Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
27
Faxarall Snarfara fór fram í blíðskaparveðri
Meðalhraði signr-
vegarans var 52 sjómflur
FAXARALL Snarfara, félags sportbátaeiganda fór
fram sl. mánudagskvöld.
Rallið hófst í Elliðanausti við Súðavog þar sem Snar-
fari hefur aðsetur og voru sigldar alis 55 sjómílur í
kringum Viðey og víðar.
Þátttakendur voru alls 11, átta bátar með díselvél
ogþrír með bensínvél.
Sigurvegarar í flokki báta með
díselvél urðu feðgamir Guðmund-
ur Lárusson og Oskar Guðmunds-
son á bátnum Sóma 700. Bátinn
smíðuðu þeir sjálfír í Bátasmiðju
Guðmundar Hafnarfírði. Hann var
búinn 200 hestafla Volvo Penta
vél og var meðalhraði hans 34
sjómílur á klst. Sigurvegarar í
flokki báta með bensínvél voru
þeir Freyr Jakobsson og Guðjón
Halldórsson á Mjallhvíti. Hann er
einnig smíðaður hérlendis í Sjó-
sporti Kópavogi. Hann var búinn
115 hestafla Mercury vél og var
meðalhraði hans 52 sjómílur.
Að sögn Ársæls Guðsteinssonar
sem er framkvæmdarstjóri hátí-
ðahalda þeirra Snarfaramanna
tókst keppnin að öllu leyti vel,
veðrið hafí verið ákjósanlegt fyrir
keppni af þessu tagi, hæfíleg gola
sem rétt gáraði sjóinn.
í gærkvöldi var síðan áformað
hæfnisrall, þar sem keppendum
yrðu gefin upp hnit á baujum sem
þeir áttu að fínna.
í kvöld verður farið í svokallað
baujusvig sem svipar til skíðasvigs
nema að sveigt er á milli bauja.
Einnig verður farið í svig á sjóskí-
ðum og er þetta að öllum líkindum
fyrsta keppni á sjóskíðum hérlend-
is. Þessar keppnir verða báðar í
Elliðanausti við Súðavog og ættu
að sjást vel úr landi.
Á morgun verður sjóstangveiði-
keppni. Hún hefst kl. 6 og henni
lýkur kl. 11. Hátíðahöldum þeirra
Snarfaramanna lýkur síðan á
föstudaginn með verðlaunaaf-
hendingu.
Sjórinn skvettist í allar áttir þegar vélamar voru keyrðar i botn. Moi*unWa*a/óLK.M.
Sómi 700, sigurvegari i flokki báta með diselvél.
Mjallhvít, sigurvegari í flokki báta með bensínvél.
Stórglæsileg heimilistæki
Við kynnum glæsilegan nýtísku gráan lit. Öll tækin frá sama fram-
leiðanda: Ofnar, hellur, vaskar, kranar, kæliskápar, uppþvottavél-
ar, þvottavélar, viftur, þurrkarar.
— Kynntu þér Blomberg-tækin strax í dag.
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI 10A - SlMI 16995