Morgunblaðið - 09.07.1986, Page 1
48SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
150.tbl.72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Bretland:
Leiðtogar lestar-
manna snupraðir
London, AP.
STARFSMENN brezku járn-
brautanna snupruðu leiðtoga
sina er þeir synjuðu þeim um
verkfallsheimild með miklnm
meirihluta atkvæða. Stjórn-
endur félagsins (NUR)
hugðust boða verkföll til að
mótmæla áformum stjórn-
valda um fækkun starfs-
manna brezku ríkisjárnbraut-
anna.
Atkvæði féllu á þann veg að
5.956 vildu veita stjóm NUR
verkfallsheimild, en 11.755 voru'
því andvígir. Atkvæði greiddu
76% þeirra, sem kosningin náði
til.
Þetta er í annað sinn á tæpu
ári, sem leiðtogum NUR er synj-
að um verkfallsheimild. í fyrra
vildu þeir efna til verkfalla til
að mótmæla því að teknar yrðu
í notkun lestir, sem engir um-
sjónarmenn yrðu um borð í, og
fækkun varðmanna í brautar-
stöðvum.
Atkvæðagreiðslan náði til
manna, sem vinna að viðhaldi
jámbrauta og lesta. Þeir em nú
23.000 talsins en verður fækkað
um 5.900 á næstu þremur ámm
til viðbótar 1.750, sem nýlega
Óheppnir tollverðir:
var sagt upp. Stjómendur
ríkisjámbrautanna sögðu niður-
stöðu atkvæðagreiðslunnar bera
vott um skynsemi og raunsæi
starfsmannanna.
Snarpur
skjálfti í
Kaliforníu
Palm Springs, AP.
ÖFLUGUR jarðskjálfti skók
mikinn hluta S-Kalifomíu að-
faranótt þriðjudags. Hann olli
grjótskriðum, rúðubrotum og
rafmagnstruflunum. Um 10-
15.000 heimili i Kalifomiu
urðu rafmagnslaus.
Skjálftinn mældist sex stig á
Richters-kvarða og varð um
hálfþijúleytið á þriðjudagsmorg-
un. Talið er að upptök hans
hafi verið um 200 km frá Los
Angeles.
Skjáiftans varð vart í Arizona
og Nevada. Nokkur skelfíng
greip um sig í þéttbýli í Kali-
fomíu, þar sem fólk hefur nú
um nokkra hríð vænst „stóra
skjálftans", sem svo er nefndur.
Veggskrautið
geymdi heróín
Frá Erik Laure^ fréttaritara Morgunblaðsins í Osló.
TOLLYFIRVOLD í bænum
Drammen, sem er 16 kílómetra
suður af Osló, hafa undanfarin
tvö ár haft háJft kíló af heróíni
hangandi upp á vegg án þess að
hafa hugmynd um það. Heróínið
var geymt í málverki sem haft
var til skrauts í einni skrifstof-
unni.
Í maímánuði árið 1984 kom pak-
istani nokkur, sem nú er norskur
ríkisborgari, á tollskrifstofuna þar
í bæ og hugðist sækja pakka sem
innihélt þijú málverk. Tvö þeirra
reyndust hafa orðið fyrir hnjaski á
leiðinni og því afréð pakistaninn að
gefa allar myndimar. Ein þeirra
hafnaði hjá póstburðarmönnum en
önnur lenti upp á vegg hjá einum
tollverðinum.
Nýlega komst tollgæslumaðurinn
á eftirlaun og tók hann málverkið
með sér heim og hengdi það upp á
vegg. Dag einn varð honum það á
að reka sig í myndina með þeim
afleiðingum að hún steyptist í gólf-
ið. Sér til mikillar undmnar sá
maðurinn að bakhlið málverksins
hafði verið fyllt með torkennilegu
hvítu efni. Efnagreining leiddi í ljós
að hér var um að ræða hálft kfló
af hreinu heróíni.
Gjafmildi Pakistaninn situr nú í
varðhaldi en neitar að kannast við
heróínið. Telur hann að heróín-
smyglarar hafi komið efninu fyrir
í málverkinu og hafi þeir ætlað að
nálgast það þegar það væri sloppið
framhjá tollyfírvöldum.
. # AP/Símamynd
Kurt Waldheim hlýðir á ávarp Antons Benya, þingforseta, eftir að hafa svarið embættiseið sem forseti Austurríkis.
Waldheim vill lifa
í sátt og samlyndi
— sendiherrar stórveldanna fjarverandi
Vfn, Tel Aviv, AP.
