Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 Veiðiþáttur Umsjón Guðmundur Guðjónsson heildarveiði og 1983 með afleita opnun en góða heildarveiði. Þokkaleg opnun 1984 var svo undanfari einhvers léleg- asta veiðisumars í Norðurá í áraraðir. Allt fer þetta eftir ástandi árganganna svo og nokkrum aukaþáttum. Veiðin byijar 1. júní í fáum ám, aðeins Norðurá, Þverá og Laxá á Ás- um. Þeir í Ásunum hafa þetta svona til málamynda, því liður f umgengni þeirra við ána og laxana er að sjá um að ekki sé þjarmað að laxinum er líða tekur að hiygningu. Sjaldan veiðist að ráði í ánni fyrstu dagana og oft lítið fyrr en líða tekur á júní. Veiði lýkur í ágústlok og veitt er allan júní til þess að fylla 3 mánaða veiðitíma- bil. En í Borgarfjarðaránum tveim gengur laxinn mjög snemma. Bjöm J. Blöndal segir í bók sinni „Norðurá fegurst áa“, að varla nokkum tíma hafí það komið fyrir að lax hafí ekki verið kominn að Laxfossi 1. júní. Og laxinn gengur enn fyrr í Þverá, þ.e.a.s. laxinn sem upprunninn er frammi í Kjarrá. Sú var tíðin, að Bretar sem hér veiddu fyrr á öldinni fóru fram í Kjarrá, eða á „Fjallið" eins og það er kallað, upp úr miðjum maí og veiddu yfírleitt prýðilega, grálúsuga stórlaxa. Þessi kvistur í Þverárstofninum er nú hniginn mjög þó Þverárstofninn sé kannski enn með hreinni stofnum Iandsins. Samt er talið að lax sé oftast genginn f litlum mæli fram f Kjarrá upp úr 20. maí og sannarlega eru þeir yfirleitt að fá ’ann þar 1. júnf þó auðvitað séu áraskipti að þvf hversu vel þar veiðist á þeim tíma og fer það eftir árferði og fleiri þáttum. En líklegast er til í dæminu að lax gangi víðar í ár í maí en í Norðurá og Þverá. Lax, stór hrygna, veiddist fyrir sfðustu mánaðamót í silunganet í ónefndri laxveiðiá norðan heiða. Áðumefndur Eyþór kokkur hefur sagt undirrituðum, að á sínum yngri árum hafí hann jafan verið rokinn austur í Brúará í maímánuði til að stytta biðina eftir laxveiðitímanum. Þá hafí hann oftar en einu sinni fengið lax, nýrunna fiska, og oftar séð þá skvetta sér er þeir gengu fram í ána. Þá veit undirrit- aður einnig til þess að maður nokkur sem ætlaði að níðast á hoplöxum til að fá úr sér fíðringinn í mafmánuði fyrir fáum árum, setti í og landaði 25 nýrunnum hrygnum á spón. Þetta var í Hvítá í Ámessýslu, skammt neðan við ós Brúarár. Vafalaust eru fleiri svona sögur á kreiki. Við vitum t.d., að nær árvisst gengur lax f Elliðaámar fyrir mánaðamót maí-júní, og stöku fískar sjást hér og þar, veiðast jaftivel á ótrúlegustu stöðum, eins og þegar Ásgeir Guðbjartsson veiddi 4 punda hrygnu, grálúsuga, snemma f maf f Hlfðarvatni f Selvogi fyrir þremur ámm. Þetta er reifað í tilefni af þvf, að einn viðmælandi undirritaðs hafði á orði fyrir nokkru, að það væri tóm tjara að byija svona snemma f Norð- urá, menn tíndu strax upp þessa fáu físka sem ganga snemma og sfðan væri löng bið eftir næstu göngum. Varla á þessi skoðun hljómgrunn víða... Er farið að sveifla stöng- unum of snemma sumars? Morgunblaðið/H. Ben. Hluti af stjórnarmönnum SVFR með megnið af morgunveiðinni á sunnudaginn, Ólafur G. Karlsson fyrir miðju með 13 og 14 punda hænga. Guðlaug Bergmann á fömum vegi og sagði honum tíðindin, en Gulli yppti bara öxlum, „það var of mikið vatnið", sagði hann. „Ekki svo,“ var svarið, en veiðiklóin mikla neitaði að hleypa svartsýn- ishjalinu inn fyrir hörandið. „Ég er ekkert óhress með þessa byij- un, þvert á móti. Ég hef engar áhyggjur af framhaldinu og reikna með góðu veiðisumri," bætti hann við. Þetta var svo sem ekki blaðaviðtai við Guðlaug, en meinlaust hlýtur að vera að skjóta skoðunum hans hér með. Annar sem fannst á fömum vegi var Eyþór kokkur og hann sagði strax þegar hann frétti af laxinum eina á mánudaginn að svona væri þetta oft í Norðurá, hann þekkti það aldeilis, gamall stjómarmaður