Morgunblaðið - 12.06.1986, Síða 64

Morgunblaðið - 12.06.1986, Síða 64
bctir HEIM JÍbbókhRÖ!? T-Jöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! FIMMTUDAGUR12. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Hindruðu fulltrúa sýslumanns FULLTRÚA sýslumannsins í Snæfells- og Hnappadalssýslu var í gær meinað að bera út ábú- anda á Höfða í Eyjahreppi, en i fyrrahaust féll úrskurður fyrir dómi um að bera ætti hann út. Þegar fulltrúi kom á staðinn voru ættmenni bóndans og sveitungar þar fyrir og komu í veg fyrir að hægt væri að framfylgja dómnum. Lá við handalögmálum og þar sem við ofurefli var að etja hélt fulltrú- inn á brott, enda fáliðaður. Fylgis- menn bónda höfðu uppi hótanir um að veijast sýslumanni með góðu eða illu, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins.__ _ Krafist leng- * ingar gæslu- varðhalds Rannsóknarlögregla rikisins lagði í gær fram þá kröfu í Sakadómi Reykjavíkur, að þeim Björgólfi Guðmundssyni og Ragnari Kjartanssyni, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á málefnum Haf- skips, verði gert að sæta áfram- -*haldandi gæsluvarðhaldi til 25. júní. í dag er að vænta úrskurðar dómara um hvort við kröfunni verð- ur orðið. Morgunblaðið/Börkur Lögguhúfan mátuð í umferðarfræðslu Námsfúsir nemendur af yngstu kynslóðinni mættu i umferðarfræðslu hjá lögreglunni í Reykjavík i Hvassaleitisskóla í gær. Þar voru þau frædd um hættumar sem leynast í umferðinni og hvernig beri að haga sér. Unga fólkið fylgdist grannt með þvi sem við þau var sagt og það spillti ekki fyrir að fá að máta lögguhúfuna. HR eina hitaveitan sem borað er fyrir í sumar '**fJARÐBORANIR eftir vatni í sumar á vegum Jarðborana ríkisins verða mun minni en verið hafa um nokkurra ára skeið, samkvæmt upplýsingum frá Karli Ragnars forstjóra Jarðborana rikisins. Á Nesjavöllum borar stærsti borinn, Jötunn, tvær til þijár holur fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. „Það er nýtt fyrir okkur, að í ár eru ekki horfur á að við borum fyrir neinar aðrar hitaveitur, en Hita- veitu Reykjavíkur þótt i landinu séu reknar um 30 hitaveitur og þær eru að sjálfsögðu lang stærsti jarðhita- notandinn í landinu," sagði Karl. Hann taldi að fjárskorti væri þar fyrst og fremst um að kenna. Vitað er um margar hitaveitur sem þurfa að útvega meira vatn en með mik- illi aðhaldssemi er komist hjá frek- ari borunum. Meðal nýrra verkefna sem Jarð- boranir rikisins sinna, eru boranir eftir heitu og köldu vatni fyrir laxeldisstöðvar og hefur þegar verið borað eða ákveðið að bora fyrir 13 stöðvar. Þrátt fyrir þessa viðbót sagði Karl að verkefnin mættu ekki vera færri og benti á, að í ár væri í fyrsta sinn ekki boruð nein rann- sóknarhola á landinu, en rannsókn- arboranir hafa ásamt borunum fyrir hitaveitur verið stærstu verkefnin til þessa. Ámi Gunnarsson yfírverkfræð- "ingur Hitaveitu Reykjavíkur sagði að rannsóknarholan sem Jötunn væri að byija á þessa dagana á Nesjavöllum væri sú sautjánda í röðinni, en eins og fram hefði komið áður þá væri gengið þannig frá holunum að þegar svæðið verður virkjað þá nýtast þær, sem vinnslu- , holur. „Árangur af borunum fram til þessa hefur verið mjög góður. Það er ekki skortur á afli, sem knýr okkur til að bora í ár heldur er