Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞORSTEINN GEORG JÓNASSON, Ljósalandi í Hveragerði, lést í Borgarspítalanum 7. júli sl. Ögn Sigfúsdóttir, Jónas Þorsteinsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Viggó Þorsteinsson, Sverrir Þorsteinsson, Árni Þorsteinsson, Siguröur Þorsteinsson, Helgi Þorsteinsson, Rósa Þorsteinsdóttir, Sigriður Þorsteinsdóttir. t Móðir okkar, SALÓME ÓLAFS. BJÖRNSDÓTTIR, lést í Sunnuhlíð þann 4. júlí. Kristfn Karlsdóttir, Ólavfa Karlsdóttir, Kristinn Ó. Karlsson. t KRISTJÁN GUÐMUNDSSON frá Hítárnesi, andaöist 7. júli á Sólvangi Hafnarfirði. Jarðarförin fer fram laugar- daginn 12. júlí í Garöakirkju Álftanesi kl. 13.30. Börnin. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON, Norðurbrún 1, verður jarösunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 12. júlí kl. 14.00. Sólrún Eirfksdóttir, Jón Magnússon, Vfbeka M. Einarsdóttir, Asta Magnúsdóttir, Jón Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, SÚSANNA ÁSGEIRSDÓTTIR frá Fróðá, Stýrimannastfg 10, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. júli kl. 13.30. Kristfn Ásgeirsdóttir, Magdalena Ásgeirsdóttir, Karl Ásgeirsson, Sofffa Ásgeirsdóttir. t Útför tengdamóður minnar, ömmu okkar og langömmu, INGVELDAR ÓLAFSDÓTTUR, Sörlaskjóli 3, fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 10. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suöurgötu. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Björgvin G. Þorbjörnsson, Björn Björgvinsson, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Sigurður Runólfsson, Björgvin og Sigríður María. t Systir okkar, GUÐRÚN ÁGÚSTA ERLENDSDÓTTIR, Hringbraut 78, Reykjavik, sem lést í Landspítalanum 4. júlí verður jaðrsett frá Dómkirkj- unni fimmtudaginn 10. júlí kl. 10.30. Ragnar Erlendsson, Guðmundur Erlendsson, Sigurður Erlendsson. t Innilegar þakkir færum við öllum sem sýnt hafa móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHILDI JÓNSDÓTTUR, Leifsgötu 10, virðingu og okkur hlýhug vegna andláts hennar og útfarar. Sér- stakar þakkir faerum við læknum og öðru starfsfólki Landakots- spítala. Elísabet Ólafsdóttir, Jón Stefánsson, Jón Ótafsson, Kjartan Ólafsson, Jóhanna Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Málfríður Magnús- dóttir - Minning Fædd 17. júní 1912 Dáin 29. júní 1986 Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. I dag er jarðsungin frá Fossvogs- kirkju Málfríður G. Magnúsdóttir, sem andaðist 29. júní síðastliðinn. Við vissum að hveiju stefndi, svo veik var Fríða orðin, eins og vinir hennar kölluðu hana. Samt drúpum við höfði þegar andlátsfregn okkar góðu og kæru vinkonu berst til eyma. Mennimir em félagsvemr en þeim tekst misjafnlega að laða að sér annað fólk, en Fríðu okkar var einkar lagið að ná til þeirra sem urðu hennar samferðarmanneskjur um liðna tíð. Þeir sem kynntust henni fengu að njóta hjartahlýju hennar og léttri lund. Ein þeirra var móðir okkar, Fjóla Guðmundsdóttir (d. 30. júní 1981). Vinátta þeirra varði um það bil 40 ár og aldrei bar skugga á. Fríða hlúði vel að vinum sínum. Hafði gaman af að fá þá heim til sín eða að heimsækja þá. Hún naut þess að gleðja aðra og vildi öllum gott gera. Á þessari stundu er okkur systr- um efst í huga þakklæti til Fríðu fyrir áralanga vináttu og tryggð. Við biðjum góðan Guð að hjá honum verði tekið á móti henni með hlýju og kærleika líkt og hún sýndi, ekki bara fjölskyldu sinni, heldur einnig vinum sínum. Við vottum eftirlifandi manni hennar Svani Jónssyni, bömum hennar, og mökum þeirra, og bamabömum innilegar samúðar- kveðjur. