Morgunblaðið - 12.06.1986, Page 6

Morgunblaðið - 12.06.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Krabbinn Annar þáttur Kolkrabbans, þess margfræga ítalska sjón- varpsmyndaflokks er skreytir nú sjónvarpsdagskrána á þriðjudögum, hrærði svo sannarlega hjarta þess er hér ritar. Söguþráðurinn: Aðal- söguhetjan, Corrado lögreglufor- ingi, snýr aftur til Palermo að ganga frá búi sínu er hann í óða önn að pakka niður hinum verald- legu eigum einkadótturinnar Pálu er síminn hringir og hann beðinn að mæta til viðtals hjá einum mafíu- foringjanum en sá situr reyndar sundurskotinn í húsbóndastólnum og að sjálfsögðu er löggan mætt á staðinn augnabliki síðar og fer með Corrado beint í fangelsið þar sem dómari úr röðum mafíunnar bíður hans með bros á vör. Corrado neyð- ist til að kyssa á hring helsta mafíuleiðtoga Sikileyjar, þess er var valdur að dauða Pálu litlu, og endaði þátturinn á því að Corrado vitjar gráfarinnar þar sem litla stúlkan brosir úr gullnum ramma á köldu granítinu. Eg rek ekki frekar sögu- þráðinn enda út í hött að lýsa ferð- inni ofan í myrk undirdjúpin þar sem slímugur kolkrabbi mafíunnar spýtir bleki í augu hinna heiðvirðu, menn verða að leggja á sig þá ferð án leiðsögumanns og kalt er hjarta þess manns er ekki fann til með Corrado þá hann safnaði saman eigum Pálu litlu; stílabókunum þar sem hún hafði teiknað mynd af pabba og mömmu, bangsanum er hafði veitt litlu stúlkunni hlýju og öryggi á andvökunóttum. Sú þján- ing hins hjartahreina var óbærileg og grundvöllur glæsivillanna er spegluðust í himinbláum sundlaug- um kolkrabbanna. Mér varð hér hugsað til fréttar af handtöku eitur- lyfjasmyglara í Sundahöfn, þar hefir rannsóknarlögreglan okkar höggvið af einn arm þess kolkrabba er hér spriklar, vel að verki staðið, strákar, og slakið hvergi á, því eins og við sjáum í ítalska framhalds- myndaflokknum þá slöngvast hinir slímugu armar vítt um þjóðarlíka- mann ef ekkert er að gert eða eins og Corrado lögregluforingi komst að orði undir lok þáttarins: Mér fínnst eins og ég sé að kafna, ég er. . . niðurlægður og upphafínn á víxl, sparkað niður í hin ystu myrk- ur til þess eins að ég geti staðið upp og kysst á vöndinn. Hallur Hallsson Hailur Hallsson nýráðinn frétta- maður hjá ríkissjónvarpinu okkar hefir tekið að sér það hlutverk að höggva á arma kolkrabbans ís- lenska á öldum ljósvakans og er það vel því Hallur virðist öllum hnútum kunnugur í víghreiðri lög- reglunnar. En Hallur hefír mátt reyna þann bitra sannleika að aðgát skal höfð í nærveru sálar og á ég þá við frásögnina af Hafskips- málinu. En til þess eru mistökin að læra af þeim og óska ég Halli Hallssyni velfarnaðar í baráttunni við kolkrabbann slímuga en í þeirri baráttu verðum við öll að taka höndum saman og styðja löggæslu- mennina með ráðum og dáð. Annars sýnist mér að bjartari tímar séu nú framundan í þessu efni hér á landi og þá einkum á stjómmálasviðinu þar sem stjómmála- og embættis- menn verða í vaxandi mæli að gera grein fýrir verkum sínum og eiga æ erfiðara með að ausa gegndar- laust af sjóðum almennings, þó eru alltaf til einstaka menn er kunna þá list að spýta bleki í augu sjón- varpsvélanna. Fréttamenn sjón- varps hafa máski hingað til verið fulltillitssamir við þessa ágætu máttarstólpa miðstjómarvaldsins. ÓlafurM. Jóhannesson Rás 1 Breytingar á tónlistar- dagskrá í sumar Meginbreyting á tónlist- ardagskrá rásar eitt frá vetrardaskrá er að fastir liðir með tónlist kl. 14.30 hafa verið styttir um 15 mínútur en liðir fyrir há- degi (11.30 til 12.00) em nú allir jafnlangir. Megin- þættir tónlistardagskrár- innar eru um 50 mínútna liðir milli kl. 11.00 og 12.00 alla virka daga, 40 mínútna liðir kl. 16.20 til 17.00 alla virka daga og 50-60 mín- útna liðir í dagskrárlok fyrri hluta vikunnar. Um helgar er röðun tónlistar- þáttanna eilítið öðruvísi og þá hefur tónlistardeild nokkm lengri tíma til ráð- stöfunar um og eftir mið- nætti. Enda þótt allir telji rétt að gæta fjölbreytni í tón- listarvali og veita þeim