Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.07.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 39 Mirming: Málfríður Bjarna- dóttir, Akranesi Fædd 20. október 1896 Dáin 15. júní 1986 Það þarf engum að koma á óvart þó að háaldrað fó!k kveðji þennan heim, en samt var það svo að þegar ég frétti lát Málfríðar Bjamadóttur var eins og tíminn stansaði sem snöggvast. Minningamar sóttu á hugann, minningar frá æskuámm mínum þar sem Fríða gegndi stóm hiutverki, hún var móðir æskuvin- konu minnar og leiksystur. Fríða var Skaftfellingur að ætt, fædd í Nýlendu í Meðallandi 20. okt. 1896. Foreldrar hennar vom Bjami Vigfússon, bóndi og Málfríð- ur Einarsdóttir fyrri kona hans. Bamung fluttist hún með foreldmm sínum og systkinum vestur í Flóa, að Lambastöðum og þar ólst hún upp yngst af börnunum. Á upp- vaxtarámm Fríðu var fátækt landlæg og algeng og foreldrar hennar fóm ekki varhluta af því basli sem almenningur varð að búa við. Um fermingu missti hún móður sína. Bjami brá þá búi og fluttist til Eyrarbakka, en Fríða vildi ekki yfírgefa sveitina og varð eftir, og hefír eflaust þurft að sjá fyrir sér sjálf eftir það. Á þeim ámm var ekki spurt hvað hægt væri að gera fyrir unglingana, heldur hvað mikið væri hægt að láta þá vinna og hafa mikið gagn af þeim. Fríða hefír áreiðanlega fengið að reyna slíkt og ekki bmgðist húsbændum sínum, því hún var alla tíð forkur dugleg. Um tvítugt kemur hún til Akraness og kynnist þar ungum og glæsilegum sjómanni, Leó Eyjólfs- syni. Þau giftust árið 1920 og stofnuðu heimili sitt á Akranesi, og byggðu nokkmm ámm síðar húsið Efranes, um svipað leyti og foreldr- ar mínir byggðu næsta hús sem nefnt var Sigtún, en á þeim tíma vom öll hús á Skaganum látin heita nöfnum. Bömin í þessum tveim húsum vom mestu mátar, við geng- um út og inn á hvom heimilinu sem var. Sérstaklega urðum við Bjam- fríður miklar vinkonur og skildum helst aldrei. Mér er alltaf minnis- stætt hve Fríða var góð við okkur krakkana og aldrei var amast við öllum hópnum sem oft safnaðist saman á stéttina hjá Efranesi í boitaleik eða fallin spýtan. Það hef- ir þó ömgglega heyrst mikið í þessum krakkaskara sem ærslaðist og hljóp allt í kring um húsið í felu- leik og þess háttar. En þau hjón bæði vom sérstaklega bamgóð og aldrei var stuggað við okkur. En árin liðu og bömin stækkuðu og hættu bamaieilqum og hópurinn dreifðist. Árið 1944 seldu þau hjón Efranesið og keyptu annað hús skammt frá, Sunnubraut 30, þar sem þau áttu heima upp frá því. Síðan komu tengdaböm og bamaböm og bamabamaböm, og ijölskyldan stækkaði ört, svo nú em afkomendur Fríðu og Leós orðnir á fímmta tug, allt mikið myndar- og efnisfóik. Böm þeirra em þessi: Ragnar, vömbifreiðastjóri, giftur Ester Guðmundsdóttur, þau eiga 5 böm. Bjamfríður, kennari við Fjöl- brautaskóla Akraness, maður hennar var Jóhannes Finnsson, hann fórst af slysförum árið 1974, böm þeirra em 3. Hallbera Guðný, húsmóðir og vinnur hjá Bmnabóta- fél. ísl. gift Ríkharði Jónssyni, þau eiga 5 böm. Jón Leós, múrarameist- ari, var giftur Erlu Pálsd. þau eiga 3 böm. Óll bömin búa á Ákranesi og var það Fríðu mikil gleði að hafa þau í nágrenninu, enda vom þau móður sinni góð böm og fjöl- skyldan öll mjög samrýnd. Leó eiginmaður Fríðu stundaði fyrstu árin sjómennsku, en um líkt leiti og þau byggðu Efranes fór hann að stunda vörubflaakstur á eigin bfl og gerði það til æviloka. Hann lést árið 1958. Á kreppuárunum svokölluðu var oft lítið um vinnu og þá var stuðst við smábúskap á mörgum heimilum á Akranesi. 