Morgunblaðið - 12.06.1986, Síða 43

Morgunblaðið - 12.06.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1986 43 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Öfund í dag ætla ég að fjalla um fyrirbæri sem í daglegu tali kallast öfund. Lesendur velta því kannski fyrir sér hvemig öfund tengist stjömuspeki, en þegar betur er að gáð fínnast tengsl þar á milli. Stjömuspeki er fag sem fæst við sjálfsþekkingu. Öfund má síðan rekja til skorts á sjálfsþekkingu. IivaÖ er öfund? Flestir geta verið sammála um það að öfund sé leiðinleg fyrir alla aðila, bæði þann sem finnur til öfundar og þann sem verður fyrir öfund. Undirritaður skilgreinir öf- und þannig að þegar við öfundum annan mann þá gimumst við eitthvað sem hann hefur. Við sjáum of- sjónum yfir velgengni eða auði hans og í brjósti okkar kviknar neikvæð og óþægi- leg tilfinning. Oft birtist öfund síðan í því að við óskum þeim sem við öfund- um alls ills og t.d. baktölum þá og rægjum. Afleiðingar öjundar Við töpum orku á öfund og hún er eyðileggjandi fyrir okkur sjálf og þjóðfélagið í heild. Hún kemur t.d. af stað úlfúð manna á milli og eyði- leggur samskipti. Afhverju öfundum við? Sennilega stafar öfund af skorti. Okkur vantar eitt- hvað sem við teljum annan mann hafa og fyrir vikið öfundum við hann. HvaÖ er til ráöa? Til að koma í veg fyrir öfund verðum við að öðlast lífsfyll- ingu, verða ánægð með okkur sjálf. Maður sem er ánægður f starfí sínu öfúnd- ar ekki annan mann vegna starfs hans. Maður sem er ánægður í hjónabandi sínu gimist ekki konu annars manns. Maður sem hefur nóg fyrir sig sækist ekki eftir því sem aðrir hafa. Ráð gegn öfund er því það að öiðlast það sem við þurfum og gerir okkur hamingjusöm. Fýrst verðum við hins vegar að vita hvað það er sem hentar okkur og hvað við viljum. Eigin hœfdeikar Einhver ágætur öfundsjúkur maður gæti sagt að hann vilji það sem Jón ríki hefur, þ.e. peninga. En er víst að hann vilji það sem fylgir peningunum, t.d. áhyggjum- ar af því að reka frystihúsin, bátana, bílana og verktaka- fyrirtækið? Nei, sennilega hefur hann engan áhuga á því og hættir þegar betur er að gáð að öfunda Jón. Hann vill ekki áhyggjumar, bara peningana. Við verðum hins vegar að vera raunsæ og tengja óskir okkar raun- veruleikanum. Ef við viljum peninga verðum við að fínna starf sem gefur góðar tekjur. Ef við skoðum starfsgreinar sjáum við að sama er þar upp á teningnum. Þó okkur fínnist ákveðið starf aðlað- andi er einungis um ósk- hyggju að ræða ef við getum ekki hugsað okkur að starfa við það frá degi til dags. Þó það gefí peninga verður það einnig að veita aðra ánægju, annars færi okkur fljótlega að leiðast og við tækjum að öfunda þann sem er í starfí sem veitir bæði peninga og ánægju. Það eina sem gagn- ast okkur er því að fínna okkar eigin hæfíleika og út- frá því það starf sem hentar okkur og engum öðmm. Eigin styrkur Að lokum: Ef þú öfundar annan mann, er það vegna þess að þú þekkir ekki þinn eigin styrk. X-9 Hbp V£RT t>t>6Xa//SXy- (/£//£//£? /S4///W/ £///(/S///A// '£í? £/?