Morgunblaðið - 23.07.1986, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986
Kaupfélag Patreksfjarðar:
Rekstri úti-
búsins að
Krossholti
við Barða-
strönd hætt
REKSTRI útibús Kaupfélags
Patreksfjarðar að Krossholti við
Barðaströnd hefur verið hætt
sökum rekstrarerfiðleika, en
síðasti opnunardagur kaupfé-
lagsins var sl. föstudagur.
Viku áður hafði rekstri útibúa
kaupfélagsins á Bíldudal og Tálkna-
firði verið hætt af sömu ástæðum
og verslunarhúsnæði selt nýjum
verslunareigendum ásamt vöru-
birgðum. Matvöruverslun er haldið
áfram á báðum stöðunum undir
stjóm nýrra eigenda.
í ráði er að selja húsnæði útibús-
ins að Krossholti og sagði Jens
Valdimarsson, kaupfélagsstjóri á
Patreksfírði, í samtali við blaða-
mann að enn væri óákveðið hvetjir
keyptu, en hann áliti helst að stofti-
að yrði hlutafélag heimamanna um
áframhaldandi rekstur.
Logaði í skipi
við bryggju
ELDUR kom upp í gærmorgun
um borð í skipi sem lá við
bryggju við skipasmíðastöðina
Stálvik í Garðabæ. Gekk slökkvi-
liði greiðlega að ráða niðurlög-
um eldsins.
Það var skömmu fyrir hálf tólf
í gær að eldurinn kom upp um borð
í Þuríði Halldórsdóttur GK 94, sem
er um 200 tonna skip í eigu Valdi-
mars hf. í Vogum. Var eldurinn í
bjóðageymslu aftarlega í skipinu.
Unnið var við rafsuðu í námunda
við geymsluna og er talið að þang-
að sé upptök eldsins að rekja. Sem
fyrr segir gekk vel að slökkva eld-
inn og var öllu lokið innan hálftíma.
Stór borgarisjaki á Húnaflóa í gær. Myndin var tekin í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar. Morgunbiaði«/T6mas Heigason
Landhelgisgæslan í ísflug:
Nokkrir borgarísjakar
á stangli í Húnaflóa
LITLAR breytingar höfðu orð-
ið á hafísnum á Húnaflóa er
Landhelgisgæslan fór í könn-
unarflug um íssvæðið i
gærmorgun. Isinn hafði þó
gisnað litillega frá deginum
áður á sjálfum flóanum og vitað
var um nokkur skip sem fóru
í gegnum ísinn í gærdag. Þar
á meðal var strandferðaskipið
Esjan, sem varð innlyksa á
Norðurfirði á mánudag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landhelgisgæslunni var landfast-
ur is við Gjögur og suður að
Bjamarfirði. Ishrafl er á Reykjar-
fírði og Veiðileysufirði, um 1 til
3/io að þéttleika. Frá Bjamarfirði
liggur ísinn í austur og norð-
austur um 10 sjómílur og 270
gráður vestur af Kálfshamarsvík.
Nokkrir borgarísjakar sáust á
stangli í Húnaflóa í gær.
Evrópumót yngri spilara:
ísland stöðvaði
signrgöngn Finna
ÍSLENSKU strákarnir á Evr-
ópumóti yngri spilara í brids
stöðvuðu sigurgöngu Finna í
níundu umferð, unnu þá 18—12.
Fram að leiknum við ísland
höfðu Finnar leitt mótið og ekki
tapað Ieik, en virtust missa móð-
inn við tapið, töpuðu aftur stórt
í næsta leik og eru nú dottnir
niður í sjötta sæti. Eftir tíu um-
ferðir eru Pólverjar efstir með
188 stig, en íslendingar eru jafn-
ir Dönum í 11.—12. sæti með 141
stig.
I áttundu umferð lék ísland gegn
ísrael og vann 18—12. Þeir unnu
Finna í næsta leik, en töpuðu svo
fyrir Dönum 11—19. í gærkvöldi
áttið liðið að leika gegn Hollending-
um, en þeir em í öðm sæti með
186 stig.
Breytt aðferð við val á vinsældalista rásar 2:
Krafist nafns og númers og
skyndikönnun framkvæmd
„VALI vinsældalista rásar 2 verður örugglega haldið áfram, en Ijóst
er að fyrirkomulagi hans verður að breyta þar sem við höfum nokkr-
um sinnum orðið vör við samantekin ráð um að hafa veruleg áhrif
á niðurstöður listans hveiju sinni,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson, for-
stöðumaður rásar 2, í samtali við Morgunblaðið.
