Morgunblaðið - 12.06.1986, Síða 27

Morgunblaðið - 12.06.1986, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986 27 Nokkur orð til F egrunarnefnd- ar Reykjavíkur eftirEddu Jónasdóttur Fyrir um það bil tíu dögum talaði ég við starfsmann hjá fegrunar- nefnd Reykjavíkurborgar (ég veit ekki nafn hans — ég man ekki til að hann hafi kynnt sig) til þess m.a. að skipuleggja hreinsunardag í einu af hverfum borgarinnar. Undanfamar vikur hafa foreldra- og kennarafélög staðið fyrir hreins- unardögum í hverfum og stóð til að taka höndum saman í íbúða- hverfl því sem umlykur Æfínga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla Islands. Sem fulltrúi í foreldraráði fyrrnefnds skóla tók ég að mér að skipuleggja hreinsunardag þennan. Þar sem skóla er lokið og því ekki mögulegt að senda nemendur heim með miða spurði ég umræddan starfsmann fegrunamefndar hvort fegrunamefnd Reykjavíkur tæki að sér að auglýsa fyrir okkur. Slflct hafði verið gert fyrir önnur for- eldrafélög. Mér var tjáð að það yrði gert. Sagt hann mér ennfremur að auglýsing um þennan hreinsunar- dag gæti fylgt öðmm tilkynningum frá fegrunamefnd Reykjavíkur þar sem fegmnarvika borgarinnar bjnj- aði síðasta laugardag. Mikið var ég ánægð er ég fékk þessar upplýsing- ar þar sem umrætt foreldrafélag á aðeins þriggja stafa tölu í banka- bókinni og var þar af leiðandi ekki fært um að kosta auglýsingar. Fór ég nú fram á að stjóm for- eldrafélagsins, kennarar og sjálfur yfirmaður skólans, skólastjórinn, kæmi kl. 11 að morgni þann 7. júní sl. til a útbýta plastpokum til íbúa hverfisins. En viti menn, það kom ekki einn einasti íbúi hverfisins og hver var ástæðan. Þau loforð sem gefin höfðu verið vom svikin, engin tilkynning kom um þetta í fjölmiðl- „ Að mínu mati kæmi „stórhreingerning-11 sem þessi okkur borg- arbúum til að líða betur í Reykjavíkurborg.“ um. Plastpokar vom sendir í skól- ann á föstudeginum og hafi borgin þökk fyrir það en ekki koma þeir að gagni í þetta skipti. Umrætt mál er ef til vill smáat- riði í augum ykkar sem starfa í fegrunamefnd Reykjavíkur. í'mln- um augum er ekki svo. Þama ætl- uðu íbúar úr þeim hverfum sem liggja að Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands að taka höndum saman og fegra umhverfi sitt á 200 ára afmælinu. Auglýsingar um fegmnarviku Reykjavíkur glymja daglega í eyr- um okkar í útvarpi og sjónvarpi fyrir mikinn pening. Eg er þess fúllviss að skipuiagður hreinsunar- dagur eins og stóð til að hafa sl. laugardag á vegum foreldrafélags ÆKHÍ hefði skilað mun betri ár- angri en þessar umræddu auglýs- ingar. Ég veit til þess að foreldrafé- Iög í öðmm skólum hafa staðið fyrir slíkum dögum með góðum árangri. Það er mikil þörf á að hreinsa borgina á hinum ýmsu stöðum og því er þessi fegranarvika mjög þarfleg. Borgarbúar þurfa að taka höndum saman og hreinsa í kring híbýli sín en ekki eingöngu sína eigin lóð. Að mínu mati kæmi „stór- hreingeming" sem þessi okkur borgarbúum til að líða mun betur í Reylqavíkurborg. Höfundur er starfsmaður hjá Fiskiðn og starfar í foreldraráði ÆKHÍ. Vestfirðir: Dreifikerf i rásar tvö bætt VERIÐ er að setja upp fjóra nýja senda fyrir dreifikerfi rásar 2 á Vestfjörðum. Nýju scndarnir eru fyrir Arnarfjörð, Dýrafjörð, Onundarfjörð og Súgandafjörð. Með þessum nýju sendum ættu útsendingar rásar 2 að nást víðast hvar á Vestfjörðum, en enn er eftir að styrkja dreifikerfið á Austfjörð- um. Nýju sendamir em á Suðureyri við Súgandafjörð, sem sendir út á 96,0 MHz, Holti við Önundaifyörð sem sendir út á 91,6 MHz, Þingeyri sem hefur senditíðnina 98,9 MHz og á Bíldudal sem sendir út á 95,4 MHz. WKAEMTNER miNTERMATIONALE TRANSPORTE Flutningur um víða veröld Tökum að okkur hverskyns þjónustu við útflutning og innflutning til og frá íslandi. Við sjáum um allan frágang og flutning á vörunum, auk allrar pappírsvinnu. Hafið samband. Chilehaus A, VI. Stock Fischertwiete 2 D-2000 Hamburg 1 Telefon 040/335298 Telefax 040/545262 Telex 2163302 kkit d PEX fargjald, kr. 13.940 Flogið alladaga vikunnar FLUGLEIÐIR □ Þú finnur alltaf eitthvað nýtt sem stendur uppúr i London. Þar er ótrú- legur fjöldi alþjóðlegra veitingastaða og fullt af óvæntum uppákomum. (Geymdu sólarferðina þangað til i vetur.) LANDSHAPPDRÆTTI TÓN LISTARSKÓLA RAGNARS JÓNSSONAR TÓNLISTARSKÓLA RAGNARS jÓNSSONAR Mercedes 190 E S * GLÆSILEGIR VINNINGAR llBllAR °S 44 hljóðfæri að eigin vali KENNSLU Volkswagen Golf CL árg. 87. KENNSLU L^DBÖ^ TONUST/ RAGNARS ÍARSKÓLA IÓNSSONAR KENNSLU TONUSTARSKÓLA RAGNARS IÓNSSONAR Akureyrí—Reykja vík Tilstyrktarútgáfuátónlistarkennslumyndböndum, fyrirgrunnskóla ogalmenning. B Landsbanki SPARISJÓÐUR GLÆSIBÆJARHREPPS Nk. Islands Banki allra landsmarma i 100 ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.