Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 r AKUREYRI Fjögurra hæða hús rís við miðbæinn Akureyri. LOKIÐ hefur verið við að rífa gamla Gánufélagshúsið við Skipagötu. Fatahreinsun Vig- fúsar og Árna hefur fest kaup á lóðinni og hyggjast eigend- iimir byggja þar fjögurra hæða hús sem verður um 320 fermetrar að grunnfleti. Sigurður Vigfússon hjá Fata- hreinsuninni sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að þegar væri orðið all þröngt um þá í núverandi húsnæði og þar sem þeir hefðu ekki átt lóðina að Hólabraut II, þar sem þeir eru nú til húsa, hefðu þeir farið að leita sér að lóð til að byggja á og fundið þessa. Sagði hann að þegar hefðu tveir aðilar, verkfræðiskrifstofa og tann- læknastofa, keypt aðra hæðina og þá efstu, en á jarðhæðinni verður fatahreinsunin til húsa. Þriðja hæðin er hins vegar óseld. Aðspurður um hvenær fram- kvæmdir ættu að heQast sagði hann að það yrði sem allra fyrst eftir að samþykkt bygginga- nefndar lægi fyrir. Gamla Gránufélagshúsið var rifíð i síðustu viku, og þegar mynd- in var tekin var það lítið annað en sperrurnar. Teikningar af suður- og austurhlið hússins eins og fyrirhugað er að það verði. Kynnum landíð og bjóðum upp á skemmti- legan félagsskap — segir Herdís Jónsdóttir starfsmaður Ferðafélags Akureyrar Akureyri. „VII) SJÁUM um að kynna landið og svo bjóðum við upp á afspymu- skemmtilegan félagsskap" sagði Herdís Jónsdóttir, starfsmaður og „altmuligmand" hjá Ferðafélagi Akureyrar, er Morgunblaðið forvitn- aðist um starfsemi þess á dögunum. „Þetta eru mest ferðir um Norð- urland — það má segja að við séum sjálfstætt útibú frá Ferðafélagi íslands," sagði Herdís. Ferðafélag Akureyrar býður upp á margvísleg- ar ferðir rútuferðir í byggð og óbyggð, gönguferðir, stuttar og Iangar, sjó- og flugferðir — einnig Qölskylduferðir þar sem grillað er og fleira í þeim dúr. Hvað sjóferðimar varðar hefur Ferðafélagið farið í eyjamar úti fyrir Norðurlandi. „Drangey, Hrísey og Grímsey hafa verið skoðaðar í dagsferðum. Svo erum við nýkomin frá Færeyjum. Við fómm þangað með Norrönu — rúta á vegum fé- lagsins keyrði hópinn svo um allar eyjamar og við gengum mikið um og skoðuðum. Þetta var frábær ferð.“ Herdís sagði að í lengri ferðum en dagsferðum beindi félagið fólki mikið upp á hálendið — í rútum — og þá er fararstjóri alltaf með í för. „Ég vil geta þess að í ferðum lengri en eins dags er matur alltaf innifalinn hjá okkur, það er morg- unmatur og kvöldmatur, og em margir fegnir þessu sumarfríi frá pottum og pönnum" Er félagið starfandi allt árið? „Við emm með ferðirá vorin og fram á haust en félagsstarfið leggst ekki niður á haustin — þá tekur skemmtanafíknin við. Við emm með skemmtikvöld, myndasýningar og fleira og þá er starf næsta sum- ars rætt og skipulagt. Þá er meiningin að nota vetuma til kynn- ingar á félaginu. Það er í deiglunni að fara í skóla og fyrirtæki næsta vetur í þeim tilgangi." Dísa sagði þess misskilnings hafa gætt að Ferðafélagið væri lokað, þ.e. ferðir þess væm eingöngu fyr- Pollamót Eimskips: Völsungur og Þór í úrslitin Akureyri. A-LBE) VÖLSUNGS frá Húsavík ogf B-lid Þórs frá Akureyri tryggðu sér sæti í úrslitakeppni Pollamóts Eimskips og KSí í 6. flokki um siðustu helgi, er undankeppni liða frá Norðurlandi fór fram á velli Þórs við Glerárskóla hér á Akui Úrslit leikjanna um helgina urðu sem hér segir, fyrst er það laugar- dagurinn: A-lið Þór-Svarfdælir ......... :2 A-lið KA-Leiftur ............ 