1—2 kýr, nokkrar kindur og hænsni auk kartöfluræktar var mikill fjárhags- stuðningur heimilanna, bæði í Efranesi og Sigtúnum, og kom það mikið í hlut húsmæðranna að sinna þessum búskap. Fríða var mikil húsmóðir og ég man vel hve heim- ili hennar var alltaf snyrtilegt og fallegt, þó að hún stundaði útiverk við búskapinn fór aldrei neitt úr skorðum innanhúss. Á stríðsárun- um fór atvinna að aukast og hættu þá allflestir við þennan búskap, þar á meðal Fríða og Leó, en móðir mín hélt fast í sinn búskap, og eft- ir að hún varð ein var það mjög oft að Fríða kom með hrífuna sína að hjálpa grannkonunni í heyskapn- um, og það munaði um hrífuförin hennar FVíðu. Eftir að Fríða missti mann sinn vann hún á ýmsum stöð- um á Akranesi og var allstaðar mjög vel látin. Það er mér í fersku minni hve Fríða var falleg kona og alltaf svo glöð og brosmild, það var eins og það fylgdi henni sérstök birta hvar sem hún kom, kvik og létt á fæti alveg fram á efri ár. Eitt sinn hitti ég FVíðu á götu, hún var þá komin fast að hálfníræðu, ég dáðist að því hve vel hún bar sig, gekk hratt og létt eins og ung kona væri þar á ferð. Fríða var félagslynd og tók mikinn þátt í störfum kvenfélagsins á Akranesi. Hún hafði mikið yndi af ferðalögum og naut þess að ferðast um sitt eig- ið land, en hún fór líka nokkrum sinnum til útlanda, og ferðafélagar hennar hafa sagt mér að hún hefði verið framúr skarandi góður ferða- félagi á hveiju sem gekk. Fríða hélt upp á 85 ára afmælið sitt með reisn og var þá vel hraust, en skömmu síðar bilaði heilsan. Hún hafði búið ein í húsinu sínu að Sunnubraut 30, en tvö síðustu árin var hún á Höfða, dvalarheimili aldr- aðra á Akranesi. Skömmu fyrir síðustu jól varð hún að fara á sjúkrahús og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Mér fannst það táknrænt fyrir þá birtu sem hún sífellt bar með sér, að hún andaðist á bjart- asta tíma ársins, þ. 15. júní og var jarðsett við hlið Leós þann 20. júní að viðstöddum miklum fjölda fólks, því Fríða var mjög vinsæl og þekkt kona á Akranesi. Ég vil að lokum flytja Fríðu hjartans þakkir mínar fyrir allt sem hún var okkur í Sig- túnum og alveg sérstaklega alla þá hjálp og vináttu sem hún sýndi móður minni alla tíð. Blessuð sé minning hennar. Auður Sæmundsdóttir SVAR MITT eftir Billy Graham „O, leyndardóma djúp“ Hvernig gat Jesús dáið á krossinum, ef hann var í raun og veru Guð? Ég á við: Þýðir þetta, að Guð hafi raun- verulega verið dáinn um tima? Höfundar Nýja testamentisins minnast nokkrum sinnum á „leyndardóm Guðs, Krists, en í honum eru allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar fólgnir" (Kóloss. 2,2—3), eða „leyndardóm Krists" (Efes. 3.4). Ég hygg að þessir ritning- arstaðir séu okkur vísbending um, að margt sé það í fagnað- arboðskapnum, sem við getum ekki skilið að fullu né út- skýrt. Ég held, að spumingþín sé eitt þeirra atriða. Það táknar ekki að við getum ekki skilið að einhverju leyti, hvað dauði Krists fól í sér. Engum blöðum er um það að fletta, að Biblían kennir að Jesús Kristur hafí verið Guð í mannlegu holdi. Þú kannast við hin hátignarlegu orð í guðspjalli Jóhannesar: „í upphafí var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð . . . Orðið varð hold og það bjó með oss“ (Jóh. 1,1,14). Já, Jesús Kristur var fullkomlega Guð. Samt var Guð líka enn á himnum. Hvemig má það vera? Biblían reynir ekki að útskýra það sem við getum engan veginn áttað okkur á með takmörkuðum skilningi okkar. Hún segir okkur einfaldlega að til sé einn Guð og þó hefur