Morgunblaðið - 09.07.1986, Page 16

Morgunblaðið - 09.07.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 Gilda yfirlýsingar ráðherra? — eftir Jón Magnússon Svo virðist sem landbúnaðarráð- herra og forsætisráðherra hafí sagt ósatt á Alþingi til að fá stjómar- fmmvarp samþykkt rétt fyrir þinglok. Hér er átt við fmmvarp um framleiðslu og sölu á búvömm sem fól í sér heimild til landbúnað- arráðherra að leggja á allt að 200% jöfnunargjald á kartöflur og vömr unnar úr þeim. Helstu rökin fyrir samþykkt fmmvarpsins vom þau að leggja ætti gjaldið á til að vemda innlenda kartöfluframleiðendur. í umræðum á Alþingi þ. 23. apríl sl. segir landbúnaðarráðherra orð- rétt: „Ég ætlast ekki til að þessi heimild (þ.e. álagning jöfnunar- gjaldsins, innsk. greinarhöfundar) sem þarna er veitt ráðherra verði notuð nema þegar sambærileg inn- lend framleiðsla er hér á boðstól- um“. Næstur á mælendaskrá var for- sætisráðherra og sagði orðrétt: „Þetta frumvarp er eingöngu flutt til að heimild fáist til að vernda innlenda framleiðslu á kartöflum þegar um óeðlilega verðfellingu er að ræða á innflutningi eins og mér er tjáð að sé, sérstaklega með ýmis konar framleiddar vömr úr kartöflum". Hvenær átti að leg-gja ájöfnunargjald Samkvæmt þeim ummælum sem hér er vitnað til vom skilyrði þess að jöfnunargjald skyldi lagt á eftir- farandi: 1. Innflutningur væri leyfður en sambærileg innlend framleiðsla væri einnig á boðstólum. Jón Magnússon 2. Óeðlileg verðfelling (þ.e. niður- greiðslur) ætti sér stað á inn- fluttu kartöflunum eða vömm unnum úr þeim. Jafnframt ber að benda á að í umræðum á Alþingi kom það jafnan fram að frumvarpið væri lagt fram til að vemda hagsmuni kartöflu- bænda. Jöfnunargjald lagt á Þann 25. júní sl. lagði land- búnaðarráðherra jöfnunargjald á innfluttar kartöflur og vömr unnar úr þeim. Á þeim tíma vom til um 10 daga birgðir af óunnum innlend- um kartöflum frá því í fyrra. Að því er mér er tjáð, þá em þær nú vart sambærilegar við þær inn- fluttu, vegna langs geymslutíma. „Frumvarpið um jöfn- unargjaldið var flutt sem stj órnarf rumvarp, þannig að báðir stjórn- arflokkarnir bera fulla ábyrgð á því svo og nokkrir þingmenn Al- þýðubandalagsins, sem studdu frumvarpið. Sá sem þetta ritar tók sæti á Alþingi fyrir Sjálf- stæðisf lokkinn meðan frumvarpið var til með- ferðar á Alþingi og óneitaniega fannst mér skjóta dálítið skökku við, að sjálfstæðismenn skyldu standa að frum- varpinu.“ Þær forsendur sem gefnar vom fyrir álagningunni, að sambærileg innlend framleiðsla væri einnig á boðstólum er því vart tæk og væri svo ætti í raun að fella gjaldið nið- ur í bytjun júlí. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að óeðlileg verðfelling hafi átt sér stað á innfluttu kartöfl- unum eða vömm unnum úr þeim. Í þriðja lagi er ljóst að jöfnunar- gjaldið skiptir kartöflubændur engu máli nema ef það gæti orðið þeim til tjóns vegna þess að hærra verð á vömnni hlýtur að valda því að neysla hennar minnkar. Sé þetta skoðað verður ekki kom- ist hjá því að álykta á þann veg, að forsætisráðherra og landbúnað- arráðherra hafi sagt ósatt til að blekkja alþingismenn til fylgis við fmmvarp þetta. Því í raun vom þessar yfirlýsingar ráðherranna forsenda þess að margir alþingis- menn greiddu því atkvæði eða sátu hjá við atkvæðagreiðslu um það. M.a. dró varaformaður Sjálfstæðis- flokksins breytingartillögu við fmmvarpið til baka vegna yfirlýs- inga ráðherranna og sat hjá við atkvæðagreiðslu um fmmvarpið, en hefði ella greitt atkvæði gegn því. Hvernig virkar jöfnunargj aldið Jöfnunargjald leggst þyngst á óunnar kartöflur sem almennust neysla er á. Þannig er í raun verið að skattleggja hvert einasta heimili á landinu með álagningu þess. Þess- um skatti sem nánast hver einasti ncytandi greiðir á að vetja til að niðurgreiða innlenda framleiðslu, þ.e. framleiðslu tveggja kartöflu- verksmiðja. En það er ekki nóg með það. Þrátt fyrir álagningu gjaldsins og tilfærslu með þessum hætti frá neytendum til framleiðenda em unnar erlendar kartöflur á sam- bærilegu verði við þær innlendu. Þessi skattlagning hækkar því vömverð til neytenda og kemur óhjákvæmilega til með að valda hækkunum á vísitölu framfærslu- kostnaðar sem síðar leiðir til hækkunar á lánskjaravísitölu o.s. frv. Neytendur þurfa því ekki að- eins að borga herkostnað land- búnaðarráðherra með hækkuðu vömverði heldur einnig hækkuðum lánum, þannig að dýr mundi Hafliði allur. