Morgunblaðið - 23.07.1986, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1986
fclk í
fréttum
*
Stóra stundin
rennur upp
Loftið er rafmagnað, þrungið
spennu og hátíðleik. Loksins
er hann runninn upp, þessi lang-
þráði dagur, sem öll heimsbyggðin
hefur beðið eftir, og þá sér í lagi
breskir þegnar. Klukknahljómur,
kampavín og alls kyns kræsingar
eru einkenni hans, hversdagsleikan-
um er ýtt til hliðar og landið lamast
stutta stund. Flestir fá frí úr vinnu
til að geta fylgst með stórkostlegri
athöfninni — séð það með eigin
augum þegar Andrew prins og Sara
Ferguson heita hvoru öðru ævi-
langri trú og tryggð. Þúsundir ef
ekki milljónir manna taka sér stöðu
á götum úti og hylla hjónakomin
meðan heilu flölskyldurnar koma
sér fyrir framan við skjáinn til að
sjá sem best hvert smáatriði. Það
er sama hvar þeir eru staddir. Bret-
amir óska brúðhjónum sínum
hamingju og heilla í huganum.
Það kom öllum mjög á óvart að
þau Andrew og Sara skyldu rugla
sdman reitum sínum. Þau höfðu
reyndar leikið sér mikið saman í
bemsku, verið ágætis vinir í æsku
en síðan skildu leiðir og þau þrosk-
uðust, hvort í sína átt. I fjölmiðlum
hefur löngum verið dregin upp ein-
hvers konar glaumgosamynd af
prinsinum. Hann er sagður hafa
verið mikið upp á kvenhöndina,
gefinn fyrir hið ljúfa líf. Sjálfur
segir hann sögur þessar afskaplega
ýktar og vinum hans ber saman um
að þrátt fyrir að hann sé kátastur
fjögurra barna Elísabetar drottn-
ingar sé hann í raun afskaplega
dulur og fari mikið einförum.
Reyndar var hann á unga aldri
annálaður prakkari, en eftir því sem
árunum fjölgaði dró hann sig æ
meira inn í skel sína. Eina alvarlega
ástarsambandið, sem hann hefur
lent í, var samband hans við leik-
konuna og fyrirsætuna Koo Stark.
Það ævintýri endaði þó með ósköp-
um, er upp komst að hún hefði
leikið í einhveijum léttúðugum
kvikmyndum, komið fram á hvíta
tjaldinu heldur fáklædd. Stúlkan
þótti því engan veginn samboðin
hinum háa herra og sambandinu
var slitið í skyndi, eins og mönnum
er eflaust í fersku minni.
Andrew Albert Christian Edward
fór ekki í framhaldsnám að loknum
menntaskóla. 1979 gekk hann hins-
vegar í sjóherinn, líkt og faðir hans,
prins Philip, hafði gert.
En hver er saga brúðarinnar? —
Eins og nærri má geta hafa bresk-
ir fjölmiðlar verið æði iðnir við að
grafa upp alls kyns smáatriði um
fortíð hinnar tilvonandi prinsessu.
Eftir því sem næst verður komist
hefur Sara líka lifað mjög tilbreyt-
ingaríku lífu, ferðast víða og
skemmt sér vel á sínum 26 árum,
svo vel, að hinum ströngustu sið-
ferðispostulum þykir víst nóg um.
Hinsvegar hefur engum tekist að
finna neitt svo vafasamt við fortíð
hennar, að óverjandi sé að hún
komist í konungsfjölskylduna. Hún
er dóttir þeirra Susan Barrantes og
Ronalds Ferguson, majórs og ólst
upp á sveitasetri föður síns í Hamp-
shire. í æsku var hún álitin mjög
ærslafull, stal senunni, hvar sem
hún kom og var afskaplega vinsæl,
sakir fyndni og fjörs. Þeir, sem vel
þekkja stúlkuna segja hana eflaust
eiga eftir að hrista svolítið upp í
hinni konunglegu fjölskyldu, gera
hana virkari í daglegu lífi þjóðarinn-
ar. „Helgislepja og hátíðleiki eru
ekki hennar ær og kýr,“ segja sér-
fróðir. „Það lýsir henni t.d. afskap-
lega vel að henni skyldi takast að
draga Díönu út í dulargervi á ein-
Klækjakvendið Díana kom hjónakornunum í rauninni saman.
