Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 37 Bláa lónið: • • „Olvun og skemmdarverk eru að eyðileggja þessa heilsulind okkar“ — segir formaður samtaka psoriasis- og exemsjúklinga „MAÐUR verður alveg lamaður að horfa upp á slíkt,“ sagði Páil Hvað skyldi hafa orið af salemis- skálinni? Ekki fékk þessi vaskur að vera í friði frekar en margt annað. H. Guðmundsson formaður Sam- taka psoriasis- og exemsjúklinga, þegar hann sýndi blaðamanni skemmdarverk, sem unnin vora á baðaðstöðu félagsins við Bláa lónið nýverið. Það var fyrir tveimur vikum sem skemmdarvargar svöluðu skemmd- arfysn sinni á baðaðstöðu samtak- anna við Bláa lónið. Brotið var gat á vegg hússins utan frá, nær allir gluggar hússins brotnir, allir slökkvarar eyðilagðir, rafmagns- tafla skemmd, vaskur brotinn og margháttaðar aðrar skemmdir unn- ar. Og það sem mönnum kemur nokkuð spánskt fyrir sjónir, er að salemisskál var stolið. Það var fyrir fimm árum, sem menn töldu sig uppgötva lækninga- mátt Bláa lónsins og fyrir íjórum árum settu samtökin upp lítinn skúr við lónið þar sem menn gátu skipt um föt, en fyrir tveimur árum reistu samtökin hús við lónið með sturtum, búningsklefum og ýmissi. annarri aðstöðu. Síðastliðið sumar vom töluverðar skemmdir unnar á húsinu og fór þá mikið fé tii viðgerða. Að sögn Páls eru skemmdimar núna mun alvarlegri, „við emm fátækt félag og megum vart við slíkum áföll- um“. Að sögn Páls er mikið um það inn voru þær bara brotnar innan frá,“ sagði Páll H. Guðmundsson formaður Samtaka psoriasis- og exemsjúklinga sem hér bendir á verksummerki að í Bláa lónið sæki ölvað fólk, og þá helst að loknum sveitaböllum. „Hingað kemur fyöldi psoriasis- sjúklinga og annarra sjúklinga til að leita sér lækninga og fá hana; það væri grætilegt og í raun frá- leitt, ef drykkjuskapur fólks í nágrenninu yrði til þess að koma í veg fyrir að þetta fólk fái lækn- ingu,“ sagði Páll Guðmundsson og var mikið niðri fyrir. í Iqölfar fréttar í Morgunblaðinu, þar sem hinn frægi sænski leik- stjóri Ingimar Bergman kvaðst hafa fengið lækningu af psoriasis við það að dýfa hendinni í Bláa lónið, hafa birst greinar í sænskum ijölmiðlum um lækningamátt lónsins, og má búast við auknum áhuga útlendinga í kjölfarið. Áður hafa samtökum psoriasis-sjúklinga borist §ölmarg- ar fyrirspumir frá Þýskalandi, Englandi og Norðurlöndum. „Þessir atburðir leiða einnig hug- ann að því hvemig útlendingum yrði við það að sjá aðstöðuna við lónið og að þeirri spumingu hvort ferðamálayfírvöld eða sveitarstjóm- ir á Suðumesjum hyggist gera eitthvað í að bæta aðstöðu sjúklinga sem koma í Bláa lónið,“ sagði Páll. Páll kvað samtökin hafa ráðið út- lendingum frá því að koma gagn- gert til að baða sig í lóninu. Það væri ekki vegna þess að þau hefðu eitthvað á móti því, heldur vegna aðstöðuleysis við lónið. „Áður en nokkuð getur orðið af skipuiögðum ferðum útlendinga í Bláa lónið verð- ur fyrst að bæta aðstöðuna þannig að hún uppfylli lágmarkskröfur að minnsta kosti, ástandið eins og það er núna fælir hins vegar útlendinga brott og sífellt fleiri íslenskir psor- iasis-sjúklingar gefast upp á því að nota lónið vegna ásóknar nætur- gesta sem ekkert virðist vera heilagt. Það sem þarf, er fyrst og fremst gæsla; slíkt væri spor í rétta átt,“ sagði formaður Samtaka psor- iasis-sjúklinga að lokum. Þær mæðgfur Bette og BD. Erlondar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir B.D. Hyman: My Mother’s Keeper Útg. Berkley Books 1985 Charles Higham: Bette Bandaríska leikkonan Bette Dav- is hefur lengst af ferils síns haft sérstöðu { kvikmyndaheimi giys- borgarinnar Hollywood. Á yngri árum var hún víðs fjarri því að vera í hópi leikkvenna sem vom í tízku þá. Hún hafði útlitið á móti sér, og óumdeilanlegir leikhæfílegar skiptu minna máli. Ásamt Katherine Hep- bum og kannski nokkmm til viðbótar hefur hún notið og goldið þessa. En kjarkur og seigla ásamt óbilandi trú á eigin hæfni fleytti henni langt og tvívegis hefur hún hlotið eftirsóttu Óskarsverðlaunin og verið tilnefnd nokkmm sinnum að auki. Myndir Bette frá fyrri tíð njóta nú hylli og Bette virðingar í elli sinni. Bette Davis er fædd í öndverðum apríl 1908. Hún hefur sfðasta ár fengið aðkenningu að slagi nokkr- um sinnum og mun trúlega ekki leika fleiri hlutverk úr þessu. Sú mynd sem aðdáendur leikkon- unnar höfðu af henni, beið nokkum hnekki þegar Charles Higham sendi frá sér The Life of Bette Davis fyrir fáeinum ámm. Löngu áður hafði hún sjálf sent frá sér sjálfsæ- visögu, en þá bók hef ég ekki