Morgunblaðið - 09.07.1986, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
45
—
Tunglið o g Venus
yfir Snæfellsjökli
Á myndinni sést Snæfellsjökull handan Faxaflóans og Venus og
Máninn sitt hvorum megin hans, lágt á lofti, rétt ofan við roða sólar-
lagsins.
Ingvar Agnarsson skrifar:
„Af Borgarholtinu í Kópavogi,
þar sem kirkjan stendur, er útsýni
til allra átta.
Mér varð gengið þangað um lág-
nættið, að lokum laugardags þann
10. maí sl. og litaðist um. Og hér
gat að líta: Sól var fyrir nokkru
gengin til viðar og norðurloftið log-
aði í fegursta litskrúði niður við
sjóndeildarhring, og varpaði gulln-
um ljóma á lygnan hafflötinn, sem
iðaði og titraði í þessu geislaflóði
sem var svo himneskt eða yfitjarð-
neskt að sjá.
Og á mörkum himins og jarðar
stóð Snæfellsjökullinn svo blár og
keikur og bar við dýrðarljóma him-
insins.
En rétt ofan við hinn gullna roða
sást í ljósbláa rönd hins dvínandi
dags og leið út í myrkan nætur-
himin sem tók við litlu ofar.
En einmitt þama á mörkum dags
og nætur gaf enn að líta tvær heill-
andi himinsýnir: Önnur þeirra var
máninn sjálfur, hinn tryggi föru-
nautur jarðar okkar. Þama sást nú
aðeins örlítil bogamynduð brún
hans, og sneri bungan til hægri
þ.e. í sólarátt, enda alveg nýkvikn-
aður (nýtt tungl var kl. 22.10 þann
8. maí, en það þýðir, að tunglið var
í beina línu milii jarðar og sólar og
getur því ekki sést.)
Hin himinsýnin var stjama,
tindrandi hvít og fögur. Þetta var
reikistjarnan Venus í öllum sínum
Ijóma. Hún var spölkom vestar en
tunglið og nokkra hærra á lofti.
Heillandi var að sjá þessi himin-
blys bæði svo nálægt hvort öðra,
og þau vörpuðu silfurskæram
geislarákum á gullinn hafflötinn
fyrir neðan.
Fremur sjaldan hef ég séð tungl
á lofti í norðurátt og aldrei Venus.
Mér var þetta því nýjung að sjá
þessa hnetti báða saman í þessari
átt. Hið óvænta verður manni jafn-
an nokkurt undranarefni og því
fremur ef fagurt er og heillandi á
að líta eins og hér átti sér stað um
þessa himinsýn.
Næsta kvöld, sunnudaginn 11.
maí, var loft svo skýjað, að ekki
gaf að líta himinljósin tvö frá kvöld-
inu áður, og sama var enn að segja
mánudagskvöldið þann 12. maí.
En á þriðjudagskvöldið 13. maí
var alheiður himinn um miðnættið
allt niður að sjónhring: Sólroði við
hafsbrún en dagsbirta ofar og enn
ofar dimmur himinn, rétt eins og
verið hafði á laugardagskvöldið.
Og Venus hin fagra stóð þama
enn í öllum sínum ljóma og varpaði
geislagliti sínu á lygnan sæinn.
En hvar var nú máninn okkar
bjarti, sem á laugardagskvöldið
hafði staðið hægra megin við þessa
himnadrottningu? Hann var horfínn
af sínum fyrri stað. Ekki þurfti ég
samt lengi að leita. Hann hafði
fært sig um set og var nú staddur
allmiklu hærra á himni, vinstra
megin Venusar. Hann hafði hraðað
för sinni fram hjá henni, og sigð
hans, sem þrem dögum áður var
svo örþunn að sjá, var nú orðin all-
miklu breiðari.
