Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.06.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 í Y * Friðrik Theódórsson og Hannes Jensson Jass í Hrafn- inum í kvöld í KVÖLD troða upp í Hrafnin- Kvintettinn skipa að þessu sinni um ásamt kvintett Friðriks þeir Hans Jensson, Aifreð Alfreðs- Theódórssonar, stöllumar son, Guðmundur Ingólfsson og Sibba, Debby og Hildur. Þetta Tómas R. Einarsson ásamt Friðrik er í fyrsta sinn sem þær koma Theódórssyni. fram. Firestone S-211 radial hjólbarðarnir tryggja öryggi þitt og annarra Sigurður Ríkharð Stefánsson, formaður björgunarsveitarinnar, flyt- urávarp. Magnús Ásmundsson skipstjóri heiðrar Jörgen Hólm fymun sjó- mann. FIRESTONE S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. FIRESTONE S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist... Sj ómannadagnr inn á Siglufirði: Sjómannamessa haldin um borð í togaranum Sigluvík SigiufirðL SIGLFIRÐINGAR héldu sjó- mannadaginn með svipuðu sniði og undanfarin ár. Að þessu sinni var það björgunarsveitin Strákar sem sá um framkvæmd hátíðar- haldanna. Dagskrá hátíðarhaldanna hófst á laugardeginum með kappróðri. í karlaflokki sigruðu starfsmenn Síldarverksmiðja ríkisins, en í kvennaflokki urðu starfsmenn Sjúkrahúss Sigluíjarðar sigursælir. Dagskrá sjálfs sjómannadagsins hófst með því að um morguninn var bæjarbúum boðið í siglingu út á ijörð um borð í togurunum Stálvík og Skildi. Um borð í Sigluvík var síðan haldin messa og mun það vera í fysta sinn sem messað er um borð í skipi hérlendis. Mikið fjöl- menni var við messuna, sem haldin var á framþilfari skipsins í sérstöku blíðskaparveðri. Athöfn hófst á hafnarbiyggjunni kl.13 og flutti Kristján Rögnvalds- son hafnarstjóri ræðu dagsins. Við það tækifæri var Jörgen Hólm fyrr- um sjómaður heiðraður. Að athöfninni lokinni fór fram keppni í reiptogi og netaboðhlaupi og var áhöfn Sigluvíkur þar sigur- sæl og sigraði í báðum greinum. Einnig sýndi björgunarsveitin Strákar björgunaræfingar. Síðdegis kepptu áhöfn Sigluvíkur og trillukarlar í knattspymu í sjó- göllum og sigruðu trillukarlamir í spennandi leik, þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspymukeppni. Um kvöldið bauð útgerðin sjó- mönnum og mökum þeirra til kvöld- verðar og voru um 180 manns í kvöldverð. Að því búnu var slegið upp balli og sem stóð til kl. 3. - mj UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! Stykkishólmshöfn á sjómannadaginn. Morgunblaðið/Á.H. Sj ómannadagur- inn í Stykkishólmi SWkkishólmi. SJOMANNADAGURINN i Stykkishólmi var haldinn í gær með hefð- bundnum hætti. Kl. 8 um morguninn voru fánar dregnir að húni á skipum við höfnina og eins víða um bæinn. Fyrir hádegi mættu sjó- menn og aðrir á hafnarbryggjuna og gengu síðan með fána í farar- broddi til kirkju þar sem sóknarpresturinn Gísli Kolbeins flutti sjó- mannamessu. í kirkjunni voru tveir aldnir sjó- menn heiðraðir af Einari Karlssyni fyrir hönd sjómannadagsins. Heiðr- aðir voru Ágúst Þórarinsson og Garðar Jónsson. Ágúst fæddist 1916 í Bolungarvík en hefir átt heima hér í Stykkishólmi frá 1947. Hann var um langt skeið sjómaður og stýrimaður á bátum en hefír seinustu árin stundað skipasmíðar. Kona hans er María Bæringsdóttir og eiga þau tvær dætur. Ágúst var farsæll sjómaður. Garðar Jónsson fæddist 1913 á Þingvöllum í Helga- fellssveit. Garðar hefir frá 3 ára aldri átt heima í Stykkishólmi. Hann byijaði 13 ára sjómennsku með Skúla Skúlasyni skipstjóra frá Fagurey og var síðan lengi til sjós. Seinustu árin hefir hann unnið hjá fyrirtæki Sigurðar Ágústssonar við fiskvinnslu. Garðar er feikilega velvirkur og samviskusamur maður að hveiju sem hann gengur. Eftir hádegi safnaðist fólk saman á hafskipabryggjunni og við höfn- ina fóru fram ýmis atriði til skemmtunar. Má þar til nefna sigl- ingu eða réttara sagt hópsiglingu hraðbáta en þeim fjölgar stöðugt hér í Stykkishó'.mi og eru margir þeirra notaðir til sjóróðra. Hraðinn eykst stöðugt í því sem öðru. Þá var kappbeiting, kappróður, tunnu- hlaup, reiptog, stakkasund og koddaslagur. Björgunarsveitin Ber- serkir stóð fyrir sýningu á bjargsigi. Svanur Pétursson og Hafsteinn Sigurðsson léku sjómannalög. Veð- ur var milt; 10 stiga hiti, skýjað og skúraleiðingar til fjalla. Það hélst þó þurrt með smá golu og má því segja að þetta hafi verið gott sjómannadagsveður. Dansleik- ur var svo um kvöldið. Arni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.