Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 Einar Pétursson á kappróðrabátnum sem Islands Falk tók herfangi í Reykjavíkurhöfn fimmtudaginn 12. júni 1913. Bátur Einars á Geysisplani. í skut blaktir fáninn gamli en í baksýn er húsið Liverpool en þar vann Einar sem verslunarmaður árið 1913. Bátur Einars Péturssonar til sýnis á Geysisplani Kappróðrarbáturinn, sem Ein- ar Pétursson reri 1913 út á Reykjavíkurhöfn, verður til sýnis á Geysisplani í Grófínni eða innandyra i Geysisbúðinni í dag, fímmtudag, og á morgun, föstu- dag, frá kl. 9.00 og eitthvað fram eftir degi. Staðarvalið er komið undir veðri. Róðrarferð Einars dró dilk á eftir sér því í skut báts síns hafði hann fána, sem í almennu tali hefur verið kallaður „hvítbláinn". Á höfninni lá þá danska varðskipið Islands Falk og lét skipherra þess gera fánann upptækan. í fregnmiða frá blaðinu ísafold, sem kom út samdægurs í tilefni þessa atburðar, segir í niður- lagi að allir danskir fánar í bænum hafí verið dregnir niður en ótai ís- lenskir fánar séu komnir upp. Nú gefst borgarbúum og öðrum færi á að skoða bátinn og jafnframt fánann sjálfan sem varð kveikjan að háværum mótmælum í höfuð- borg íslands um mitt ár 1913. Það er félagið í Grófínni sem stendur að þessari sýningu en báturinn er fenginn að láni hjá Þjóðminjasafni. í sumar hyggst félagið bjóða upp á fræðslu um elsta borgarhluta Reykjavíkur, Grófína, á hveijum fímmtudegi. Þessir viðburðir verða kynntir borgarbúum hveiju sinni og eru allir velkomnir. i. Morgunbladið/tJlfar Frá opnun Sjómannastofunnar: Gísli Skarphéðinsson fuUtrúi skipstjóra og stýrimanna í byggingarnefnd- inni til vinstri, Bjarni Gestsson frá Sjómannafélagi ísfirðinga, Magnús Hauksson framkvæmdastjóri sjómannastofunnar og Halldór Hermannsson frá Smábátafélaginu Huginn. Sjómannastofa í notkun ísafirðt Sjómannadagurinn var med hefðbundnum hætti á ísafirði. Kappróður var á laugardag. Að morgni sjómannadags voru messur í Hnífsdalskapellu og ísa- fjarðarkirkju. Sjómenn fóru í skrúðgöngu að minnisvarða sjó- manna og lögðu þar blómsveig áður en þeir gengu til messu. A Iþróttavellinum voru svo íþróttir og skemmtiatriði og sjómenn heiðraðir. Á laugardag var tekin í notkun sjómannastofa í Hafnarhúsinu. Stofan er í eigu Sjómannafélags ísfirðinga, Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjunnar, Vél- stjórafélags ísfírðinga og Smábáta- félagsins Hugins. Við hátíðlega athöfn, þegar stofan var opnuð, flutti Halldór Hermannsson for- maður sjómannastofunnar ávarp. Þar gat hann Guðmundar heitins Gíslasonar sérstaklega, sem upp- hafsmanns að stofíiun sjómanna- stofu á ísafirði og eldhuga í þeim málum meðan hans naut við. Áætlaður byggingarkostnaður stofunnar, er um 2 milljónir króna og þakkaði Halldór sérstaklega Karvel Pálmasyni alþingismanni og Albert Guðmundssjmi fyrrverandi fjármálaráðherra fyrir aðstoð við framkvæmdina. Þá gat hann þess að þegar sjóðir sjómanna og fram- Eyrarbakki. HÁTÍÐARHÖLD sjómannadags- ins á Eyrarbakka fóru fram með hefðbundnum hætti. Mikil og almenn þátttaka var í ýmiskonar busluleikjum sem fram fóru við höfnina og voru áhorfendur óvenju margir, enda hið besta veð- ur. Merkasti þáttur hátíðarhaldanna var opnun sjóminjasafnsins. Magnús Karel Hannesson oddviti flutti stutt ávarp við opnunina og lýsti nokkuð aðdraganda þess að safnið varð til. Árið 1956 vakti Sigurður Guðjónsson skipstjóri á Litlu-Háeyri máls á því að á Eyrar- bakka yrði stofnað safn, í stað þess að safngripir týndust eða yrðu flutt- ir annað. Sendi hann sveitarstjóm- lög ríkisins hafí þrotið hafí þeir notið mikils góðvilja útgerðarfélag- anna á ísafirði. Sjómannastofan er afar vel stað- sett á efri hæð Hafnarhússins nýja með útsýni