„Það er í sjálfu sér erfítt að sældalistans þá.“
rekja, rökstyðja og sanna svindl,
en viðvíkjandi þessu síðasta dæmi
um Skriðjöklana frá Akureyri og
lag þeirra „Hesta", stendur ftillyrð-
ing gegn fullyrðingu. Mér er ljóst
að á kerfisbundinn hátt hringdu
einhveijir til að veija lagið og með
vali á öðmm lögum, sem þeir kusu
í annað og þriðja sæti, kom mjög
rugluð mynd á niðurstöður vin-
Þorgeir sagði að listinn á morgun
yrði valinn á fímm stöðum á
landinu, Reykjavík, ísafírði, Akur-
eyri, Egilsstöðum og Vestmanna-
eyjum, og allir landsmenn hefðu
atkvæðisrétt að vanda á milli kl.
16.00 og 18.00 í stað 16.00 og
19.00 eins og verið hefði til þessa.
Starfsfólk útvarpsins á þessum
stöðum sér um framkvæmd könn-
unarinnar. Farið verður fram á að
viðkomandi gefí upp nafn, nafn-
númer og símanúmer og síðan er
ætlunin að samhliða þessu verði
framkvæmd skyndikönnun þar sem
dæmið snýst við, starfsfólk rásar 2
hringir út til hlustenda til að athuga
hvort niðurstöður kannananna
koma heim og saman. Tekið verður
mið af skyndikönnuninni í niður-
stöðum listans, en ekki hefur enn
verið ákveðið vægi hennar í heildar-
niðurstöðunum.
„Við vitum að með þessari nýju
aðferð er einnig hægt, með saman-
teknum ráðum, að hafa áhrif á
írskt fyrirtæki í hart við Arnarflug:
Fresta kröfu um gjaldþrota-
skipti meðan aðilar ræðast við
— segir Sigurgeir Sigurjónsson hrl.
„ÞAÐ ERU umræður í gangi
milli aðila um samkomulag og
meðan svo er mun ég ekki fara
fram á gjaldþrotaskipti Arnar-
flugs," sagði Sigurgeir Sigur-
jónsson hæstaréttarlögmaður í
samtali við Morgunblaðið i gær.
Sigurgeir hefur tekið að sér fyr-
ir írsku áhafnaleiguna Perc Ltd.
að innheimta 26 milljóna króna
skuld Amarflugs við áhafnaleig-
una. Ahafnaleigan er dótturfyr-
irtæki flugfélagsins Air Lingus.
í gær var Sigurgeir tilbúinn með
beiðni um gjaldþrotaskipti Ara-
arflugs, sem hann hugðist
afhenda skiptarétti.
Hörður Einarsson, nýkjörinn
stjómarformaður Amarflugs, sagð-
ist ekki hafa miklar áhyggjur af
þessu máli: „Það er verið að skoða
dæmið í heild og geri ég ráð fyrir
að samkomulag náist. Fjölmargir
skuldunautar Amarflugs hefðu get-
að farið fram á gjaldþrotaskipti
fyrirtækisins á undanfömum mán-
uðum. Kannski stafar harkan hjá
írsku áhafnaleigunni af því að hún
á sjálf í erfiðleikum. En hún hefði
ekki hag af því frekar en mörg
önnur fyrirtæki sem Amarflug
skuldar að félagið yrði gert upp,“
sagði Hörður Einarsson..
einstök lög, en ætlunin er að reyna
þessa aðferð í nokkrar vikur og
vita hvort hinn eini og sanni vin-
sældalisti komi í leitimar sem allir
verða reyndar aldrei sammála um.
Það segir sig sjálft að þessar breyt-
ingar kalla á aukinn mannafla og
þar með aukinn kostnað, en þó
engar svimandi háar upphæðir,“
sagði Þorgeir.
Þorgeir bætti því við að á sínum
tíma hefði hann rætt við forráða-
menn Hagvangs og Félagsvísinda-
deildar HÍ um framkvæmd á
vikulegu vali vinsældalistans, en
með því að fá inn þriðja aðila til
þess að annast könnunina, sagði
hann að kostnaður myndi tvöfald-
ast. þá sagðist hann lítillega hafa
skoðað Gallup-kerfíð í Bretlandi,
sem byggðist að meira eða minna
leyti á hljómplötusölu, en voniaust
væri að fara eftir því í svo fámennu
þjóðfélagi sem hér væri.
„Það er ánægjuefni hversu marg-
ir fylgjast með listanum og hversu
margir taka þátt í vali hans. Við
vitum að þó til sé fólk sem er að
reyna að hafa áhrif á niðurstöður
listans, þá þarf töluvert til þess að
hann breytist því það hringja milli
1.200 og 1.400 manns á hveijum
fimmtudegi til að velja sín óskalög.
Eitt af markmiðum okkar, sem út-
varpsstöð var, er að halda góðu
sambandi við hlustendur og er vin-
sældalistinn mikilvægur hluti af
því,“ sagði Þorgeir Ástvaldsson.