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Joch.) Jónína, Þórunn Rut og Guðmunda Þorsteinsdætur. Það er 29. júní og gróðurinn í örum vexti, fuglasöngur í lofti og dásamlegt að vera úti í garði við gróðursetningu. Það er hlýtt og sólin gægist fram undan skýjunum öðru hveiju. Þá hringir síminn og í honum heyrist grátklökk rödd segja: Hún mamma er dáin. Þennan dag valdi yndisleg kona til að kveðja. Já, hún Fríða frænka er búin að kveðja. Hún hafði undan- fama mánuði ekki gengið heil til skógar, og enda þótt ástvinir henn- ar vissu að hveiju dró, kom fráfall hennar skyndilega og óvænt. Undirrituð sér á bak, ekki aðeins kærri frænku, heldur einnig góðum vini, sem alltaf var hægt að leita til og fá góð ráð og upplyftingu. Mönnum lætur misjafnlega að laða að sér fólk, og sérstaklega böm, og verða vinsælir af. Hvað því veld- ur getur átt sér ýmsar skýringar, en ég tel það fyrst og fremst hlýtt hjartalag, og það hafði hún frænka mín í ríkum mæli. Sá er sannarlega ríkur sem fékk að kynnast henni. Það verður einkennilegt og erfitt að þurfa að aðlaga sig þeirri stað- reynd að nú er aðaláningarstaður- inn á leið inn í höfuðborgina, litla notalega eldhúsið á Langholtsvegi 198, yfirgefínn og enginn þar sem kallar upp: Nei, ert þú komin. Mér og bömunum mínum þótti meira en vænt um að eiga Fríðu fyrir frænku. Alltaf var hún glað- vær, hlý og afburða gestrisin. Það t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hluttekningu vegna andláts og útfarar móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HJÖRLEIFSDÓTTUR, Huldulandi 3. Valgarður Friðjónsson, Erla Friðjónsdóttir, Þorkell Júlíusson, Steinar Friðjónsson, Áslaug Aðalsteinsdóttir, Guðrún Friðjónsdóttir, Gunnar Friðjónsson, Edda Þórarinsdóttir, Friðdís Friðjónsdóttir. t Innilegar þakkir færum við þeim sem auösýndu okkur samúö vegna fráfalls fööur okkar og fósturföður, SIGURÐAR RÓSMUNDSSONAR, Dvalarheimilinu Hlfö, Akureyri. Rannveig Sigurðardóttir, Haukur Sigurðsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Sigurður Bárðarson. t Þökkum samúö og vinarhug vegna fráfalls GUÐMUNDAR BENEDIKTSSONAR. Sigurður E. Guðmundsson, Þorbergur B. Guðmundsson, Friðrik I. Guömundsson, Guðbjörg K. Guðmundsd. Roesel, Jóhanna Guðmundsdóttir Holohan og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför, SIGURLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Barónsstig 43. Elín Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. var á hennar heimili sem fjölskyldan hittist. Ófáar urðu heimsóknimar þangað 17. júní á afmælisdegi hennar. Þá var oft glatt á hjalla þegar allir voru saman komnir. Heimili hennar var alltaf opið fyrir skyldfólkið og alla vinina. Þeim fækkar sennilega núna samveru- stundum fjölskyldunnar þegar Fríða er ekki lengur til að hóa henni saman. Kynni okkar hófust er undirrituð var aðeins bam að aldri, fyrsta bama-bamabamið í fjölskyldunni, og þessvegna aðeins ofdekruð af systrunum í Félagsgarði. Af systr- unum var Fríða elzt, en einkabróðir þeirra og pabbi minn þó eldri. Fyr- ir þessu dekri þeirra systra hef ég alltaf fundið fram á þennan dag. Og með þessum fátæklegu línum vil ég nú senda minni kæm frænku ástarþakkir fyrir alla hlýjuna, kaffi- sopana og „spábollana" sem kíkt var í, og hjálpuðu oft að létta brún og bæta skap ef eitthvað fór úr- skeiðis. Og svo var oft glens og gaman í kringum spábollana þegar séð var fyrir um brúðkaup, fæðing- ar eða ferðalög. Fólk hafði yndi og ánægju af að fá spáð fyrir sér, og spágáfuna átti frænka mín í ríkum mæli. Það var svo auðvitað hveijum og einum í sjálfsvald sett hveiju hann eða hún trúði eða trúði ekki, en við sem þekktum hana bezt trúðum henni mest. Ekki ætla ég að rekja frekar alla vináttu hennar og hlýhug í minn garð og íjölskyldu minnar, en þakka henni aftur af alhug fyrir allt. Hún var sannkölluð sólskinssál, elskaði sumarið með öllu sem því fylgdi, og það er söknuður ekki síður en sorg sem nú fyllir huga minna. Frænku minni varð að þeirri ósk sinni að fá að kveðja þennan heim án þess að verða ástvinum sínum byrði vegna veikinda að leiðarlok- um. Nú þegar Ijósgeisli augna hennar er slokknaður er það einlæg ósk mín að það ljós, sem hún kveikti í bijóstum bama sinna, systkina- bama og vina, megi verða leiðarljós til betra lífs þeim sem eftir lifa. Ástvinum hennar öllum sendi ég og fjölskylda mín dýpstu samúðar- kveðjur. Unna Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir- vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marg- gefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Megin- regla er að minningar- greinar birtist undir fuliu höfundarnafni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.