getað fundið, enda áratugir frá því hún kom út. Charles Higham er auljóslega dyggur aðdáandi leikkonunnar Bette Davis. Tekið er fram að hann hafí fengið aðgang að áður óprent- uðum bréfum, dagbókarglefsum og ýmsum plöggum, sem ekki hafði áður verið unnið úr. Maður skyldi því ætla að þetta yrði frásögninni til framdráttar ogyki gildi hennar. En í þessari bók em smámunir tíundaðir um of, það liggur við að allt færist í kaf í nákvæmninni. Eiginlega fínnst mér sá hluti bókar- BD á brúðkaupsdaginn sinn. Hún var þá nýlega sextán ára. Bette — gömul og ellihrum. Bette Davies og eiginmaður þijú, William Sherry með BD. innar skemmtilegastur, þegar Higham gengur í fyrsta skipti á fund leikkonunnar. Þar kemur fram nokkuð skýr og manneskjuleg mynd. Síðar fer hann að grúska í lífí Bette og starfí. Og þá skekkist myndin óneitanlega. Án efa hafa áhorfendur mynda Bette Davis ástæðu til að telja að hér færi í senn sterkur persónuleiki og mikil listakona. Manneskja sem hafði kjark til að koma til dyranna eins og hún var klædd og lét ekki Hollywood plastgullið eyðileggja sig. Hún þótti sömuleiðis um- hyggjusöm móðir, en fvið óheppnari sem eiginkona. Hún giftist fjórum sinnum, eignaðist einkadóttur sína með eiginmanni númer þrjú í röð- inni. Fjórði maður hennar var leikarinn Gary Merril og þau ætt- leiddu tvö böm, Margot og Michel. Margot reyndist vera alvarlega þroskaheft. Sú mjmd í bókinni sem við fáum er hreint ekki aðlaðandi. Heilsulaus manneskja á líkama og ekki síður til sálarinnar, tryllt í skapi, erfið í samvinnu og óþarflega hneigð að drykkju. Samt reynir Higham að gera þetta allt geðfellt og slær um sig með hreinskilninni. Hetjulundin sem hún sýnir { baráttu við vonda og spillta eiginmenn. Erfíðleikar vegna veikinda dóttur hennar, þungar áhyggjur af því þegar elzta dóttirin, Barbara, gengur sextán ára í hjónaband, amstur og skyldu- tilfinning gagnvart móður sinni og geðsjúkri systur. Bette yfírvinnur hverja raun. Víst er það kostur að ekki skuli vera hikað við að fjalla um hina ýmsu veikleika Bette, í stað þess að draga upp einhveija glansmynd. En vaki það fyrir High- am að leiða Bette til lesanda og fá þá til að skilja hana og virða með kostunum og göllunum, ekki síður, verður það æ erfíðara eftir því sem lengra líður. Astæðan fyrir því að ég tók að glugga á ný í bókina Bette var að fyrir skömmu kom út bók dótturinn- ar, Barböru Hyman, um móður sína. Og þar getur aldeilis á að líta. Hafi Higham verið hreinskilinn { lýsingum sínum á lffí Bette er það blávatn miðað við það sem dóttirin, BD, hefur að segja. Sumt kemur að vísu heim og saman hjá BD við það sem er í bók Charles, en frásögn BD þó alls stað- ar meira krassandi og er þá kurteis- lega til orða tekið. En þótt margt komi heim og saman ber þó á milli. BD segir til dæmis, að móðir henn- ar hafí óð og uppvæg viljað setja systurina, Margot, á stofnun þegar í ljós kom hversu sjúk hún var. Aftur á móti hafi faðirinn og þáver- andi eiginmaður Bette, Gary Merril, verið því andvígur og viljað allt til vinna, að dóttirin fengi að búa áfram á heimilinu. Einnig er aðeins tiplað á því í bók Highams hvemig samskipti við Margot Merril em nú af hálfti móðurinnar en BD lýsir afdráttarlausu skilningsleysi Bette á lfðan systurinnar alla tið, og ekki sízt á seinni árum. Það hefur áreiðanlega ekki verið þrautalaust að vera dóttir kvik- myndaleikkonunnar Bette Davis. Sjálfsagt hefur leikkonan verið jafn erfíð dóttur sinni og mæður eru yfirleitt og sennilega gott betur eða þangað til dóttirin eignast sjálf dótt- ur. En það em ýmsar hugleiðingar sem lesandinn fer óhjákvæmilega útí: Af hveiju BD sér sig knúða til að skrifa þessa bók nú? Móðirin er gömul og hmm og hún getur varla lengur borið hönd fyrir höfuð sér. Sýni hún hin seinni ár stirðleika og ósanngimi í samskiptum við dóttur- ina og Qölskyldu hennar er augljóst að aldri og veikindum er að flestu um að kenna. Það er erfítt að trúa á yfirlýstan kærleika BD til móður sinnar að þessari bók lokinni. Sú lítilsvirðing sem BD lætur í ljós, þau hrakyrði sem þekja síður bókarinn- ar em henni varla til sóma. Hver svo sem sannleikurinn er. Og sann- leika má segja á þekkilegri hátt en hér er gert. Mér gekk heldur ekki sem bezt að trúa því að BD skrifi bókina „sem neyðaróp úr myrkrinu — ef það gæti orðið til að þær fyndu ljóssins braut í samskiptum sínum." Seint séð. Ef reynt er að líta á bók BD sem skáldsögu er hún á hinn bóginn bæði læsileg og hressileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.