Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTÚDAGUR 24. JÚLÍ 1986
13
Listakonan Edna Cars Winberg
virðist gædd þeim sjaldgæfa hæfi-
leika að vinna einfaldast og
óþvingaðast að flóknum og marg-
ræðum lausnum. Þannig séð hefur
hún svo sannarlega átt erindi út
í þessa heillandi en flóknu tækni.
•••
Sýningin „ ... gests augað" er
samsafn margs konar rissa, er
hinir útlendu gestir hafa gert á
hinum ýmsu áfangastöðum ferðar
sinnar um landið.
Þessi riss virka frekar veigalítil
í kjmningu og virðast flest gerð
i miklum flýti og af lítilli yfirveg-
an.
Minna sterklega á skissugerð
málara, er svo seinna vinna úr
föngum sínum heima í vinnustofu
sinni, en f slíkum vinnubrögðum
er falin ákveðinn og markviss til-
gangur. Hin sérstöku beinu
huglægu áhrif frá náttúrunni
verða alls ekki höndluð með því
einu að ljósmynda viðfangsefnið,
og hér kemur rissið að ómældum
notum.
Það var fátt, sem vakti athygli
manns, og engan veginn er unnt
að dæma um getu viðkomandi á
listasviði í ljósi hinna grunnfærðu
vinnubragða.
En væntanlega vinna hinar
ungu listspírur betur og markviss-
ar úr hughrifunum er heim
kemur...
N’ART ’86
Hlaðvarpinn
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í Hlaðvarpanum við Vesturgötu
eru tvær myndlistarsýningar.
Annars vegar sýnir Edna Cers
Winberg verk unnin í batik, en
hins vegar er sýningin „ .. .gests
augað“. Myndir, sem unnar hafa
verið á ferð norrænna listamanna
um ísland 3.—16. júlí.
Edna Cers Winberg er alin upp
í Kanada og stundaði þar listnám,
fór svo til Svíþjóðar til frekara
náms og hefur dvalið þar síðan.
Hún bæði teiknar og málar, og
hefur haldið einkasýningar í
Svíþjóð og Kanada og tekið þátt
í fjölda samsýninga. Það er þó
batiktæknin, sem á hug hennar
allan, og eru flest hennar verk
unnin í þeim miðli. Myndefnið er
gjaman sótt f norræna goða-
fræði, sem hún hefur bersýnilega
ótakmarkaðan áhuga á, en einnig
fær hún innblástur við lestur
bóka, ferðalög og úr náttúrunni
eins og gengur.
Listakonan hefur óvenjulega
mikið vald á þessari um margt
vandmeðfömu tækni, sem margur
spreytir sig á vegna áferðarfeg-
urðar hennar og ríkra möguleika
á óvæntri útkomu, — mun frekar
en að viðkomandi eigi sérstakt
erindi á vettvanginn.
Á sýningu hennar em 16 verk
af ýmissi stærð, og er það áber-
andi, að stæstu og viðamestu
verkin em jafnframt í senn heil-
legust og hrifmest. Myndefnið er
úr goðafræðinni, og þó að það sé
margþætt og flókið í uppbygg-
ingu, kemst Edna Cers Winberg
vel frá því og þá einkum í stærstu
myndinni „Mytologisk saga“ (4).
Hér er listakonan í essinu sfnu
og raunar kemst hún hvergi með
tæmar í öðmm verkum sínum,
þar sem hún hefur hælana í því
verki.
Minnist ég þess ekki að hafa
séð jafn fjölþætta tækni á batik-
sýningu hér á landi áður og hér
kemur fram.
Maður getur með góðri sam-
visku tekið undir orð sænska
listrýnisins Stella Grant, er hann
segir: „Maður upplifír sterkt flæð-
ið milli hins hlutlæga og huglæga,
— milli hins efnislega og andlega
og á hvem hátt þessi svið tengj-
ast hvort öðm.“
Hin minni verk, sem em líkust
hluta eða brotabroti af stærra
samhengi, em mun einhæfari og
misjafnari en þau stóm.
GÆÐAMYNDIR SEM ÞU ÆTTIR EKKI
AÐ LÁTA FRAMHJÁ ÞÉR FARA
CRS
íilntkur tcxtí
3. Ó%kamwftt*»*n
K.MTIARiNI. mvbims • HirSRY l ONDA
• ÍÁNil FONtiA j
EYEWITNESS
Þetta er hættulega áhrifarík spennumynd um dular-
fulla atburöi meö þeim William Hurt (Kiss of the Spider
Woman) Sigourney Weaver (Chostbusters) og Chri-
stopher Plummer (Desperate Voyage) í aöalhlutverk-
um. Sigourney Weaver leikur sjónvarpsfréttakonu sem
tekur viötal viö húsvörö, sem líklega hefur oröiö vitni
að morði. Húsvörðurinn notar sér aðstööu sína til aö
komast i nánari kynni viö fréttakonuna og þaö eru
ýmsir sem vilja þau feig.
