Morgunblaðið - 09.07.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 09.07.1986, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 í Disneylandi Sjöunda heimsreisa Utsýnar til Hawaii MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatil- kynning frá Ferðaskrifstofunni Útsýn: Heimsreisufarar Útsýnar, sem tekið hafa þátt í öllum heimsreis- unum, eru búnir að sjá ijöldann af helztu náttúruundrum heimsins og sögufrægustu stöðum, gista flestar stærstu borgir heims og búa á glæsilegustu hótelunum. Heimreisumar spanna orðið allar heimsálfumar. í fyrra varð Ástr- alía og Nýja-Sjáland fyrir valinu, en nú er það Norður-Ámeríka og alla leið á blómskrýddar og pálma- bryddar eyjar Kyrrahafsins, Hawaii, undir einkunnarorðum eyjarskeggja, „aftur til Paradís- ar“. Ferðin hefst 16. okt. nk. og stendur til 5. nóv., en hægt er að framlengja dvöl í Honolulu, San Francisco og/eða New York. i Lítið hefur verið um skipulagð- ar ferðir íslendinga til þessa heimshluta, en Bandaríkin eru gífurlega vinsælt ferðamanna- land, enda geysifjölbreytt og þjónusta við ferðamenn óvíða jafn fullkomin og vel skipulögð. í þess- ari heimsreisu Útsýnar er fyrst flogið til Chicago og áfram til Los Angeles. Alls staðar em gististað- ir og allur viðurgjömingur í hæsta gæðaflokki og búið á heimsfræg- um hótelum. Fyrsti gististaðurinn er t.d. hið glæsilega Hilton-hótel í Beverly Hills, sem kallað er „djásn Hilton-hringsins" í Holly- wood. Þaðan er boðið upp á ferðir í undraheim kvikmyndanna í Uni- versal Studios, frægustu kvik- myndaver heimsins og í töfraheim þann, er snillingurinn Walt Disney skóp handa bömum og fullorðnum í Anaheim, Disneyland, á 160 ekrum í Appelsínulundi. Annar áfangastaður ferðarinnar er Las Vegas, sem kölluð er höfuðborg heimsins á sviði skemmtana. Á glæsihótelum borgarinnar em ein- hveijar íburðarmestu leik- og danssýningar sem um getur, en peningar renna í stríðum straum- um og skipta um eigendur við spilakassa og rúllettur spilavít- anna. Gist er á Las Vegas Hilton, einu stærsta og glæsilegasta hót- eli heims. í Las Vegas er jafnan hægt að sjá marga af frægustu skemmtikröftum heimsins. Meðan dvalist er í Las Vegas gefst kost- ur á kynnisferð í Grand Canyon, eitt mesta náttúmundur veraldar. Frá Las Vegas liggur leiðin til Honolulu á Hawaii, þar sem sum- ar ríkir allt árið og meðalhitinn um 25 gráður. Þótt staðurinn sé alþjóðlegur, em austurlenzk og pólónesísk áhrif mjög ríkjandi. Vegna veðursældar er gróðurfar Frá Hawaii Fairmont-hótelið í San Fran- sisco ákaflega litríkt og fjölskrúðugt, svo eyjamar verðskulda viður- nefnið „blómlegustu eyjar heims". Milli þess sem heimsreisufarar sóla sig undir pálmatijám á Wai- kiki-ströndinni, gefst þeim kostur á ýmsum kynnis- og skemmtiferð- um um eyna Oahu og til nærliggj- andi eyja, t.d. í pólónesíska þjóðgarðinn skammt frá Hono- lulu, þar sem sjá má menningu og þjóðlíf Kyrrahafseyja í hnot- skum, ekki aðeins Hawaii heldur Þar verða heimsreisufarar þátt- takendur í stórveizlu að pólónesí- skum sið með sýningu 150 skemmtikrafta. Er það stærsta sýning af sínu tagi í veröldinni ogein hin litríkasta. Sólarlagssigl- ingar með kvöldverði, strandveizl- ur að pólónesískum hætti, sigling til Pearl Harbour og Demants- höfða eru meðal óteljandi mögu- leika til fróðleiks og skemmtunar. Dvalizt verður í nýjustu byggingu Hilton Hawaiian Village, en hótel- ið stendur á 22 ekrum lands sem byggt er upp eins og pólónesískt þorp með meira en 100 verzlunum og veitingastöðum, en aðeins nokkur skref frá einni frægustu baðströnd heims, Waikiki. Að lokinni sólardvöl á Hawaii liggur leiðin til San Francisco, sem talin er ein fegursta borg heims. Fínasta hverfi borgarinnar heitir Nob Hill, en einmitt þar stendur glæsihótelið Fairmont, kallað „St. Gregory" í sjónvarpsþáttunum „Hótel", en á þessu víðfræga hót- eli er þáttaröðin kvikmynduð. Fairmont-hótelið er í samtökum „fremstu hótela heims“ (The Le- acþng Hotels of the World) og eftirsóttur áningarstaður