Morgunblaðið - 09.07.1986, Page 48
*fgtmÞIafr(fe
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
Fþ
LIFLE6 SALA
Okkurvantar
eignir á söluskrá
símar: 11540—21700
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Morgunblaðið/Júlíus
Frá slysstað í gærkvöldi. Litla vélin er talin ónýt, en Fokker-vélin óskemmd. Þrátt fyrir að eldur hafi komið upp við slysið, urðu engin
teljandi slys á fólki, aðeins einn farþegi í litlu vélinni skarst lítillega á höfði. Vegna bensínleka úr litlu vélinni dældu slökkviliðsmenn kvoðu
á jörðina til að koma í veg fyrir íkveikju.
Eins hreyfils flugvél brotlenti og skall á Fokker-vél:
Flugvirki er talinn hafa
forðað stórslysi er hann
slökkti eld með snarræði
Undirskriftasöfnun
innan miðstjórnar
Alþýðubandalagsins:
Beinist gegn
fjárstyrkj-
^um til stjórn-
málamanna
Kristín Á. Ólafsdóttir í
forsvari söfnunarmanna
KRISTÍN Á.Ólafsdóttir vara-
formaður Alþýðubandalags-
ins og fleiri miðstjórnarmenn
flokksins standa nú fyrir und-
irskriftasöfnun meðal mið-
stjórnarmanna og varafull-
trúa miðstjómar flokksins,
sem er í þá vem að þeir sem
^ undirrita plaggið fordæma
það að „starfandi stjóm-
málamenn þiggi fjárstyrki til
persónulegra þarfa frá ráð-
herrum eða öðrum fjársterk-
um aðilum í þjóðfélaginu".
„Við erum nokkur í miðstjóm-
inni sem fórum af stað með
undirskriftasöfnun meðal mið-
stjómarmanna, aðal- og vara-
manna, þar sem við erum að láta
koma fram ákveðna „prinsip“af-
“▼stciðu okkar,“ sagði Kristín í
samtali við Morgunblaðið. Hún
sagði að „prinsip“afstaðan væri
gagnvart því að starfandi stjóm-
málamenn þiggi flárstyrki til
persónulegra þarfa og í þessari
undirskriftasöfnun væri hvergi
minnst á nafn Guðmundar J. Guð-
mundssonar.
Kristín var spurð á hvaða hátt
þessir miðstjómarmenn hygðust
síðan nota þennan undirskrifta-
lista: „Við hyggjumst leggja hann
fram fyrir framkvæmdastjóm,"
sagði Kristin „og ég býst við að í
framhaldi þess verði þessu komið
til Guðmundar J. Guðmundssonar.
„Það gengur svona upp og ofan
að ná í fólk, því þetta er náttúr-
lega þannig tími, en undirtektir
þykja okkur góðar,“ sagði Kristín.
FÝmdur framkvæmdastjómar verð-
ur haldinn í Alþýðubandalaginu í
kvöld.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins munu þau Ólafur Ragnar
Grimsson hafa undirritað listann,
svo og Kjartan Ólafsson, fyrrver-
andi ritstjóri Þjóðviljans.
EINS HREYFILS einkaflugvél,
TF-TAM af gerðinni RaUye
Tampico, brotlenti á Reykjavík-
urflugvelli rétt fyrir klukkan
19 í gær og kastaðist harkalega
á eina af Fokker-flugvélum
Flugleiða, sem nýkomin var frá
Færeyjum. Þrír farþegar voru
í litlu vélinni auk flugmanns.
Engin teljandi slys urðu á fólki,
en einhveijir áttu fótum fjör að
iauna. Litla vélin er talin ónýt,
en Fokker-flugvélin, Dagfari
TF-FLM, lítið eða ekkert
skemmd. Eldur kviknaði við vél-
amar, en snarræði flugvirkja,
Ævars Björnssonar, er var í
Fokkervélinni og náði að
slökkva eldinn strax, er talið
hafa forðað stórslysi.