KURT Waldheim sór embættis-
eið sem forseti Austurríkis í
gær. Sendiherrar Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna voru
ekki viðstaddir athöfnina en
talsmenn sendiráða þeirra
sögðu að með þessu væru stjórn-
ir ríkjanna ekki að mótmæla
kjöri Waldheims heldur hefðu
sendiherrar þeirra verið upp- Waldheim lagði blómsveig að
teknir. I sinni fyrstu ræðu sem gröf fallinna hermanna og hélt
forseti hvatti Waldheim til sátta
en mikil ólga hefur verið í Aust-
urríki frá því hann var kjörinn
forseti 8. júní siðastliðinn. í
ísrael mótmæltu þingmenn
embættistöku Waldheims með
því að safnast saman í þinginu
og horfa á kvikmynd um helför-
ina gegn gyðingum.
Fjöldi fólks samfagnaði Wald-
heim við embættistökuna en
einnig bar nokkuð á fámennum
hópi andstæðinga hans , sem báru
mótmælaspjöld og gerðu hróp að
honum. Til átaka kom milli þess-
ara andstæðu fylkinga en engan
sakaði.
síðan inn til Keisarahallarinnar þar
sem athöfnin fór fram. Höll þessi
var áður aðsetur keisara Aust-
urríkis og á svölum hennar fagnaði
Adolf Hitler innlimun Austurríkis
árið 1938.Stjóm sósíalista, en þeir
hafa mótmælt embættistöku hans,
lagði fram afsagnarbeiðni sína en
henni hafnaði Waldheim.
í miðborg Vínar komu um 1.500
manns saman og fluttu nokkrir
ræður þar sem tekið var undir
áskanir Heimssambands gyðinga,
sem hefur áskað Waldheim um
aðild að stríðsglæpum nasista
gegn gyðingum í síðari heimssyij-
öidinni.
Waldheim er sjötti forseti Aust-
urríkis frá lokum síðari heimsstyij-
aldarinnar en jaftiframt sá fyrsti
sem nýtur stuðnings íhaldsmanna.
Bourgriiba víkur
Mzali úr embætti
Túnis, AP.
MOHAMED Mzali, forsætisráðherra Túnis, var settur af í gærkvöldi
án skýringa af hálfu Habibs Bourguiba, forseta. Rachid Sfar, fjár-
málaráðherra, var skipaður í hans stað.
Mzali hefði að öllu jöfnu tekið
við forsetaembættinu af Bourguiba,
en traust forsetans á Mzali hefur
farið þverrandi að undanfömu.
Bourguiba er 82 ára. Hann þjáist
af æðakölkun og var búist við að
hann yrði þá og þegar að draga sig
í hlé. Sfar er lýst sem dyggum
stuðningsmanni forsetans. Hann er
nú sjálfkjörinn arftaki hans. Hann
tekur sjálfkrafa við formennsku í
sósíalistaflokknum, PSD, af Mzali.
Vestrænir sendifulltrúar segja að
brottvikning Mzali hafi verið óum-
flýjanleg því forsetinn hefði fyrir
löngu misst álit á honum. Mzali
hljóti að hafa gert sér grein fyrir
hvert stefndi, ekki sízt eftir að
Bourguiba setti konu hans og
nokkra nána vini úfc úr ríkisstjóm-
Því er spáð að brottvikning
Mzali, sem er 61 árs, muni hafa
áhrif á stjómmál í Túnis. Hann
hefur verið hliðhollari vestrænum
ríkjum og talinn með hófsamari
mönnum þar í landi. Samskipti
þeirra Sfars, sem er 53 ára, munu
hafa verið stirð. Sfar er frá sömu
borg og Bourguiba, Monastir. Faðir
hans beið bana í átökum við fran-
skar hersveitir skömmu áður en
Túnis hlaut sjálfstæði og gekk for-
setinn honum þá í föðurstað.
Tékknesk-
ir hermenn
flýja land
MUnchen, AP.
TVEIR tékkneskir hermenn
flýðu yfir til Vestur-Þýzka-
lands á mánudag og báðu
um pólitískt hæli þar í landi.
Hermennimir hafa verið við
landamæravörzlu, en flýðu í
frítíma sínum, rétt eftir að
íþróttakeppni hermanna, sem
haldin var rétt við landamæra-
stöð þeirra, lauk.
Hermennimir, sem era 19
og 20 ára, klæddust íþróttaföt-
um er þeir gáfu sig fram við
vestur-þýzka lögreglu. Þeir
em fyrstu Tékkamir, sem flýja
yfír iandamærin í ár, en í fyrra
flýðu 18 Tékkar yfir þau.
Gífurleg varzla er jafnan við
landamærin og fuiikominn raf-
eindabúnaður nemur hveija
hreyfingu á breiðu svæði
Tékkóslóvakíumegin.