verið að rannsaka stærð svæðis- ins með það fyrir augum að reyna að meta, sem áreiðanlegast hve mikla orku svæðið hefur að geyma," sagði Ámi. Hann sagði að það afl sem nú fengist úr holunum nægði til að knýja 300 MW varmaorkuver. Til samanburðar mætti nefna að sam- svarandi orka gæfi frá 40 MW af rafmagni og allt að 80 MW með hámarks framleiðslu. Kostnaður á hveija borholu, sem boruð er í sumar, er áætlaður á bilinu 25 til 30 milijónir króna. Stefnt er að því að tekin verði ákvörðun um Nesjavallavirkjun á miðju sumri og sagði Ámi að brýnt væri að heitt vatn frá Nesjavöllum kæmist í gagnið eftir þijú til fjögur ár, en það er sá tími sem tekur að reisa orkuver, ef koma á í veg fyrir skort á heitu vatni á höfuðborgar- svæðinu. Stéttarsambandsfundur: Samkomulag um skipt- ingu framleiðslunnar? Hvanneyri, frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsina. AÐALFUNDUR Stéttarsambands bænda stóð fram á nótt. Fjöldi ályktana var samþykktur síðasta dag fundarins. Verðlags- og fram- leiðslumálin tóku mestan tíma. í gærkvöldi kom fram tillaga fram- leiðslunefndar n um aðalmál fundarins, reglugerð um skiptingu framleiðslunnar, þar sem farin er svokölluð „friðarleið“, og var útlit fyrir að hún yrði samþykkt á fundinum. í tilíögum framleiðslunefndarinn- ar er gert ráð fyrir að núverandi mjólkurreglugerð verði framlengd lítið breytt varðandi skiptingu á milli svæðanna, nema hvað 1 milljón lítrum minna verður til skiptanna í samræmi við búvörusamning ríkis og bænda. Við skiptingu á sauð- fjárframleiðslunni verður tekið mið af framleiðslunni tvö undanfarin haust, en útlit er fyrir tiltölulega litla skerðingu frá því sem nú er þar sem útlit er fyrir að framleiðslan í haust verði nálægt búvörusamn- ingnum. Þama er ekki farið að til- lögum svæðabúmarksnefndar Stéttarsambandsins sem lagði til að verulegt tillit yrði tekið til bú- marks jarðanna, en það hefði aftur þýtt tilfærslu á milli héraða. Við skiptingu á milli manna innan svæðanna eru notaðar hlið- stæðar reglur og eru í núverandi mjólkurreglugerð. Miðað er við full- virðismark svæðisins. í tillögunum er ekki gert ráð fyrir sérstakri skerðingu vegna hlunninda eða tekna viðkomandi bónda af annarri búvörufram- leiðslu. Þá er ekki gert ráð fyrir sjálfvirkri skerðingu stærstu bú- anna, eins og var í reglugerðardrög- unum, en viðkomandi svæðisstjóm- um heimilað að taka stærðarmörk upp í úthlutunarregiur sínar. Víðidalur: Tagl skor- ið af hesti „EINHVER hefur farið inn í hesthús hjá mér og taglskorið hestinn illa,“ sagði Erlingur Sigurðsson, sem kom að hesti sinum Þrym illa taglskomum í hesthúsi sínu í Víðidal. Þrymur hefur unnið til fjölda verðlauna á hestamannamót- um og hafði Erlingur I hyggju að sýna hann í sumar en er horfinn frá því eftir þennan atburð. „Þetta er með því leiðinlegra sem ég hef orðið fyrir," sagði Erlingur. „Ég get ekki ímyndað mér að heilbrigður maður hafi verið þama að verki og veit ekki hvaða skýring er á þessum atburði, þó manni detti ýmislegt í hug. Hvers vegna ráðist er á hestinn skil ég ekki.“ Erlingur sagðist hafa fengið dýralækni til að skoða hestinn og hefði hann gefið vottorð um að taglið hafi verið skorið af mannavöld- um með hníf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.