Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
29
Óhappið á Reykjavíkurflugvelli
Forðaði snarræði flug-
virkjans sprengingu?
Ævar Björnsson flugvirki við slysstaðinn. Morgunbiaaia/Ami s*bc
Vorum lagðir af
stað þegar
útkallið kom
— sagði Birgir Olafsson
varðsljóri hjá
Slökkviliðinu á
Reykjavíkurflugvelii
„VIÐ VORUM tveir staddir í
varðstöðinni og sáum þar hvar
vélin fór upp á vindhviðu,“ sagði
Birgir Ólafsson, sem var varð-
stjóri á vakt hjá Slökkvilliðinu á
Reykjavíkurflugvelli þegar at-
vikið átti sér stað.
„Við rukum út og af stað um
leið og við sáum hvað var að ger-
ast. Utkallið úr tuminum kom svo
er við vorum að renna úr hlaði.
Þegar við komum að vélunum sáum
við að farþegamir vom komnir út
Birgir Ólafsson, varðstjóri.
úr vélinni og að einn var slasaður,
allur ataður blóði.
Starfsmenn Flugleiða vom að
slökkva restina af eldinum og hjálp-
uðum við þeim við það ásamt
lögreglunni.
Þetta reyndist sem betur fer ekki
vera eins alvarlegt og það virtist
við fyrstu sýn. Þetta leit mjög illa
út þegar við kornurn."
Egili Egilsson, tollvörður.
Átti fótum
fjör að launa
— segir Egill Egils-
son, tollvörður
„ÞAÐ MÁ segja, að ég hafi átt
fótum fjör að launa. Það flýtti
fyrir mér að ég horfði á vélina
skella í jörðina og koma á fleygi-
ferð í áttina að mér, þar sem ég
stóð við landganginn á Fokkern-
um. Litia vélin skall á hjólabún-
aði Fokkersins og landganginum
og eldur kviknaði um leið. Ég
er fullviss um að snarræði flug-
ÞAÐ VAR mál manna á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi að
líklega hefði snarræði Ævars Björnssonar flugvirkja, eins úr
áhöfn Dagfara, komið í veg fyrir að stórslys yrði.
Þegar óhappið átti sér stað
vom áhafnarmeðlimir og flestir
farþegar komnir út úr Fokkemum
og stóðu sumir sunnan við hann
á flugvellinum. Þeirra á meðal var
Ævar. Hann sá hvað verða vildi
þegar litla Ralley Tampico-vélin
tók stefnuna á Fokkerinn, brá
skjótt við og náði í slökkvitæki inn
í flugstjómarklefann og hljóp til
þegar vélin skall á Fokkerinn.
Eldur kom þegar upp í hreyfli
litlu vélarinnar og réðst Ævar
strax til atlögu við hann með
handslökkvitækinu. Annar maður
kom fljótlega að með annað tæki
og tókst þeim í sameiningu að
slökkva eldinn.
Að sögn slökkviliðsmanna get-
ur þetta snarræði Ævars hafa
bjargað því að ekki varð spreng-
ing, því vængir litlu vélarinnar
fóm báðir af og flæddi eldsneyti
úr þeim allt um kring.
Skil ekki
hvað við
sluppum vel
— segir Axel Aspelund,
f lugmaður TF-TAM
„ÉG SKIL tæpast hvernig við
sluppum svona vel; hvaða vernd-
arhendi hélt hlíf iskildi yfir
okkur. Vélin er farin, en við, sem
í henni vorum, stöndum að mestu
heil eftir. Það hefur líklega skipt
miklu, að mér tókst að rétta vél-
ina af, áður en hún skall í jörð-
ina,“ sagði Axel Aspelund,
flugmaður TF TAM, í samtali við
Morgunblaðið.
Axel sagði, að hann hefði farið
í loftið rétt á eftir Fokker-vél og
lent í hvirfli frá henni með þeim
afleiðingum að hann hefði misst
stjóm á vélinni í um 100 feta hæð.
Hún hefði nánast farið á hvolf og
kastast til hægri. Úr því hefði hann
bara hugsað um að bjarga því sem
bjargað yrði.
Axel sagði, að hann hefði verið
að fara með þijá Frakka, reyndar
frá framleiðendum vélarinnar, í út-
sýnisflug yfir Þingvelli. Þeir hefðu
átt að fara í loftið rétt á eftir
Fokker-vélinni og verið beðnir um
að hraða sér fremur, en jafnframt
Axel Aspelund, flugmaður.
verið varaðir við hugsanlegum
hvirfli frá Fokkemum. „Við höfum
líklega farið í loftið um það bil
tveimur mínútum á eftir Fokkem-
um og það hefur greinilega verið
full snemmt," sagði Axel Aspelund.
Einar Bjamason flugvirki.
Rakst niður á
hægri væng og
lendingarstell-
ið brotnaði
— sagðiEinar
Bjarnson flugvirki
VÉLIN var að koma suður braut-
ina og var í flugtaki, komin í ca.
