Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 12.06.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ 1986 53 Ibaénum Gars am Kamp í Austur- rfki gerðist sá voveiflegi atburð- ur, skömmu fyrirsíðustujól, að hjónin Hermine og Herbert Frey iétu þar lífíð af völdum gaseitrunar. Þau voru bæði úti f bílskúr að búa til aðventukransa þegar leiðslurnar tóku að leka, með fyrrgreindum afleiðingum. Það sem gerði þetta þó enn hræðilegra, er áð þau hjónin létu eftir sig ein ellefu böm á aldrin- um 2ja—15 ára, sem áttu enga aðra nákomna ættingja, hvorki afa, ömmur eða önnur skyldmenni. Fólkið í þeim smábæ var þó sammála um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að halda hópn- um saman, finna þeim öruggt skjól. — En hveijir vildu og gátu tekið að sér ellefu böm á einu bretti? Borgarstjórinn, Neuki Tchen, lagði nótt við dag til að ieysa þetta mál og viti menn, daginn fyrir jarðarfór- ina var búið að finna nýtt heimili fyrir systkinahópinn. Fjöidi fólks hafði reyndar lýst sig reiðubúið til að taka við einu bami eða tveimur, styrktarsjóður hafði verið settur á Johan Weichelbraun með eitt fót, safnað var peningum vfða um fósturbaruanna. heim, en hjónin Annamarie og Johan Weichelbraun gengu lengra en allir aðrir — sögðust fúslega taka við þeim öllum ellefu. Pening- um þeim, sem safnast höfðu að upphæð 8,1 milljón íslenskra króna, var skipt á milli bamanna og þeir síðan lagðir inn í banka. Ætlunin er, að með þeim muni menntun þeirra fjármögnuð þegar þar að kemur. Áður en ákvörðun var tekin athugaði Bamavemdamefnd allar aðstæður á heimilinu og komst að þeirri niðurstöðu að betri foreldra væri vart hægt að hugsa sér. Er Weichelbraun-hjónin vom innt eftir því, hvers vegna þau legðu þetta á sig, sögðust þau eiga fyrir 2 upp- komnar dætur og þau hefðu verið farin að sakna smábamatiplsins í húsinu svo og ærslanna sem óneit- anlega fylgir krökkum. „Undir öðmm kringumstæðum hefði það sennilega seint hvarflað að okkur að ættleiða ellefu böm — í þessu tilfelli var það hinsvegar engin spuming — nokkuð, sem við bara urðum að gera, þeirra og ekki síður sjálfra okkar vegna," sögðu þessi stórhuga hjón. Hver segir svo að heimurinn sé bara harður og menn- imir miskunnarlausir? Lesley-Ann Down: „Syni mínum sleppi ég aldrei“ Leikkonan Lesley-Ann Down stendur í ströngu þessa dag- ana. Fyrmrn eiginmaður hennar, kvikmjmdaleik- stjórinn William Fried- kin, höfðaði nýlega mál á hendur henni, þar sem hann krefst forræðis yfír þriggja ára gömlum syni þeirra, Jack. Þar sem réttarhöldin fara fram fyrir luktum dymm, er enn ekki full- ljóst á hvaða forsendum Fri- edkin höfðar mál sitt.en vitað er að m.a. beri hann fyrir sig lauslæti Lesley-Ann og eiturljfyaneyslu. „Ég vildi að ég gæti gefíð út einhveijar yfírlýsingar," segir Les- ley-Ann í nýlegu viðtali, „en eins og sakir standa má ég það ekki. En, svo mikið get ég þó sagt að aldrei hefði ég trúað því að nokkur maður gæti logið upp eins and- styggilegum sögum og ég hef nú orðið vitni að.“ Ef litið er yfír lífsferil Lesley- Ann, kemur í ljós að í raun hefur hún ekki verið kennd við marga menn, allavega ekki miðað við þær tröllasögur, sem ganga af slíkum málum í Hollywood. 15 ára kynntist hún kvikmyndaframleiðandanum Bruce Robinson og bjuggu þau saman í 10 ár. Eftir þann skilnað var hún lauslega orðuð við leikstjór- „Þetta bam er mér allt“ — Lesley-Ann ásamtsyni sínum, Jack. vandamál kom upp. Nú neyðist ég hinsvegar til að treysta á sjálfa mig og þá kemur í ljós að ég get barist með kjafti og klóm, ef mikið liggur við. Og nú liggur svo sannarlega mikið við. Þetta bam er mér allt.“ Veijandi Lesley- Ann í máli þessu er enginn annar en Marvin Mit- chelson, sem meðal annars hefur unnið fyrir Biöncu Jagger og Söru Dylan. Lögmaður Friedkins er hins vegar Harry Fain, sem var fulltrúi leikarans Lee Majors er hann skildi við konu sína Farrah Fawcett. „Eins og gefur að skilja er þetta mál það eina sem kemst að í huga mér þessa dagana," segir Lesley- Ann, „og ég er staðráðin í að vinna þetta mál, hreinsa mig af rógburð- inum, með aðstoð Mitchelson. Ég trúi því að réttlætið hljóti alltaf að ná fram að ganga, fyrr eða síðar, svo ég hef í rauninni ekkert að ótt- ast. Mín fyrstu viðbrögð við máls- höfðun Friedkins fólust í algerri skelfíngu. Fótunum hafði verið kippt undan mér og mér fannst ég ekki vita hvemig lendingin yrði. Þar á eftir varð ég reið — fylltist af hatri í hans garð. Síðan gerði ég mér grein fyrir því að hatrið gerði engum gott, síst af öllu sjálfri mér. Núna fínn ég því aðeins til undrunar og óendanlegrar orku. Þó svo það kostaði þijátíu ára stríð þá er það alveg ljóst — að syni mínum mun ég aldrei sleppa." Meðan alltlék ílyndi. Hjónin Lesley-Ann Down og William Friedkin. ann Henri Gabriel, en árið 1982 giftist hún síðan núverandi stefn- anda sínum, William Friedkin, sem frægastur er fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Exorcist, en hann er 17 árum eldri en hún. Nú hefur einnig slitnað upp úr þvl sambandi og eftirköstin em fréttir um fjöl- lyndi hennar í ástarmálum og eitur- lyflaneyslu. Er ekkert erfítt að kyngja þessu þegjandi og hljóða- laust? „Eg hafði aldrei litið á mig sem sterka manneskju," segir hún. „Mér fannst ég alltaf þurfa á ann- arra hjálp að halda, ef eitthvert KÖFUNARNÁMSKEIÐ Námskeið verða haldin á Farfuglaheimilinu Reykjanesi. Þau eru í 10 daga hvert og standa öllum opin. Hverju námskeiði lýkur með prófi sem miðast við tveggja stjörnu alþjóðleg rétt- indi til sportköfunar. Náesta námskeið hefst 28. júní 1986. Nú gefst einstakt tækifæri til að kynnast undraheimi undirdjúp- anna og læra froskköfun. Allar nánari upplýsingar veittar hjá Bandalagi íslenskra farfugla, sími (91) 10490. * REGNFATNAÐUR 66°N regnfatnaðurinn frá Sjóklæðagerðinni hf. hentar vel til hverskonar útivinnu, bæði á sjó og I landi. Hann er vatns- og vindþéttur, kuldaþolinn, þolirollurog algengarsýrur. Þú hneyfir þig auðveld- lega án áreynslu I 66°N. Viðgerðaþjónusta í Sjóklæðagerðinni. VINNAN SÍÐUMÚLA 29 SÍMI34411
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.