Morgunblaðið - 23.07.1986, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986
Siðustu dag-
ar Pompei
Sjónvarp
Arnaldur Indriðason
Síðustu dagar Pompei (The Last
Days of Pompeii).
Framhaldsmyndaflokkur er hef-
ur göngu sína 23. júlí. Stjörnu-
gjöf: *
Bandarísk/ítölsk framleiðsla.
Leikstjóri: Peter Hunt. Handrit:
Carmen Culver, byggt á bók
Edward Bulwe Lyttons. Kvik-
myndatökumaður: Neil Binney.
Framleiðendur: Richard Irving
og William Hill. Klipping: Ric-
hard Marden. Sérstakar tækni-
breUur: Peter Hutchinson.
Helstu hlutverk: Franco Nero,
Nicholas Clay, Ernest Borguine,
OUcia Hussey, Duncan Regher,
Ned Beatty, Anthony Quale,
Laurence Oliver o.fl. 1x80 mín
og 5x50 min.
Þá hefur hótelstjórinn, Peter
McDermott, og allt hans góðhjart-
aða og indæla starfsfólk kvatt
íslenska sjónvarpsgesti. Hótel fékk
mann til að sakna Dallas, en þætt-
imir sem nú taka við á miðviku-
dagskvöldum, Síðustu dagar
Pompei (The Last Days of Pom-
peii) fá mann til að sakna Hótels
og það eru ekki góð meðmæli.
Nýi myndaflokkurinn, sem hefur
göngu sína í kvöld, var framleiddur
í samvinnu Bandaríkjamanna og
Itala en talsvert hefur borið á ítalsk-
ættuðum myndaflokkum í sjón-
varpinu upp á síðkastið. Þeir hafa
flestir verið íburðarmikil og rándýr
epísk stórvirki, Marco Polo, Jesús
frá Nasaret, Kólumbus og Verdi,
(sem var í minna lagi, að ógleymd-
um Kolkrabbanum) og þeir voru
misjafnir að gæðum. Kólumbus var
þeirra sfstur. Líf þessa mikla sæ-
garps var fært niður á plan sápuóp-
erunnar og sjálfur gekk Kólumbus,
þessi mikli sjóari, um sviðið eins
og metnaðarfullur prestur. Síðustu
dagar Pompei gæti kallast ósköp
venjuleg sápuópera, uppistaðan í
myndaflokknum eru ástsjúkir menn
og konur og það gerist ekki margt
fýrr en til allrar guðslukku Vesúví-
us fer að gjósa, en þá er þáttunum
líka lokið.
Myndaflokkurinn, sem er í sex
þáttum, er byggður á sagnfræði-
legu verki eftir Breta að nafni
Edward Bulwer Lytto. Bók hans,
„Síðustu dagar Pompei" kom út
1842 og er sagnfræðilegt rit eins
og verk Sir Walter Scotts eru sagn-
fræðileg. Bulwer hafði mikinn
áhuga á Pompei og skáldaði upp
nokkra borgarbúa í sögu sína og
lýsti lffí þeirra og örlögum síðustu
Clay, Hussey og Linda Purl forða sér undan eldgosi Vesúvíusar í
framhaldsmyndaflokknum, Síðustu dagar Pompei, sem hefur göngu
sina í sjónvarpinu í kvöld.
dagana fyrir eldgos Vesúvíusar,
sem lagði borgina í rúst og gróf
undir ösku árið 79 eftir Krists burð.
Bók hans er fyrst og fremst ástar-
saga, mest byggð upp á löngum
samtölum og ástaróðum og efnið
hæfir í raun hvemig óperu sem er.
Á meðal persóna sem Bulwer
skapaði var Glásus (Nicholas Clay),
sem er ákaflega menningarlegur
Grikki og auðugur í þokkabót; Júlía
(Catriona MacCali), sem er skotin
f Klodíusi en þorir ekki að segja
honum það vegna þess að hún er
bara dóttir físksala; Díómedus, sem
er þessi físksali, ríkur og feitur og
vitlaus; Klodíus (Jerry Sondquist),
sem er bláfátækur rómverskur að-
alsmaður og skotinn í Júlíu en hann
þorir ekki að segja henni það vegna
þess að hann á ekki krónu; Nydia
(Linda Purl), sem er blindur þræll,
ósköp indæl og saklaus og neitar
að vera hóra. Hún er því send beint
á þrælamarkaðinn þar sem Glásus
kaupir hana og gefur Ionu (Olivia
Hussey), Iona er skotin í Glásusi
og hann í henni en æðsti prestur-
inn, Arbace (Franco Nero), sem er
fósturfaðir Ionu og foringi trúar-
hóps sem dýrkar gyðjuna Isis, hefur
önnur plön fyrir hana og þau miður
falleg; Lydone (Duncan Regehr)
sem er ástsjúkur bardagaþræll en
hann hefur unnið sér frelsi fyrir
löngu með frækilegri framgöngu í
bardagahringnum þar sem er sleg-
ist upp á líf og dauða. Hann er
skotinn í Nydíu og vill gjama hætta
í hringnum en hann hefur bara svo
gott uppúr því að drepa og Ólintó
(Brian Blessed), sem er leiðtogi
kristinna manna í borginni en
kristni er bönnuð þeim sem hana
stunda, er hent fyrir ljónin þegar
næst til þeirra.
VTSALA í €/AA VAG
A morgun, fimmtudag er eins
dags útsala í Etienne Aigner
versluninni, Bankastræti 9,
á stökum stærðum af skóm,
buxum, pilsum og drögtum.
Á föstudaginn er verslunin
\ lokuð og á mánudag
opnum við aftur með
nýjar haustvörur,
glæsilegri en
^ nokkru sinni.
Verið
^ velkomin!
„Menning'ar-
sjóður vest-
firskrar æsku“:
Námsstyrk-
ir til vest-
firskra
ungmenna
STYRKIR verða veittir f ágúst-
mánuði eins og undanfarin ár
úr „Menningarsjóði vestfirskrar
æsku“. Styrkirnir eru veittir til
vestfirskra ungmenna til fram-
haldsnáms, sem þau geta ekki
stundað í heimabyggð sinni.
Forgang um styrk úr sjóðnum
að öðru jöfnu, hafa eftirtaldir:
1. Ungmenni, sem misst hafa
fyrirvinnu sína (föður eða móður)
og einstæðar mæður.
2. Konur, meðan ekki er fullt
launajafnrétti.
Ef ekki berast umsóknir frá Vest-
fjörðum, koma til greina, eftir sömu
reglum, umsóknir frá Vestfírðing-
um búsettum annarstaðar.
Félagssvæði Vestfírðingafélags-
ins eru Vestfírðir allir (ísafjörður,
ísafjarðarsýslur, Barðastrandar- og
Strandasýsla ).
Umsóknir þarf að senda fyrir lok
júlí og þurfa meðmæli að fylgja
umsókn, „frá skólastjóra eða öðr-
um, sem þekkja til umsækjanda,
efni hans og ástæður", eins og seg-
ir í fréttatilkynningu frá Vestfírð-
ingafélaginu.
Umsóknir skal senda til „Menn-
ingarsjóðs vestfírskrar æsku“,
Sigríður Valdemarsdóttir, Njáls-
götu 20 (jarðhæð), 101 Reykjavík.
Á siðasta ári voru veittar kr.
60.000, til þriggja ungmenna, sem
öll eru búsett á Vestfjörðum.
í sjóðsstjóm eru: Sigríður Valde-
marsdóttir, Þorlákur Jónsson og
Guðrún Jónsdóttir.