Morgunblaðið - 24.07.1986, Blaðsíða 35
_______________________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 1986 _
Margir mjólkurbændur komnir yfir fullvirðismarkið:
Halda undantekningarlaust
áfram að leggja inn mjólk
„Maður getur ekki hætt að mjólka kýrnar“
— segir bóndi sem er farinn yfir markið
MARGIR mjólkurbændur, um
allt land, eru búnir — eða í þann
mund — að klára „fullvirðis-
mark“ sitt. Þegar því marki er
náð fær bóndinn aðeins brot af
fullu verði fyrir þá mjólk sem
hann leggur inn til mjólkursam-
lags sins.
Hjá Mjólkurbúi Flóamanna eru
120 af 720 bændum búnir með sinn
skammt, og á svæði Mjólkursam-
Norræna húsið:
Fyrirlestur
um gróður-
ríki Islands
í KVÖLD, fimmtudaginn 24. júlí,
klukkan 20.30, verður íslensk flóra
á dagskrá í „Opnu húsi“, sumardag-
skrá Norræna hússins fyrir erlenda
ferðamenn. Þá flytur Eyþór Einars-
son erindi um gróðurríki íslands
ásamt litskyggnum og talar á
dönsku. Að erindinu loknu verður
gert kaffihlé og því næst sýnd kvik-
myndin „Þtjár ásjónur íslands" með
norsku tali.
Kaffistofa og bókasafn Norræna
hússins verða opin fram eftir kvöldi
eins og venja er þegar „Opið hús“
er á dagskrá.
Aðgangur er ókeypis og allir, sem
áhuga hafa, eru velkomnir.
Þórshaf narhreppur:
Davíð Agnars-
son ráðinn
sveitarstjóri
RÁÐINN hefur verið sveitar-
stjóri Þórshafnarhrepps, Davíð
Agnarsson, sem verið hefur
starfsmaður Hafnarhrepps i
Hornafirði undanfarið. Hann
tekur við embætti sveitarstjóra
1. september af Stefáni Jóns-
syni, sem gegnt hefur embættinu
sl. fjögur ár.
Starf sveitarstjóra á Þórshöfn
hefur verið auglýst tvisvar. í fyrra
skiptið sóttu tveir um sem báðir
óskuðu nafnleyndar, en þeim var
báðum hafnað. I síðara skiptið sótti
enginn um starfið, en eins og áður
sagði hefur Davíð verið ráðinn þó
formleg umsókn hafi ekki borist frá
honum.
Meirihluti sveitarstjómar á Þórs-
höfn er skipuð fjórum fulltrúum af
F-lista, lista framfarasinnaðra kjós-
enda, og einum af H-lista, lista
óháðra frjálslyndra.
Leiðrétting
BAKSÍÐUMYND Morgunblaðsins í
gær var ranglega merkt. Sá sem
tók myndina er Sigurður R. Sigur-
björnsson. Velvirðingar er beðist á
þessu ranghermi.
Auglýsingar
22480
Afgreiðsla
83033
lags Borgfirðinga em 19 af 180
bændum komnir yfir markið. Um
næstu mánaðamót hækka þessar
tölur vemlega. I Eyjafirðinum er
ástandið skárra, 6 bændur em
komnir yfir, af 260 sem leggja inn
í samlagið. Búist er við að talan
6-faldist um næstu mánaðamót og
meirihluti bænda verði við mörkin
í lok sumars. Það virðist vera að
bændur haldi undantekningarlaust
áfram að leggja inn mjólk þótt full-
virðismarki sé náð. „Maður getur
ekki hætt að mjólka kýrnar" sagði
bóndi á Suðurlandi í samtali við
blaðamann.
Morgunblaðið hafði tal af nokkr-
um bændum á Suður- og Vestur-
landi sem búnir em með fullvirðis-
mark sitt. Þeim bar saman um að
aðhald væri nauðsynlegt í fram-
leiðslunni. Á hinn bóginn hefðu
bændur í þessum fjórðungum feng-
ið óeðlilega lágt fullvirðismark.
„Árin tvö, sem notuð em til viðmið-
unar urðum við fýrir áfalli og kúm
var slátrað. Þá var mikið talað um
að bændur ættu að minnka fram-
leiðsluna svo að við endumýjuðum
ekki. Mér fínnst súrt í broti að vera
nú refsað fýrir að fara að tilmælum
ráðamanna" sagði Jon Böðvarsson
bóndi í Brennu sem kláraði fullvirð-
ismark sitt þegar í maí. Hann
leggur inn um 13.500 lítra í mán-
uði, og fær kr. 4,50 fyrir lítrann.
„Aðstaða okkar er auðvitað mjög
óþægileg. Þetta kerfi getur varla
gengið til lengdar, skömmtunin
hittir menn af handahófi og bændur
á Suður- og Vesturlandi virðast
hafa farið verst út þessu" sagði Jón.
Eggert Ólafsson, bóndi á Þor-
valdseyri undir Eyjafjöllum taldi að
35
þeir sem hefðu takmarkað fram-
leiðslu sína hefði verið refsað með
lágu fullvirðismarki. „En vondu
mönnunum er umbunað ríkulega.
Þetta er glöggt dæmi um hvemig
fer þegar málin eru látin í hendur
hagfræðinga með tölvu, og mann-
legi þátturinn kemur hvergi inn í.“
Eggert, sem heldur bú með syni *
sínum Ólafi er nýlega farinn yfir
fullvirðismarkið. Hann var með 70
kýr í vetur og sagðist hafa dregið „
úr fóðmm og reynt að nota einung-
is sitt hey. Þeir feðgar leggja inn
í Mjólkurbúið sem fyrr. Hafa þeir
engin önnur not fyrir mjólkina.
Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík, var spurður hvort hætta
væri á því að mjólkurskortur yrði
á Suðvestur-horninu í lok sumars
ef mikill hluti bænda verður farinn
yfir fullvirðismarkið. Hann sagði
að sér væri ekki kunnugt um að
nokkur bóndi hefði hætt að leggja
inn. „Þar sem mjólk heldur áfram
að streyma inn, er ekki fyrirsjáan-
legur neinn skortur" sagði Guðlaug-
ur.
I LANDSBANKANUM FÆRÐU
DOLLARA, PUND, MÖRK,
FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR,
ESCUDOS OG LÍRUR
HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM
g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta
ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda
okkar vísum.
Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar
eru ávallt fyrirliggjandi, í ölium
helstu gjaldmiðlum.
Við minnum líka á Visakortið,
- athugaðu gildistímann áður
en þú leggur af stað.
Góða ferð.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna