Morgunblaðið - 12.06.1986, Page 13

Morgunblaðið - 12.06.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ 1986 Mótettukór Hallgrímskirkju á leið til Noregs: Kynnir Norðmönnum nýja íslenska kirkjutónlist Tónleikar í Kristskirkju í kvöld Mótettukórinn hefur fengist við fjölbreytta tónlist og verkefn- in hafa verið margvísleg. Þess vegna er áhugavert og skemmti- legt að starfa í þannig kór og ekki síður vegna þess að sameig- inlega taka allir kórfélagar þessi verkefni af alvöru og reyna þannig að sýna af sér músíkalsk- an metnað. Þetta sögðu tveir félagar Mót- ettukórsins í stuttu spjalli við Morg- unbiaðið, þau Rósa Kristín Baldurs- dóttir og Magnús Baldvinsson. Mótettukórinn heldur í kvöld, fímmtudagskvöld, eins konar kveðjutónleika fyrir Noregsferð sem hefst á morgun og fara þeir fram í Kristskirkju í Reykjavík. Kórfélagamir eru spurðir nánar um Noregsferðina: Strangur undir- búningur Við syngjum á þremur stöðum í Noregi. Hápunktur ferðarinnar verða eflaust tónleikamir í Osló 16. júní en þeir verða hljóðritaðir af norska og hollenska útvarpinu. Þar koma fram auk kórsins og Margrét- ar Bóasdóttur og Ingu Rósar Ing- ólfsdóttur sellóleikara organistamir Gústaf Jóhannesson og Þröstur Eiríksson. Aðal tilgangur ferðarinnar er að kynna Norðmönnum nýja íslenska kirkjutónlist. Islensk tónskáld hafa samið sérstaklega verk til flutnings á Norðurlöndunum. Það er einmitt með nýjum tónverkum sem kórfé- lagar fá gott tækifæri til að spreyta sig. Það er líka góð reynsla að fara í þannig tónleikaferð, það sýndi sig í fyrri ferð kórsins tii Þýskalands fyrir tveimur ámm og lika í söng- ferð um Norðurland í fyrravor. Strangur undirbúningur fyrir slíkar ferðir hristir hópinn vel saman og það er mikilvægt í kórstarfí að fé- lagslegi þátturinn sé ræktaður, sögðu þau Rósa Kristín og Magnús, en þau hafa bæði stundað nám í Söngskólanum nokkur undanfarin ár. Þau em spurð hvemig það samræmist starfí í kór. Segja má að það hafí bæði kosti og galla. Raddbeiting er náttúrlega svolítið öðmvísi hjá þeim sem lærir einsöng en þeim sem syngja í kór. Þess vegna hafa menn skiptar skoðanir á því hvort það sé kostur eða galli að starfa í kór meðfram söngnámi. Kostimir em tvímæla- laust þeir að í kór þjálfast menn mikið í nótnalestri og kynnast margs konar tónlist og er það reynsla sem er mjög mikilvæg, segja þau Rósa Kristín Baldurs- dóttir og Magnús Baldvinsson. Undir þetta síðasta taka þau Margr- ét Bóasdóttir sópransöngkona sem syngur einsöng með kómum í ferð- inni og Hörður Áskelsson stjóm- andi. Þau em nánar spurð um þennan mismun á kórsöng og ein- söng. Einsöngur — kórsöngnr í einsöngsnámi er reynt að þroska sérkenni hverrar raddar og dregið fram það sem einkennir persónuleika viðkomandi en í kór- söng er kennd almenn og eðlileg raddbeiting og að menn falli vel inn í þá heildarmynd sem kórinn á að gefa. Þess vegna er það rétt að séu menn í einsöngsnámi geta komið þau tímabil sem gera kórsöng ekki æskilegan. Hins vegar gefur starf í kór hvetjum söngvara mikla reynslu sem gott er að hafa í vegamesti svo sem þjálfun í nótnalestri eins og áður er nefnt, samstarfí og ögun og menn kynnast fjölbreyttri tón- list. Einsöngvari býr líka að kór- reynslu þegar að því kemur hjá honum að syngja tvísöng, tríó og (Morgunblaðið/Þorkell) Rósa Knstín Baldursdóttir og* Magnús Baldvinsson halda hér á veggspjaldi sem dreift hefur verið í Noregi til að vekja athygli á tónleikum Mótettukórsins. (Morgunblaðið/Þorkell) Margrét Bóasdóttir .hitar upp“ kórfélaga fyrir æfingu. Í688828I íbúðarhúsnæði Orrahólar 35 fm falleg einstaklíb. á jarð- hæð. Nýjar innr. Laus strax. Hagst. kjör. Flókagata 2ja herb. stór kjallaraíb. Góðar innr. Frábær staður. Háaleitisbraut 3ja herb. góð íb. á 4. hæð. Fallegt útsýni. Bílskréttur. Flúðasel 3ja-4ra herb. 90 fm falleg íb. í kjallara. 