Óhappið varð með þeim hætti,
að litla vélin var í flugtaki rétt um
tveimur mínútum á eftir Fokker-
vél. Flugmaður TF-TAM, Axel
Aspelund, telur að hann hafí lent
í hvirfli frá Fokkemum og við það
misst stjóm á vélinni. Hún snérist
í hálfhring, lagðist á hliðina og
skall nánast stjómlaus í jörðina
rétt hjá Dagfara og rann á hjóla-
búnað hans og landgang. 5 manna
áhöfn var í Fokker-vélinni og 12
farþegar. Engan þeirra sakaði.
Þrír farþegar og flugfreyja voru í
Flugleiðavélinni, þegar sú litla
skall á henni og vora að búa sig
undir að stíga frá borði, er þau
urðu vélarinnar vör. Egill Egilsson,
tollvörður, stóð við landganginn
og sá vélina koma á móti sér og
bjargaði sér á hlaupum.
Slökkvilið Reykjavíkurflugvallar
kom þegar á staðinn, enda urðu
slökkviliðsmenn vitni að slysinu,
en áður hafði flugvirkinn, Ævar
Bjömsson, náð að slökkva eld sem
kviknaði í hreyfli TF-TAM með
handslökkvitæki úr ■ Dagfara.
Slökkviliðsmenn og Rafn Jónsson,
flugmaður á Dagfara, telja Ævar
hafa með því forðað stórslysi.
Vængir litlu vélarinnar brotnuðu
af við áreksturinn á Fokkerinn og
bensín flæddi um slysstaðinn, en
slökkviliðið eyddi því fljótlega með
kvoðu.
Einar Helgason, yfirmaður inn-
anlandsdeildar Flugleiða, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að fyrstu athuganir á
Dagfara hefðu ekki leitt í ljós
skemmdir á honum. Vélin yrði
rannsökuð nánar og með morgnin-
um ætti að vera ljóst hvort vélin
væri flugfær.
Sjá nánar viðtöl og mynd-
ir á bls. 29.
Rækjuvinnslan hf. á Skagaströnd:
Selur Marks o g Spencer veru-
legan hluta framleiðslunnar
Rækjuvinnslan hf. á Skaga-
strönd hefur uppfyllt þau
skilyrði um gæða- og vörueftir-
lit sem breska fyrirtækið Marks
& Spencer setur þeim framleið-
endum sem þeir eiga viðskipti
við. Ljóst er að samningur þessi
mun færa Rækjuvinnslunni
talsvert í aðra hönd þótt engar
fjárhæðir fengjust staðfestar.
Að sögn Sveins Ingólfssonar
stjómarformanns Rækjuvinnsl-
unnar hefur verksmiðjan sam-
þykkt að selja Marks og Spencer
veralegan hluta af framleiðslu
þessarar vertíðar en auk þess
þarf fyrirtækið að sinna skyldum
sínum við viðskiptamenn innan-
lands. Hér er um að ræða mikla
viðurkenningu, því mörg fyrirtæki
hafa leitað árangurslaust eftir þvi
að Marks og Spencer viðurkenni
framleiðslu þeirra. „Fyrirtækið er
mjög kröfuhart um allt hreinlæti
og öguð vinnubrögð starfsfólks",
sagði Sveinn enn fremur. „Við
höfum smátt og smátt verið að
uppfylla skilyrði þeirra, m.a. fór
gæðaeftirlitsmaður héðan í þjálf-
un til verksmiðja M&S í Bretlandi
auk þess sem menn komu hingað
og fylgdust með starfí hans að
lokinni þjálfuninni. í gær heim-
sóttu fulltrúar fyrirtækisins síðan
verksmiðjuna hér á Skagaströnd
og töldu hana uppfylla þær kröfur
sem settar höfðu verið."
Sveinn sagði enn fremur að
þótt nokkur kostnaður hefði fylgt
því að standast gæðakröfur M&S
borgaði það sig. „Það er sagt að
einungis hágæðavara komist í
hillur Marks & Spencer- verslan-
anna þannig að þetta er skraut-
fjöður fyrir okkur auk þess sem
við höfum lært geysilega mikið
af fyrirtækinu hvað varðar fram-
leiðslukröfur og gæðaeftirlit."