úr SVFR, þótt hann hefði ekki verið í opnun á síðustu áram. Hann spáði niður- sveiflu sem næði a.m.k. til næsta holls á eftir stjóminni, en síðan myndi koma uppsveifla á ný í nokkra daga. Framhaldið væri það sem byggja bæri skoðanir um sumarveiðina á. Þessar opnanir í Norðurá era býsna skoðanamyndandi, á því er varla vafi, en varast bæri að taka of mikið mark á fjölda dauðra laxa í kæligeymslu Norðurár- hússins á hádegi 3. júní ár hvert, því uppistaðan í þeim afla er stór- laxinn sem misjafnlega gengur af sumar hvert. Aðalafli Norðurár er á hinn bóginn litli laxinn sem getur bragðist þótt sá stóri mæti og öfugt. Við skulum til gamans renna yfír aflatölur úr Norður- áropnunum aftur til ársins 1976 og athuga heildarveiði hvers sumars um leið: 1976: 32 laxarlopnun 1675 laxa heildarveiði 1977: 58 “ 1470 1978: 47 " 2089 1979: 2 “ 1995 1980:31 ‘ 1583 1981:41 “ 1185 1982: 3 “ 1455 1983: 2 “ 1643 1984:27 “ 856 1985: 4 “ 1121 Mjög sláandi í þessu eru sumrin 1979, en þá var afar kalt og umtalað vor, 1981 með góða opnun en slappa „Þetta verður sprengisum- ar,“ sagði Friðrik D. Stefánsson framkvæmdastjóri Stangveiði- félags Reykjavíkur er hann rakst á umsjónarmann þessa þáttar i anddyri veiðihússins við Norðurá í miðdagshléinu á sunnudaginn. Laxablóðið var varla storknað á höndum hans, en við viljum ekki segja að það hafi verið tryllingsglampi í augunum. Laxalykt fyllti vitin og lái enginn Friðrik ákafann, stjórnin hafði veitt 15 stórlaxa fyrir hádegið og var það besta byrjunin í nokkur ár. Heildar- afli liðsins var 29 stykki, 8—14 punda og þó það hafi oft veiðst meira í opnun, er það eigi að síður mjög svo viðunandi byij- un. Er inn í húsið var komið, blöstu við Magnús Ólafsson læknir og Ólafur G. Karlsson tannsi og voru brosin breiðari en breið, sá fyrrnefndi hafði nappað tvo, sá siðarnefndi fjóra, þar á meðal 13 og 14 punda hængi sem toguðu fast og lengi. „Stórkostlegt", „frá- Veitt í Myrkhyl og Myrkhylsrennum i Norðurá 1. júni siðastliðinn. bært“, „meiriháttar" og fleira í þeim dúr valt allt saman upp úr Ólafi sem var mikið niðri fyrir. Magnús rólegri. Þetta var stemmningin við upphaf þessa nýja veiðisumars. Nú vantaði ekki það sem vantaði í fyrra. Það var bæði stórlax og nóg vatn. Meira að segja of mikið vatn hvað svo sem það „vandamál** varir lengi. En hvert verður framhaldið? Veiðimenn flestir velta þessari spumingu fyrir sér og víst er, að allir era áreiðanlega sammála um að byijunin hefði getað verið verri. Margir hleyptu í brúnimar er fréttir úr Norðurá hermdu að aðeins einn lax hefði veiðst á öðram degi. Undirritaður hitti Stubbar Veiðar af ýmsu tagi heilla marga, stangaveiði, skotveiði, fuglaveiðar í háf ofl. mætti nefna. Þætti þessum barst sú fregn fyrir skömmu, að bóndi nokkur á Austurlandi, byði sportveiðimönnum nú upp á aldeilis forkostulega nýlundu, sem sé minkaveiði. Það. fylgir ekki sögunni hvort rota eigi minkinn með kylfu eftir æsileg- an eltingarleik, hvort skjóta eigi dýrið á færi eða láta hunda um að murka lífið úr óargadýrinu eftir að hafa hiaupið á eftir hersingunni mátulega lengi. Eigi er vitað til þess að minka- veiðar hafí til þessa verið stund- aðar sem sport, enda heldur ógeðfelldur veiðiskapur, þar sem skrækir minksins blandast lygi- legum fnyk sem hann gefur frá sér með kirtlum aftur á hala þegar hann verður fyrir styggð. OOO Veiðiþjófnaður er staðreynd. Spumingin er einungis sú í hve miklum mæli hann er stundaður. Umsjónarmaður þessa þáttar hefur heyrt því fleygt að illa hafi verið farið með Leirvogsá á haustinu sem leið. Klakmenn hafí hugsað sér gott til glóðar- innar að draga á í Ketilhyl eftir að veiðitíma lauk, því þar var mikið safn af laxi samankomið í vatnsleysinu. En veiðiþjófar urðu fyrri til. Taldist mönnum til að þama vantaði allt að 60 laxa sem