Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 35

Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986 35 Leikárí Þjóðleik- hússins að ljúka LEIKÁRI Þjóðleikhússins er að ljúkja, en um miðjan mánuðinn verða síðustu sýningarnar á leikritunum í deiglunni, eftir Arthur Miller, og Helgispjöll- um, eftir Peter Nichols. Verk Arthurs Miller, í deigl- unni, byggir á sögulegum at- burðum sem urðu í Bandaríkjun- um í lok 17. aldar. í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðleikhúsinu segir að þetta sé eitt af merkustu leikritum Millers. Leikstjóri er Gílsi Alfreðs- son, leikmynd og búninga gerði Baltasar og lýsing er í höndum Ásmundar Karlssonar. Dr. Jakob Benediktsson þýddi leikritið, en í helstu hlutverkum eru Hákon Waage, Edda Þórarinsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Erlingur Gíslason, Elfa Gísladóttir, Guðrún S. Gísladóttir og Sigurður Skúla- son. í sömu fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir um Helgi- Úr leikritinu í deiglunni, Hákon Waage, Pálmi Gestsson, Pétur spjöll, eftir Peter Nichols, að það Einarsson, Guðrún S. Skúladóttir og Erlingur Gislason. Róbert Amfinnsson og Bessi Bjarnason i hlutverkum sínum í leikritinu Helgispjöllum. sé með athyglisverðustu leikritum sem komið hafa frá Bretlandi undanfarin ár. Benedikt Ámason þýddi leikritið og er jafnframt leikstjóri, leikmynd er eftir Stíg Steinþórsson, búningar eftir Guðnýju Björk Richards og lýs- ingin er í umsjá Áma Baldvins- sonar. í aðalhlutverkunum era Anna Kristín Amgrímsdóttir, Ró- bert Amfínnsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Bessi Bjamason, Þórann Magnea Magnúsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Síðustu sýningar á í deiglunni verða 12. og 14. júní en síðustu sýningar á Helgispjöllum verða 13. og 15. júní, en það er síðasta sýning leikársins í Þjóðleikhúsinu. Þó er ekki þar með sagt að leikár- inu sé að fullu lokið því í lok mánaðarins verður farið í leikför með gamanleikinn, Með vífið í lúkunum, um Vesturland og Vest- fírði. Hússtjórnarskólinn að Laugnm: 160 nemendur nutu kennslu á síðasta vetri Hússtjórnarskóli Þingeyinga að Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu lauk nýverið vetrarstarf- semi sinni. Nutu alls 160 nemend- ur kennslu í skólanum síðastlið- inn vetur. Þeir nemendur sem stunda nám í skólanum allan veturinn eru á matvælatæknibraut, sem er tveggja ára framhaldsbraut, rekin í sam- vinnu við Laugaskóla. Annarri kennslu við skólann er skipt upp í tvö námstímabil. Fyrra námstímabili, sem stóð frá 15. september til 20. desember, var skipt í mörg mislöng námskeið, þar sem m.a. var kenndur fatasaumur, myndvefnaður og tauþrykk. Nám- skejðin sóttu aðallega konur. Á síðara námstímabili vora auk matvælatækninema, nemendur á hússtjómarbraut, og sóttu þá braut eingöngu stúlkur. Auk þessa hafa allir nemendur Litlulaugaskóla (um 50) notið kennslu í heimilisfræði, mismikið eftir aldri nemenda. Fastir kennarar skólans era þrír, Hjördís Stefánsdóttir skólastjóri, Guðrún Lísa Ágústsdóttir og Halla L. Loftsdóttir. Félag félagsráðgjafa: Mótmæla skipan félags- málastjóra í HIÐ íslenska félagsráðgjafafé- lag hélt nýverið fund, þar sem m.a. var rætt um skipan nýs fé- lagsmálastjóra í Hafnarfirði. Á fundinum var samþykkt eftir- farandi ályktun: „Nýverið var aug- lýst laus staða félagsmálastjóra í Hafnarfirði. Okkur er kunnugt um að á meðal umsækjanda um stöðuna Hafnarfirði hafí verið tveir vel hæfír félagsráð- gjafar, með langa starfsreynslu. Þessum umsækjendum var hafnað, en í stöðuna ráðinn félagsráðgjafi með afar takmarkaða starfs- reynslu." HÍF telur þetta mjög óeðlilegar starfsaðferðir, þar eð starfsreynsla hljóti að eiga vera afgerandi þáttur við val á manni í stöðu sem þessa. Verðkönnun 115 verzlunum á Suðurlandi: Verð víða svipað o g í Reykjavík NEYTENDAFÉLAG Suðurlands og aðildarfélög BSRB og ASÍ könn- uðu verð á 19 hreinlætis- og snyrtivörum í 16 verslunum á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði og Þorlákshöfn í lok maí. Til hliðsjónar var haft algengt verð inu. Niðurstaða þessarar könnunar varð sú, ef borið er saman hæsta og lægsta verð á höfuðborgarsvæð- inu annars vegar og hins vegar á þeim stöðum sem athugunin náði til, að í átta tilfellum var Reykjavík með lægsta vöraverðið en í þremur með það hæsta. Þetta vill segja að í þessu sérstaka tilviki á lands- byggðin flest lægstu vöruverðin og einnig flest þau hæstu. Munur á lægstu verðum hljóp á einni krónu og upp í 30 krónur. Það minnsta sem aðskildi hæstu verðin á höfuð- borgarsvæðinu og stöðunum fímm vora 35 aurar en mestur var munur- inn 38 krónur en hann var í verð- lagningu Sunsilk-hárþvottalagar í 130 ml umbúðum. Samkvæmt skýrslu Neytendafélagsins kostaði hann mest 64 krónur á höfuðborg- arsvæðinu en dýrastur var hann á Selfossi þar sem hárþvottalögurinn kostaði 102 krónur. Á milli staðanna fímm innbyrðis var munur á verðlagningu þeirra sömu vörum á höfuðborgarsvæð- 19 vörategunda, sem könnunin náði til, frá því að vera rúm ein króna og upp í það að vera 50 krónur eða um 100% verðmunur á þeirri tilte- knu vörategund sem var Sunsilk- hárþvottalögur í 130 ml umbúðum. Eins og áður segir var hann dýrast- ur á Selfossi, í búðinni Höfn hf, en ódýrastur hjá KÁ í Hveragerði. í niðurstöðum Neytendafélagsins kemur í ljós að hvergi vora þær 19 vörategundir, sem athuga átti verð á, allar til, þegar best lét vora 10 af þeim fáanlegar í búðunum, ann- ars færri. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík býður þeim sem unnu fyrir flokkinn að undirbúningi kosninganna og á kjördag og stuðluðu að glæsilegum kosningasigri til skemmtunar í veitingahúsinu Sigtún við Suðurlands- braut í kvöld, 12. júní, kl. 21—01. Davíð Oddsson borgarstjóri flytur ávarp og Ómar Ragnarsson skemmtir. Aðgangur er ókeypis og eru miðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu Val- höll frá kl. 9.00—17.00 í kvöld. Sjólfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.