50% útb. Ákv. sala. Einbýlishús Hef til sölu einbhús í Árbæ - Klyfjaseli - Fannafold - Bleikju- kvísl. í smíðum Raðhús við Fannafold 126 fm á tveimur hæðum auk 25 fm bílskúrs. Húsin seljast fullfrág. að utan, múruð og einangruð að innan án milli- veggja. Fast verð kr. 3,2 millj. Afh. mars-júní '87. INGILEIFUR EINARSSON löggiltur fasteignasali Suóurlandsbraut 32 V * BV. Hand lyftr vognor fj* Eigum ávallt fyrirliggjandi ]i hinavelþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SiMI: 672444 kvartett og af þeim sökum er hún líka mikilvæg. Margrét Bóasdóttir hefur að undanfömu verið á ferð í Þýska- landi þar sem hún söng m.a. Te Deum eftir Dvorák og'hélt ljóðatón- leika og eftir Noregsferðina heldur hún tónleika í Mývatnssveit og á Akureyri með Margréti Gunnars- dóttur. Um leið og hún æfír fyrir Noregsferðina með Mótettukómum nú síðustu dagana fengu kórfélagar hana til að taka sig í raddþjálfun og hún er spurð nánar um hana: Árin sem ég bjó í Þýskalandi raddþjálfaði ég tvo góða kóra samhliða námi mínu og söng. Það er gaman að sjá þann áhuga kórfé- laga sem kemur fram með þvf að sækja þessa aukatíma en raddþjálf- un sem þessi þarf að fara fram í nánu samstarfí við kórstjórann. Raddþjálfari verður að hafa í huga að fá fram sama blæ, sama hljóm og kórstjórinn hefur lagt áherslu á þvi annars er mögulegt að hann vinni þvert ofan í það sem áður hefur verið gert. Þessi raddþjálfun beinist að því að styrkja rétta beit- ingu raddarinnar og er hún þannig undirstaða fyrir söngstfl kórsins. Raddþjálfun alltaf í fullu gildi Raddþjálfun er ailtaf í fullu gildi, bæði þegar svona ferð stendur fyrir dyrum eins og núna og á öllum tímum í kórstarfí, menn búa alltaf að þeirri þjálfun, segir Hörður. Það er heldur alls ekki sama hvemig hún fer fram og sem stjómanda er mér ekki sama hver annast radd- þjálfun í kór sem ég stjóma. Við Margrét stunduðum hins vegar bæði nám í Þýskalandi þannig að skoðun okkar og skilningur á túlkun í kirkjutónlist er svipuð þannig að hér fer allt fram í miklu bróðemi. Á efnisskrá tónleikanna í Krists- kirkju í kvöld era eingöngu íslensk verk: Mótettur og sálmalög eftir Gunnar Reyni Sveinssonj Hjálmar H. Ragnarsson, Hörð Áskelsson, Jónas Tómasson og Þorkel Sigur- bjömsson. Þá verður flutt í fyrsta sinn í Reykjavík Magnifícat fyrir sópran, selló og orgel eftir Jónas Tómasson en hefur áður verið flutt á tónleikum á ísafírði og Bolungar- vík. Margrét Bóasdóttir fer þar með einsöngshlutverkið, Inga Rós Ing- ólfsdóttir leikur á sellóið og Hörður Áskelsson á oregl. Þá syngur Margrét einnig einsöng í Kvöld- bænum Þorkels Sigurbjömssonar og Psalm 84 eftir Hörð Áskelsson, en hluti þessarar efnisskrár var fluttur á vortónleikum Mótettukórs- ins í lok maí. BV Rafmagns oghand- lytlarar Liprir og handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum túslega allarupplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVEBSLUN BiLDSHÖFÐA 16 SIML672444 pjóNdsTA revns^ P Pei<k|NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.