fundust eigi á öðram stöðum í nágrenninu og því nærtækast að ætla að þeir hafí verið dregnir í net í skjóli haust- myrkurs. Þjófnaður af þessu tagi á haustin hefur löngum loðað við Leirvogsána. OOO Verslunin Veiðimaðurinn mun selja veiðileyfi í tvo for- vitnilega silungsveiðistaði á sumri komandi og er það ný- lunda á þeim bæ. Hér er um að ræða Laugarvatn og Hólaá sem úr því rennur til Hagaóss, en hann kemur aftur á móti úr Apavatni og sameinast Brúará. Hólaá hefur löngum verið lítið stunduð en hún er afar nett veiðiá með fallegri bleikju, en minna orð fer af Laugarvatni sem stangaveiðivatni. Silungur, sæmilega huggulegur, hefur verið veiddur þar í net árum saman. Paul O’Keefe í Veiði- manninum sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði eftir Skúla Haukssyni silung- sveiðibónda í Útey, að fískur færi stækkandi á þessum slóð- um vegna vaxandi netaveiði og vissulega væra góðir stanga- veiðimöguleikar. Veiðileyfið kostar 300 krónur fyrir daginn, en böm yngri en 12 ára þurfa ekkert gjald að greiða, bara að koma sér austur, setja saman og draga físk. OOO Segiði svo að laxinn geti ekki hugsað. Þegar Morgunblaðs- menn vora á ferð í Feijukoti fyrir skömmu sagði Þorkell Fjeldsted þeim ýmislegt um netaveiðina og háttu laxins. Hann sagði þeim að stór lax, 10—12 pund að jafnaði, kæmi fyrst í ána, þá smálaxagöngur og síðan meiri smálaxagöngur, en að þessu sinni blandaðar stærsta laxinum, 15—20 punda löxunum. „Þeir koma sjaldan í netin," sagði Þorkell og bætti síðan við það sem þeir netamenn hafa oftar en einu sinni orðið vitni að. „Við höfum oft séð þá fast við netin, með trýnin alveg við möskvana. Svo þegar við lyftum netunum upp, sakka þeir eins og steinar niður á botninn og synda undir netin." OOO Eyþór Sigmundsson var einu sinni í stjórn SVFR og var því með í Norðuráropnunum meðan á setu hans stóð. Sumarið 1977 byijaði sérstaklega vel, stjómin bókaði 58 laxa, en hvort allt var skráð sem í raun veiddist er svö annað mál. Það gerðist nefni- lega spaugilegt atvik við Stokk- hylsbrotið er þeir Eyþór og Jón G. Baldvinsson vora þar að renna. Jón Bald þurfti að bregða sér frá um hríð, en Eyþór beið ekki boðanna og renndi. Fékk hann strax 10 punda fisk og svo annan slíkan strax á eftir. Sló hann báða í hausinn og tróð í sérstakan laxapoka sem hann hafði lagt á bakkann. Þriðji laxinn tók, vænn 13 punda hlunkur, sem var erfíður á færi og útheimti alla athygli veiði- mannsins. Loks landaði Eyþór skepnunni, sló hana í hausinn með barefli og hugðist siðan renna henni ofan í sömu gröfina. En pokinn var horfínn. Sást hvorki tangur né tetur af pokan- um og hljóp Eyþór þó langt niður með á og upp f hlíðar í örvænt- ingarfullri leit. Það sem gerst hafði var þetta: Eitthvað fjör var líklega eftir í löxunum tveim sem í pokanum vora, a.m.k. öðrum þeirra, og er þeir hafa slegið sporðunum til, hefur pokinn rannið út í á, straumur- inn hrifíð hann. Hefur hvorki pokinn né innihaldið sést síðan. Eftir að hafa jafnað sig eftir missinn, beitti Eyþór bara aftur og dró þijá 10-pundara í við- bót... OOO Þessi gerðist fyrir neðan Æðarfossa í fyrrasumar Það er fátítt mjög, að fínna fæðuleif- ar í mögum, hálsum eða kjöftum laxa. Ugglaust era einhver brögð að því að laxar æli slíku ef þeir festast á önglum í hyljum sem skammt era frá söltu vatni, en það breytir því ekki, að fund- ur slíkra leifa er sjaldgæfur. Veiðimaður einn setti í vænan lax fyrir neðan Æðarfossa og var fast togað á báða bóga dijúga stund. Skyndilega losn- aði laxinn og gerðist það svo snöggt, að veiðimaður féll næst- um aftur fyrir sig. Undrandi varð hann er hann sá hvað á önglinum hékk: Margtuggin loðna sem laxinn hafði augljós- lega verið að gæða sér á, hingað kominn til þess að auka kyn sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.