yfír hafskipabryggjuna þar sem iðandi hafnarlífið gefur staðnum ferskan og ævintýralegan inni bréf í þessu tilefni og hvatti menn til athafna. Sigurður hefur síðan unnið að þessu málefni af mikilli elju og segja má að hann hafí komið þessu safni upp að mestu, þó ýmsir hafí rétt hjálparhönd og styrki. Merkilegastur gripa safnsins er áraskipið Farsæll, sem stendur þar í skorðum með rá og reiða og öllum farviði. Enn hefur ekki verið ákveðið hvemig safnið verði opið í framtíð- inni, en þeir sem áhuga hafa á að sjá þetta safn, geta haft samband við oddvita, Magnús Karel, og mun hann sjá um fyrirgreiðslu. Óskar blæ. Úlfar. Eyrarbakki: Sjóminjasafn opnað Ljósm.: Guðlaugur Sigurgeirsson Sigurður Georgsson, skipstjóri á Suðurey og aflakóngur vetrar- vertíðar síðustu þijú árin, tekur við víkingaskipinu, sem þeim titli fylgir, úr hendi Einars J. Gíslasonar. Suðurey afíaði 1453,2 tonna á síðustu vetrarvertíð. Fengsælir fiski- menn heiðraðir Vestmannaeyjuni. HÁTÍÐAHOLD sjómannadagsins í Vestmannaeyjum voru með hefðbundnum hætti. Á laugardag var keppt í venjubundnum íþróttum sjómannadagsins, kappróðri, stakkasundi, koddaslag, tunnuhlaupi og reiptogi milli bryggja. Slæmt veður, kalsa rign- ing og vindsperringur, skemmdi nokkuð fyrir hátiðarhöldunum en þrátt fyrir það fylgdist margt manna með dagskránni. Á sunnudaginn skipti heldur betur yfír til þess betra í veðurfar- inu og sólin skein glatt. Fólk safnaðist saman á Stakkagerðis- túni kl. 13 og þaðan var fjölmenn skrúðganga að Landakirkju þar sem séra Kjartan Öm Sigur- bjömsson söng sjómannamessu. Að sjómannaguðsþjónustunni lok- inni var athöfn við minnisvarða á kirkjulóðinni um hrapaða og dmkknaða sem Einar J. Gíslason annaðist. Síðdegis var útihátíð á Stakkagerðistúni og var þar mikill mannfjöldi samankominn í veður- blíðunni. Sveinn Tómasson, frá- farandi bæjarfulltrúi og lengi starfandi sjómaður í Eyjum, flutti ræðu dagsins. Tveir sjómenn voru heiðraðir fyrir langt og farsælt starf á sjónum, þeir Emil Ander- sen skipstjóri og Eggert Ólafsson vélstjóri. Þá heiðraði sjómanna- dagsráð Óskar J. Sigurðsson vita- vörð og veðurathugunarmann í Stórhöfða en Óskar er þriðji ætt- liður í beinan karllegg sem þess- um störfum hefur sinnt í 75 ár. Afí Óskars og faðir gættu Stór- höfðavitans á undan honum. Þá vom og veittar viðurkenningar fyrir unninn björgunarafrek frá síðasta sjómannadegi. Um kvöldið var síðan skemmt- un í Samkomuhúsinu þar sem margir góðir skemmtikraftar komu fram. Þá vom aflakóngar heiðraðir og sá Einar J. Gíslason um þá hlið mála á þann hátt sem honum er einum lagið. Sævar Brynjólfsson og skipshöfn hans á Breka fengu verðlaun fyrir mest aflaverðmæti togara. Jóel Ander- sen og skipshöfn hans á Danska Pétri fengu verðlaun fyrir mest aflaverðmæti togbáta og þriðja árið í röð tók Sigurður Georgsson skipstjóri á Suðurey, aflakóngur vetrarvertíðarinnar, við víkinga- skipinu sem þeim sæmdartitli fylgpr. Þá vom veitt verðlaun fyrir mesta heildaraflaverðmæti báta yfir 200 lestum og féllu þau í hlut Guðmundar I. Guðmundssonar og skipshafnar hans á Huginn. Ljjósm.: Guðlaugur Sigurgeirsson Jóel Andersen, skipstjóri á Danska Pétri, tók við viðurkenningu fyrir mest aflaverðmæti togfoáta árið 1985, 28,7 millj. Jóel er lengst tíl vinstri á myndinni, við hlið hans er eiginkona hans Þuriður Jónsdóttir, þá móðir hans Þórdis Jóelsdóttir og lengst til hægri er faðir hans. Emil Andersen, útgerðarmaður. Ljósm.: Magnús Karel Á sjómannadaginn var opnað sjóminjasafn á Eyrarbakka. í hliðarsal safnsins, þar sem er margt fágætra og merkilegra muna, er mynd þessi tekin og situr Sigurður Guðjónsson, stofnandi safnsins fyrir miðju.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.