Morgunblaðið - 09.07.1986, Side 34
Þau eru ung og leika sér
Við höfum verið að kanna hvað
böm aðhafast yfír sumartím-
ann. Stór hópur fer á alls konar
námskeið í íþróttum. Fyrir nokkr-
um árum hófust námskeið þar
sem bömin eru alveg frá 10 að
morgni til klukkan Qögur eftir
hádegi. Á þessum námskeiðum
em kenndir ieikir, farið í íþróttir
og einnig farið í skoðunarferðir
o.fl.
Bamasíðan brá sér á eitt svona
námskeið og kynntist þar mörgum
krökkum. A þessu námskeiði, sem
haldið er í húsi KFUM og KFUK
við Holtaveg, em um 30 böm í
einu. Hvert námskeið er í tvær
vikur. Krakkamir em á aldrinum
6 til 9 ára (hver veit nema þang-
að slæðist einn og einn tíu ára).
Leiðbeinendumir em þrír, tveir
kennarar og einn framhaldsskóla-
nemi.
Við hittum krakkana í garði
Einars Jónssonar myndhöggvara.
Þau skoðuð styttumar, brostu
framan í sólina og léku sér.
Nokkrir fóm auðvitað í mynda-
styttuleik! Snúa, stilla eða hrinda?
Við tókum tvo krakka tali.
— Hvað heitið þið?
„Ég heitt Agla Marta Sigur-
jónsdóttir og er níu ára.“
„Og ég heiti Sigurður Bjami
Gíslason og er sjö ára.“
— Er gaman á svona nám-
skeiði?
Bæði: „Já.“
— Hvað gerið þið?
SBG: „Við leikum okkur úti.“
AMS: „Svo fömm við á söfn.“
— Hvaða söfn hafíð þið farið á?
AMS: „Við vomm á safni Ein-
ars Jónssonar og svo fómm við á
Náttúrugripasafnið. “
— Hafið þið farið eitthvert ann-
að?
Bæði: „Við höfum farið í sund.
Svo ætlum við í Hljómskálagarð-
inn og borða nestið okkar. Um
daginn fómm við í afmæli Lands-
bankans."
— Hafið þið gert eitthvað annað
í sumar, farið eitthvert í fri?
AMS: „Ég fór í sumarbúðir í
Vindáshlíð."
— Hvað gerir þú í sumarbúð-
um?
AMSB: „Bara svo margt. Við
fómm í ratleik og leikum leikrit
á kvöldvökunni."
— En hefurðu farið eitthvert
með foreldmm þínum?
AMS: „Já, við fóram í sumar-
bústað til frænda míns og vomm
þar eina helgi."
— En þú, Sigurður Bjami, hvert
hefur þú farið?
SBG: „Ég fór í Vatnaskóg. Og
um daginn fómm við í sumar-
bústaðinn okkar. Hann er rétt hjá
bænum."
— Hvað gerir þú þar?
SBG: „Leik mér að kassabflnum
minum.“
Sigurður Bjarni
— Ætlarðu að fara eitthvert
annað í sumar?
SBG: „Kannski fer ég til Vest-
mannaeyja. Ég átti einu sinni
heima þar.“
— Hvemig var að eiga heima
í Vestmannaeyjum?
SBG: „Garnan."
— Hvað gera krakkar í Vest-
mannaeyjum?
SGB: „Bara fara að spranga
og hjóla og stóm krakkamir fara
að gella."
— Mega litlir krakkar líka
spranga?
SGB: „Já, þau mega það á öll-
um aldri. Við bara læram það.“
Agla Marta á heima í Norður-
mýrinni en Sigurður Bjami í
Breiðholtinu. Það er ekki afger-
andi munur á hvað krakkar í
hinum ólíku hverfum borgarinnar
gera í sumarfriinu sínu. Sumir á
námskeiðinu eiga eldri systkini
sem bera út blöð (og einn strákur-
Agla Marta
Hópurinn allur í garði Einars Jónssonar.
inn á námskeiðinu ber líka út blöð)
og passa böm. Það kemur að því
að þessir krakkar taka þátt í því
líka, en nú mega þau vera ung
og njóta þess að leika sér.
Sigurður Bjami og Agla Marta
ætluðu nú að fara að borða nestið
sitt. í nesti Öglu Mörtu leyndist
smákaka sem hún hafði bakað
sjálf á námskeiðinu, en ætli Sig-
urður Bjami hafi ekki verið búinn
með sínar kökur.
A»
Reyndu að raða stöfunum rétt og fá út staðanöfn.
---------------------1 ^
/
Fer/Ví /X
:
>
Flugdreki
Idagbókinni minni stendur að
þessi fyrri hluti júlimánaðar
heiti sólmánuður. Það er fallegt
nafn. En vissuð þið að nafnið sem
við notum í dag, júlí, er fengið
frá rómverskum keisara að nafni
Júlíus Sesar?
Við ætlum ekki að flengjast við
að tala um keisara eða heiti á
mánuðum heldur að búa til flug-
dreka. Á þessum tíma, um .mitt
sumar, er kjörið að búa sér til
flugdreka og reyna að fljúga hon-
um.
í drekann þurfum við þunna
lista, t.d. bambuslista (3 mm
þykka). Við þurfum einnig krep-
pappír, efni eða jafnvel plast.
Límband, lím og snúra em einnig
nauðsynleg.
Límdu listana saman. Styrktu
samskeytin með límbandi. Bandið
festist við listana á staðinn sem
em merktir inná. Hafíð bandið
þrisvar sinnum lengra en bilið
milli punktanna sem þið festið í.
Láttu hugmyndaflugið ráða
þegar þú teiknar og/eða málar á
efnið eða pappírinn. Límdu drek-
ann á rammann. Mundu að láta
flugdrekann þoma áður en þú
notar hann.
Þegar þú ætlar að láta drekann
fljúga er best að velja veður þar
sem vindurinn eða golan em stöð-
ug og úr einni átt. Stattu með
bakið í vindinn og slepptu bandinu
út smám saman um leið og vindur-
inn tekur í drekann.
Góða skemmtun.
Vegvísir
Oft er erfítt að rata. Stundum sjáum við vegvísa sem segja okkur
hvert ákveðin leið liggur. Héma sjáum við einn vegvísi. Þessi er
nú svolítið dularfullur. Það versta við hann er að stafímir hafa allir
mglast. Getið þið fundið út hvaða staðanöfn eiga að vera á vegvísin-
um? Sendu svarið um leið og þú sendir t.d. svarið við myndagátunni.
Myndagátan 7
Svar við sfðustu myndagátu var „Skóf á steini". Skófír sjáum
við víða á steinum. Þær em oft margbreytilegar að lit og
getur verið gaman að skoða þær myndir sem sjá má út úr þyrp-
ingunni. Mjmdin síðast gat verið stflfærð mjmd af skjaldböku eða
ef við snúum henni við, laufblað. Þið ættuð að líta eftir þessu
þar sem þið emð á ferð.
Það var enginn sem hafði alveg rétt svar við þessari gátu en
sumir vom nærri því.
Myndagátan í dag er ekki sérlega létt. E.t.v. getið þið fengið
hjálp hjá einhveijum fullorðnum til að fínna út hvað þetta er.
Svar sendist:
Baraasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reylgavík.