Morgunblaðið - 12.06.1986, Page 49

Morgunblaðið - 12.06.1986, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1986 49 hlað og nutu gestrisni Ölafs á Árg- ilsstöðum hafa numið þá fegurð og grósku, sem er sýnin heim að Ár- gilsstöðum. Á milli trjánna blasir svo við Fagridalur, þar sem Rangá liðast, eftir að hafa steypzt fram á Tungufossi í Krappanum á milli Árgilsstaða, Stokkalækjar og Keldna. Eða þegar nær er horft niður á milli trjánna, sem teygja sig upp með læknum, þar sem gróð- urinn hefur skapað annað og suð- rænna loftslag en við eigum hér á landi víðast að venjast. Á Árgilsstöðum er tvíbýli. I norð- urbænum bjuggu Stefanía Mar- teinsdóttir og Amgrímur Jónsson, dugnaðar- og merkishjón, sem gott var að sækja heim. Við búi þeirra hefur nú tekið sonur þeirra, sem er traustur maður og vaskur. Ná- býlið hefur alla tíð verið gott á Árgilsstöðum. Sem hinn trausti hugsjónamaður fór ekki fram hjá því, að Ólafur veldist til ábyrgðar- og trúnaðar- starfa fyrir samfélagið. Faðir hans, Bergsteinn Ólafsson, hafði verið um hálfa öld í hreppsnefndinni og þar af 37 ár oddviti Hvolhrepps. Að honum gengnum var Ólafur valinn í sveitarstjómina og starfaði þar ámm saman. Hann fylgdist alla tíð vel með hvers konar þjóðfélagsmál- um og hafði ákveðnar en þó hófs- amar skoðanir á þeim. Hvers konar öfgar vom honum fjarri skapi og þjóðfélagssýn hans varð aldrei þrengri, þótt hann fylgdi aðeins einum flokki um ævina. Sköpunargleði Ólafs Bergsteins- sonar var eflaust gmnntónninn í öllu dagfari hans. Þegar hann var kominn á sextugsaldurinn tók hann að yrkja og hafði mikla ánægju af því að setja saman kvæði á síðustu 20 ámm ævi sinnar. í þeim meitlaði hann hugsjónir sínar og verðmæta- mat í þröngt orðadjásn, sem ber honum fagurt vitni. Ef Ólafur hefði þegar á unga aldri tekið spretti á fákinum Pegas- usi er ekki að efa, að hann hefði getað orðið mikið skáld. Ég vil þakka frænda mínum, Ólafi Bergsteinssyni, fyrir sam- vemstundimar. Að loknu dijúgu dagsverki er gott að hvflast. Sigurður Gizurarson Bílaleiga Flugleiða: Samstarf við bílaleigur víða um land BÍLALEIGA Flugleiða hefur gert samkomulag við bílaleigur viðs vegar um landið um sam- vinnu varðandi útleigu á bílum og aðra þjónustu við viðskipta- vini. Bílaleigurnar munu sam- ræma reglur og leiguskilmála og hafa samstarf um upplýs- ingamiðlun og markaðsöflun erlendis. Þeir sem taka bfl á leigu hjá bflaleigu Flugleiða í Reykjavík munu geta skilað bflnum til hvaða bílaleigu sem er, sé hún aðili að samkomulaginu, og eins skilað í Reykjavík bfl sem tekinn er úti á landi. Bflaleiga Flugleiða hefur þegar gert samkomulag við eftirtaldar bflaleigur: Bflaleiguna Öm, Akur- eyri, Bflaleigu Sauðárkróks, Bfla- leigu Húsavíkur, Bflaleigu Þráins Jónssonar, Egilsstöðum, Bflaleigu Homaijarðar, Höfn, Bflaleigu Siglufjarðar, Bflaleiguna Hvols- velli og Bflaleiguna Nes, Borgar- nesi, auk þess standa ýfir viðræð- ur við bílaleigur á ísafirði og Vestmannaeyjum. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Héldu hlutaveltu Hcllu, Rangárvöllum. NÝLEGA efndu þessir strákar til hlutaveltu og létu ágóðann, 630 krónur, renna til dvalarheimilisins Lundar á Hellu. Þeir heita Krist- inn Scheving, Njáll T. Gíslason og Sigurður Gíslason. — Jón Níu tilboð bárust: ísfilm hf. gerir myndina um Elias og Sjónvarpið þefur ákveðið að taka tilboði ísfilm hf. í gerð barnamyndarinnar Elías og öm- inn. Niu tilboð bámst í kvik- myndun handritsins, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þessi kvikmynd er ætluð yngstu bömunum og verður framlag ís- lenska sjónvarpsins til samnorræns myndaflokks þar sem hver mynd örmnn er sjálfstætt verk. Guðrún Helga Sederholm er höfundur sögunnar, sem myndin verður gerð eftir, en Viðar Víkingsson gerði kvikmynda- handritið. í tilboði ísfilm er gert ráð fyrir að leikstjóri verði Þórhallur Sig- urðsson. Kvikmyndatökumaður verður Sigurður Jakobsson og tæknistjóri Hannes Jóhannsson. Vörumarkaðurinn hf. Sími: 686117 Ármúla 1A SÉRTILBOÐ RF 570 Kæliskápur fyrir orlofshús — einstaklingsíbúðir — kaffistofur — dvalarheimili o.fl. eliskápur sem þarf lítið pláss. Vinnuborð eliskápur undir. Skápurinn hefur l-stjörnu frystihólf .5 I. Hálfsjálfvirk afþýðing. Sérhólf fyrir ávexti og ænmeti. Hentugar hillur og rými í skáp og hurð rir smjör, ost, egg og flöskur. ækniupplýsingar Heildarrúmál ....160 I. Wött .............100 Frystihólf .....14,5 I. Orkunotkun Kwh/ Ytri mál hæð cm....76 sólarhring .........0,7 breidd cm .... 55 Nettoþyngd ....37 kg. dýpt cm ....60 Verð aðeins kr. 13.708.-,,,,, SUMARHÚS Þetta sumarhús er til sölu. Stendur á kjarrivaxinni eignarlóð í Svarfhólsskógi (við Vatnaskóg) í Svínadal. Húsið er fullfrágengið. Stærð 48 fm með stórum palli. Arinn. Sturtuklefi. Vatnsveita o.fl. Upplýsingar ísíma 91-20553. SZEROWATT tilboð - tíminn! Þrátt fyrir lítið þvottaherbergi er örugglega gólfpláss bœði fyrir Zerowatt þvottavél og þurrkara þvi nú er hægt að setja þurrkarann ofan á þvottavélina. Með verð og gæði i huga er þetta ekki spurnlng. Það er örugglega pláss fyrir Zerowatt. WHff &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910 81266 Góóan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.