þjónustu, sem ekki ná sendingum rásar 2, er auðsætt að svonefnd „æðri“ tónlist hlýtur að setja mestan svip á tónlist- ardagskrá rásar 1. Einnig er lögð talsverð áhersla á skemmtitónlist fyrir þá hlustendur sem komnir em á efri ár og þykir lítið um afþreyingartónlist við sitt hæfí á rás 2. Gerðar hafa verið breyt- ingar á einstökum liðum virka daga sem hér segir: Síðdegistónleikar verða á sínum stað kl. 16.20 á virk- um dögum, íslensk tónlist á mánudögum en önnur þematengd, sígild tónlist aðra virka daga. Er stefnt að því að breyta yfírbragði síðdegistónleikana þannig að ekki verði valin í þá tón- list af hvaða tagi sem er úr sígildum tónbókmenntum heldur lögð til grandvallar ýmis þemu eða efnisflokk- ar. Þátturinn á frívaktinni hefur verið færður af fimmtudögum jrfir á mánu- daga kl. 11.03. Morgunlið- urinn kl. 11.03 aðra virka daga verður nýttur undir unna tónlistardagskrá með stuttum, aðgengilegum sí- gildum verkum og þáttum úr slíkum verkum, hljóð- færatónlist og söng. Miðdegisliðurinn kl. 14.30 á mánudögum verð- ur nýttur undir sígilda tón- list en aðra virka daga verður miðdegisliður í umsjá dagskrárgerðar- manna á tónlistardeild og helgaður léttri tónlist sem er kynnt í beinni útsend- ingu. Aðra hveija viku verður þó á þessum tíma þáttur um suður-ameríska tónlist af léttara taginu í umsjá Ellýjar Vilhjálms. Kl. 23.00 á mánudögum verða vandaðir klassískir tónleikar og einnig kl. 22.00 annan hvem þriðju- dag í um klukkustund á undan nútímatónlist sem stendur til miðnættis. Annan hvem þriðjudag verður sígild tónlist að loknu endurteknu leikriti. Djassþáttur verður kl. 23.10 á miðvikudagskvöld- um en einu sinni í mánuði verður útvarpað beint frá djasstónleikum á vegum útvarpsins. Þáttur Leifs Þórarinssonar Á ópemsvið- inu fellur niður í sumar. Létt tónlist verður á dagskrá á miðkvöldi, mánudaga til miðvikudaga kl. 21.00 í 30 mínútur, í því skyni að létta yfirbragð dagskrárinnar þau kvöld sem rás 2 sendir ekki út. Þar á móti kemur að meiri áhersla verður lögð á sí- gilda tónlist um helgar. Á mánudögum kl. 21.00 verður harmoníkutónlist og önnur skemmtitónlist. Á þriðjudögum verður leikin vönduð, klassísk skemmti- tónlist og á miðvikudögum syngja íslenskir einsöngv- arar og kórar í u.þ.b. hálf- tíma kl. 21.00. Miðkvöld á fimmtudögum verður með svipuðu sniði og áður. í þættinum Frá Suðurlandi verða kynntir ferðamögu- leikar i Vestmannaeyjum. Á ferð í Vest- mannaeyjum 15 Þátturinn frá 20 Suðurlandi er á — dagskrá rásar eitt í dag. „í þessum þætti fjalla ég um ferðamál í Vestmannaeyjum, ög er hann í beinu framhaldi af síðasta þætti sem var á sunnudaginn var,“ sagði Hilmar Þór Hafsteinsson stjómandi þáttarins í sam- tali við Morgunblaðið. „í þættinum reyni ég að að kynna það sem Eyjamar Reykjavík í augnm skálda 21— Reykjavík í aug- um skálda, ann- ar þáttur, er á dagskrá rásar eitt í kvöld. Umsjá með þættinum hafa þau Símon J. Jóhannsson og Þórdís Mósesdóttir. Að þessu sinni taka þau fyrir seinni helming 19. aldar- innar fram til aldamóta. Lesin verða ljóð, sögur og ýmsar frásagnir frá þess- um tíma sem lýsa tíðarand- anum í Reykjavík áður á ámm frá mörgum hliðum. Meðal þeirra höfunda sem lesið verður eftir má nefna Magnús Grímsson, Gest Pálsson, Steingrim Thor- steinsson, Þórberg Þórðar- son o.fl. hafa uppá að bjóða fyrir ferðamenn, en þa_r er af mörgu að taka. Ég ræði við nokkra góða menn í þættinum, m.a. við fram- kvæmdastjóra Ferðaskrif- stofu Vestmannaeyja, Ingi- berg Gíslason. Og síðan ræði ég við skipstjóra Bravó sem er Hjálmar Guðnason - hann siglir með ferðafólk í hella þama, undir sjávarhamra og með ströndum. Hjálmar blæs líka í trompet fyrir fólk og skemmtir því með frásögn- um. Ég fer einnig í náttúm- gripasafnið og fæ þar leið- sögn - það er verið að setja upp þar mjög merkilegt fágætt steinasafn, sem verður eitt hið stærsta sem til er hér á landi. Síðan spjalla ég við ýmsa þama eftir því sem tími vinnst til,“ sagði Hilmar. UTVARP FIMMTUDAGUR 12. júní 7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Markús Árelíus" eftir Helga Guömundsson. Höf- undurles(4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 „Ég man þá tíö". Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Strengja- kvartettar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 (dagsins önn - Efri árin. Umsjón: Ásdís Skúladóttir. 14.00 Miödegissagan: „Fölna stjörnur" eftir Karl Bjarnhof. Kristmann Guömundsson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir lese (14). 14.30 f lagasmiöju — Cole Porter. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Frá Suöurlandi. Um- sjón: Hilmar Þór Hafsteins- son. 15.50 Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnlr. 16.20 Síödegistónleikar. a. „Amerikumaöur í Parfs" eftir George Gershwin. Há- tíðarhljómsveit Lundúna leikur; Stanley Black stjórn- ar. b. „Slæpingjabarinn" eftir Darius Milhaud. Franska rik- ishljómsveitin leikur; Leon- ard Bernstein stjórnar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristin Helga- dóttir. Aöstoðarmaöur: Sig- urfaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. Blandaöur þátt- ur úr neysluþjóöfélaginu. Umsjón: Hallgrímur Thor- steinsson og Sigrún Hall- dórsdóttir. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Guömundur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 20.30 Frá Listahátíð í Reykja- vik 1986: Orgeltónleikar Colin Andrews i Dómkirkj- unni á þriðjudagskvöld. (Fyrri hluti). Verk eftir Diet- rich Buxtehude, Johann Sebastian Bach o.fl. 21.20 Reykjavik í augum skálda. Umsjón: Simon Jón Jóhannsson og Þórdis Mós- esdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræöan. Um feröaþjónustu á (slandi. Stjórnandi: Sverrir Gauti Diego. 23.20 Kammertónlist. a. „Miroirs" eftir Maurice Ravel. Werner Haas leikui á píanó. b. Spænsk alþýöulög eftir Manuel de Falla. David Oistrakh og Vladimir Jamp olski leika á fiölu og pianó. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 12. júní 9.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Ásgeir Tómas- son, Gunnlaugur Helgason og Kolbrún Halldórsdóttir. SJÓNVARP 17.15 Ádöfinni Umsjónarmaöur Marianna Friöjónsdóttir. 17.25 Krakkarnir i hverfinu (Kids of Degrassi Street) Annar þáttur. Kanadiskur myndaflokkur i fimm þáttum fyrir börn og unglinga. Þýö- andi Ólöf Pétursdóttir. 17.50 Vestur-Þýskaland Danmörk Bein útsending frá Heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingarogdagskrá FOSTUDAGUR 13. júní 20.40 Listahátíö í Reykjavík 1986 20.50 Rokkveita rikisins - Endursýning 1. Celcíus Þáttaröö frá árinu 1977 um íslenskar rokkhljómsveitir þess tima. Kynnir Þórhallur Sigurösson. Stjórn upptöku: Egill Eövarösson. 21.16 Sá gamli (Der Alte) 10. fskalt og yfirvegaö. Þýskur sakamálamynda- flokkur i fimmtán þáttum. Aöalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýöandi Kristrún Þóröar- dóttir. 22.15 Seinni fréttir 22.20 Blekkingarvefur (Midnight Lace) Bandarísk biómynd frá 1960. Leikstjóri: David Mill- er. Aöalhlutverk: Doris Day, Rex Harrison, John Gavin og Myrna Loy. Ungri konu er hótaö dauöa og oftar en einu sinni bjarg- ast hún naumlega úr lífs- háska. Skelfing konunnar magnast stööugt en flestir daufheyrast viö kvörtunum hennar. Þýöandi Björn Baldursson. 00.20 Dagskrárlok. Inn í þáttinn fléttast u.þ.b. fimmtán mínútna bamaefni kl. 10.05 sem Guöriöur Haraldsdóttirannast. 12.00 Hlé 14.00 Andrá Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 15.00 Djassogblús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Nýræktin Skúli Helgason stjórnar þætti um rokktónlist, inn lenda og erlenda. 17.00 Einu sinni áöurvar Bertram Möller kynnir lög frá rokktímabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Umnáttmál . Gestur Einar Jónasson stjórnarþættinum. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Þrautakóngur Lokaþáttur. Stjórnendur: Jónatan Garöarsson og Gunnlaugur Sigfússon. 24.00 Dagskrárlok. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.16 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.