Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 37

Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 37
Akureyri: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1986 37 Heiða Björk Sigurðardóttir Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson Sundnámskeið fyr- ir yngri kynslóðina AÐ UNDANFÖRNU hefur staðið yfir sundnámskeið fyrir börn í Sundlaug Akureyrar. Námskeið- ið stendur yfir i 15 daga og er krökkunum skipt í 16 hópa. I hverjum hóp eru 15 nemendur og er hverjum þeirra kennt í hálfa klukkustund. Tveir sundkennarar sjá um að kenna æsku Akureyrar undirstöðu- atriði sundíþróttarinnar, þau Kári Arnason og Helga Eiðsdóttir. „Þetta hefur gengið ágætlega það sem af er. Við kennum krökkunum að halda sér á floti og venjum þau við vatnið. Mörg þeirra koma oftar en einu sinni á námskeiðið. Þau eru flest 6 ára, en yngstu bömin aðeins 4 ára. Sum eru hrædd eins og gengur, en flest eru mjög áhuga- söm,“ sagði Kári, er Morgunblaðið leit inn á sundæfingu hjá krökkun- um og tók nokkur þeirra tali. Andri Pálsson, 5 ára sagði að sér þætti mjög gaman á námskeiðinu. Er Andri var spurður hvort hann væri smeykur við vatnið, sagði hann, að svo væri ekki, enda væri nýbúinn að læra bringusund. „Svo er ég líka búinn að læra að maður á að anda að sér áður en maður stingur höfðinu ofan í - því það er ekki hægt að anda neðan í vatninu. Ég kann smávegis í baksundi, en ekki skriðsundi," sagði Andri og leysti íbygginn af sér kútinn. Glaðlegur strákur var á sundi skammt frá. Hann kvaðst heita Kári Árnason leiðbeinir einum nemandanum. Bergþór Ævarsson og vera 6 ára gamall. Hann lét vel af námskeið- inu, en kvaðst þó ekki vera orðinn flugsyndur enn. „Þegar ég er orðinn stór ætla ég kannski að æfa sund,“ sagði Bergþór. Ljóshærð hnáta fylgdist grannt með samtali Morgunblaðsins við strákana. Hún sagðist heita Heiða Björk Sigurðardóttir og kvaðst einnig hafa verið á námskeiði í fyrra. „Ég kann ekki baksund ennþá, en er sæmileg í bringu- sundi,“ sagði Heiða aðspurð um sundkunnáttu sína og bætti því svo við að vel væri hugsanlegt að hún æfði sund í framtíðinni eins og Bergþór." Þessir þrælhressu strákar voru að koma upp úr — nýbúnir i tíma !njá Kára og Helgu. Iíergþór Ævarsson Akureyrarmót íi knattspyrnu: Andri Pálsson Nýir farandbikarar TEKNIR hafa verið í notkun nýir bikarar til handa sigurvegurum á Akureyrarmótum í knatt- spyrnu. Bikaramir eru 12 alls og verður keppt um þá næstu 10 árin. Þeir verða veittir sigurvegurum karla í meistaraflokki, 1- 6. flokki, í flokki eldri en 30 ára og fírmakeppni. Þá fá sigurvegarar í meistaraflokki Tvær bílveltur á Akureyri í gær Akurevn. ^ ^ Akureyri. TVÆR bflveltur urðu á Akureyri ígær. Onnur varð skammt norðan brú- arinnar yfír Glerá á Glerárbraut. Ökumaður ætlaði að stöðva við gangbraut en ekki vildi betur til en svo að bifreiðin ók á kantstein og valt. Lenti hún á næsta bíl en skemmdist ekki mikið. Hitt óhappið varð á mótum Laufásgötu og Gránufélagsgötu. Tvær bifreiðir lentu í árekstri með þeim afleiðingum að önnur þeirra valt og em báðar mikið skemmdar. Engin meiðsl urðu á fólki í þessum umferðaróhöppum. kvenna, yngri flokki og telpnaflokki sams konar sigurlaun. Að auki hafa verið hannaðir nýir verðalunapen- ingar og -spjöld fyrir Knattspymu- ráð Akureyrar. Að hausti er haldin uppskeruhátíð þar sem sigurvegar- ar í hveijum flokki fá verðlaun sín afhent. Bikarana gáfu fyrirtæki í Akur- eyrarbæ. KEA gaf tvo, og Sjóvá, Hellusteypan, Sérleyfísbflar Akur- eyrar, Norðlensk trygging, Gull- smiðimir Sigtiyggur og Pétur, Kaffíbrennsla Akureyrar, útgerðar- félag Akureyringa, Búnaðarbank- inn, Bílasalan og Trésmíðavinnu- stofan Þór gáfu einn hvert fyrir- tæki. Verða nöfn gefendanna grafín á verðalaunagripina. Fengnir vom fyrirliðar Akureyrarmeistara 1985 til að draga um hvaða fyrirtæki gæfi hvem grip. Fyrstur dró Leó m Þorleifsson, fyrirliði KA í 6. flokki drengja. Formaður KRA er Davíð Jó- hannsson. Páll A. Magnússon er formaður, Gestur Davíðsson er rit- ari og Sveinn Bjömsson gjaldkeri. Davið Jóhannsson, formaður KRA og Leo Örn Þorleifsson, sem dró um fyrsta bikarinn. Morgunblaðið/Magnús Gottfreðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.