Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
19
„Stórkostlegt að
syngja með alvöru
danshlj ómsveit“
„Ég hef aldrei prófað áður
að syngja með svona alvöru
danshljómsveit, en mér finnst
það alveg stórkostlegt. Ég er
fyrst og fremst að vinna fyrir
mér með þvi að vera í Sumar-
gleðinni, en þetta er eitt það
skemmtilegasta sem ég hef
gert. Þetta er svo gaman allt
saman,“ sagði Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, öðru nafni Diddú, sem í
sumar þeysist landshornanna á
milli með Sumargleðinni til að
skemmta landsmönnum.
„Það er góð stemmning alls
staðar og okkur er frábærlega vel
tekið. Mér fínnst þó sérstaklega
skemmtilegt að sjá hversu mikil
breidd er í áhorfendahópnum.
Áhorfendur eru á öllum aldri, allt
frá krökkum upp í eldra fólk og
allir veltast um af hlátri."
Diddú sagði að hlutverk hennar
í Sumargleðinni væri margþætt,
svo sem grínast í leikþáttunum,
syngja syrpu af lögum úr gömlum
revíum og söngleikjum og einnig
á dansleiknum. „Ég skemmti mér
Sigrún Hjálmtýsdóttir í einu gervi sínu á Sumargleðinni. Þar
syngur hún m.a. þekkt Iög úr þekktum söngleikjum við góðar
undirtektír.
alveg eins vel eins og fólkið úti í
sal, en það er svo skrýtið með
það, að ég hef aldrei getað haldið
takti ef ég hef verið látin slá á
einhver ásláttarhljóðfæri. Þegar
ég var með Spilverki þjóðanna í
gamla daga voru strákamir oft
að reyna að láta mig slá í tamb-
úrínur, en ég klúðraði því alltaf
svo ég held mig eingöngu við
sönginn."
Diddú sagði að ferð Sumargleð-
innar um landið lyki um miðjan
ágúst og ætlaði hún þá til Ítalíu
í mánaðartíma til að sækja einka-
tíma í söng. „Ég verð líklega
heima við í vetur og tek að mér
það sem til fellur. ítalfa verður
þó næsti áfangastaður hvenær
sem það verður. Ég ætla að fara
að einbeita mér að ákveðnum
hlutum í sambandi við klassískan
söng og hef ég síður en svo af-
greitt söngnámið ennþá. Ég var
á leið til Italíu sl. haust, en þá
kom annað til skjalanna svo ég
varð að fresta áætluninni þá.
Reykjavík — Glasgow:
Alit heildsala á saman-
burði V erðlag-sstofnunar
EINS OG fram hefur komið birtí Verðlagsstofnun í síðustu viku
samanburð á vöruverði í Glasgow og Reykjavík. Leiðir hún m.a. í
ljós að verð á ákveðnum vörutegundum í Reykjavík er 140%-600%
hærra en í Skotlandi. Þá hafi innflytjendur í 22% tilvika greitt
hærra verð fyrir innflutta vöru en neytendur í Glasgow. Morgun-
blaðið bar niðurstöður könnunarinnar undir talsmenn tveggja
heildverslana sem flytja inn nokkrar þeirra vörutegunda sem saman-
burður var gerður á. Birtast svör þeirra hér.
„Könnunin er
út í bláinn“
tgSAMSUNG
TÍMfdMNA
TAKN
— segir Örnólfur Nikulásson hjá
heildverslun H. Benediktssonar
„VIÐ erum montnir af útkomu
okkar úr samanburðinum,“ sagði
Örnólfur Nikulásson hjá heild-
verslun H. Ben. „Þær vörur sem
við seljum mest af koma vel út,
en eina vörutegund kaupum við
inn á verði sem er hærra en
smásöluverð í Glasgow. Enda er
hún ekki með nema brot af mark-
aðinum." Örnólfur sagði að
persónulega þætti sér könnunin
út i bláinn. Það væri löngu Ijóst
að mikill munur væri á verði í
Glasgow og Reykjavík. Verðlags-
yfirvöldum væri kunnugt um
tolla og álögur. „Þessar vörur
eru fluttar inn á hæstu frakttöxt-
um sem um getur. Ofan á „cif“-
verðið leggst tollur og vörugjald
ofan á það. Þetta er til háborinn-
ar skammar."
Ömólfur sagði að könnunin sýndi
glögglega sambandið milli hag-
stæðs innkaupsverðs og mikillar
sölu hér heima. Tók hann í sama
streng og framkvæmdastjóri Félags
stórkaupmanna að jafnan yrði erfítt
að ná hagstæðu verði á litlu magni.
Aðspurður sagði Ömólfur að bann
stjórnvalda við vörulánum skipti
ekki sköpum fyrir innflutning fyrir-
tækisins. Vömmar væm dags-
stimplaðar og erfítt að kaupa þær
í umframmagni. Þegar verðlag var
óstöðugt hefðu vömlánin verið al-
gjörlega út úr myndinni, og menn
hefðu lært að stjórna innkaupunum
í takt við söluna.
„Tökum umboðslaun 1
stað þess að hækka
álagsprósentuna“
— seg’ir Friðrik Friðriksson hjá íslenzk-erlenda
„KONNUN Verðlagsstofnunar
er óskiljanleg öðrum en þeim
sem þekkja málið af eigin raun,“
sagði Friðrik Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri íslenzk-erlenda
verzlunarfélagsins. Taldi hann
að upplýsingarnar væru í raun
úreltar, þar sem miðað væri við
tollprósentu sem gilti fyrir samn-
ingana í vor. „Þó er samanburð-
urinn okkur hagstæður. I aðeins
einu tilfelli er innkaupsverð okk-
ar hærra en smásöluverðið í
Glasgow og tökum við það mjög
alvarlega. Við höfum þegar sent
erlenda fyrirtækinu skeyti og
beðið um skýringar á þessuin
mikla mun. Ef við fáum ekki við-
hlitandi svör förum við fram á
lækkun."
Ummæli framkvæmdastjóra Fé-
lags stórkaupmanna um að of
skammur tími væri liðinn frá því
að verðmyndun var gefin frjáls voru
borin undir Friðrik. „Það er rangt
að segja verðmyndunina fijálsa.
Frelsið er í orði en ekki á borði.
Við skilum reglulega skýrslum og
erum undir ströngu eftirliti. Þetta
leiðir til þess að innflytjendur kjósa
að þiggja umboðslaun sín erlendis
í stað þess að hækka álagsprósent-
una.“ Friðrik sagði að neytendur
bæru skarðan hlut frá borði þar sem
umboðslaunin væru falin í inn-
kaupsverðinu, tollar og vörugjöld
leggjast því ofan á þau. „Verðlags-
yfirvöld hafa gefíð það í skyn að
ef álagning okkar hækki muni þau
taka í taumana. Ef þessi hræðsla
væri ekki fyrir hendi, og látið af
eftirlitinu myndi það stuðla að
fijálsri verðmyndun."
ÖRBYLGJUOFN
meö snúningsdiski
Á VERÐI
SEM SLÆR ALLT ÚT!
Kr. 10.900 stgr.
3.000 út — eftirstödvar á sex mánudum!
íslenskur leidarvísir
Námskeiö innifalið í verði