Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986
Perú:
Hu Yaobang heimsækir Bretland
Hu Yaobang, leiðtogi kínverska kommúnista-
flokksins, hóf á laugardag tveggja vikna ferða-
lag til Vestur-Evrópu. Fyrsti viðkomustaður
hans á þessu ferðalagi var London og var þessi
mynd tekin er hann kom til viðræðna við
Margaret Thatcher forsætisráðherra. Hu Yao-
bang, sem er sjötugur að aldri, er talinn líkleg-
asti eftirmaður Deng Xiaopings, sem æðsti
valdamaður Kína.
Bandarískri vél
skipað að lenda
Líma, AP.
BANDARÍSKA flugfélagið Pan American, greiddi yfirvöldum i Perú
15.000 bandaríkjadali í sekt fyrir að brjóta lofthelgi landsins, að
því að haft var eftir embættismönnum á þriðjudag.
Flugfélaginu var gert að greiða
ríkissjóði 5.000 dollara í sekt, en
að auki þurfti að greiða CORPAC,
ríkisfyrirtæki, sem annast rekstur
flugvalla landsins, 10.000 dollara í
viðbót, fyrir notkun á flugvelli,
geymslurými, þjónustu og sitthvað
fleira.
Heimildum bar ekki saman um
hvort vélin hefði verið neydd til
lendingar af herflugvélum eða ekki,
en Wilton Hildalgo, blaðafulltrúi
Nicaragua:
Skæruliðar
sleppaföngum
Managua, AP.
ÁTTA Vestur-Þjóðveijar, sem
teknír voru höndum í Nicaragua
í síðasta mánuði, hafa verið látn-
ir lausir. Þjóðveijarnir voru við
sjálfboðaliðastörf þegar þeim
var rænt.
Skæruliðar, sem tóku Þjóðveij-
ana fasta, tilheyra FDN, stærsta
uppreisnarhópnum í landinu. Full-
trúi FDN sagði fangana hafa verið
látna lausa eftir leynilega fundi
leiðtoga FDN og vestur-þýska
stjómarfulltrúans Hans-Jiirgens
Wischnewski í Managua.
Sandinistar framlengdu tíma-
bundið vopnahlé á meðan samið var
um lausn fanganna. Að sögn stjóm-
valda var þetta gert vegna tilmæla
Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands.
CORPAC sagði að allt hefði farið
fram eftir settum reglum. Flugvélin
hefði sést á radar, þar sem hún var
á leið frá Santiago í Chile til Los
Angeles. Þegar flugumferðarstjór-
um varð ljóst að vélin flaug í heim-
ildarleysi, skipuðu þeir flugstjóra
hennar að lenda. Flugstjórinn viður-
kenndi mistök sín og lenti á Jorge
Chavez-flugvelli.
Hildalgo sagði að þessi mistök
væm skiljanleg, þar sem að þetta
hefði verið í fyrsta sinn, sem flug-
vél frá Pan Am flygi þessa leið.
Biðja þarf um leyfi til þess að fljúga
um perúanska lofthelgi, með
tveggja sólarhringa fyrirvara.
Flug milli Perú og Bandaríkjanna
hefur legið niðri um tveggja ára
skeið, eða allt frá því að Perúmenn
sögðu upp loftferðasamningi ríkj-
anna, en enn hafa samningar ekki
tekist með ríkjunum. José Murgia,
samgönguráðherra Perú, flaug á
sunnudag til Washington, til þess
að halda áfram viðræðum við
Bandaríkjamenn um nýtt sam-
komulag.
Suður-Afríka:
Frá London
til New York
Lýsir Botha forseti á
ný yfir neyðarástandi?
fVrir 3 400 kr Frumvarp stjórnarinnar um ný öryggislög stöðvað á þinginu
oJ Jóhannesarborg, AP.
London, AP.
Sumarfargjaldastríðið á flug-
íeiðinni yfir Atlantshaf harðnaði
snn þegar Virgin Atlantic og
People Express flugfélögunum
var leyft að selja farmiða frá
j'London til New York á 56 sterl-
ingspund og 66 sterlingspund.
Það er Virgin Atlantic sem býður
miða aðra leiðina fyrir 56 pund, sem
svarar um 3.400 ísl. krónum.
Nokkru áður liafði People Express
boðið ferðina á 66 pund, eða rétt
4.000 krónur.
Jóhannesarhorg, AP.
DEILDIR litaðra manna á þingi
Suður-Afríku stöðvuðu í gær
setningu nýrra öryggislaga. Með
þvi á stjóm Suður-Afríku engan
annan kost en að sniðganga
þessar þingdeildir eða ýsa yfir
neyðarástandi í landinu.
P.W. Botha forseti hafði áformað
að láta þessi róttæku iög taka gildi
strax næstu daga, en þau auka
mjög valdsvið otjómarinnar. Átti
það að gerast áður en hugsanlegar
mótmælaaðgerðir bijótast út, er
minnzt verður átakanna f blökku-
mannahverfínu Soweto, en á mánu-
daginn kemur eru 10 ár liðin frá
þeim.
Deildir litaðra manna á þingi
landsins em tvær, annars vegar
deild kynblendinga og hins vegar
deild manna af indverskum upp-
mna. Vom þessar þingdeildir stofn-
aðar fyrir tveimur ámm. Nú verður
stjóm Botha forseta annaðhvort að
hagnýta sér svonefnt forsetaráð til
þess að koma lögunum í gegn eða
Iýsa á ný yfír neyðarástandi í
iandinu fyrir næsta þriðjudag.