dipló- mata, kvikmyndastjarna og annars frægðarfólks. í einum fundarsalnum í Fairmont Hotel var stofnskrá Sameinuðu þjóð- anna undirrituð árið 1945. í boði verða kynnisferðir um San Fran- cisco og hin fögru nágrannahéruð hennar, frægustu vinyrkjuhéruð í Vesturheimi. Lokaáfangastaður heimsreis- unnar er New York, sem margir telja „heimsborg heimsborg- anna“. Þátttakendur geta valið milli gistingar á New York Hilton heimsfræga hótels Waldorf Astor- ia. Hægt er að framlengja dvölina í New York eða annars staðar í Bandaríkjunum og kaupa farseðil, sem heimilar 4 staði til viðbótar fyrir aðeins $100. Aðsókn að Heimsreisu VII var svo mikil að hún seldist upp á 5 dögum en Útsýn hefur nú tekist að útvega nokkur sæti til viðbótar. (Frá Útaýn) einnig Samoa, Fiji, Marques-ey]a, Nýja-Sjálands, Tahiti og Tonga. á miðri Manhattan eða hins Bændur á Suðurlandi: Fá ekki varahluti í heyvinnuvélar hjá SIS Dæmi um að menn haf i orðið að kaupa nýjar vélar til að geta hafið heyskap SKORTUR á varahlutum í hey- vinnuvélar hefur háð bændum víða á Suðurlandi, seinkað slætti og hirðingu og valdið þeim veru- legum óþægindum. Morgunblað- inu er kunnugt um að varahlutir í sláttuvélar og heybindivélar hafa ekki fengizt frá Samband- inu, þrátt fyrir langa bið. Hafa menn í einstaka tilfellum orðið að kaupa nýjar vélar til þess að geta hafið heyskap. Erlingur Sigurðsson, bóndi í Sólheimakoti í Mýrdal, segir varahlutaskortinn hafa valdið verulegum óþægind- um, en menn hafi hjálpað hver öðrum. „Við höfum verið að reyna að fá varahluti í heybindivél frá Sam- bandinu í allt vor en ekkert hefur gengið," sagði Erlingur. „Við höf- um orðið fyrir verulegri seinkun vegna þessa og óþægindum, en nágrannamir hafa verið okkur hjálplegir. Einn þeirra hefur ekki fengið varahluti í slátturvél svo við höfum slegið eitthvað fyrir hann og hann aftur bundið fyrir okkur. Þetta er mesta ófremdarástand og virðist því miður mjög algengt. Annars er þetta ekki einskorðað við Sambandið. Mér virðist það illskárst af þessum fyrirtækjum. Algengasta svarið, sem maður fær, er að vara- hlutimir séu í gámi á hafnarbakk- anum, en engir peningar til að leysa þá út. Þegar menn em að kaupa vélar, verður að gera seljendur ábyrga fyrir varahlutaþjónustu. Það er erfitt fyrir einstaka bændur að standa í öllum þeim óþægindum, sem af þessu stafa og þurfa að bera af því kostnað að auki. Það em vandræði, sem af varahluta- skorti skapast og ekkert grín, ef menn neyðast til að kaupa nýjar vélar,“ sagði Erlingur Sigurðsson. Staðarbakka, Miðfirði: Sláttur hefst um næstu helgi Staðarbakka 8. júlí. EFTIR þurrt og kalt vor kom hér hlýindakafli síðari hluta júní- mánaðar og var þá ör spretta. Um síðustu helgi kólnaði svo aft- ur, svo að snjókoma var í fjöllum og á heiðum. Hafís er kominn hér inn á Húna- flóa og eitthvað virðist erfítt með samgöngur á sjó. Sjósókn að sjálf- sögðu útilokuð frá sumum stöðum þar til úr rætist. Þrátt fyrir allt þetta hefur nú síðustu daga verið sæmilega hlýtt. Tún sem ekki hafa verið beitt mikið em orðin slæg. Þó byijað sé að slá á nokkmm bæjum verður sennilega ekki byijað almennt fyrr en um næstu helgi. Vegna þess hve gróðurinn kom seint þótti ekki ráðlegt að leyfa almennan upprekstur á afrétti fyrr en eftir 10. þessa mánaðar. Þó hef- ur verið farið með nokkuð af fé síðustu daga. Hér er orðið mjög þurrt um og ár og lækir í algjöru lágmarki. Benedikt Argonaut, 3.000 tonna herskip i eigu breska flotans. Breskt flota- skip í heimsókn Á morgun, fimmtudag, er vænt- anlegt hingað til lands breska herskipið Argonaut. Skipið sem var sjósett í febrúar 1966 sigldi á ámn- um 1966-77 íj'órum sinnum umhverfís jörðina og heimsótti þijátíu mismunandi lönd. í Falk- landseyjastríðinu skemmdist Argonaut töluvert og tóku viðgerð- ir rúmt ár. Skipið er búið sérstök- um tækjum til að leita að og fylgjast með ferðum kafbáta. Skip- ið mun liggja við festar í Sunda- höfn dagana 10.-13. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.