Morgunblaðið - 09.07.1986, Síða 5

Morgunblaðið - 09.07.1986, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986__ Kuldakasti linnir á N orðurlandi 5 Á föstudagínn voru liðin 10 ár síðan Heijólfur kom til Vest- mannaeyja í fyrsta skipti. V estmannaeyjar: Undirbúin smíði nýs Herjólfs Siglingatími styttist um rúma klukkustund V estmannaey) um. HAFINN er undirbúningur að smíði nýs skips til siglinga milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Síðastliðinn föstudag voru iiðin 10 ár frá því Heijólfur kom fyrst til hafnar í Eyjum. Heij- ólfur hefur þjónað dyggilega þessi 10 ár og tryggt Eyjabúum öruggan ferðamáta miUi lands og Eyja. Það hefur þótt tíðindum sæta, hafí orðið að fella niður áætlunar- ferð skipsins vegna veðurs. Frá því skipið hóf siglingar fyrir rétt- um 10 árum og fram til síðustu mánaðamóta hefur Heijólfur flutt 456.394 farþega og 93.248 bif- reiðir, auk mikils magns af vörum. Nú eru tímamót framundan hjá fyrirtækinu og fyrir liggur kostn- aðarsöm 12 ára flokkunarviðgerð skipsins og því hefur stjórn Heij- ólfs hf. hafíð undirbúning að hönnun og smíði nýs Heijólfs. Áætlað er að ganghraði nýja skipsins verði 17 mílur, sem þýðir að siglingartími milli lands og Eyja mun styttast um rúma klst. frá því sem nú er, eða úr rúmlega þremur tímum í rúmlega tvo tíma. Þá er ráðgert að hægt verði að aka bifreiðum inn og út úr skip- inu, hvort heldur að aftan eða framan. A stjómarfundi í Heijólfí hf. síðastliðinn föstudag var Magnús Jónasson frá Gmndarbrekku í Eyjum ráðinn framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ellefu umsóknir bárust um starfíð. — hkj Kjaradeila flugvirkja og Arnarflugs: Arangurslaus fundur hjá ríkissáttasemjara ENGINN árangur varð af fundi samninganefnda flugvirkja og Arnar- flugs hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. Fundur hófst klukkan tíu árdegis og var slitið skömmu eftir hádegið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan 13.00 í dag. Flugvikijar hjá Arnarflugi hafa boðað verkfall frá miðnætti á fimmtudagskvöld, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Að sögn Magnúsar Oddssonar í samninganefnd Amarflugs snýst deildan enn sem fyrr um það hvort samningurinn skuli afturvirkur frá áramótum eða taka gildi við undir- skrift. Magnús sagði að flugvirkjum standi til boða svipaðar kaup- hækkanir og hækkanir á dagpen- ingum og flugvirkjar hjá Flugleið- um fengu og væri ekki ágreiningur um þær tölur. „Hins vegar höfum við neitað að fallast á afturvirkni samningsins, bæði vegna þess að flugmenn og flugfreyjur hjá okkur fengu ekki slík kjör, og eins teljum við að of miklar fjárhæðir séu þar í húfí,“ sagði Magnús. Flugvirkjar hjá Amarflugi er 22 talsins. Bifreið brann til kaldra kola Ökumaður bjargaðist naumlega BIFREIÐ brann til kaldra kola eftir harðan árekstur á Ártúns- höfða í Reykjavík í gær. Okumaður bifreiðarinnar var flnttur á sjúkrahús, en mun ekki lífshættulega slasaður. Tildrög slyssins vom með þeim hætti að vörubifreið ók afturábak út úr svokölluðu Vökuporti, í veg fyrir fólksbifreið. Lenti sú undir palli vömbifreiðarinnar og skipti engum togum að eldur blossaði upp í fólksbifreiðinni. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar hefur ökumaður vömbifreiðarinnar líklega bjargað lífí mannsins, sem í hinni bifreiðinni var með því að vara mjög snöggur að ná honum úr brennandi bifreiðinni. Ökumað- urinn hlaut þó mikil brunasár, en er ekki talinn í lífshættu. Ökumaður vömbifreiðarinnar brenndist nokk- uð á höndum við björgunarðagerð- imar. Spáð góðviðri næstu daga um allt land ÚTLIT er fyrir að næstu dagar verði góðviðrasamir um allt land, á milli 10 og 15 gráður að deginum og „meinhægt og gott sjóveður“ eins og veðurfræðingur orðaði það. Að undanfömu hefur verið mjög kalt á Norðanlandi. Benedikt Sig- urðsson, fréttaritari Morgunblaðs- ins á Grímsstöðum á Fjöllum, sagði sumarið hafa verið fremur kalt þar um slóðir, þó hefði gert gott veður í um hálfan mánuð og gróðurinn þá tekið vel við sér. En kuldinn kippir úr gróðri og út- hagar em nú lélegri en oft áður og mikið kal er í jörð, sagði Bene- dikt. Þrátt fyrir þennan kulda taldi Benedikt að umferð ferðamanna væri nú með meira móti um Hóls- fjöllin, tjaldstæði væri rétt við bæinn og þar er snyrtiaðstaða og rennandi vatn. Fleiri fréttaritarar Morgun- blaðsins á Norðurlandi tóku í sama streng og Benedikt, undanfamir dagar hafa verið kaldir og úrko- musamir, víða gránað í fjöll og hitastig farið niður undir 4-5 gráð- ur. Þetta horfir þó til betri vegar fyrir Norðlendinga því víða er nú farið að glaðna til á norðanverðu landinu. VIÐIR Nú er hver síðastur Aðeins 3 dagar eftir af afmælisvikunni! 10% AFMÆLIS AFSLÁTTUR VK> KASSAHH! Verslunin Víöir er 35 ára á þessu ári og viö höldum veglega uppá þaö. í því tilefni bjóöum viö 10% HEILDARAFSLÁTT af öllum viðskiptum í viku. Afslátturinn fer fram viö kassann - 10% er dregið frá heildarupphæö, hvort sem hún er stór eða smá. ATH. TÓBAKSVÖRUR UNDANSKILDAR Opið til kl.18-30 í Mjóddinni - en til kl. 18 VIÐIR AUSTURSTRÆTI 17 - MJÓDDINNI í Austurstræti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.