið fjögur til tíu ár að byggja þetta hús,“ sagði Cristensen,„ og á svo löng- um tíma er auðvelt að gleyma þeim hugmyndum sem gengið var út frá við upphaf verksins. I Árós- um tók byggingin til dæmis ekki nema um 5 ár og samt voru komnar fram óskir um að bæta við veitingahúsi, sem einungis tókst að teikna inn á fyrir hreina heppni," sagði hann. í Bjömeborg í Finnlandi kvað hann húsið ekki enn tilbúið því miklu hefði verið breytt frá upphaflegu teikningun- um. Cristensen sagði að lokum að hann hefði ekki skoðað verðlauna- tillögu Guðmundar Jónssonar að neinu gagni en sér litist vel á það sem hann hefði séð og vildi hann koma á framfæri bestu óskum sínum honum til handa. Líkan af tónlistarhúsinu, sem nú er til sýnis í Odda, hugvisinda- húsi Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að tré og tjamir verði meðfram aðkomunni að húsinu en svona mun það líta út að framanverðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.