Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 60

Morgunblaðið - 12.06.1986, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ1986 Alltaf á fóstudögum Morten Olsen heimtil Dan- merkur að þjálfa FYRIRLIÐI danska leikliðsins í knattspyrnu, Morten Olsen, hefur ákveðið að gerast þjálfari í Dan- mörku eftir næstu áramót. Þetta kemur fram í viðtali sem Aktueit tók við hann um helgina en ekki er sagt hvar hann ætlar að þjálfa. „Ég kem heim til Danmerkur eftir áramótin og ætla þá að taka að mér þjálfun. Ég er búinn að hugsa mikið um þetta og hef feng- ið gott tilboð frá mínu gamla félagi, B-1901, en veit ekki enn hvort ég fer þangað eða eitthvert annað. Helst vildi óg vera í mínum heimabæ, Vordingborg, en það skýrist ekki fyrr en eftir heims- meistarakeppnina," sagði Olsen. Hann sagðist fylgjast vel með danskri knattspyrnu þrátt fyrir að hann hefði verið lengi í atvinnu- mennskunni erlendis og verður alltaf sár þegar liðið hans tapar. „Mér leið mjög vel hjá B-1901 og hefði ekkert á móti því að taka að mér þjálfun þar. Þetta er gott félag sem hugsar vel um sína menn." Chris Woods til Rangers Frá Bob Hennessy, fróttaritara Morgunbiaðsins á Englandi. GRAEME Souness, fram- kvæmdastjóri Glasgow Rangers og fyrirliði skoska landsliðsins, hefur fengið leyfi Rangers til að kaupa nýja leikmenn til að reyna að endurvekja forna frægð fó- lagsins bæði i Skotlandi og er- lendis. Hann hefur nú fengið Chris Woods, markvörð Norwich, og verða samningar undirritaðir eftir leiki Englands á HM. Kaupverðið er 600.000 pund, sem er met'upphæð fyrir mark- vörð. Á síðasta keppnistímabili fór hinn 26 ára gamli varamarkvörður Englands, Chris Woods, fram á að verða seldurfrá Norwich. Þá hefur Hearts boðið 250.000 pund í Lliam Brady, en samningur hans á Ítalíu er útrunninn. Brady hefur leikið á Ítalíu undanfarin 6 ár og er sagt að hann hafi áhuga á að snúa aftur heim. Bingham, þjálfari Norður-íra, hefur fengið 4 tilboð um þjálfun. Hann hefur þegar hafnað tilboði ísraelsmanna um að þjálfa landslið þeirra, en hin eru frá liði á Spáni, Grikklandi og Saudi-Arabíu. Bing- ham sagði í Mexíkó að hann muni taka einu tilboðanna en jafnframt halda áfram sem þjálfari Norður- íra í hlutastarfi eins og verið hefur. Ray Harford, sem verið hefur framkvæmdastjóri hjá Fulham undanfarin þrjú ár, var rekinn í gær. Fulham féll sem kunnugt er í 3. deild í vor. Barcelona yfirbauð Juventus i lan Rush, en of seint. Peter Robin- son, framkvæmdastjóri Liverpool sagðist hafa rætt við Barcelona en „að okkar mati var það bæði Rush og Liverpool fyrir bestu að hann færi til Juventus". Sandro Mazzola, fyrrum leikmaður Juvent- us, gat ekki leynt gleði sinni og sagði að Juventus með Laudrup og Rush saman gæti haldið meist- aratitlinum ár eftir ár um ókomin ár. Líklegt er að Barcelona reyni að fá Lineker, sem skoraði 40 mörk fyrir Everton á nýafstöðnu keppnistímabili, fyrst ekki tókst að krækja í Rush. Frá golfvellinum í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Golfferðirtil Eyja í sumar • Brasilfski leikmaðurinn Luis Antonio Correa Costa, eöa MUII- er. Drid er frábær NACER-Eddine Drid, markvörður Alsír, hefur vakið mikla athygli á HM og sérstaklega þótti hann sýna snilldarmarkvörslu á móti Brasilíu. Líkurnar á sigri Alsfr voru 250 á móti 1, en svo fór að Brasilía vann 1:0, en jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Að margra mati var Drip besti maður leiksins og hann átti ekki sök á markinu. Hinn kattliðugi og ör- uggi Drid hefur sýnt og sannað að hann er markvörður á heims- mælikvarða. Vil hitta Madonnu — segir brasilíski Miiller HINN ungi og