„Ég vár viss um að Sara myndi heilla hann upp úr skónum,“
segir hún.
„Hún á örugglega
eftir að hrista upp
í þessu öllu saman,
bíðið þið bara,“
segja sérfróðir
menn. Fjörkálfur-
inn Fergie á fullri
ferð.
hvem skemmtistað," bæta þeir við
og fullyrða að þetta sé aðeins byij-
unin á óvæntum uppákomum og
furðulegum hugdettum hnátunnar.
„Hún er svo lífsglöð og kát að eðlis-
fari að maður kemst ekki hjá því
að hrífast með henni."
Er Sara var 14 ára stakk móðir
hennar af frá sveitasetrinu, sótti
svo um skilnað og giftist argentíska
póló-leikaranum Hector Barrantes.
Skilnaðinn tók Sara afskaplega
nærri sér á sínum tíma, en jafnaði
sig alveg er faðir hennar gekk að
eiga aðra konu, sem einnig heitir
Susan. Þær urðu nefnilega mjög
nánar vinkonur og vitnar Sara
ávallt til hennar sem hinnar
„grimmu og harðbijósta stjúpu" í
góðlátlegum tón. Hinu er þó ekki
að neita að skilnaður foreldra henn-
ar var í fyrstu þymir í augum sumra
Breta. „Hjónabandið er heilagt og
skilnaður skömm,“ sögðu þeir. Ekki
varð það til að milda afstöðu þeirra,
er þeir komust að því að stjúpfaðir
Söm er argentískur í húð og hár.
Þar sem brúðguminn sjálfur barðist
við Argentínumenn í Falklandseyja-
stríðinu 1982, vildu sumir sleppa
því að bjóða stjúpanum í brúðkaup-
ið. Drottningin lætur hinsvegar
athugasemdir þessar sem vind um
eyru þjóta og hefur að sjálfsögðu
boðið báðum foreldrum Söm og
núverandi mökum þeirra. Ákvörð-
unin olli svolitlum deilum, en Bretar
bera þó ótakmarkaða virðingu fyrir
þjóðhöfðingja sínum og dómgreind
drottningar. Undanfarið hafa því
fyrmefndir menn haft hljótt um sig.
Sara Ferguson, eða Fergie, eins
og hún er oftast kölluð, á afskap-
lega lítið sameiginlegt með prins-
essunni á bauninni, svo mikið er
víst. Hún hefur lifað ævintýralegu
lífí, gert hluti sem hina meðlimi fjöl-
skyldunnar hefði aldrei látið sig
dreyma um. Til að mynda fóm hún
og vinkona hennar Charlotte Eden,
í heimsókn til Argentínu árið 1980.
Ferðuðust þær síðan með rútu í
gegnum Suður-Ameríku og þaðan
til Bandaríkjanna. „Er við komum
að landamærum Brasilíu og Arg-
entínu vomm við báðar orðnar
blankar, áttum ekki aur,“ upplýsir
Charlotte. „Við gripum því til þess
ráðs að leggja okkur á almennings-
bekkjum á umferðarmiðstöðinni
þar. Þetta vom frábærir dagar og
við báðar með eindæmum kæm-
lausar. Ég er viss um að Fergie
mun minnast þessara daga sem ein-
hverra sinna bestu,“ bætir hún við.
En það er fleira, sem fjölmiðlam-
ir hafa tínt til. Sara Ferguson var
nefnilega í föstu sambandi með
manni að nafni Paddy McNally.