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins Fmmvarpið um jöfnunargjaldið var flutt sem stjómarfmmvarp, þannig að báðir stjórnarflokkarnir bera fulla ábyrgð á því svo og nokkrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, sem studdu frumvarpið. Sá sem þetta ritar tók sæti á Álþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn meðan fmmvarpið var til meðferðar á Al- þingi og óneitanlega fannst mér skjóta dálítið skökku við, að sjálf- stæðismenn skyldu standa að fmmvarpinu. Eftir að efnislegar umræður höfðu farið fram um mál- ið datt mér satt að segja ekki í annað í hug en að töluverður hópur þingmanna flokksins mundi greiða atkvæði gegn því, en svo var ekki. Allir þingmenn flokksins svo og þeir varamenn sem þá sátu á þingi greiddu atkvæði með því að mér undanskildum, sem greiddi atkvæði gegn því og varaformanni flokks- ins, sem sat hjá við atkvæðagreiðslu um það. Þetta gerðist þrátt fyrir að ákvæði þess séu andstæð stefnu Sjálfstæðisflokksins í mörgum efn- um og stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík hafi beint þeim tilmælum til þingmanna flokksins, að það yrði fellt. Sjálf- sagt verður að gera fleira en gott þykir í [jólitík, en sá flokkur sem kom á viðskiptafrelsi og er mál- svari frjálsrar samkeppni getur hvorki samþykkt svo víðtækar við- skiptahömlur að geðþótta land- búnaðarráðherra né má hann samþykkja að stjómvöld eigi að geta ráðskast með matarbuddu heimilanna að vild sinni. Vilji Sjálf- stæðisflokkurinn hinsvegar víkja frá stefnu sinni um fijálsan mark- aðsbúskap og gerast í auknum „Lífið er saltfiskur“ Nokkrar athug-asemdir við framkomin blaðaskrif eftir Erlend Sveinsson í Morgunblaðinu 5. júlí sl. birtist athugasemd eftir dr. Odd Guðjóns- son, fyrrverandi sendiherra, sem gerð er við heimildarkvikmyndina „Lífið er saltfískur". Oddur saknar þess að í kvikmyndinni skuli ekki getið „þess manns, Gunnars Egil- son, fyrsta verslunarerindreka (oft nefndur fiskifulltrúi) íslands í Suð- ur-Evrópu, sem vissulega kemur hér eftirminnilega við sögu og á því heima í hópi þeirra manna, sem þar voru nefndir. Má jafnvel telja hann meðai þeirra sem fyrstir hófu hagnýtar markaðsrannsóknir í þágu íslands." (Tilv. lýkur). Eg vil leyfa mér að nota þetta tækifæri og þakka dr. Oddi fyrir gagnrýni hans, sem mér fínnst bæði jákvæð og uppbyggileg. Það er ekki ætlun mín, sem ber ábyrgð á handriti og texta myndarinnar, að bera hönd fyrir höfuð mér með þessum skrifum, vegna þess að mér fínnst athugasemd Odds réttmæt. Ég hef reyndar lengi átt von á því að hún kæmi fram. Þannig er nefni- lega mál með vexti, að á fyrstu stigum myndgerðarinnar var fjallað um Gunnar Egilson, fyrsta fískifull- trúa íslands í Suður-Evrópu, jafn- framt því, sem getið var um greinaflokk hans „Um fískflutninga vora“. Reyndar er mjög stuðst við þennan greinaflokk í frásögn mynd- arinnar af fiskflutningunum. En til allrar óhamingju lenti þátturinn af Gunnari í klippiskærunum þegar myndin var fínklippt og úrslitatil- raun var gerð til að koma henni „En til allrar óham- ingju lenti þátturinn af Gunnari í klippiskær- unum þegar myndin var f ínklippt og úrslita- tilraun var gerð til að koma henni niður í 60 mínútna lengd, sem reyndar ekki tókst.“ niður í 60 mínútna lengd, sem reyndar ekki tókst. Hér er gott dæmi um þann vanda, sem við er að glíma í heimildarkvik- mynd og skýrir að nokkru muninn á þessu tjáningarformi og rituðu máli. í heimildarkvikmynd er texti án myndar óhugsandi. Þegar mynd- efni skortir grípa sumir heimildar- kvikmyndagerðarmenn til þess ráðs að nota viðtöl eða frásögn kunn- ugra til að fylla upp í gatið, en sú frásagnaraðferð er ekki notuð í saltfískkvikmyndunum. Varðandi þátt Gunnars Egilson þá var mynd- efni það sem við höfðum til ráðstöf- unar ein ljósmynd og fyrirsögn úr dagblaði. En fleira kemur til. í heimildarkvikmynd þarf að leitast, við að halda athygli