Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986 31 Bandaríska ABC-sjónvarps- stöðin um Achille Lauro-málið: Egypskur ráðherra lét Bandaríkjamenn vita um flugvél mannræningjanna Washingfton og Kaíró. í greinargerð ákæruvaldsins á Ítalíu í Achille Lauro-málinu kemur fram, að palestinski hermdarverkamaðurinn Mohammed Abbas valdi mennina, sem rændu ítalska skemmtiferðaskipinu í fyrra, og stjóm- Einnig kemur fram í greinar- gerðinni, að ætlun hermdarverka- mannanna hafi verið að fara um borð í skipið, ræna Bandaríkja- mönnum og fara með þá til Sýr- lands. Sfðan átti að skipta á þeim og u.þ.b. 50 Palestínumönnum, sem eru í fangelsi í Israel, að því er bandaríska sjónvarpsstöðin ABC greindi frá á mánudagskvöld. En áætlanimar fóru úr skorðum, þegar Sýrlandsstjóm neitaði skip- inu um landtöku, sagði ABC og vitnaði í fyrmefnd málskjöl. Við neitunina urðu ræningjamir reiðir og drápu bandarískan farþega. Þegar ræningjamir gáfust upp og fengu að fara frjálsir ferða sinna, lét egypski vamarmálaráðherrann Bandaríkjamenn vita, hvaða flugvél yrði notuð til að flytja þá frá Egyptalandi, hafði ABC eftir ítöl- skum leyniþjónustumönnum. Ráðherrann var gramur Hosni Mubarak forseta fyrir að hafa stað- ið á móti því, að ráðist yrði um borð í Achille Lauro í því skyni að frelsa gíslana, hafði ABC eftir sömu heimildarmönnum. í næstu viku hefjast í Genúa á Italíu réttarhöld í máli 15 manna, sem ákærðir em fyrir skipsránið og morðið á bandaríska farþegan- um, Leon Klinghoffer. Luigi Carli, saksóknarínn sem fer með málið fyrir hönd ítalska ríkis- ins, sagðist ekki vita um neina skýrslu, sem fréttin gæti byggst á. „Ég veit heldur ekkert um sann- leiksgildi fréttarinnar," sagði Carli í símaviðtali, „og ekkert slíkt kemur fram í þeim málskjölum, sem hér hafa verið unnin." I málskjölunum segir, að mann- ræningjamir hafi verið þjálfaðir í L* sérstökum búðum í Alsír og hitt Abbas samkvæmt áætlun í Túnis, að sögn ABC. Abbas, sem einnig er þekktur undir nafninu Abul Abbas, er meðal þeirra sem sóttir verða til saka að þeim fjarverandi. ítölsk stjómvöld slepptu honum fyrir átta mánuðum, eftir að bandarískar herþotur neyddu flugvél, sem hann var í ásamt fjórum mannræningjanna, til að lenda á Ítalíu. I málskjölunum er talið sannað, að sýrlensk stjómvöld og palest- ínski skæmliðaleiðtoginn Yasser Arafat hafi enga aðild átt að töku skemmtiferðaskipsins. í gær vísaði egypska stjómin á bug frétt bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar um að vamarmálaráð- herra Egyptalands hefði upplýst Bandarílcjamenn um, með hvaða flugvél mannræningjamir færu. „Þetta er gersamlega tilhæfulaus fullyrðing," sagði háttsettur emb- ættismaður egypsku stjómarinnar, „og uppspuni frá rótum." Gorbachev í Ungverjalandi Budapest. AP. LEIÐTOGI Sovétríkjanna, Mik- hail S. Gorbachev, kom til Ung- verjalands ásamt konu sinni, Raisa, sl. sunnudag. Mun hann eiga tveggja daga viðræður við Janos Kadar og aðra ungverska ráðamenn, áður en leið- togafundur Varsjárbandalagsríkj- anna hefst í Budapest á þriðjudag. ÞEIR SEM NOTA 2 BRAUÐ A DAG, FÁ NÚ GULLIÐ TÆKIFÆPI TIL AÐ SPARA 18.068 KR. Á ÁRI. ÞAÐ EINA SEM ÞARF AÐ GERA, ER AÐ KAUPA BRAUÐIN HJÁ OKKUR, MILLI KL. 17-18 ALLA VIRKA DAGA. DÆMI:_____________________ 1 STK. VÍSITÖLUBRAUÐ KR. 37. 1 STK. GRÓFT BRAUÐ KR. 62. SAMTALS: KR. 99. x 365 DAGAR KR. 36.135. ____________AFSLÁTTUR 50% KR. 18.068. OPIÐ MÁNUD. - FÖSTUD. KL. 8-18 OG LAUGARD. - SUNNUD. KL. 9-16 BAKARÍIÐ KRINGLAN DALSHRAUNI 13. HAFNARFIRÐI SÍMI 53744 Við látumvinningshafavita. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA HEFUR AF STORHUG STYRKT ÞETTA HAPPDRÆTTI Æ L.H.S IANDSSAMBAND HJÁiPARSVEITA SKÁTA 5INGAPJÓNUSTAN' SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.