Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR10. JÚNÍ1986 25 t • l LISTAHATÍÐIREYKJAVIK Hefði alltaf tekið leik- húsið fram yfír kvikmyndir — segir Ingmar Bergman fram nýir og nýir fletir á persónu- leikanum. A frumsýningu á Frök- en Júlíu í Dramaten í vetur voru staddar hvorki meira né minna en 12 gamlar Júlíur, misjafnlega gáfaðar og sterkar sem manneskj- ur. Aldur Júlíu? Fröken Júlía er ekki endilega kornung — ég held að Siri von Essen hafi verið 36 ára þegar Fröken Júlía var frum- sýnd.“ Hann víkur aftur að starfi sínu í leikhúsinu: „Það eru sönn for- réttindi fyrir mig að búa við slíka vinnuaðstöðu og það er í rauninni fáránlegt að maður skuli þar að auki fá borgað fyrir þau forrétt- indi að vinna með stórkostlegan texta og koma til starfa í leikhúsi þar sem allt er klappað og klárt og hvert einasta smáatriði undir- búið af kostgæfni af færasta fagfólki á öllum sviðum. Þetta hentar mér eins og bezt verður á kosið. Ég bý ekki í Stokkhólmi og er þar ekki nema þegar ég er að vinna í ieikhúsinu. Ég á heima á Fárö, lítilli eyju í skeijagarðinum °g bý þar í gamalli hlöðu sem hefur verið breytt í íbúðarhús. Þar líður mér vel og það er reyndar ekki laust við að ísland minni mig dálítið á Fárö, en öryggiskenndin er ekki sú sama hér og hún er þar. Næsta verkefni,“ segir Ingmar Bergman, það er Hamlet. Nei, það væri ekki hægt að gera sjónvarpsmynd á borð við Töfra- flautuna úr Hamlet. Hann á hvergi heima nema á leiksviði. Peter Stormare, sá sem fer með hlutverk Jeans í Fröken Júlíu, er Hamlet.“ „Tíminn er naumur, of naumur," sagði Ingmar Bergman á stuttum blaðamannafundi sem haldinn var í gestabústað forsetaembættisins við Laufásveg á laugardagsmorgunn, en það var eina tækifærið sem hann hafði til viðræðna við fjölmiðla í íslandsheimsókninni. „En ég hef fengið tækifæri til að sjá íslenzkar kvikmyndir, svo sem Óðal feðranna, sem mér fínnst vera afskaplega falleg mynd. Ég á eftir að sjá fleiri myndir eftir Hrafn Gunnlaugsson og ég held að sá piltur sé afskaplega hæfileikaríkur," bætti Ingmar Bergman við. Hefði ég staðið frammi fyrir því að velja milli leikhúss og kvikmynda, hvenær sem er á ferli mínum, hefði ég alltaf tekið leik- húsið fram yfir," sagði hann, „af því að leikhúsið er á allan hátt nær manneskjunni en kvikmyndin getur nokkum tíma orðið, ef maður á að vera að bera saman listform sem eru svo ólík í sjálfu sér. Þrátt fyrir þá ótrúlegu mögu- leika sem kvikmyndin hefur, þá er leiklist á sviði miklu eðlilegra og einfaldara listform og það býð- ur upp á mun fullkomnari vinnu- brögð. í kvikmyndaveri er unnið átta stundir á dag og hinn endan- legi árangur af allri þeirri vinnu er kannski filmubútur sem tekur þrjár mínútur í sýningu. Og þessi stutti filmubútur verður að vera hámarksárangur af vinnunni þann daginn. í leikhúsinu eru vinnu- brögðin gjörólík. Þau em hægfara og em fólgin í æfingu á æfingu ofan. Eftir æfingu gerir maður sér grein fyrir því hvað þarf að laga á næstu æfingu og þannig er verkið unnið lið fyrir lið. Ég byijaði minn feril í leikhúsi og mér er það bæði ljúft og mjög eðlilegt að enda hann í leikhúsi. Já, nú er ég hættur að gera kvikmyndir. Ég er búinn að segja það og ég veit vel að ég var búinn að segja það oft áður en maður hættir ekki nema einu sinni og í þetta skipti stenzt það sem ég segi um þetta. Af hveiju? Af því að ég er orðinn 68 ára og verð eins og allir aðrir að lúta þeim takmörkum sem aldurinn setur manni. Aldurinn vinnur sín skemmdarverk og eitt af þessum skemmdarverkum er að koma í veg fyrir að menn geti haldið sér á toppnum. Eg get ekki lengur lagt það á mig að gera kvikmynd- ir. Það kostar meiri þjáningu en ég er fær um að standast nú orðið. Þessi þjáning er óhjá- kvæmileg og sem dæmi um hana get ég nefnt að ég hef aldrei þjáðst eins mikið og þegar ég var að gera skemmtilegustu mynd mína, Sommemattens leende, þá var ég hræðilega þunglyndur og ég hef aldrei lifað eins djöfullegan tma. Ég er að því spurður af hveiju ég sé sífellt að setja upp löngu sígild verk gömlu meistaranna, samanber Fröken Júlíu, sem ég kem með hingað á Listahátíð. Það heillar mig óumræðanlega að vinna úr stórkostlegum texta þessara gömlu karla. Þetta er óviðjafnanlegur og óþijótandi efniviður. Maður fer ofan í saum- ana á textanum og athugar hand- rit og fyrri útgáfur. Það er alveg ofboðslega fróðlegt og skemmti- legt að velta þannig fyrir sér textanum og þá ekki sízt að sjá hvemig Strindberg hefur unnið Fröken Júlíu. Breytingar og út- strikanir á því verki skipta hundr- uðum frá upphafi og sem dæmi um slíkt get ég nefnt atriði í upphafinu þar sem þjónustufólkið, Kristín og Jean, eru að bera saman bækur sínar um sjálfa húsmóður sína, fröken Júlíu. Hjá þeim vaknar sú spuming af hveiju hún sé svo hvítmáluð í andliti. Á þessum tíma var andlitsförðun kvenna mjög í hófi. Þetta er frá- bært atriði og mér þótti skaði að hafa það ekki með í þessari upp- færslu svo ég fór«að grafast fyrir um ástæðuna fyrir því að Strind- berg strikaði það út. Ástæðan er að mínum dómi hvorki sérlega merkileg né flókin, heldur ein- faldlega sú að Siri von Essen, þáverandi eiginkona skáldsins, átti að leika fröken Júlíu þegar verkið var fyrst sýnt. Siri langaði ekki til að vera með ör og þaðan af síður til að vera hvítmáluð í framan til að dylja ör og hún hefur kannski sagt sem svo við manninn sinn sem alla tíð var ljúf- ur og eftirlátur við leikara: „Ágúst minn, gerðu það nú fyrir mig að sleppa þessu. Um leikara og samskipti sín við þá sagði Ingmar Bergman m.a.: „Það er nú yfirleitt svo með leikara að yfirleitt em þeir afskap- lega sterkir einstaklingar og maður velur leikara smakvæmt þeirri reglu að hjá sterkum ein- staklingum em stöðugt að koma BORGARSKRÁIN Gulabókin semaUirfíókeypisíhaust Þúsundir fyrirtækjaveróa meó, hvaó meö þitt fyrirtæki ? iSvort tí ftvátu Borgartúni 29, sími 622229.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.