Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986
Stórhertogahj ón-
in á Þmgvöllum
Stórhertogahjónunum var færð silfurskreytt bók úr leðri frá ís-
lendingnm sem búsettir hafa verið i Lúxemborg á síðastliðnum
árum. Þeir sem voru við afhendingu gjafarinnar voru, talið frá
vinstri: Páll Andrésson, Ólina Jónasdóttir, Bryndís Arnfinnsdóttir,
stórhertogahjónin Jean og Josephine-Charlotte og Berglind Páls-
EFTIR AÐ hafa heimsótt Arna-
stofnun og Þjóðminjasafnið í
fylgd forseta Islands, frú Vig-
disar Finnbogadóttur, heim-
sóttu stórhertogahjónin af Lúx-
emborg Þingvelli i gær og
snæddu þar hádegisverð í boði
forsætisráðherra, Steingríms
Hermannssonar, og konu hans
Eddu Guðmundsdóttur.
Jean, stórhertogi, og kona hans
Josephine-Charlotte, stórhertoga-
ynja, skoðuðu íslensk fomhandrit
í Amastofnun í gærmorgun undir
leiðsögn Jónasar Kristjánssonar,
forstöðumam.s, og að því loknu
var haldið í Þjóðminjasafnið þar
sem þjóðminjavörður, Þór Magn-
ússon, tók á móti hjónunum og
leiddi þau um sali safnsins.
Til Þingvalla var síðan haldið
laust uppúr klukkan tíu og stað-
næmst við útsýnisskífuna á Þing-
völlum þar sem Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, tók
á móti gestunum en vegna slæms
skyggnis var ekki höfð þar löng
viðdvöl. Var síðan ekið að Þing-
vallabænum þar sem séra Heimir
Steinsson, þjóðgarðsvörður, tók
stórhertogahjónin og fylgdarlið
þeirra til kirkju og sagði þeim þar
sögu Þingvalla.
dóttar.
Hádegisverður var síðan
snæddur í Valhöll í boði forsætis-
ráðherrahjónanna og var þar
samankomið margt góðra gesta.
Að hádegisverðarboðinu loknu
var haldið til Reylqavíkur á nýjan
leik og farið í ráðherrabústaðinn
þar sem íslendingar, áður búsettir
f Lúxemborg, afhentu stórher-
togahjónunum silfurskreytta bók
úr leðri með nöfnum þeirra íslend-
inga sem þar hafa verið búsettir
sfðastliðin ár en flust heim til ís-
lands.
Heimsókn stórhertogahjónanna
lýkur í dag.
Morgunblaðið/Magnús Gottskálksson
Stórhertogahjónin fóru um Mývatnssveit á þriðjudaginn og í
Dimmuborgum brá Jean stórhertogi undir sig betri fætinum og
Ijósmyndaði þær Josephine-Charlotte, eiginkonu sína og forseta
Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, á snævi þaktri jörðu með
Hverfjall í baksýn.
Atvinnutekjur hækkuðu
talsvert umfram taxta
Atvinnutekjur hækkuðu að meðaltali um
40V2% á síðasta ári
- Tekjur sjómanna hækkuðu um 44% og
opinberra starfsmanna um 47%
ATVINNUTEKJUR hækkuðu að meðaltali um 4072% á síðasta
ári samkvæmt athugun sem Þjóðhagsstofnun og skattstjórar
hafa unnið. Áætluð meðalbreyting atvinnutekna á mann
1984—1985 var 4172% í Reykjavík, minnst var breytingin á
Suðurlandi, eða 36%, og mest á Norðurlandi eystra og í
Vestmannaeyjum, eða 43%. Samningsbundnir kauptaxtar
hækkuðu um 32 72% í fyrra að meðaltali. Atvinnutekjur sjó-
manna virðast hafa hækkað um 44—45% og tekur rikisstarfs-
manna nm 47—48%.
Hér fer á eftir samantekt Þjóð-
hagsstofnunar um tekjubreytingar
eftir landshlutum 1984—1985
samkvæmt úrtaki úr skattfram-
tölum:
1. Nú liggja fyrir niðurstöður
úrtaksathugunar Þjóðhagsstofnun-
ar og skattstjóra á skattframtölum
einstaklinga 1985 og 1986, sem
gerð var í mars/aprfl síðastliðnum.
Athuganir af þessu tagi hafa verið
gerðar árlega mörg undanfarin ár
í samvinnu við skattstjóra á öllu
landinu í því skyni að fá hugmynd
um telqubreytingar á næstliðnu ári.
Þessar upplýsingar eru mikilvægar
fyrir verðlags- og þjóðhagsspár
stofnunarinnar og við gerð áætlana
um fjárhag ríkis og sveitarfélaga.
Úrtakið tók í þetta sinn til 29 þétt-
býlisstaða á landinu og tæplega
fjögur þúsund framteljenda, eða um
2 72% af heildinni.
Fyrri úrtaksathuganir gerðar á
þessum árstíma hafa yfirleitt sýnt
heldur meiri tekjubreytingar en
endanleg úrvinnsla úr skattfram-
tölum síðar á árinu. Sé leiðrétt
samkvæmt þessari misvísun á
grundvelli reynslunnar, fæst eftir-
farandi áætlun um breytingar at-
vinnutekna einstaklinga eftir lands-
hlutum í fyrra:
Áætíuð með-
albreyting
atvinnutekna
á m»nn
1984-1986,%
LandiðaUt 40>/t
Reykjavík 411/*
Reykjanes 38
Vestmannaeyjar 43
Suðurland 36
Austurland 42 V*
Norðurland eystra 43
Norðurland vestra 40V*
Vestfirðir 4IV*
Vesturland 401/*
Samkvæmt þessu má ætla, að
atvinnutekjur hafi að meðaltali
hækkað um rúmlega 40% á mann
í fyrra. Til samanburðar má nefna,
að samningsbundnir kauptaxtar
hækkuðu þá um 3272% að meðal-
tali.