MUPPETS TAKE
MANHATTAN
Prúöuleikararnir halda til Manhattan í leit aö frægö
og frama, en er þangað kemur finna þau fljótlega aö
leiöin á toppinn er bæöi grýtt og hál. Allt fer að sjálf-
sögöu vel að lokum eins og í öllum sönnum ævintýrum.
Frábærlega vel gerð kvikmynd meö þessum einstak-
lega skemmtilegu brúðum. Þetta er mynd sem
krakkarnir hafa gaman af aö horfa á aftur og aftur og
svo einu sinni enn.
ON GOLDEN POND
Þreföld óskarsverðlaunamynd með Henry Fonda, Kat-
herine Hepburn og Jane Fonda. On Golden Pond lýsir
á ótrúlega sannfærandi hátt, stiröu sambandi aldraðs
fööur og uppkominnar dóttur hans. Henry Fonda og
Katherine Hepburn eru ótrúleg i hlutverkum sínum sem
gömlu Thayer hjónin og þá svíkur Jane Fonda ekki
fremur en fyrri daginn. Strákurinn Doug McKeon (Mis-
chief) er einnig óborganlegur. Þetta er ein þeirra
gæöamynda sem maður hreinlega verður aö sjá með
islenskum texta.
Sophie’s
Choice
Rómuð Óskars-
verölaunamynd
með hinni stór-
kostlegu leikkonu
Meryl Streep i að-
alhlutverki.
Cocoon
Dularfull, spenn-
andi og hrífandi
mynd, sem hlaut
Óskarsverðlaun i
árfyrirbestu
tæknibrögðin.
K
Tomorrow
Comes
Byggt á bókinni
„Efdagurris”eftir
Sidney Sheldon.
Mannlegt eöli er
afhjúpað á ógley
manlegan hátt.
Hörkuskemmtilegogspennandi I AQVUAIAIITC
ævintýramynd. Vasaþjófurinn ungi,
Gaston, er eini maðurinn sem tekist
hefur að sleppa lifandi úr hinni
óhugnanlegu dýflissu Aquilla. Hann
slæst i för með vigamanninum Na-
varre, sem ferðast um á miklum
gæðingi og beitir haukfránum rán-
fugli sínum af snilld. Saman heyja
vígamaðurinn og vasaþjófurinn
slyngi harða baráttu við yfirnáttúru-
leg öfl og verða að hafa sig alla við
til að tapa ekki slagnum. Ein dýrasta
mynd sem gerð hefurveriö, með
úrvalsleikurunum Matthew Brod-
erick (War Games) Rutger Hauer
(Osterman Weekendjog Michelle
Pfeiffer (Scarface, Into the Night)
AMERICAN DREAMER
Þegar rithöfundúrinn Cathy
Palmer vinnur Parísarferð i
spennusagnasamkeppni
Rebeccu Ryan, finnst henni
sem allir hennar draumar
hafi ræst. ÞegarCathy
kemur til Parísar lendir hún
i bilslysi og ruglast við það
verulega í ríminu. Eftir slys-
ið heldur Cathy að hún sé
sjálf Rebecca Ryan og tek-
ur upp á að framkvæma
stórhættulega hluti.
Spr»nghl»gil«g og
spennandl mynd.
THE CHOIRBOYS
Byggt á samnafndrf
skáldsöguiosaphs
Wsmbsugh. Hérer
skyggnst á bak við tjöldin
hjá lögregluliöi stórborgar-
innar þarsem margt
misjafnt á sér stað. Heiðar-
leikinnogvelsæmiðeru
ekki ætið í hávegum höfð
hjá þessum piltum.
The Choirboys lýsir at-
burðumafþekkingu,
næmni og einstakri kímni.
Finndu út hvað gerist i raun
og veru á bakvið veggi lög-
reglustöövarinnar.
Silence
ofthe
heart
Skip sér aðeins
eina lausn á
vanda sínum,
lausn sem á eftir
að valda fjölskyldu
hansómældu
hugarangri.
FÁIÐ YKKUR CBS/FOX MYNDBÖND
Á NÆSTU MYNDBANDALEIGU
MYNDBÖND VIÐ ALLRA HÆFI
iWoorhf