McNally er 48 ára ekkjumaður,
fyrmm umboðsmaður kappaksturs-
hetjunnar Nikki Lauda. Samband
þeirra stóð í ein 3 ár og lauk ekki
fyrr en eftir að þau Sara og Andrew
hittust á ný fyrir rúmu ári.
En hvaða dularfullu öfl ollu þess-
um rómantísku endurfundum?
Þau dularfullu öfl ganga undir
nafninu Díana prinsessa. Þær Sara
og Díana hafa nefnilega verið góðar
vinkonur í fjöldamörg ár. Díana
þóttist viss um að Sara væri kjörinn
kvenkostur fyrir mág sinn, Andrew.
Þess vegna brá hún sér sem snöggv-
ast í búning Amors og kbm því
þannig fyrir að þau sætu hlið við
hlið á Ascot-veðreiðunum í fyrra.
Herbragð hennar bar líka tilætlaðan
Ræðismenn í
New York
- heiðra Ivar
Guðmundsson
Stjóm ræðismannafélagsins í
New York — The Society of
Foreign Consuls in New York —
hefur sæmt ívar Guðmundsson,
fyrrverandi aðalræðismann Islands
þar í borg, skrautrituðu heiðurs-
skjali „til viðurkenningar á framúr-
skarandi starfi, þegnskap og
framlagi hans til félagsins og ræðis-
mannasveitarinnar í heild".
í New York eru nú rúmlega 90
~ aðalræðisskrifstofur, fleiri en í
nokkurri annarri borg veraldar og
er ívar fyrrverandi forseti ræðis-
mannafélagsins. Meðfylgjandi
mynd var tekin er aldursforseti
ræðismanna í New York, Antonio
Aris de Castilla, aðalræðismaður
Guatemala í New York, afhenti
Ivari skjalið við hátíðlegt tækifæri.
og
Antonio Aris
de
Castilla virða
skjal-
ívar Guðmundsson
ið góða.
fyrir sér
Pierce Brosnan —
hinn nýi James Bond
Framleiðendur „James Bond-
myndanna" óttuðust það mjög
um tíma að illa myndi ganga að
finna arftaka Rogers Moore í hlut-
verk spæjarans. Moore hafði unnið
hugi og hjörtu áhorfenda — og þá
sér í lagi þeirra, sem kvenkyns eru.
Nú hafa þeir hins vegar tekið gleði
sína á ný, því þeir þykjast hafa
fundið mann sem fær er um að feta
í fótspor hans. Er hér átt við leik-
arann Pierce Brosnan, sem getið
hefur sér gott orð á hvíta tjaldinu
vestan hafs undanfarið. Brosnan
er kvæntur þriggja bama faðir og
að sögn var leið hans á toppinn
bæði löng og ströng. Hann vann
sem bílstjóri á daginn, lék í auglýs-
ingum á kvöldin og tók fegins hendi
alla þá aukavinnu sem honum
bauðst. „Frami minn er fyrst og
fremst konu minni, Cassöndm, að
þakka,“ segir Pierce. „Hún hefur
ávalt stutt mig dyggilega og talið
í mig kjark, þegar ég var sjálfur
að gefa upp alla von. Engu að síður
er hún afskáplega raunsæ og gætir
þess vel, núna, þegar velgengnin
blasir við, að ég hafi báða fætur á
jörðinni. Sjálf hefur hún kynnst
þessum kvikmyndaheimi lítillega —
lék meðal annars eina stúlkuna í
Bond-myndinni „For Your Eyes
Only“. Sem stendur er hún heima-
vinnandi, enda eigum við 3ja ára
gamlan son, sem þarf á öðm hvom
okkar að halda."
Pierce Brosnan er orðinn stjama,
á því leikur enginn vafi. Kvenfólkið
eltir hann á röndum og kvikmynda-
framleiðendur keppast við að gera
honum tilboð. „Eg er afskaplega
hamingjusamlega giftur," segir
hann, „svo ég er á stöðugum flótta
undan kolmgluðu kvenfólki. Það
er athygli sem ég kæri mig lítið