*/££> S7Z/P/C4A/ /Z0cs~ /rör/iíx/ \ y . &yssc/s/rs£r/£/r ö>Aaí/ «*>) <?Cr S/ÚP// A/(/ y Slteo! I98S K.nq f c.Uur cs Synditale. In< World r.qbls resorvcd , (yl ° ip / iiie Vz>mc//* ///£> /££//*? , DYRAGLENS ...............;;; : : i 11 j f; ; ;/..;-: LJÓSKA EKKER.T i'þfaÓTTAGUAP FVFe« EN UAOFUKIU-M tiBF/ &s VElT HveKNICá VIPSET- XUM ÖEKT H'JOKX TÆGGJA ----W VAAA! PHUMUSKoT.[ Tn'iliiiiriiiíi-iiiiiiiHiniiilMiiliiiihihiriiiHiiliiHliiiiiHiiSSii'rirnii'riiHiii.MU.-ililiili'HHHSSiHliHliiiliillHli::.1}: DRATTHAGI BLYANTURINN ::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: :• . : ::.•: :: :::::::::::::::::: ••. : : :::: :::::::::: FERDINAND 'nrn—w 1 & « c~?' I ^ /d • -KW Y><cÖi yt 989r| (\ PIB copenhagen 2547 1966 United Feature Syndtoaf .Inc. T!!!!!!!!!|!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!??!!!!!!!!!!!H?!!!!i!!!i!!!?!!!!!!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!l!!!!!!!!!!!!!!!!!!i!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! SMÁFÓLK AÍ-- Z-S BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Til em þeir sem blekkja blekk- ingarinnar vegna. Þeim helst illa á mákkemm, því það er óþolandi í vöm að geta aldrei treyst einu einasta spili sem makker lætur í. Blekkingum ber að beita spar- lega; helst aldrei nema í ákveðn- um tilgangi og í stöðum þar sem villandi upplýsingar geta ekki komið makker út af sporinu. Hér er spil þar sem blekking á vel við. Suður gefúr. Norður ♦ KD104 VÁD3 ♦ 965 ♦ 1097 Vestur ♦ Á75 VG97 ♦ 82 ♦K8532 Suður ♦ G3 ♦ K82 ♦ ÁKG104 ♦ DG4 Austur ♦ 9862 ♦ 10654 ♦ D73 ♦ Á6 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass Pass 3grönd Pass Pass m m. mft........ w a XHA A lHÍ \ m Wwi> wB wm mm. mc »• i WM w—H h J3 II 4! ____________: Grand suðurs við spaða norð- urs sýndi 14—15 punkta. Vestur spilar út Qórða hæst.-i laufínu, þristinum. Áustur drep- ur á ásinn og sendir sexuna til baka. Hvemig á vestur að veij- ast? Flærðarlausir menn myndu vafalaust drepa á laufkónginn og spila laufáttunni til baka til að benda á innkomu á spaða. En slík vöm gerir ekki annað en þvinga sagnhafa til að rata réttu leiðina ! úrspilinu, eða treysta á að fá niu slagi með tígulsvíningu. Heldur skárra er að setja lauftvistinn og sýna fímmlit, því þá þarf sagnhafí að gera það upp við sig hvort vestur eigi spaðaásinn eða tíguldrottn- inguna. En besta vömin er auðvitað að bregða fyrir sig blekkingu, láta lauffímmuna og gefa sagnhafa þar með til kynna að útspilið hafi verið frá fjórlit. Hann er þá vis með að bijóta út spaðaásinn í þeirri trú að vömin fái aðeins þijá slagi á lauf. Þessi blekking fullnægir áður- nefndum skilyrðum: hún hefur skýran tilgang og getur ekki afvegaleitt makker. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á IBM-mótinu í Vín í janúar kom þessi staða upp í skák stór- meistaranna Alexanders Belj- avsky, Sovétríkjunum, sem hafði hvitt og átti leik, og Murray Chandler, Englandi. 30. Bxg7! - Hxg7 (Eða 30. - Hxe2, 31. Bh6+ og mátar), 31. Db8+ —Kf7,32. Df4+ og Chandler gafst upp því hrókur- inn á d2 er fallinn óbættur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.