Hvítir menn, sem styðja stjóm-
ina, ráða öllu í forsetaráðinu, en
það hefur úrslitavald varðandi þau
iagafmmvörp, sem stöðvuð hafa
veriðáþingi.
R.F. Botha utanríkisráðherra
hefur sent bréf til sáttanefndar
þeirrar, sem komið var á fót á
vegum Brezka samveldisins. í bréfí
hans em nefndarmenn ásakaðir um
að taka afstöðu með skæmliðum
Afríska þjóðarráðsins. Jafnframt
vísaði hann á bug öllum ásökunum
um, að stjóm Suður-Afríku ætti
nokkra aðild að ofbeldisverkum.
í fátækrahverfínu Crossroads ríð
Höfðaborg halda óeirðir áfram nær
viðstöðulaust. í gærmorgun var
vitað um 7 manns, sem drepnir
höfðu verið undanfarinn sólarhring
og höfðu þá 14 manns týnt lífí þar
frá því um helgina.
Ungir blökkumenn réðust á flokk
lögreglumanna í grennd við hafnar-
borgina Elizabeth í gær. Köstuðu
þeir heimatilbúinni sprengju í gegn-
um glugga bifreiðar, sem nokkrir
hvítir lögreglumenn vom í, og hlutu
tveir þeirra slæm bmnasár.
Líbanon:
Berri biður Sýrland um aðstoð
— Iranir bjarga palestínumönnum
Beirút, AP.
SAMKVÆMT dagblöðum í Beir-
út hefur Nabih Berri, leiðtogi
shíta, óskað eftir að her Sýr-
lendinga aðstoði við að stilla til
friðar með hinum stríðandi
fylkingum palestínuaraba og
Hrotur eru ekkert gamanmál
SÉRFRÆÐINGAR virðast nú almennt sammála um að hrotur palato-phaiyngoplasty. Vefír í Hrotur færast í aukana eftir
geti verið stórhættulegar heilsu manna. Þetta kom fram á þingi
sem haldið var I Fíladelfíu í Bandarikjunum nú nýverið. Þeir sem
hijóta eiga frekar á hættu að fá tiltekna sjúkdóma en sérfræðing-
arnir lögðu áherslu á að mikill meirihluti þeirra sem blása og
blístra í svefni hafi ekkert að óttast.
I máli sérfræðinganna kom Það veldur súrefnisskorti
fram að hrotur geta valdið stöðv-
un andardráttar um stundarsakir,
sem aftur getur orsakað hjarta-,
lungna-, og taugasjúkdóma. Við-
komandi hættir þá að anda í 10
til 30 sekúndur og getur þetta
gerst í allt að eitt hundrað skipti
á hveijum sóiarhring. Talið er að
andardráttarhlé þjaki tvær til
fímm milljónir Bandaríkjamanna.
skaðað getur bæði hjarta og
lungu, auk þess sem það getur
orsakað persónuleikabreytingar
svo sem þunglyndi, angist og
árásargirni.
I mjög alvarlegum tilfellum er
gripið til lyfjagjafar eða skurðað-
gerða. Árið 1980 tóku sérfræðing-
ar að framkvæma skurðaðgerð,
sem á fræðimáli nefnist uvulo-
hálsi eru annað hvort fjarlægðir
eða strekkt er á þeim til þess að
tryggja eðlilega öndun. Að sögn
kemur þessi aðgerð að gagni í
helmingi tilfella. Ef viðkomandi
er talinn í lífshættu kemur til álita
að gera gat á háls hans rétt fyrir
neðan þrengslin.
Rannsóknir sem gerðar voru í
Finnlandi leiddu í ljós að karlmenn
sem hijóta eiga frekar á hættu
að þjást af hjartakveisu (angina
pectoris), sem er skammvinnt
kvalakast fyrir hjarta og virtist
holdafar og blóðþrýstingur engu
breyta í því efni.
því sem menn eldast. 60% karla
sem komnir eru jrfír sextugt
hrjóta, en um 40% kvenna á sama
aldri gefa frá sér slík hljóð að
nóttu til. Ekki er vitað hvers
vegna karlar hijóta frekar en
konur. Þá eru hrotur mun algeng-
ari meðal feitlagins fólks.
Sumir hijóta af hreint ótrúleg-
um krafti. Skráð met í heimsmeta-
bók Guinness er 87.5 decibel.
Læknar segjast hafa mælt hrotur
sem reyndust 80 decibel en það
er álíka hávaði og loftbor gefur
frásér.
(Úr New York Timee).
shíta. Þrátt fyrir að lýst hafi
verið yfir vopnahléi beijast
fylkingar múslima enn um
flóttamannabúðir palestínu-
araba. Sex íranskir læknar
fengu leyfi til að fara í gegnum
víglínu shíta og fluttu þeir tíu
særða palestinumenn úr flótta-
mannabúðum í sjúkrahús. Er
þetta í fyrsta skipti sem slíkt
leyfi er veitt frá því er átökin,
sem kostað hafa 115 manns líf-
ið, hófust 19. maí.
Skýrt var frá því að sjö hefðu
fallið og fímmtán særst f átökum
skriðdrekasveita og stórskotaliðs
múslima. Útvarpið í Beirút sagði
14 hafa fallið og 21 særst í bardög-
um kristinna manna og múslima í
Beirút og nágrenni. Einnig kom til
átaka í suðurhluta landsins.
Haft var eftir Nabih Berri að
Yasser Arafat, leiðtoga PLO, hefði
tekist að koma 1.000 skæruliðum
inn í landið og nyti hann aðstoðar
Amin Gemayels forseta. Árið 1982
voru sveitir PLO hraktar frá Líban-
on þegar ísraelar gerðu innrás í
landið.