Morgunblaðið - 23.07.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986
27
Aðalfundur
Búnaðarsambands
Vestfjarða:
Rættum
hömlur
á fram-
leiðslu
bænda
Midliúsum, Reykhólasveit.
FYRIR nokkru hélt Búnaðarsam-
band Vestfjarða aðalfund sinn á
Reykjanesi við Djúp. Aðalmál
fundarins voru hömlur sem verið
er að setja á framleiðsiu bænda
og heita ýmsum fallegnm nöfn-
um s.s. fullvirðisréttur, búmark
og kvóti svo eitthvað sé nefnt.
Fyrir nokkrum árum var sam-
þykkt að búnaðarsambandið gæfí
út tímamótarit og hefur margs-
konar efni verið safnað um
bændafólk og býli á sambands-
svæðinu. Búið er að ráða Kjartan
Olafsson fyrrverandi alþingismann
til þess að sjá um verkið og kemur
hann til starfa í ágústmánuði. Þetta
ritverk er búið að vera lengi í undir-
búningi og talið er að það taki allt
að tvö ár í viðbót að koma því á
prent.
Þrír ráðunautar eru í starfi hjá
búnaðarsambandinu. Þeir eru Sig-
urður Karlsson í fullu starfí og
Þórarinn Sveinsson og Hilmar Öss-
urarson báðir í hálfu starfí.
Ráðunautamir gerðu grein fyrir
störfum sínum á fundinum.
Búnaðarsambandsfulltrúum var
boðið að Nauteyri að skoða laxeldis-
stöðina þar. Engilbert Ingvarsson
formaður stjómar og Benedikt Egg-
ertsson framkvæmdastjóri sýndu
gestum fyrirtækið. Blandað er sam-
an heitu og köldu vatni og virðist
vel til stöðvarinnar vandað { alla
staði. Einnig var skoðuð laxeldis-
stöðin í Reykjanesi í boði Skarp-
héðins skólastjóra þar. Þar er
blandað saman sjó og heitu vatni
og virtust laxamir hafa það ágætt
og þrífast vel.
Eitt erfíðasta málið við að fást
var að koma saman lista til búnað-
arþingskosninga. Skoðanir voru
margar og ólíkar og telja margir
að fulltrúa eigi að velja í beinum
kosningum. Hinsvegar komu eigi
fram nokkrar óskir frá búnaðarfé-
lögunum handa fulltrúum að fara
eftir. Eftir margs konar aðgerðir
vom eftirtaldir menn kosnir sem
búnaðarþingsfulltrúar næsta kjör-
tímabil: Birkir Friðbertsson og
Össur Guðbjartsson sem aðalfull-
trúar og Ágúst Gfslason og Grímur
Amórsson sem varamenn.
Gestir fundarins vom Ámi Jónas-
son frá Stéttarsambandi bænda og
Ingi Garðar Sigurðsson tilrauna-
syóri á Reykhólum. Báðir þessir
menn héldu erindi og kom það fram
I erindi Inga að þörf á kölkun túna
færi vaxandi á Vestfjarðakjálkan-
um. Einnig var Guðmundur Ingi
Kristjánsson heiðursfélagi Búnað-
arsambands Vestfjarða gestur
fundarins. Svanhildur Jónsdóttir,
Flatey, var fyrsti kvenfulltrúi á
aðalfundi Búnaðarsambands Vest-
fjarða. Stjóm búnaðarsambandsins
skipa: Valdimar Gíslason formaður,
Friðbert Pétursson gjaldkeri og
Kristján Guðmundsson ritari.
Sveinn
AÐUR EN ÞU EERÐ
ÚR LANDI##
^TT ÞÚ ERINDI í ÚTVEGSBANKANN á_ \_\
i
FRA TRYGGINGA
MIÐSTOÐINNI HF.
ÞU FÆRÐ:
1. GTALDEYRINN.
2, FERÐATRYGGINGU 3. EUROCARD
KREDITKORT
ASAMT GESA
ORYGGISKORTI
m
l!
GS$61
4. 10 HOLLRÁÐ
VARÐANDI
VARÐVEISLU
FIARMUNA OG
FERÐASKILRÍKIA.
Veistu t .d.
1. Hvernig best er að geyma erlendan gjaldeyri?
2. Hvaða ferðaskilríki er best að skilja eftir heima?
3. Hvað er innifalið í ferðatryggingu?
4. Hvað ber að taka til bragðs hendi þig eitthvað óhapp erlendis?
5. Að til er leynivasi fyrir skjöl og fé?
Reynslan í gjaldeyrisþjónustu og erlendum viðskiptum er okkar megin.
ÚTVEGSBANKINN
GYLMIR/SlA