Morgunblaðið - 09.07.1986, Page 44

Morgunblaðið - 09.07.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986 I HCGAAI1I1 ,, \>al5 cr acice.ri í því/o& eyha olLu íénu ^em vib ðe.tLum -tiL brctb - kaups(erbar\r\ru*r abur-en \><S Kom- umst þangab-" TM Refl. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Spurð’ana hvar eigi að kveikja á henni? Ég kaupi ætíð buxur tveim númerum of stórar. Þá halda allir að ég hafi grennst. HÖGNI HREKKVÍSI ¥ HAUN TEKOi? /MÍNIQOLFIE) MJÖG ALVARLeGAJ " Hættið áróðri gegn íslensku sauðkindinni Sauðfjárunnandi skrifan „Ég tek heilshugar undir það sem dýravinur sagði, að leyfa ætti skipu- legt búfjárhald á höfuðborgarsvæð- inu með ströngum skilyrðum. Ósanngjarnt væri að banna til dæmis allt sauðfjárhald hér vegna þess að einn maður í Kópavogi hafði fé sitt á lausagangi í vor í Breið- holtinu, samanber viðtal við hann í Morgunblaðinu 15. júní sl. Réttara væri að taka féð af þessum eina manni í eitt skiptj fyrir öll, en ekki láta hann komast upp með að eyði- leggja fyrir öðrum. Maður sem beitir fé garða fólks aetti ekki að eiga nokkra skepnu. Útilokað er, að dæma heilan hóp sauðfjáreig- enda vegna þessa eina bónda. Ef það yrði gert, þá væru yfirvöld far- in að láta lögbrjótana og óréttlætið ráða. Slíkt ranglæti nær ekki nokk- urri átt. Þá mætti alveg eins banna bfla, því alltaf finnst einhver öku- níðingur! SauðQáreigendur í Pjárborg og víðar á Reykjavíkursvæðinu hafa sýnt það, að leikur einn er að standa að skipulegu fjárhaldi í þéttbýli, ef viljinn er fyrir hendi. Skora ég því eindregið á yfirvöld að leyfa það áfram. Ég skora einnig á yfirvöld að herða eftirlit, taka mun harðar á brotum en nú er gert og taka búfé miskunnarlaust af fólki sem virðir lög og reglur að vettugi. Ómetanlegt er fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst böm og unglinga að kynnast dýrum og umgangast þau. Ólíkt er það þroskavænlegra en að stunda eiturlyf og vímugjafa af ýmsu tagi. Áhugi og gleði yngstu borgaranna sést best á haustin þeg- ar réttir standa sem hæst. Fóstrur frá dagheimilum borgarinnar flykkjast að í rútum með heilu bamahópana. Á vorin kemur sömu- leiðis fjöldi bama í Fjárborg til að sjá litlu lömbin. Böm hænast greini- lega mjög að kindum. Ef rétt er að staðið bætir búíjárhald allt mannlíf, gerir það manneskjulegra og hlýlegra. Vel skipulagt sauðfjár- hald skaðar að sjálfsögðu ekki skógrækt og garðrækt. Algert bann myndi hins vegar valda ómældum sárindum í hjörtum sannra dýravina og yrði síst til að fegra tilveruna í borginni á öld tæknivæðingar og streitu. Víkverji skrifar Eitt er það minnismerki í Reykjavíkurborg, sem betur þarf að huga að en það er stytta Ingólfs Amarsonar á Ámarhóli. Að vísu ekki styttan sjálf en umhverfí hennar. Víkvetji átti leið um þetta svæði í fyrradag og gekk þá upp tröppumar að styttunni. Þá kom í ljós, að tröppumar, sem raunar koma að styttunni úrþremur áttum, eru mjög úr sér gengnar. Þær em orðnar gamlar og steypan farin að kvamast úr þeim meira en góðu hófi gegnir. Hið sama má segja um steinbekkina og veggina í kringum styttuna. Allt er þetta orðið heldur gamalt og lúið. Umgangur er held- ur ekki sem skyldi og krotað á veggina í kringum styttuna, þannig að til óþrifa er. Langt er síðan vemlega hefur verið hugað að snyrtingu Amarhóls en það sýnist alveg sérstök ástæða til þess að lagfæra nánasta um- hverfí styttu Ingólfs Amarsonar. Víkveiji hefur ekki kynnt sér það sérstaklega hvort tröppurnar og steinbekkimir eiga sér sérstaka sögu, þannig að meiriháttar endur- skipulagning eigi ekki við. Alltjent er Ijóst að meiriháttar viðgerð er tímabær nú þegar, þannig að vel verði búið að þessu minnismerki um landnámsmanninn á 200 ára af- mælisdegi Reykjavíkur sem kaup- staðar í ágústmánuði. XXX Gaman er að fylgjast með þeim ungu „Maradonum", sem nú spretta fram á sjónarsviðið út um allt. Heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu og beinar sýningar sjón- varpsins frá henni hafa haft gífurleg áhrif til þess að auka áhuga æskufólks á knattspymu. Hvar- vetna, þar sem hægt er að stinga niður spýtum eða búa til mark með litlum steinhnullungum, má sjá litla polla hamast í fótbolta. Þeir ætla sér allir að verða Maradona. Hann er hugsjón og draumsýn þeirra allra og gefur þeim gífurlegan kraft við þessa iðju. Þeir spila fótbolta frá morgni til miðnættis! Og eftir á halda þeir allir með Argentínu! Þetta er skemmtilegt dæmi um þau áhrif sem miklir íþróttamenn geta haft á æskuna. Maradona mun setja mark sitt á heila kynslóð. Kannski er það glæsilegasta mark, sem hann skoraði í heimsmeistarakeppninni. Um nokkurt skeið hefur mikil vinna verið lögð í að kanna möguleika á frekari stóriðju hér á landi, þ. á m. nýrri álbræðslu eða stækkun álversins í Straumsvík. Víkveiji átti kost á því fyrir nokkr- um dögum að ræða við forstjóra eins stærsta stálfyrirtækis í Banda- ríkjunum, sem jafnframt rekur umfangsmikla álbræðslu. í samtali þessu kom fram nokkur bjartsýni á, að álmarkaðurinn mundi styrkj- ast á næstunni en jafnframt vantrú á að mikil framtíð væri í byggingu nýrra álbræðslna. Hinn bandaríski forstjóri sagði að svo mikil ónotuð framleiðslugeta væri í heiminum á því sviði, að lítið vit væri í því að byggja fleiri álbræðslur. Hins vegar væru miklir möguleikar í fullvinnslu áls. Hann taldi raunar, að eini möguleikinn til þess að auka við framleiðslugetu hér væri, ef þátt- takandi í slíkri aukningu tæki að sér að kaupa hina nýju framleiðslu. Það er einmitt á þeim nótum, sem viðbræður við Kínveija hafa verið. Þetta mat hins bandaríska forstjóra sýnist vera í samræmi við reynslu okkar síðustu misseri. Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur ekki tekizt að fá hingað nýja samstarfsaðila.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.