hann þijár persónur. Hann er faðir, sonur og heilagur andi. Já, á krossinum dó sonur Guðs, og hann var grafínn. En Guð faðir reisti hann upp og veitti honum sigur á dauða og hel, svo að þú og ég gætum orðið sáluhólpnir. Ég skil þetta ekki til fullnustu. En ég veit, að það er satt, J)ví að ég veit, að Kristur var reistur upp frá dauðum. Eg get því treyst honum sem frelsara mínum og drottni, jafnvel þó að ég skilji ekki allt. Auðvitað kemur einhvem tíma sá dagur, að við munum skilja það sem við áttum okkur ekki alveg á í þessu lífí. Þá verður okkur ljóst, hvers vegna Guð gat elskað okkur, uppreisnarseggina. Þá skiljum við, hvemig Guð gat komið í holdi manns og dó fyrir syndir okkar. Þá skiljum við, hvers vegna Guð leyfði að þjáning og sársauki kom inn í mannlegt líf. Við ættum að gleðjast yfír því, að þó að eitt og annað sé okkur að einhveiju leyti hulið, þá megum við treysta Guði einmitt núna og reiða okkur á að vilji hans er fullkominn og vegir hans ömggir. „Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gjörþekkja eins ogéger þegar gjörþekktur orðinn" (l.Kor. 13,12). Bjöm Þórólfs- son — Kveðjuorð Fæddur 2. október 1910 Dáinn 27. júní 1986 Mig setti hljóðan er ég spurði skyndilegt fráfall fomyinar míns, Bjöms Þórólfssonar. Ég kynntist honum er hann vann á ljósmynda- stofu Flðvarðs Sigurgeirssonar og í gegnum frístundir við málaradútl. Bjöm reyndist mér sannur vinur. Nú eru um 30-35 ár síðan. Minning hans lifír í hjarta mínu. Hann var frábærlega trúr maður, kurteis og eðliskostir hans voru góðir. Hann var hrekklaus og vandaður maður, viðræðugóður og heill vinum sínum. Ég man hann leiða móður sína um stræti Akureyrar. Þannig var hann hjálpsamur og raungóður. Kynning okkar var skuggalaus. Listrænn var hann með afbrigðum. Bjöm var ókvæntur og bamlaus. Við brottför hans lifa fagrar minn- ingar um drengskaparmann er ekki mátti vamm sitt vita. Ég vott bróður hans og Emil Sigurðssyni og nánustu skyld- mennum hans mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu hans. Garðar Loftsson frá Böggvisstöðum. Hafís í Trékyllisvík Morgunblaðið/Einar Hafísinn fyllti víkur og voga Vorið var hér kalt, sauðburður gekk þó sæmilega, en hrogn- kelsaveiði var litil. Sl. laugardag sást til landsins forna fjanda, hafíssins, og gaf að líta stórar breiður út við sjónarrönd sigla hraðbyri inn Húnaflóa. Undir kvöldið gerðist hann svo nærgöng- ulli og er menn vöknuðu i dögun fyiltu hafísþökin víkur og voga hér I Trékyllisvík, gránað hafði í fjöll og andaði köldu. A vegum Kaupfélags Stranda- manna, Norðurfírði, er að rísa nýtt sláturhús í stað þess gamla, sem ekki þótti lengur svara kröfum tímans, enda talið nær ónýtt. Ekki man ég eftir fleiri framkvæmdum í svip, en víða hafa menn verið að snyrta hjá sér og laga. Ferða- mannastraumurinn er hafínn fyrir nokkru, bjart er yfír hótelhaldi í Djúpuvík og mikið verið bókað. Einnig er hægt að fá svefnpoka- pláss með eldunaraðstöðu í Finn- bogastaðaskóla. Dagana 26. til 29. júní var hald- ið hér í sveit niðjamót hjónanna Valgeirs Jónssonar og Sesselju Gísladóttur frá Norðurfirði. Þau hjón önduðust á 5. áratug aldarinn- ar og af þeim eru komnir 350 niðjar á lífí. Dreif fíölmenni víða að og var samveran öll hin ánægju- legasta. Dagana 11. til 13. júlí verður svo haldið hér í Árnes- hreppi niðjamót Kjónanna Jóns Magnússonar og Bjamveigar FVið- riksdóttur frá Fögrubrekku, Gjögri, en frá þeim hjónum er margt manna komið. Einar Metsölublad á hveijum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.