áhorfandans með öðrum hætti en gert er á prenti. Þess vegna þarf að gæta þess, að hvergi slakni á spennunni í frásögn myndarinnar. í þriðja lagi er, heim- ildarmyndum yfírleitt settar ákveðnar skorður að því er heildar- lengd varðar. Kvikmynd hættir til Saltfiskuppskipun á Spáni. Eina ljósmyndin, sem fundist hefur af saltfiskuppskipun frá blómaskeiði saltfiskverslunarinnar á árunum milli stríða. að liðast í sundur verði hún of löng eða langdregin og hún er viðkvæm- ari að þessu leyti en ritað orð, þótt þar sé lengd einnig vandamál, sem taka þarf tillit til. Það var því hvorki yfírsjón né þekkingarskort- ur, sem gerði það að verkum, að Gunnars Egilson var ekki getið í kvikmyndinni. Skortur á myndefni, kafli í myndinni, þar sem minnst var á Gunnar, hafði tilhneigingu til að verða of langdreginn og glíman við heildarlengd myndarinnar gerði það að verkum að þátturinn um Gunnar Egilson féll út í lokaklipp- ingu myndarinnar. Eftir á að hyggja verður það að teljast skaði, því nafn Gunnars hefði verið hægt að nefna eins og nöfn ýmissa annarra manna, sem getið er í myndinni undir einni ljósmynd. Gunnar átti það að sjálfsögðu fylli- lega skilið, eins og Oddur Guðjóns- son hefur rækilega bent á í Morgunblaðsgrein sinni. Þar með hefði allra fískifulltrúanna verið getið í heimildarmyndinni „Lífið er saltfískur". En eins og Oddur bend- ir einnig á í grein sinni, þá er það jafnan álitamál við hvaða atriði skal dvelja í langri og viðburðaríkri sögu“. Hvað um ýmsa aðra þætti myndarinnar? Segja má að fjölda- mörgum atriðum hefði verið vert að gera ítarlegri skil en gert er og eflaust hafa einhver atriði orðið útundan, sem vert hefði verið að fjalla um. Kvikmynd af þessu tagi getur eðli málsins samkvæmt aldrei orðið annað en yfirlitsfróðleikur og ef best lætur skilið eftir tilfínningu fyrir sögulegri þróun. Frekari þekk- ingar verða menn síðan að afla sér í bókum. Ég vona að Oddur Guðjónsson og aðrir þeir, sem láta þessi mál sig nokkurs varða, taki þessar skýr- ingar til greina. Klipparahöfundur Þjóðviljans, sem gerði efni myndar- innar að umtalsefni á dögunum, mætti einnig taka þær til athugun- ar. Fyrst ég er á annað borð farinn að stinga niður penna verður að endingu ekki hjá því komist að undrast nokkuð umfjöllun fjölmiðla- rýnis Morgunblaðsins, Olafs M. Jóhannessonar, um þessar saltfísk- kvikmyndir. Eftir sýningu_ fyrsta hluta myndarinnar vitnar Olafur í breskan kunningja sinn, sem verður það á orði að sjónvarpið bjóði ekki upp á annað en físk og hafí aðeins á einni rás að skipa, sem sé mikill skaði, í slíku tilfelli. Eftir sýningu síðasta hlutans telur Ólafur, að „Lífið er saltfískur" sé ekkert annað en auglýsing fyrir ágæti SIF og því í hæsta máta vafasamt sjónvarps- efni, a.m.k. hefði ekki átt að sýna myndina athugasemdalaust af hálfu sjónvarpsins. Ég hefði kosið að sjá rökstuðning sjónvarpsrýnis- ins með dæmum úr myndinni en ekki dagskrárkynningu sjónvarps- ins, en það voru aðalrök Ólafs að í dagskrárkynningu kæmi fram að utanaðkomandi erfiðleikar í salt- físksölunni, eins og heimskreppa o.fl., hefði þjappað mönnum saman og leitt til stoftiunar SÍF. Ef ekki má sýna heimildarkvikmynd um undirstöðuatvinnugreinar þjóðar- innar í íslenska sjónvarpinu, jafnvel þótt frumkvæðið að gerð slíkrar kvikmyndar hafí komið frá samtök- um framleiðenda í viðkomandi atvinnugrein, hvar erum við þá á vegi stödd? Heimildarkvikmyndin „Lífíð er saltfískur" tekur að vísu afstöðu með mikilvægi samtaka- máttarins. Vel má segja að myndin fjalli í stórum dráttum um samtaka- máttinn. Það er síðan áhorfandans að draga sínar ályktanir. Þessi af- staða getur ekki jafngilt því að myndin sé auglýsingamynd í nei- kvæðri merkingu, nema Olafur geti sýnt fram á það með gildum rökum. Sjónvarpið hefur haft 20 ár til að búa til heimildarkvikmyndir um útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar. Hefur Ólafí ekki hugkvæmst af þessu tilefni að spyrja sig þeirrar spumingar, hvers vegna það hafí ekki verið gert? Höfundur er kvikmyndagerðar- maður og handritshöfundur og stjórnandi myndarinnar „Lífið er saltfiskur".

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.