6:0 A-lið Þór-Tindastóll ........ 6:1 B-lið Þór-Tindastóll ........ 4:0 A-lið Þór-KA ................ 2:1 B-lið Þór-KA ................ 3:1 A-lið Völsungur-Tindastóll .. 4:0 B-lið Þór-Tindastóll ........ 1:0 A-lið Völsungur-KA .......... 3:2 B-lið KA-Þór ................ 5:0 A-lið Svarfdælir-Leiftur .... 2:2 Á sunnudaginn vora svo eftir- taldir leikir A-lið Tindastóll-Leiftur .... 1:0 A-lið KA-Svarfdælir ......... 6:0 B-lið KA-Tindastóll ......... 4:0 A-lið KA-TindastólI ......... 6:1 A-lið Völsungur-Leiftur ..... 9:0 A-lið Völsungur-Þór ......... 1:1 A-lið Þór-Leiftur ........... 8:1 A-lið Völsungur-Svarfdælir .... 5:0 A-Iið Svarfdælir-Tindastóll . 1:0 B-IiðÞór-Þór ................ 3:1 Tapliðið í síðasta leiknum var C-lið Þórs — eins tapliðið í B-liðs- leiknum gegn KA og liðið sem vann Tindastól 1:0. Völsungur afboðaði komu B-liðs síns í mótið á síðustu stundu og ákváðu Þórsarar þá í skyndi að láta C-lið sitt keppa til að raska ekki niðurröðuninni, en Þór sá um framkvæmd mótsins. Völsungar komust í úrslit í flokki A-liða eins og áður segir. Þeir hlutu 9 stig, jafnmörg og Þórsarar, en Völsungur var með betra marka- hlutfall. Bæði lið unnu alla sína leiki — nema innbyrðisviðureignina, sem endaði með 1:1 jafntefli. Markatala Völsungs var 22:3 en hjá Þór 21:6. B-lið Þórs varð svo stigahæst í keppni B-liðanna og leikur í úrslita- keppninni í Reykjavík seinna í mánuðinum. Liðið vann alla sína leiki um helgina. Veður á Akureyri var leiðinlegt um helgina, kuldi og rok, en kepp- endur létu það lítið á sig fá. Oft sýndu þeir skemmtileg tilþrif — og það verður ömgglega mikið Ijör á úrslitakeppninni í Reykjavík 19. og 20. þessa mánaðar. Gert við Kaldbak á ísafirði TOGARINN Kaldbakur kom til Akureyrar í gær frá ísafirði. Síðastliðinn föstudag varð skipið vélarvana þar sem það var á veiðum suður af Jökultungum. Strandferðaskipið Askja dró Kaldbak til hafnar á Ísafírði og komu skipin þangað kl. 16.30 á mánudag. Til Isafjarðar komu við- gerðarmenn frá Útgerðarfélagi Akureyrar og um kl. 22.30 sama kvöld höfðu þeir með aðstoð lokið viðgerðum á skipinu. Að sögn Vilhelms Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyrar var hér um að ræða bil- um í stjómbúnaði skipsskrúfu. Ferð skipsins fyrir Hom gekk greiðlega og átti skipið ekki í nein- um teljandi vandræðum vegna íss. Kaldbakur landaði 250 tonna afla á Akureyri. Herdís Jónsdóttir, starfsmaður Ferðafélags Akureyrar. ir félagsmenn. „Það em allir velkomnir í ferðir hjá okkur og þá meina ég allir. Nú, ef fólk fær svo ferðabakteríuna í svona ferð þá er ekki úr vegi að gerast félagsmaður og fá afslátt í ferðimar!" Skrifstofa Ferðafélags Akur- eyrar er opin alla virka daga milli kl. 17.30 og 19 en hún er til húsa í Skipagötu 12 á 2. hæð. Herdís starfar þar og svarar „öllum spum- ingum varðandi félagið og ferðimar og ég leiðbeini fólki með útbúnað og annað slíkt með glöðu geði,“ sagði hún. Hún sagði að yngra fólk hefði lítið starfað í félaginu undanfarin ár „og má kenna um ónógri auglýs- ingu eða kynningu á félaginu. Nú er verið að bæta það upp og ég er handviss um að akureysk ungmenni taka við sér og skelli sér af stað — sjái hvað þetta er frábær félags- skapur," sagði Herdís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.