Helgi Sæmundsson rithöfundur
flutti afburða snjalla ræðu á þjóð-
hátíð Vestmannaeyja sumarið
1984. Þjóðhátíðarblað Vestmanna-
eyja leggur kapp á það að varðveita
ýmiskonar efni tengt þjóðhátíðinni
og sérstöðu Eyjanna og því er rík
Hér var orðin „vík milli vina“,
Venusar og Mánans, en það er eðli
himinhnatta að vera sífellt á ferð
og flugi og breyta afstöðu hver til
annars frá degi til dags, frá mán-
uði til mánaðar.
Mjög er áhugavert að fylgjast
með breytingum þeim, sem gerast
í ríki náttúrannar og þá ekki síður
þeim, sem gerast í geimnum og við
eigum kost á að fylgjast með.
Lítum sem oftast til himins og
stjama því fátt gleður meir eða
veitir sálinni sannari gleði, en þær
furður náttúrannar, sem þar blasa
við augum í allri sinni dýrð.
ástæða til þess að halda til haga
þessari ágætu ræðu Helga. Sá er
hins vegar hængurinn á að Helgi,
sem er hjálpfús með afbrigðum,
lánaði einhveijum góðum manni
ræðuna þegar galskapurinn var um
garð genginn og var ekkert að
leggja á minnið hver hýsti handrit-
ið. Því lýsum við eftir ræðu Helga.
F.h. ritstjómar Þjóðhátíðarblaðs
Vestmannaeyja,
Árni Johnsen
Þakkir til ríkis-
fj ölmiðlamanna
Guðjón V. Guðmundsson
skrjfar:
Ástæða er til að þakka ríkis-
fjölmiðlamönnum mikla og góða
umfjöllun þeirra um Hafskipsmál-
ið og nú síðast peningagreiðsluna
til formanns Verkamannasam-
bandsins, fyrir milligöngu „vinar“
hans, núverandi iðnaðarráðherra,
fulltrúa íhaldsaflanna, þeirra afla
sem verkalýðsleiðtoginn þykist
vera að beijast við með kjafti og
klóm og hver er nú árangurinn
eftir forystu Guðmundar J. fyrir
verkamönnum í áratugi? Þúsundir
alþýðúmanna í þessu landi myndu
vart draga fram lífið ef ekki kæmi
til alls konar auka- ogyfirvinna.
Það er forkastanlegt að sjá og
heyra hve margir alþýðumenn
hafa hlaupið upp til handa og
fóta og reyna að veija þessa
kumpána alla sem á einn eða
annan hátt tengjast Hafskipsmál-
inu. Ekki er sá er þessar línur
ritar í minnsta vafa um að þeir
sem flæktir era í þetta ógeðfellda
mál verða allir sem einn
hvítþvegnir. Það liggja nefnilega
þræðir í allar áttir, síðan er bara
kippt í eftir þörfum. Ég endurtek
svo þakkir mínar til fjömiðla-
mannanna og vona að þeir haldi
áfram að segja rétt og satt frá
og láti aldrei kúga sig, samviska
þeirra hlýtur að kreQast þess af
þeim.
Þjóðhátíðar-
ræðu saknað
Innilega þakka ég öllum þeim sem sýndu mér
hlýhug á 70 ára afmœli mínu 21. júni með
heimsóknum, gjöfum og skeytum. Kœrar kveðj-
ur til ykkar allra.
Tómas G. Guðjónsson,
Rauðalæk 61.
Fjölbreytt úrval
garðhúsgagna
á frábæru verði:
Stóll kr. 2.737,- stgr., borð kr. 3.927,-
stgr. sólhlíf kr. 3.330 stgr.
Stóll kr. 2.210,- stgr., sófi kr. 3.725
stgr., borð kr. 2.780 stgr.
rólusófi kr. 10.355 stgr., stóll kr. 2.385,-
stgr., legubekkur kr. 6.600,- stgr.
Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar 45670 — 44544.
Helgfi Sæmundsson