Hækkun atvinnutekna umfram
taxta skýrist aðallega af þremur
atriðum: í fyrsta lagi lengri vinnu-
tíma, sem gæti skýrt 172—2%; í
öðru lagi yfirborgunum og ýmsum
einstaklingsbundnum samningsá-
kvæðum, sem gætu skýrt 3— 372%,
og í þriðja lagi meiri hækkun tekna
kvenna en annarra, sem gæti meðal
annars gefið til kynna aukna at-
vinnuþátttöku. Loks kann að vera,
að í framtöldum tekjum 1985 gæti
launaleiðréttinga hjá nokkrum
starfsstéttum vegna síðustu mán-
aða ársins 1984 í kjöifar kjarasamn-
inga það haust.
Verðlagsbreytingar f fyrra voru
talsvert minni en tekjubreytingar,
eða um 32 72% að meðaltali á
mælikvarða framfærsluvísitölu.
Samkvæmt þessu jókst kaupmáttur
atvinnutekna að meðaltali um
5—6% á mann í fyrra, enda þótt
Ari sagði, að launaskriðið hefði
komið mjög misjafnt niður og
því væru ekki lengur um að ræða
sömu laun fyrir sömu vinnu. Með
könnuninni væri ætlunin að lag-
færa þennan mismun og hífa lágu
launin upp 1 það, sem algengast
væri í yfirborgun. Þetta væri
kaupmáttur hreinna kauptaxta hafi
staðið í stað frá árinu áður.
2. Auk þessara heildartalna var
litið sérstaklega á tekjubreytingar
sjómanna og virðast atvinnutekjur
þeirra hafa hækkað meira en tekjur
launþega í landi, eða um 44—45%
að meðaltaii milli 1984 og 1985.
Þetta skýrist meðal annars af tölu-
verðri aukningu afla í fyrra, einkum
af loðnu og þorski. Auk þess gætir
hér vafalaust áhrifa aukinnar ís-
físksölu erlendis.
3. Loks var leitast við að bera
saman tekjubreytingar ríkis- og
bæjarstarfsmanna og annarra laun-
þega. Lausleg skoðun á þessari þrí-
meðal annars nauðsynlegt til að
réttir aðilar semdu um raunveru-
leg laun.
Könrtunin væri með þeim hætti,
að 10% af félögum f ASÍ, völdum
af handahófi úr félagaskrá, um
8.000 manns, væri sendur spum-
ingalisti heim. Jafnframt væri
skiptingu úrtaksins bendir til þess,
að tekjur ríkistarfsmanna hafi
hækkað meira en tekjur annarra
launþega, eða um 47—48%. Þetta
er líkt og fram kemur í upplýsingum
ríkisbókhalds um breytingar á
launakostnaði ríkisins í fyrra. Auk
þeirra almennu atriða, sem nefnd
voru hér að framan, kann í ein-
hverjum mæli að gæta áhrifa verk-
falls opinberra starfsmanna í októb-
er 1984 á tekjur það ár. Ennfremur
urðu töluverðar breytingar á kjör-
um einstakra stéttarfélaga ríkis-
starfsmanna með kjarasamningum
í fyrra, sem fólu í sér meiri launa-
hækkanir en urðu hjá öðrum laun-
þegum. Tekjur bæjarstarfsmanna
hækkuðu hins vegar líkt og tekjur
annarra launþega í úrtakinu. Rétt
er að hafa fyrirvara á þessum
tölum, þar sem flokkun framtelj-
enda í úrtakinú getur verið óná-
kvæm. Endanlegar tölur um tekjur
og tekjubreytingar einstakra starf-
stétta í fyiTa munu ekki liggja
fyrir, fyrr en úrvinnslu úr öllum
skattframtölum verður lokið næsta
haust.
vinnuveitendum þeirra sendur
svipaður listi. Með þessu væri
ekki verið að lýsa yfír vantrausti
á launþega, heldur aðeins tryggja
öruggari og betri svör; þegar tveir
ættu að svara því sama og einn,
væru auðvitað Iíkur á betri svörun
og útkoman yrði marktækari. Nú
væri búið að senda alla spuminga-
lista út og svör væru farin að
berast. Fyrstu niðurstöður ættu
að liggja fyrir 1. ágúst svo fljót-
lega yrði að herða á fólki við skilin.
„Það er mjög mikilvægt að fólk
svari, því með þessu er verið að
reyna að eyða misræmi á kjörum,
sem felst í yfirborgunum. Það
tapar enginn á þessu, en margir
hagnast," sagði Ari Skúlason.
Kjararannsóknanefnd kannar launin:
Ætlunin að lagfæra mis-
mun vegna yfirborgana
— segir Ari Skúlason
KJARARANNSÓKNANEFND kannar nú laun og launaskrið
félaga í ASÍ. Könnunin kemur í kjölfar kjarasamninganna í
febrúar síðastliðnum, en þar var meðal annars samið um að
taka upp nýtt launaflokkakerfi í næstu samningum. Nýja
kerfið á að ná yfir launaskrið og yfirborganir, þannig að í
samningum sé samið um raunveruleg laun, að sögn Ara Skúla-
sonar, fulltrúa ASÍ í nefndinni.