stórskemmtilegi varamaður Brasilíumanna, Luis Antonio Correa Costa, eða Miill- er eins og hann er oftast kallaður, á þá ósk heitasta að fá að hitta bandarísku rokksöngkonuna Madonnu. „Ég á allar plöturnar hennar. Hún er stórkostleg, bæði sem söngvari og sem kona. Ég hef séð Desperately Seeking Susan tvisvar og ætlað að reyna aö sjá hana miklu oftar," sagði hann á dögun- um og hafði greinilega ekki hug- mynd um að eiginmaður Ma- donnu, leikarinn Sean Penn, er frægur fyrir að vera ruddalegur við alla þá karlmenn sem reyna að ná sambandi við Madonnu. Blaðaljós- myndarar hafa til dæmis orðið fyrir barðinu á honum fyrir að reyna að mynda hjónakornin. Muller á sér samt fleiri óskir og þær snerta knattspyrnuna. „Ég vil endilega fá að leika heilan leik, vera í byrjunarliðinu. Ég hef úthald til þess og veit að ég myndi standa mig vel," sagði þessi ungi leikmað- ur með Sao Paulo sem fékk viður- nefnið Muller vegna þess hversu eldri bróðir hans fannst hann líkur Gerd Muller þeim þýska. Vestmannaeyja í Herjólfsdal svo- kallað Kico Cooler-golfmót sem haldið er af Ferðaskrifstofu Vest- mannaeyja, Golfklúbbi Vest- mannaeyja, ýmissa aðila i ferða- þjónustu og Heildverslun Alberts Guðmundssonar í Reykjavík. Mó- tið ber nafn nýrra cooler-drykkja sem heildverslunin er nú að hefja innflutning á frá Frakklandi. Kico Cooler-golfmótið hefst fimmtudaginn 19. júní nk. og verð- ur síðan haldið alla fimmtudaga fram á haustið. Þátttakendur fljúga með Flugleiðum frá Reykavík kl. 8 að morgni og sérstakur fararstjóri og stjórnandi mótsins mun taka á móti fólki á flugvellinum í Eyjum. Það er hinn kunni Eyjamaður, Guðlaugur Friðþórsson, sem sér um alla framkvæmd þessa móts. Eftir komuna til Eyja er haldið í skoðunarferð um Heimaey og farin bátsferð í sjávarhella við Vest- mannaeyjar. A hádegi verður léttur hádegisverður snæddur en síðan skundað á golfvöllinn þar sem Kico Cooler-golfmótið hefst kl. 13.30. Völlurinn er 9 holur og forráða- menn GV staðhæfa að þeir eigi nú besta golfvöll landsins og vísa í því sambandi til ummæla lands- liðsmanna í golfi sem léku á vellin- um um hvítasunnuna í Faxakeppn- inni. Á vellinum er lengsta hola landsins, 510 metrar. Mjög góð aðstaða er í golfskála klúbbsins og þar verður opin þjónustuað- staða meðan mótiðferfram. Verðlaunaafhending og formleg mótslok verða síðan á Skansinum. Fjölmörg verðlaun verða veitt fyrir árangur í mótinu sem er punkta- keppni og notuð 7/s forgjöf sem gefur öllum keppendum jafna möguleika að vinna. Að lokinni verðlaunaafhendingu verður snæddur íburðarmikill kvöldverð- ur. Flogið verður aftur til Reykjavík- ur kl. 22.40 um kvöldlð en auðvitað gefst fólki kostur á því að dvelja lengur í Eyjum standi hugur til þess. Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða fyrir ferðafólk, einstaka náttúrufegurð, forvitnileg söfn, frábæra sundhöll og góða veitinga- og skemmtistaði. Þessi dagsferð til Eyja mun kosta 4990 kr. fyrir manninn og er þá allt innifalið. Allar nánari upplýsingar um Kico Cooler-golfmótið er Guð- laugur Friðþórsson fús að veita og hægt er að ná sambandi við kappann í síma 98-2877. — hjk. og skoðunar- og skemmtiferð til I Vestmannaeyja. Alla fimmtudaga í sumar verður haldið á hinum stórgóða golfvelli Golfklúbbs | Vestmannaeyjum. í SUMAR og fram á haustið gefst golfáhugafólki einstakt tækifæri til þess að sameina í eina ferð þátttöku i skemmtilegu golfmóti „Kannski set ég upp gall- erí og fer að mála“ Janus Guðlaugsson heimsóttur í Lugano Hrukkur Fyrirbyggjandi aðgerðir Sól og sundfatatíska sumarsins Matur Myndbönd Neytendamál Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.