30-40 feta hæð þegar hún datt
allt í einu hratt niður á hægri
væng,“ sagði Einar Bjarnason
flugvirki, en hann var að vinna
í kringum Fokker-vélina þegar
slysið átti sér stað.
„Flugmaðurinn reyndi að vinda
vélinni yfir til vinstri en þá rakst
hægri vængurinn niður og við það
brotnaði lendingarstellið. Þá snerist
vélin í hálfhring og rann að Fokk-
emum, eina 40 metra. Það tók upp
smá eld í minni vélinni en flugvirki
sem staddur var við Fokkerinn
slökkti hann með slökkvitæki."
Morgunblaðið/Júlíus
Þrír Frakkar vora í litlu vélinni auk flugmanns og meiddist einn
þeirra lítillega á höfði og var fluttur á slysadeild.
virkjans, sem var í áhöfn
Fokkersins hefur komið i veg
fyrir stórslys, en hann náði að
slökkva eldinn,“ sagði Egill
Egilsson, tollvörður, í samtali við
Morgunblaðið.
„Við vomm að taka á móti flug-
vél frá Færeyjum og ég stóð við
landganginn á henni, þegar far-
þegamir vom að ganga út. Þá
heyrði ég flugvélarhljóð og snéri
mér við og sá Fokker fara í loftið
og fylgdist með flugtakinu. Stuttu
á eftir kom litla vélin og ég sá að
hún var farin að hallast nokkuð tii
hægri. Það var greinilegt að hún
var í einhveijum vandræðum. Síðan
tók vélin stefnu til hægri í áttina
að mér þar sem ég stóð. Hún skall
niður, fyrst á hægri vænginn en
síðan nefíð og rann í áttina til mín
á fleygiferð eftir að hún var komin
niður. Hún skall á hjólin á Fokkem-
um og landganginum. Eldur kom
strax upp, en maður, sem var í
áhöfn Fokkersins, var mjög snögg-
ur, greip slökkvitæki í vélinni og
náði að slökkva. Mér fínnst snar-
ræði hans hafa forðað stórslysi.
Þegar ég sá vélina steypast niður
hugsaði ég aðallega um það hvar
hún lenti og hvert ég ætti að hlaupa.
Fannst fyrst að hún kæmi á mig,
en svo lenti hún á jörðinni nokkm
frá. Það var hrikalegt að sjá þetta
og mikill léttir að sjá að allir kom-
ust ómeiddir að kalla úr litlu vélinni.
Mér fannst allt björgunarstarf
ganga mjög greiðlega, bæði hjá
slökkviliði, lögreglu og starfsfólki
Flugleiða," sagði Egill Egilsson.
Sá hvar vélin
tók stefnuna
beint á okkur
— sagði Margrét
Pálsdóttir
flugfreyja
ONNUR flugfreyjanna um borð
í Dagfara, Fokker Friendship-vél
Flugleiða, var Margrét Pálsdótt-
ir. Hún varð sjónarvottur að
slysinu, og segist svo frá:
„Ég var í þann mund að hleypa
síðustu þremur farþegunum út úr
vélinni þegar ég sá skyndilega út
um dymar hvar litla vélin tekur
stefnuna beint á okkur. Ég sá að
við myndum ekki komast út og
henti mér því á farþegana til að
halda þeim inni í farþegarýminu.
Þetta gerðist allt mjög skyndilega,
en ég komst þó ekki hjá því að
fylgjast með því út um gluggann
hvemig litla vélin nálgaðist og skall
að lokum á lendingarhjól Fokkers-
ins og landgöngutröppumar. Það
kom strax upp eldur í hreyflinum
og ég gerði mér grein fyrir því að
hætta var á sprengingu, svo ég
ýtti farþegunum á undan mér og
við hlupum sem fætur toguðu út
úr vélinni. Þetta gerðist allt á
nokkrum sekúndum og ég held að
ekkert okkar hafí haft tíma til að
Margrét Pálsdóttir flugfreyja
verða hrætt," sagði Margrét Páls-
dóttir.
Um borð í Dagfara voru tólf far*
þegar og fímm manna áhöfn.
Fokkerinn
hristist til
ogfólkhljóp
undan honum
— sagði Þór Mýrdal
einkaflugmaður
„ÉG VAR staddur uppi í gamla
flugturninum og fylgdist þaðaií*
með vélinni þar sem hún var að
ná upp flugtakshraða," sagði Þór
Mýrdal einkaflugmaður.
„Vélin tekur á loft og allt virtist
vera með eðlilegum hætti þegar ég
sé allt í einu að hún bytjar að rísa
og hallar ískyggilega á vinstri
væng.
Ég hugsaði með mér að flug-
maðurinn hlyti að fara að rétta
hana við en í þann mund stingst
hún niður í brautina og rennur á
kviðnum á Fokkerinn sem hristist
allur til og fólk hljóp undan honum.
Síðan sá ég reyk en gerði mér
ekki alveg grein fyrir því hvort
hann var af slökkvitækjunum eða
eldinum." *
Þór Mýrdal ásamt eiginkonu
sinni, Jóhönnu Gunnarsdóttur.